Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 ÍÞRÓTTIR England Sergio Agüero skoraði sína fjórtándu þrennu fyrir Manchester City þegar liðið lagði Arsenal að velli. Þriðja markið hefði þó ekki átt að standa. Naumt forskot Liverpool fyrir kvöldið. Arsenal niður í 6. sæti 6 Íþróttir mbl.is Ljósmynd/FCA_World Markahrókur Alfreð Finnbogason fagnar marki gegn Mainz í gær en hann skoraði þrennu í snjókomunni. ÞÝSKALAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Alfreð Finnbogason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Augs- burg í 3:0-sigri liðsins gegn Mainz í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Framherjinn öflugi hefur nú skorað fjórar þrennur fyrir Augs- burg síðan hann gekk til liðs við fé- lagið árið 2016. Alfreð hefur nú skor- að 104 mörk í erlendri deildakeppni og er jafn Arnóri Guðjohnsen en að- eins tveir Íslendingar hafa skorað meira í erlendri deildakeppni, þeir Heiðar Helguson (133) og Eiður Smári Guðjohnsen (107). „Ég er mjög sáttur með mína spilamennsku mína í þessum leik og það er í raun ekki hægt að biðja um neitt mikið meira. Það hefur gengið erfiðlega hjá okkur að undanförnu og við vorum búnir að spila tíu leiki í röð án sigurs, áður en kom að leiknum gegn Mainz. Það hefur gengið á ýmsu hjá liðinu í vikunni sem leið og þessi sigur var frábært svar við öllu því sem hefur verið í gangi að und- anförnu. Frammistaðan var virkilega góð hjá öllu liðinu og að lokum var þetta bæði sanngjarn og sannfær- andi sigur.“ Lítið hefur gengið hjá Augsburg, undanfarnar vikur, en liðið er í fimm- tánda sæti deildarinnar með 18 stig en átján lið leika í þýsku 1. deildinni en eins og staðan er í dag er Augs- burg þremur stigum frá fallsæti. Ekki skemmtilegasti tíminn „Það er búið að fara vel yfir hlut- ina undanfarnar vikur. Bæði hvað má betur fara og hvað við höfum ver- ið að gera vel. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur á tímabili og sem dæmi töpuðum við einhverjum þrem- ur leikjum á lokamínútunum. Þetta hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt að ganga í gegnum þetta niðursveiflutímabil en mér fannst við stíga mjög vel upp í dag. Eins og staðan er í dag erum við í bullandi fallhættu en ef okkur tekst að krækja í stig hér og þar í næstu leikjum þá er ég nokkuð sannfærður um að við séum á réttri leið og von- andi gerir þessi sigur það að verkum að við náum að snúa genginu við. Við erum með mjög gott lið og mér finnst að við eigum að vera í efri hluta töfl- unnar. Núna þurfum við að finna taktinn aftur og fara að taka þrjú stig því það er það eina sem skiptir máli í þessu.“ Þrátt fyrir að Augsburg hafi ekki gengið vel á þessari leiktíð hefur Al- freð skorað grimmt en hann er kom- inn með 10 mörk í 13 deildaleikjum með liðinu á tímabilinu og er í 7.-9. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Alfreð segir að einn af fylgifiskum þess að skora reglulega sé að varnarmenn annarra liða passi betur upp á hann en fyrst þegar hann kom inn í deildina árið 2016. Sáttur með sína frammistöðu „Okkur hefur ekki gengið vel á tímabilinu en persónulega er ég sátt- ur með mína frammistöðu. Ég missti af fyrstu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en kom svo inn af miklum krafti. Svo kom smá niður- sveifla hjá mér þar sem ég var ekki að skora en það er einmitt á þannig augnablikum sem það er mikilvægt að standa í lappirnar og hafa trú á því sem maður er að gera. Okkur hefur alltaf gengið vel þegar við spil- umm okkar leik, og það er gott að hafa það á bak við eyrað þegar illa gengur. Það er fylgifiskur þess að hafa verið lengi í Þýskalandi og að hafa staðið sig vel að það er fylgst betur með manni. Andstæðingurinn þekkir mann betur en að sama skapi er ég farinn að þekkja hin liðin í deildinni nokkuð vel. Við erum með marga góða sóknarmenn í Augsburg og þegar við fáum að njóta okkar á vellinum þá gengur okkur oftast mjög vel.