Morgunblaðið - 06.02.2019, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2019
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég ákvað fljótlega eftir að ég tók við
starfinu að mig langaði til að fjölga ís-
lenskum höfundum hér í húsinu,“
segir Sofie Hermansen Eriksdatter,
verkefnastjóri bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Í því skyni skipu-
lagði Sofie í samvinnu við Susanne
Elgum bókavörð Höfundakvöld Nor-
ræna hússins sem hóf göngu sína um
miðjan síðasta mánuð. „Fyrsti gest-
urinn var Auður Ava Ólafsdóttir, sem
var okkur mikil ánægja,“ segir Sofie,
en Auður hlaut sem kunnugt er Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
2018 fyrir skáldsöguna Ör. „Hingað
mættu 250 manns til að hlusta á sam-
talið við hana auk þess sem 700 fylgd-
ust með í beinu streymi á netinu,“
segir Sofie sem stýrði umræðum og
gerir það einnig á næsta höfunda-
kvöldi sem verður í kvöld kl. 19.30 þar
sem finnska skáldkonan Rosa Lik-
som kemur fram, en hún var tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs 2013 fyrir skáldsöguna
Klefi nr. 6 sem komið hefur út í ís-
lenskri þýðingu.
Sama ár var einnig tilnefndur
sænski höfundurinn Johannes
Anyuru fyrir bókina En storm kom
från paradiset, en hann verður gestur
6. mars. „Íslenskar raddir fá síðan að
hljóma á lokakvöldi vorsins 10. apríl
þegar Haukur Ingvarsson, Ásta
Fanney Sigurðardóttir, Fríða Ísberg
og Jón Örn Loðmfjörð ræða við Eirík
Örn Norðdahl ljóðskáld um ,,rödd Ís-
lands“ og ljóðagerð,“ segir Sofie og
bendir á að valið á íslensku ljóðskáld-
unum haldist í hendur við að hóp-
urinn hafi nýverið tekið þátt í ljóða-
hátíðinni Audiatur í Bergen.
Hreifst af Íslandi 16 ára
Sofie tók við stöðu verkefnastjóra í
apríl í fyrra af Sigurði Ólafssyni, en
skrifstofa Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs hefur verið í Nor-
ræna húsinu frá 2014. „Þetta hefur
verið einstaklega spennandi tími og
samtímis afar krefjandi. Þegar mér
bauðst starfið um miðjan mars í fyrra
var ég beðin að flytja eins fljótt og
auðið væri til Íslands þar sem Sig-
urður tók við nýju starfi 1. maí. Það
var augljóst að starfið væri svo krefj-
andi að enginn annar en hann hefði
getað sett mig nægilega inn í öll mál,
m.t.t. ólíkra verkefna sem tilheyra
hverjum árstíma, og allt það tengsla-
net sem starfið krefst og nær til
fjölda landa jafnt innan sem utan
Norðurlandanna. Á þeim tíma var ég
bundin í fjórum störfum í Dan-
mörku,“ segir Sofie og rifjar upp að
hún hafi verið að kenna bókmenntir í
háskóla, lýðháskóla og í kvöldskóla.
„Ég var lausráðin á öllum stöðum
sem þýddi að ég gat losað mig fremur
hratt og var komin til Íslands um
miðjan apríl. Við Sigurður náðum því
að starfa saman í tíu daga og á þeim
tíma setti hann mig inn í allt sem við-
kemur starfinu. Ég grínast stundum
með það að þetta hafi verið líkt og að
fá inngjöf beint í æð.“
Spurð um bakgrunn sinn segist
Sofie hafa lokið námi frá Ritlistar-
akademíunni í Bergen eftir að hún
lauk cand. mag. í fagurfræði og
menningu frá Háskólanum í Árósum.
