Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. heim að lokum. Þetta var fyrsti sig- ur Grindvíkinga í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins en þeir eru í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig. Tindastóll var að tapa sínum öðrum leik í röð í deildinni en Stól- arnir eru í þriðja sætinu með 24 stig. Níundi sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan lenti ekki í miklum vandræðum þegar Valsmenn mættu í heimsókn í Garðabæinn og unnu öruggan 107:71-sigur. Garðbæingar leiddu með sjö stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta hafði Stjarnan betur með 44 stigum gegn 18 stigum Vals- manna og þar með var sigurinn unn- inn. Stjarnan er komin upp í annað sæti deildarinnar í 26 stig, líkt og Njarðvík sem á leik til góða, en Valsmenn eru áfram í tíunda sæti deildarinnar með 10 stig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öflugur Nikolas Tomsick (t.h.) tryggði Þórsurum sigur gegn ÍR með þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins. Tomsick hetja Þórs  Gott gengi Þorlákshafnarbúa heldur áfram eftir spennuþrungnar lokamínútur í Breiðholti  Tveir þristar Tomsick í lokin  Grindavík vann sigur á Tindastóli Í BREIÐHOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn ÍR, 96:95, í háspennuleik í Breið- holtinu í gærkvöldi en leikurinn var hnífjafn fram á lokasekúnduna. Króatinn Nikolas Tomsick innsigl- aði sigur Þórsara fimm sekúndum fyrir leikslok þegar hann setti niður erfiða þriggja stiga körfu af löngu færi með jötuninn Sigurð Gunnar Þorsteinsson ofan í sér. Erlendu leikmennirnir í liði Þórs létu mikið að sér kveða í kvöld. Jaka Bodnik frá Slóveníu var drjúgur framan af leik og Bandaríkjamað- urinn Kinu Rochford, sem var val- inn besti leikmaður janúarmánaðar af Morgunblaðinu, tók 14 fráköst í leiknum, mest allra. Þá átti Halldór Garðar Hermannsson ævintýra- legan þriðja leikhluta, skoraði 15 stig fyrir gestina og hreinlega hélt þeim á floti þegar ÍR-ingar virtust vera að finna vopnin sín. Það voru nefnilega ÍR-ingar sem virtust vera með pálmann í höndunum undir lok leiks. Eftir mjög jafna og bar- áttumikla þrjá leikhluta náðu ÍR- ingar að koma sér í kjörstöðu. Ger- ald Robinson var stigahæstur allra með 25 stig og þá var Sigurður Gunnar frekastur undir körfunni. Þegar skammt var til leiksloka náðu heimamenn átta stiga forystu og mótlætið virtist ætla að fara með Þórsara sem misstu meðal annars Rochford af velli með fimm villur. ÍR-ingar voru mest sjö stigum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en Þórsarar dóu ekki ráðalausir. Það var svo títtnefndur Tomsick sem skoraði síðustu tvær körfur gest- anna, báðar þriggja stiga og sú síð- asta var hreint út sagt mögnuð. Þórsarar hafa unnið nokkra stóra leiki eftir áramót, m.a. gegn KR og Tindastól, og tilfinningin í gær var að þessi sigur var ekki síður stærri, sérstaklega eftir svekkjandi tap gegn Stjörnunni í síðasta leik. ÍR- ingar töpuðu einnig í umferðinni á undan, stórt gegn Keflavík, og það mun hafa verið ansi sárt að missa leikinn niður í gær. Þeim tókst að vinna þrjá í röð gegn minni spá- mönnum deildarinnar en hafa hins vegar tapað hinum sjö af síðustu tíu leikjum sínum og eiga á hættu að tímabilið þeirra hreinlega fjari út. Grindavík skellti Stólunum Grindavík gerði sér lítið fyrir og vann fjögurra stiga sigur gegn Tindastól þegar liðin mættust í Grindavík í gær, 100:96. Mikið jafnfræði var með liðunum allan leikinn en Grindvíkingar tóku frumkvæðið þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Ingvi Þór Guð- mundsson kom þá Grindvíkingum yfir, 92:91 og sigldu þeir sigrinum Hertz-hellirinn, Dominos-deild karla, 3. febrúar 2019. Gangur leiksins: 2:2, 11:6, 17:14, 23:25, 29:29, 36:33, 43:48, 50:44, 57:47, 63:55, 67:65, 74:73, 77:76, 85:81, 88:87, 95:96. ÍR: Gerald Robinson 25/6 fráköst, Há- kon Örn Hjálmarsson 15, Matthías Orri Sigurðarson 13/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/12 fráköst, Kevin Capers 11/8 fráköst/4 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jó- hannesson 9, Sæþór Elmar Krist- jánsson 8, Trausti Eiríksson 2. Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn. Þór Þ.: Nikolas Tomsick 24/9 frá- köst/7 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 23, Jaka Brodnik 22, Emil Karel Einarsson 13/5 fráköst, Kinu Rochford 12/14 fráköst/6 stoð- sendingar, Ragnar Örn Bragason 2. Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Jóhann Guð- mundsson Áhorfendur: 113. ÍR – Þór Þ. 95:96 Dominos-deild karla ÍR – Þór Þ ............................................. 95:96 Stjarnan – Valur ................................. 