Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Aðeins markahrókurinn mikli Alan Shearer getur státað sig af því að hafa skorað fleiri þrennur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hinn argentínski Sergio Agüero. Shearer mátti ellefu sinnum fara heim með boltann sem leikið var með, sem virðingarvott fyrir að hafa skorað þrennu, og nú hefur Agüero skorað tíu slíkar í deildinni. Hann hefur raunar skorað fjórtán þrennur í búningi Manchester City, ef horft er til allra keppna. Agüero stal sem sagt senunni í 3:1-sigri City á Arsenal í gær. City- menn áttu sigurinn fyllilega skilið þrátt fyrir að þriðja mark Agüero hefði ekki átt að standa, en það skor- aði hann í raun með olnboganum. Það er kannski lýsandi fyrir leik- manninn sem leitar hreinlega allra leiða til að skora mörk og er nú bú- inn að stimpla sig rækilega inn í bar- áttuna um gullskóinn á Englandi, með 14 mörk eða tveimur minna en Mohamed Salah hjá Liverpool sem er markahæstur. Agüero hefur skor- að 157 mörk í 227 leikjum fyrir City og á ríkan þátt í þeim þremur Eng- landsmeistaratitlum sem liðið hefur unnið síðan hann kom frá Atlético Madrid árið 2011. City er nú tveimur stigum á eftir Liverpool í titilbaráttunni, og tveim- ur á undan Tottenham, en Liverpool á leik til góða gegn West Ham í kvöld. Arsenal-menn hafa hins vegar spilað sig út úr „elítuhópi“ fjögurra efstu liða og eru komnir niður í 6. sæti, eftir þrjú töp í síðustu sex leikj- um. Chelsea er þremur stigum ofar í 4. sætinu og Manchester United komst upp fyrir Arsenal með 1:0- útisigri á Leicester, en United hefur þar með unnið níu leiki og gert eitt jafntefli í tíu leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. Aron lagði upp mikilvægt mark Íslendingarnir þrír í ensku úrvals- deildinni áttu misgóðu gengi að fagna um helgina. Aron Einar Gunn- arsson lagði upp seinna mark Car- diff í afar mikilvægum 2:0-sigri á Bo- urnemouth og fékk 7 í einkunn hjá miðlum á borð við Sky Sports. Þetta var fyrsti sigur Cardiff á þessu ári en liðið er áfram í fallsæti, nú með 22 stig og aðeins tveimur stigum á eftir þremur næstu liðum. Burnley, lið Jóhanns Berg Guðmundssonar, er eitt þeirra liða en Burnley krækti í 1:1-jafntefli við Southampton á laug- ardag með marki í lokin, eftir að Jó- hann hafði komið inn á sem vara- maður. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton töpuðu hins vegar leik við Watford um að komast í 7. sæti deildarinnar, 3:1, og eru komnir nið- ur í 9. sæti. AFP Þrenna Sergio Agüero fagnar þriðja marki sínu og lætur ekki á sig fá tilraunir Arsenal-manna til að segja dómaranum að um hendi væri að ræða. Arsenal olnbogabarn  Agüero bætti enn einni þrennunni í safnið í sigri á Arsenal og nálgast Alan Shearer  Liverpool með naumt forskot fyrir kvöldið  Arsenal niður í 6. sæti England Everton – Wolves..................................... 1:3  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton. Burnley – Southampton.......................... 1:1  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Burnley á 58. mínútu. Cardiff – Bournemouth .......................... 2:0  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff og lagði upp mark. Tottenham – Newcastle........................... 1:0 Brighton – Watford.................................. 0:0 Chelsea – Huddersfield ........................... 5:0 Crystal Palace – Fulham ......................... 2:0 Leicester – Manchester United .............. 0:1 Manchester City – Arsenal ..................... 3:1 Staðan: Liverpool 24 19 4 1 55:14 61 Manch.City 25 19 2 4 66:20 59 Tottenham 25 19 0 6 51:24 57 Chelsea 25 15 5 5 45:23 50 Manch.Utd 25 14 6 5 49:35 48 Arsenal 25 14 5 6 51:36 47 Wolves 25 11 5 9 33:32 38 Watford 25 9 7 9 33:34 34 Everton 25 9 6 10 36:36 33 Bournemouth 25 10 3 12 37:44 33 Leicester 25 9 5 11 30:31 32 West Ham 24 9 4 11 30:37 31 Brighton 25 7 6 12 27:36 27 Cr. Palace 25 7 5 13 26:33 26 Newcastle 25 6 6 13 21:33 24 Southampton 25 5 9 11 27:42 24 Burnley 25 6 6 13 26:46 24 Cardiff 25 6 4 15 22:46 22 Fulham 25 4 5 16 25:55 17 Huddersfield 25 2 5 18 13:46 11 B-deild: Reading – Aston Villa ............................. 0:0  Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Reading.  Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Villa. Birmingham – Nottingham Forest ........ 2:0 Brentford – Blackburn ............................ 5:2 Bristol City – Swansea............................. 2:0 Hull – Stoke .............................................. 2:0 Ipswich – Sheffield Wednesday.............. 0:1 Millwall – Rotherham .............................. 0:0 Sheffield United – Bolton ........................ 2:0 WBA – Middlesbrough ............................ 2:3 Wigan – QPR ............................................ 