„Hluta þess náms tók ég sem skipti-
nemi hérlendis við Háskóla Íslands
veturinn 2012-13 þar sem ég tók nám-
skeið í bókmenntafræði, listfræði og
náttúruvísindum á íslensku. Loka-
verkefni mitt fjallaði um náttúrulýs-
ingar í íslenskum listaverkum, hvort
heldur er innsetningum, ljósmyndum
eða bókmenntatextum,“ segir Sofie
og rifjar upp að hún hafi fyrst heim-
sótt Ísland með fjölskyldu sinni árið
2002. „Þá var ég aðeins 16 ára gömul
og hreifst strax af landinu. Á áttunda
áratug síðustu aldar starfaði mamma
mín í síld á Siglufirði og eignaðist
góðar vinkonur sem við gistum hjá í
þessari hringferð okkar um landið, en
ferðin tengdist einnig störfum
mömmu sem er listakona og ker-
amíker. Einnig gistum við á Skorra-
stað og hjá vinum frænda míns sem
vann um tíma á bóndabæ í Vatnsdal,“
segir Sofie og rifjar upp að þessi ferð
hafi haft mikil áhrif á hana og hún
fljótlega einsett sér að koma aftur.
Eykur sýnileika bókanna
„Leið mín lá ekki til Íslands fyrr en
2011. Þá kom ég ein og lauk ferðinni
með því að ganga Laugaveginn og
endaði í Þórsmörk. Ég hef árlega síð-
an lagt leið mína í Þórsmörk ýmist
ein eða í hópi vina auk þess að ganga
á fjöll víðs vegar um landið,“ segir
Sofie og skiptir úr dönsku í íslensku
þegar hún tekur fram að sér hafi þótt
mikilvægt að þekkja þannig bæði
land, þjóð og tungu þegar hún sótti
um starfið sem hún nú gegnir. „Ég á
auðvelt með að læra tungumál og
finnst alls ekki erfitt að bera íslensk-
una fram eða lesa hana. Helsta áskor-
unin felst í málfræðinni,“ segir Sofie,
sem sótt hefur nokkur tungumála-
námskeið hérlendis.
Að sögn Sofie þurfti hún ekki að
hugsa sig lengi um þegar starf verk-
efnastjóra bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs var auglýst. „Mig
langaði til að búa aftur á Íslandi. Ég
hafði lengi látið mig dreyma um að
vinna við Norræna húsið í Reykjavík
eða við Háskóla Íslands. Mér finnst
ég því hafa verið einstaklega lánsöm
að fá draumastarfið,“ segir Sofie sem
ráðin var til fjögurra ára.
Sofie hefur á umliðnum árum sjálf
skrifað ljóð sem hafa birst í úrvals-
bókum útgefnum á vegum m.a.
Signaler og Cappelen Damm. Í fyrra
gaf Forlaget Silkefyret út ljóðabók
hennar Under gulvet gror der plant-
er sem Maria Molbech myndskreytti.
„Ein af ástæðum þess að ég sótti um
starfið hér var að mér fannst spenn-
andi að vera í nánum og góðum
tengslum við aðra rithöfunda á öllum
Norðurlöndunum.“
Sofie hefur í samvinnu við starfs-
fólk bókasafns Norræna hússins unn-
ið að því að gera þær bækur sem unn-
ið hafa Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs sýnilegri á bókasafninu.
„Þegar við fórum að skoða bókakost
safnsins kom í ljós að það átti þegar
næstum öll vinningsritin frá því
stofnað var til verðlaunanna. Það var
því einboðið að bæta við þeim titlum
sem upp á vantaði og auka sýnileika
þeirra,“ segir Sofie, en bækurnar
mæta gestum um leið og þeir koma
inn á bókasafnið. „Þetta virkar auð-
vitað eins og sýning, en eins og sjá má
er rækilega auglýst að allar bæk-
urnar eru til láns,“ segir Sofie og
bendir á að skrifstofa Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs hýsi
bæði elstu og yngstu verðlaun Norð-
urlandaráðs, því Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs voru fyrst veitt
1962, en Barna- og unglinga-
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs voru fyrst veitt 2013.