107:71 Grindavík – Tindastóll ....................... 100:96 Staðan: Njarðvík 16 13 3 1416:1356 26 Stjarnan 17 13 4 1588:1384 26 Tindastóll 17 12 5 1489:1321 24 KR 16 11 5 1414:1362 22 Keflavík 16 10 6 1372:1292 20 Þór Þ. 17 9 8 1515:1500 18 Grindavík 17 8 9 1512:1540 16 ÍR 17 7 10 1452:1522 14 Haukar 16 7 9 1351:1424 14 Valur 17 5 12 1540:1644 10 Skallagrímur 16 3 13 1365:1481 6 Breiðablik 16 1 15 1417:1605 2 1. deild kvenna Fjölnir – Þór Ak.................................... 92:72 Grindavík – Njarðvík ........................... 85:72 ÍR – Hamar........................................... 71:60 Staðan: Fjölnir 13 11 2 1020:821 22 Grindavík 11 8 3 827:731 16 Þór Ak. 10 7 3 669:618 14 Njarðvík 13 6 7 937:953 12 ÍR 13 5 8 765:816 10 Tindastóll 13 5 8 946:1037 10 Hamar 13 1 12 728:916 2 Spánn Obradoiro – Murcia............................. 91:79  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig og tók 2 fráköst á 18 mínútum fyrir Obradoiro. B-deild karla: Barcelona B – Melilla.......................... 60:78  Kári Jónsson hjá Barcelona er frá keppni vegna meiðsla. B-deild kvenna: Celta Zorka – Ibaizabal ...................... 72:65  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 11 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar á 19 mínútum fyrir Celta Zorka. Þýskaland Alba Berlín – Bayreuth....................... 86:68  Martin Hermannsson skoraði 10 stig fyrir Alba Berlín, tók 1 frákast og gaf 3 stoðsendingar á 30 mínútum. Frakkland Nanterre – Mónakó ............................. 77:82  Haukur Helgi Pálsson skoraði 12 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á 28 mínútum fyrir Nanterre. B-deild: Quimper – Evreux .............................. 68:73  Frank Aron Booker kom ekkert við sögu hjá Evreux. Austurríki Flyers Wels – Kapfenberg Bulls........ 93:89  Dagur Kár Jónsson skoraði 16 stig og gaf 3 stoðsendingar á 23 mínútum fyrir Flyers Wels. NBA-deildin Detroit – LA Clippers ...................... 101:111 Washington – Milwaukee ................ 115:131 San Antonio – New Orleans ............ 113:108 Charlotte – Chicago ......................... 125:118 Cleveland – Dallas.............................. 98:111 Golden State – LA Lakers............... 115:101 Phoenix – Atlanta ............................. 112:118 Utah – Houston .................................. 98:125 Sacramento – Philadelphia.............. 115:108 Minnesota – Denver ......................... 106:107 Miami – Indiana.................................... 88:95 Orlando – Brooklyn............................ 102:89 KÖRFUBOLTI Óðinn Þór Rík- harðsson skoraði sjö mörk fyrir GOG þegar liðinu tókst með hálf- ævintýralegum hætti að halda sæti sínu á toppi dönsku úrvals- deildarinnar í handbolta um helgina, með 21:21-jafntefli við Aalborg. Einu stigi munar því áfram á liðunum en skyttan Lasse Møller tryggði GOG jafntefli með skoti nokkuð utan punktalínu í blálokin. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg, í þessum fyrsta leik eftir veru þeirra Óðins í Þýskalandi vegna HM, en Janus Daði Smárason skoraði eitt mark. Aalborg, sem er með Arnór Atla- son sem aðstoðarþjálfara, er þremur stigum á undan Århus sem er í 3. sæti deildarinnar. Óðinn með sjö í æsileg- um toppslag Óðinn Þór Ríkharðsson SA Víkingar tryggðu sér um helgina sigur í Hertz-deild karla í íshokkíi á þessari leiktíð og þar með heimavall- arréttinn í úrslitakeppninni. Akur- eyringar hafa verið afar sannfær- andi í vetur og aðeins tapað tveimur leikjum, þar af öðrum eftir fram- lengingu og vítakeppni. Því tókst þeim að tryggja sér sigur í deildinni á laugardag þrátt fyrir að eiga enn eftir tvo leiki við Skautafélag Reykjavíkur og tvo við Fjölni/ Björninn. SA Víkingar fengu deildarmeist- arabikarinn í hendurnar eftir 3:2- sigur á Fjölni/Birninum á Akureyri, eftir framlengdan leik. Kanadamað- urinn Thomas Stuart-Dant kom SA yfir í 1. leikhluta en Kristján Albert Kristinsson jafnaði metin um miðjan 2. leikhluta. Hilmar Sverrisson kom svo gestunum úr Reykjavík yfir en Jóhann Már Leifsson jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Þjálfarinn Jussi Sipponen skoraði svo sigurmarkið á fyrstu mínútu framlengingar. SR og Fjölnir/Björninn berjast um að mæta SA í úrslitunum. SA er með 28 stig, SR 17 og Fjölnir/ Björninn 12, en tvö síðastnefndu lið- in eiga þrjá leiki eftir hvort. SA Víkingar fögnuðu deildarmeistaratitli Ljósmynd/Ásgrímur Ágústsson Meistarar Skautafélag Akureyrar bætti enn einum titlinum við safnið.  Eiga fjóra leiki eftir fram að úrslitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.