Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 losnaði svo um á lokakaflanum. Fram minnkaði muninn í tvö mörk og fékk dauðafæri á að minnka hann enn frekar áður en KA gekk frá leiknum með því að skora fjögur síðustu mörk- in. Bestu menn leiksins verða að telj- ast varnarmenn liðanna og markverð- ir. Ægir Hrafn Jónsson var frábær í vörn Fram og Daníel Matthíasson góður hjá KA. Valsarar keyrðu yfir Stjörnuna Það fór ekki framhjá neinum á Hlíðarenda, frekar en annars staðar þessa helgina, að langt hlé á móts- leikjum væri loks að baki. Valsarar endurheimtu toppsætið af Haukum með 33:21-sigri á Stjörnunni í leik sem lengst af minnti á rólegan æf- ingaleik. Stjörnumenn mættu væng- brotnir til leiks en í þeirra raðir vant- aði þrjá sterka örvhenta leikmenn og munaði þar um. Gestirnir reyndu að halda leiknum í hægferð, tóku sér langan tíma í allar sóknir og spiluðu mikið með markmanninn út af. Þetta útspil virkaði ágætlega í fyrri hálfleik, Valsarar höfðu nauma forystu í hléinu eftir nokkuð jafnar 30 mínútur. Heimamenn voru hins vegar fljótir að stinga af eftir hlé. Agnar Smári Jóns- son endaði markahæstur með sjö mörk og þá skoraði Stiven Tobar Val- encia sex, öll á síðustu 20 mínútum Á AKUREYRI OG HLÍÐARENDA Einar Sigtryggsson Kristófer Kristjánsson KA og Fram áttust við í miklum fall- baráttuslag í gær í fyrstu umferðinni eftir HM- og jólafrí í Olís-deild karla í handbolta. Leikið var á Akureyri og þurftu liðin svo sannarlega á stigum að halda. Fyrir leik var Fram í ellefta sæti með sjö stig en KA í níunda sæti með tólf stig. Eins og við mátti búast var hart tekist á. KA hafði sigur eftir jafnan leik en lokasprettur heima- manna jók forskot þeirra úr tveimur mörkum í sex. Lokatölur 24:18. KA hafði undirtökin frá byrjun en Fram komst einu sinni yfir snemma leiks. Vörn KA var sterk í fyrri hálf- leik og truflaði hún Framara mikið. Gerðu Framarar ansi mörg mistök í sóknarleiknum, jafnvel þótt þeir væru manni fleiri en KA menn voru ótt og títt að fá refsimínútur. KA hafði nokkuð örugg tök allan fyrri hálfleik- inn og leiddi 14:11 að honum loknum. Fyrri hluta seinni hálfleiks var afar lítið skorað og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum hafði hvort lið skorað þrjú mörk í hálfleiknum og staðan því 17:14. Öll þrjú mörk KA komu þegar hönd dómaranna var uppi og KA- menn í stórvandræðum. Eitthvað leiksins en Stjörnumenn skoruðu að- eins fjögur mörk alls fyrstu 20 mín- útur síðari hálfleiks. Í stjörnu- hlutverkinu var hins vegar Anton Rúnarsson, sem skoraði sex mörk fyrir Valsarar og lagði upp ekki færri en tíu á samherja sína. Þegar heima- menn komust loks á flug var ekki erf- itt að sjá hvers vegna þeir voru á toppnum fyrir umferðina og er breiddin í liðinu mikil. Hinn öflugi Magnús Óli Magnússon meiddist snemma leiks og var ekki meira með en það breytti engu er aðrir leik- menn, m.a. Stiven, komu inn og stóðu sig frábærlega. Á meðan hafa Stjörnumenn glímt við meiðsli á lykilmönnum í allan vet- ur og mega varla við því. Sex vikna hléið hefði átt að vera kærkomið tækifæri fyrir Garðbæinga til að end- urheimta sín helstu vopn en í staðinn duttu bara fleiri leikmenn út, eins og Ari Magnús Þorgeirsson og Leó Snær Pétursson. Það verður því á brattann að sækja, komi þeir ekki brátt til baka. Naumur sigur Hauka í frumraun Geirs með Akureyri Haukar unnu eins marks sigur á liði Akureyrar en leikurinn var frum- raun Geirs Sveinssonar sem þjálfara Akureyringa. Byrjunin var ekki beysin hjá Geir og hans mönnum því áður en varði voru Haukar komnir í 3:0. Smám saman tóku Akureyringar sig saman í andlitinu og um miðjan hálfleikinn komust þeir yfir í 6:5. Síðan var jafnt Dýrmætur sigur KA á Frömurum  Valsmenn á flugi í fyrsta leik eftir jól  Geir stýrði Akureyri í fyrsta sinn HM-fari Ýmir Örn Gíslason með skot að marki Stjörnunnar en hann skoraði fjögu Í LAUGARDAL Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Langstökkvarinn Hafdís Sigurð- ardóttir er orðin þreytt á því að stökkva 6,49 metra en hún stefnir ótrauð að því að ná lágmarki fyrir Evrópumótið innanhús í Glasgow í mars sem er 6,5 metrar. Hafdís tryggði sér gull í langstökki kvenna á Reykjavíkurleikunum í Laugardals- höllinni í gær en hún stökk lengst 6,49 metra og jafnaði þar með sinn besta árangur á árinu en hún er stöðugt að eflast eftir barnsburð. „Þetta var vissulega svekkjandi að ná ekki þessum eina sentímetra sem vantaði upp á en á sama tíma er ég ánægð með þennan dag í heild sinni. Auðvitað vildi ég ná lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið í dag og það er kannski ekkert frábært upp á sjálfs- traustið að gera að hafa verið svona stutt frá markmiðinu en það kemur vonandi.