„Reynslan hefur sýnt að það skipt-
ir höfunda miklu máli að hljóta til-
nefningu og ekki síður að vinna. Þökk
sé verðlaununum hafa fleiri bækur
verið þýddar á nágrannatungu-
málin,“ segir Sofie og bendir sem
dæmi á að Ör eftir Auði Övu hafi orð-
ið metsölubók í Danmörku eftir að
hún hlaut Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs. „Greinilegt er líka að
höfundum, sem hafa verið tilnefndir,
er í auknum mæli boðið á alþjóðlegar
bókmenntahátíðir,“ segir Sofie og
bendir á að allir í hópi tilnefndra, sem
eru ávallt á bilinu 12-14 ár hvert,
gætu unnið og því sé látinn líða býsna
langur tími frá því upplýst er um til-
nefningarnar þar til verðlaunin sjálf
eru veitt. „Þannig dreifist athyglin,
sem er gott.“
Fagmennskan ræður för
Auk þess að skipuleggja Höfunda-
kvöld Norræna hússins, vera í sam-
skiptum við rithöfunda, útgefendur,
myndskreyta, fræða- og fjölmiðlafólk
í ýmsum löndum, sækja reglulega
bókmenntahátíðir, kaupstefndur,
skipuleggja norrænar þverfaglegar
bókmenntaráðstefnur og ýmislegt
fleira ber Sofie ábyrgð á því að skipu-
leggja fundi dómnefnda hvorra
tveggja bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs, en lokafundir dóm-
nefndanna þar sem verðlaunahafar
ársins eru valdir flakka milli Norður-
landanna með sama hætti og verð-
launaafhendingarnar sjálfar.
„Mér hefur þótt áhugavert að
fylgjast með þeim fundum, því það er
ljóst að fagmennskan ræður för,“
segir Sofie og bendir á að Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
séu meðal þekktustu og virtustu bók-
menntaverðlauna heims sem veitt eru
innan afmarkaðra tungumálasvæða.
„Verðlaunaféð er líka hæsta verð-
launaupphæðin fyrir bókmenntaverð-
laun næst á eftir Nóbelsverðlaun-
unum,“ segir Sofie og tekur fram að
það sé sorglegt að ekki hafi verið
unnt að veita Nóbelsverðlaunin á síð-
asta ári og enn sé óljóst hvort hægt
verði að veita þau í ár. „Ég vona heitt
og innilega að hægt verði að endur-
reisa Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum fljótt, því ástandið þar á bæ
hefur verið mjög dapurlegt,“ segir
Sofie og bendir á að hún hafi, í kjöl-
farið á Nóbelsskandalnum, fengið all-
nokkrar fyrirspurnir frá blaðamönn-
um um það hvernig staðið sé að
valinu á dómnefndarfólki fyrir bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs.
„Þær upplýsingar eru aðgengilegar á
vefnum, enda ferlið og reglurnar
gagnsæ,“ segir Sofie og bendir á að
menntamálaráðuneytin á Norður-
löndunum velji þá sem sitja í dóm-
nefndum hvers lands. „Ólíkt með-
limum Sænsku akademíunnar er
dómnefndarfólk ekki æviráðið, held-
ur getur í mesta lagi setið í átta ár
sem tryggir að sami smekkur er ekki
ríkjandi of lengi í einu.“
Þess má að lokum geta að tilnefn-
ingar til Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs 2019 verða upplýstar 21.
febrúar og til Barna- og unglinga-
bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs 2019 2. apríl. Verðlaunin sjálf
verða afhent á þingi Norðurlandaráðs
í Stokkhólmi í október.
Morgunblaðið/Hari
„Einstaklega spennandi tími“
Sofie Hermansen Eriksdatter réð sig í draumastarfið á Íslandi Nýtur þess að vinna með
bókmenntir Langaði að fjölga íslenskum höfundum í Norræna húsinu Fer árlega í Þórsmörk
Draumur „Ég hafði lengi látið mig dreyma um að
vinna við Norræna húsið í Reykjavík eða við Há-
skóla Íslands,“ segir Sofie Hermansen Eriksdatter.
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!