2:1 Leeds – Norwich ...................................... 1:3 Staðan: Norwich 30 16 9 5 57:39 57 Leeds 30 17 6 7 50:34 57 Sheffield Utd 30 16 6 8 50:31 54 WBA 29 14 8 7 59:38 50 Middlesbro 29 13 11 5 34:22 50 Bristol City 29 13 8 8 37:29 47 Derby 29 13 8 8 40:35 47 Birmingham 30 10 13 7 45:36 43 Aston Villa 30 10 13 7 53:46 43 Hull 30 12 7 11 43:38 43 Blackburn 30 11 10 9 42:46 43 Nottingham F. 30 10 12 8 42:35 42 Swansea 30 11 8 11 40:37 41 QPR 29 11 6 12 35:41 39 Stoke 30 9 11 10 33:39 38 Sheffield Wed. 29 10 8 11 34:45 38 Brentford 29 9 10 10 48:41 37 Preston 30 9 10 11 45:45 37 Wigan 30 9 5 16 31:45 32 Millwall 29 7 9 13 34:44 30 Rotherham 30 5 11 14 28:48 26 Reading 30 5 10 15 32:44 25 Bolton 30 5 8 17 19:45 23 Ipswich 30 3 9 18 23:51 18 Bikarkeppni kvenna, 32ja liða úrslit Reading – Keynsham Town............ frestað  Rakel Hönnudóttir leikur með Reading. Þýskaland Augsburg – Mainz ................................... 3:0  Alfreð Finnbogason skoraði þrennu fyrir Augsburg og lék fram á 76. mínútu. Nürnberg – Werder Bremen ................. 1:1  Aron Jóhannsson hjá Bremen er frá keppni vegna meiðsla. Staðan: Dortmund 20 15 4 1 51:20 49 M’gladbach 20 13 3 4 41:18 42 Bayern Münch. 20 13 3 4 44:23 42 RB Leipzig 20 11 4 5 38:18 37 E.Frankfurt 20 9 5 6 40:27 32 Wolfsburg 20 9 4 7 29:27 31 Leverkusen 20 9 3 8 32:31 30 Hoffenheim 20 7 8 5 38:29 29 Hertha Berlín 20 7 7 6 31:31 28 Werder Bremen 20 7 6 7 32:32 27 Mainz 20 7 6 7 22:28 27 Schalke 20 6 4 10 24:29 22 Freiburg 20 5 7 8 26:34 22 Düsseldorf 20 6 4 10 22:39 22 Augsburg 20 4 6 10 29:33 18 Stuttgart 20 4 3 13 17:44 15 Nürnberg 20 2 6 12 17:44 12 Hannover 20 2 5 13 18:44 11 B-deild: Sandhausen – Bochum............................ 3:0  Rúrik Gíslason lék allan leikinn með Sandhausen. Belgía Kortrijk – Lokeren.................................. 2:1  Ari Freyr Skúlason lék ekki með Loke- ren vegna meiðsla. Sviss Grasshoppers – Basel.............................. 0:4  Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Grasshoppers. KNATTSPYRNA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, at- vinnukylfingur úr GR, sneri aftur á golfvöllinn eftir hvíld og lék afar vel á góðgerðarmóti á Bahamaeyjum um helgina. Ólafía lék hringinn á 66 höggum sem er sex högg undir pari Ocean Club-golfvallarins, þar sem hún hóf einmitt frumraun sína á LPGA-mótaröðinni fyrir tveimur ár- um síðan. Fékk hún sjö fugla á hringnum, einn skolla og tíu pör. Þar sem um góðgerðarviðburð var að ræða skilar þessi frammistaða Ólafíu engu hvað varðar styrk- leikalista eða heimslista. Skorið gef- ur þó góð fyrirheit fyrir nýtt ár en Ólafíu gekk ekki vel gegn bestu kylf- ingum heims á LPGA á síðasta ári. Lið Ólafíu fagnaði sigri í liða- keppni mótsins um helgina. Ljósmynd/@GlobalGolfMgmt Gott skor Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á mótinu á Bahameyjum. Ólafía byrjaði árið vel á Bahamaeyjum Lionel Messi bætti enn rósum í út- troðið hnappagat sitt um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2:2-jafntefli við Valencia í spænsku 1. deildinni í fótbolta. Val- encia komst í 2:0 í leiknum en Messi sá til þess að Barcelona fengi stig í baráttu sinni á toppi deildarinnar, þar sem liðið er með sex stiga for- skot á næsta lið, Atlético Madrid. Messi er nú búinn að skora í níu síðustu leikjum sínum fyrir Barce- lona, alls 12 mörk, og hann á enn eft- ir að spila leik á árinu 2019 án þess að skora. Messi er langmarkahæstur í spænsku deildinni í vetur, að þessu sinni laus við samkeppni frá Cris- tiano Ronaldo, með 21 mark. Messi hefur þar með skorað yfir 20 mörk á hverju einasta tímabili síðustu ellefu keppnistímabil. Messi fann hins vegar fyrir minni háttar meiðslum eftir leikinn við Valencia en það staðfesti þjálfarinn Ernesto Valverde. Því er óvíst að Argentínumaðurinn geti spilað stór- leikinn við Real Madrid í spænsku bikarkeppninni á miðvikudagskvöld, en um er að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. Þrátt fyrir að meiðslin séu minni háttar er talið að Valverde taki ekki neina áhættu varðandi fyrirliða sinn nú þegar erfið leikja- törn bíður og meðal annars styttist í að keppni í Meistaradeild Evrópu hefjist að nýju. Ousmane Dembélé gæti einnig misst af leikn- um við Real eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli og flensu. Real Betis aðstoðaði Börsunga í titilbaráttunni í gær með 1:0-sigri á Atlético Madrid. Spánverjinn Cana- les skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálf- leik. Þetta er fyrsta tap Atlético í spænsku deildinni síðan liðið lá á úti- velli gegn Celta de Vigo þann 1. september, í þriðja leik tímabilsins. Real Madrid er í 3. sæti með 42 stig, átta stigum á eftir Barcelona, eftir 3:0-sigur á Alavés í gærkvöld. Messi ekki misst marks á árinu Lionel Messi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.