“ Framherjinn var orðaður við brottför frá Augsburg í janúar en nokkur lið í Evrópu sýndu leikmann- inum áhuga. Alfreð var ekki spennt- ur fyrir því að yfirgefa félagið á þess- um tíma en hann ætlar að skoða sín mál í sumar. „Það voru fyrirspurnir og ein- hverjir möguleikar í stöðunni en ekk- ert sem fór það langt að það sé hægt að segja frá því. Mér fannst mjög óraunhæft að yfirgefa liðið á þessum tíma og ég var aldrei með hugann við það að fara því mig langar að klára tímabilið með Augsburg og taka eitt gott heilt tímabil með liðinu. Mér líð- ur mjög vel í Þýskalandi og svo sjáum við hvað gerist í sumar. Ég er einbeittur á að standa mig vel fyrir Augsburg, það eina sem ég er að hugsa um þessa stundina er að klára tímabilið með Augsburg.“ Eins og áður sagði er Alfreð nú í 3.-4. sæti yfir markahæstu Íslend- ingana í erlendri deildarkeppni með 104 mörk. Þá er hann þriðji marka- hæsti Íslendingurinn í sögu Bundes- ligunnar með 32 mörk og fór í gær uppfyrir Eyjólf Sverrisson sem skor- aði 30 mörk fyrir Stuttgart og Herthu Berlín. Atli Eðvaldsson er sá markahæsti með 59 mörk og Ásgeir Sigurvinsson er í öðru sætinu með 39 mörk. Atli, Ásgeir og Eyjólfur léku allir á þriðja hundrað leiki í deildinni en Alfreð hefur spilað 62 deildaleiki fyrir Augsburg sem gerir afrekið ennþá stærra. Gaman að lesa tölfræðifréttir „Öll svona tölfræði er ákveðinn bónus en ég væri að ljúga ef ég myndi ekki segja að mér fyndist þetta skemmtilegt líka. Auðvitað gerir það mann stoltan, vitandi til þess að maður er annaðhvort marka- hæstur hjá sínu félagi eða á meðal markahæstu íslensku leikmannanna í deildarkeppni erlendis. Þetta er ekki eitthvað sem ég er að spá í dags- daglega en það er alltaf gaman að lesa svona fréttir. Ég er mjög stoltur af mínum árangri í Þýskalandi. Það er ekki að ástæðulausu sem ég er bú- inn að vera lengst í Þýskalandi af þeim stöðum sem ég hef spilað á á ferlinum. Mér líður mjög vel hjá Augsburg og ég er að spila í topp- deild. Við gerðum okkur væntingar um betra gangi í upphafi tímabilsins, sérstaklega þar sem við fórum mjög vel af stað, og það segir mikið um styrleika deildarinnar,“ sagði Alfreð Finnbogason í samtali við Morg- unblaðið. Stoltur af tölfræðinni  Fjórða þrenna Alfreðs í Þýskalandi kom gegn Mainz  Tók framherjann 62 deilda- leiki að skora 32 mörk  Orðinn þriðji markahæsti Íslendingurinn í þýsku deildinni Körfuknattleiks- þjálfarinn Hrann- ar Hólm fékk silf- urverðlaun í dönsku bik- arkeppninni í kvennaflokki á laugardag þegar lið hans, Stevns- gade, beið lægri hlut fyrir Aaby- høj í úrslitaleik keppninnar, 59:74. Staðan í hálfleik var 32:32 en Aabyhøj stakk af í þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 23 stig gegn aðeins 5 stigum. Stevnsgade, sem er frá Nørrebro í Kaupmannahöfn, er í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en Aaby- høj er í fjórða sætinu. Hrannar uppskar silfur Hrannar Hólm SGi Ludwigs- burg, lið Ásgeirs Sigurgeirssonar, skotíþrótta- manns og ólymp- íufara, varð um helgina Þýska- landsmeistari í loftskammbyssu. Liðið vann 4:1- sigur á Bruns- wick í úrslitaleik en átta lið tóku þátt í úrslitakeppn- inni sem fram fór um helgina. Ásgeir lék með Ludwigsburg framan af keppnistímabilinu en tók ekki þátt í úrslitakeppninni heldur keppti á Reykjavíkurleikunum nú um helgina, þar sem hann fagnaði sigri. Leikir í þýsku deildinni fara fram um helgar og hefur Ásgeir flogið utan í leiki, og vann hann alla sína leiki í vetur. sindris@mbl.is Ásgeir þýskur meistari Ásgeir Sigurgeirsson Katrín Tanja Dav- íðsdóttir tryggði sér um helgina sæti á heimsleik- unum í crossfit en þeir fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja vann sigur á Fittest in Cape Town-mótinu í Suður-Afríku en að- eins sigur á mótinu gat tryggt kepp- endum sæti á heimsleikunum. Katrín Tanja vann fjórar af tíu greinum mótsins og hafði mjög gott forskot fyrir tíundu og síðustu grein- ina þar sem hún hafnaði í 5. sæti. Hún endaði með 856 stig eða 54 stigum á undan Miu Akerlund og Alessöndru Pichelli sem komu jafnar í næstu sæt- um. Katrín Tanja fékk rúmlega hálfa milljón króna fyrir sigurinn. sindris@mbl.is Katrín Tanja á heimsleikana Katrín Tanja Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.