“ Hafdís eignaðist barn sumarið 2017 og tók þess vegna frí frá keppni í góð- an tíma. Hún er nú komin af stað aftur og er smám saman að komast í sitt besta form. Snýst um skipulag „Ég er fimm sentímetra frá Ís- landsmetinu mínu innanhús sem er frábært. Hraðinn er góður hjá mér og þetta er allt á réttri leið. Í dag snýst þetta fyrst og fremst um gott skipulag hjá mér enda er ég í vinnu með barn og fjölskyldu. Ég reyni að nýta þann frí- tíma sem ég hef í æfingar og það hefur gengið ágætlega hingað til.“ Þrátt fyrir að svo grætilega lítið Morgunblaðið/Árni Sæberg Sentímetri Hafdís Sigurðardóttir stekkur í Laugardalnum í gær. Hún var aðeins sentímetra frá því að komast inn á EM en hefur enn tíma til stefnu. Langstökkva  Raunhæft markmið að ná lágmarkinu fy Sprettur Ari Bragi Kárason á fleygiferð sveit Íslands vann og setti nýtt Íslandsme Olís-deild karla Akureyri – Haukar............................... 26:27 Valur – Stjarnan ................................... 33:21 KA – Fram ............................................ 24:18 Grótta – FH .......................................... 20:27 Staðan: Valur 14 10 2 2 385:319 22 Haukar 14 9 3 2 408:379 21 FH 14 8 4 2 391:369 20 Selfoss 13 8 2 3 370:353 18 Afturelding 13 6 3 4 358:353 15 ÍBV 13 5 2 6 369:371 12 Stjarnan 14 6 0 8 385:401 12 KA 14 5 2 7 358:372 12 ÍR 13 4 3 6 344:351 11 Akureyri 14 3 2 9 362:386 8 Fram 14 3 1 10 352:384 7 Grótta 14 2 2 10 310:354 6 Grill 66 deild karla HK – Haukar U .................................... 22:22 Staðan: Fjölnir 11 10 0 1 325:271 20 Haukar U 11 7 1 3 283:263 15 Valur U 10 7 1 2 302:240 15 Þróttur 11 5 2 4 331:311 12 HK 11 5 2 4 292:297 12 Víkingur 11 5 1 5 285:299 11 FH U 10 4 1 5 277:302 9 Stjarnan U 11 3 1 7 306:340 7 ÍR U 11 2 1 8 299:330 5 ÍBV U 11 1 0 10 292:339 2 Grill 66 deild kvenna Valur U – Fjölnir .................................. 32:33 Staðan: ÍR 13 11 0 2 382:288 22 Afturelding 13 10 1 2 334:258 21 Fylkir 13 9 1 3 358:308 19 Fram U 14 8 1 5 364:322 17 Valur U 13 8 1 4 348:309 17 FH 13 7 1 5 335:285 15 Grótta 13 5 1 7 288:321 11 HK U 12 5 0 7 289:314 10 Fjölnir 13 4 0 9 327:347 8 Víkingur 14 2 0 12 254:364 4 Stjarnan U 13 0 0 13 240:403 0 Þýskaland Halle-Neustadt – Dortmund .............. 31:31  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1 mark fyrir Dortmund. Danmörk Aalborg – GOG .................................... 21:21  Ómar Ingi Magnússon skoraði 3 mörk fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 1. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 7 mörk fyrir GOG. Aarhus – Ribe-Esbjerg ....................... 25:23  Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 2. SönderjyskE – Skanderborg ............. 21:26  Arnar Birkir Hálfdánsson var ekki á meðal markaskorara SönderjyskE. Noregur Elverum – Halden ............................... 28:27  Þráinn Orri Jónsson skoraði 2 mörk fyr- ir Elverum og Sigvaldi Björn Guðjónsson 1. Drammen – Bækkelaget .................... 26:19  Óskar Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Drammen. Svíþjóð IFK Ystad – Sävehof ........................... 30:30  Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot af 12 sem hann fékk á sig í marki Sävehof. Ungverjaland Budakálasz – Pick Szeged ................. 28:33  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 3 mörk fyrir Pick Szeged. Austurríki Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Schwaz – Ferlach ................................ 30:23  Ísak Rafnsson skoraði 3 mörk fyrir Schwaz. EHF-bikar kvenna 16-liða úrslit, A-riðill: Magura Cisnadiei – Esbjerg .............. 19:32  Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Esb- jerg.  Esbjerg 9, Storhamar 7, Bietigheim 4, Magura Cisnadiei 0. Áskorendabikar kvenna 16-liða úrslit, seinni leikur: Boden – Maccabi Rishon..................... 30:29  Hafdís Renötudóttir er markvörður Bo- den sem vann einvígið, 56:55 samanlagt. HANDBOLTI Knattspyrnumaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson er genginn til liðs við Fylki frá Breiðabliki og gerði hann þriggja ára samning við Fylki. Arn- ór er fæddur árið 1997 en hann á að baki 38 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað fjögur mörk. Hann lék 16 deildarleiki á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark, en á alls að baki 72 meistaraflokksleiki með Breiðabliki, ÍBV og Selfossi. Arnór Gauti frá Blikum til Fylkis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.