Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Þ
að er afar ánægjulegt að
hafa lokið þessu samn-
ingaferli og nú getum við
hafist handa,“ segir Ei-
ríkur S. Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Slippsins.
Skipasmíðastöðin Vard, sem er í
Álasundi, hefur yfirumsjón með
smíði togarans
en Eiríkur segir
útgerðina hafa
sérstaklega valið
Slippinn til að
útvega milli-
dekkið.
Spurður
hvernig það hafi
komið til nefnir
Eiríkur að fyr-
irtækið hafi ný-
lega skilað af
sér verkefnum í Noregi tengdum
skipunum Berlin og Cuxhaven,
sem eru í eigu DFFU, dótt-
urfélags Samherja.
Opnaði dyr fyrir önnur verk
„Við komum að gerð millidekkj-
anna fyrir bæði skipin, í gegnum
skipasmíðastöðina Kleven. Okkar
aðkoma að þeim verkefnum tókst
virkilega vel og ég tel að jákvæð
reynsla af þeim verkum leiki stórt
hlutverk í því að við séum síðan
beðin um að koma að þessu verk-
efni,“ segir Eiríkur. „Það er ljóst
að vinnan í kringum Berlin og
Cuxhaven hefur opnað dyr fyrir
okkur.“
Hann bendir á að á und-
anförnum fimm árum hafi Slipp-
urinn afhent sex millidekk í frysti-
togara. „Við höfum lagt aukna
áherslu á þennan þátt starfsem-
innar, það er framleiðslu vinnslu-
búnaðar, og í raun blásið í hann
nýju lífi. Flest þessara verkefna
höfum við unnið í nánu samstarfi
við Samherja eða dótturfélög
Samherja og sameiginleg þekking
okkar hefur gert það að verkum
að lausnirnar okkar verða sífellt
betri.“
Sjá um heildarlausnina
Verkefnið fyrir Vard og Nergård
Havfiske felur þá nýjung í sér að í
fyrsta sinn sér Slippurinn alfarið
um hönnun og uppsetningu milli-
dekksins.
„Við kaupum þannig fjölda
íhluta frá ýmsum framleiðendum
og skipuleggjum millidekkið alveg
frá grunni. Við sjáum því um
heildarlausnina,“ segir Eiríkur.
Hingað til hafi Slippurinn til að
mynda aðeins séð um helming eða
þriðjung millidekks.
Fjölmargir aðilar koma að verk-
inu að sögn Eiríks. Marel,
Stranda, Baader, Intech og Hol-
mek, svo dæmi séu tekin.
Ákvörðun Nergård Havfiske um
að leita til Slippsins hefur þegar
vakið athygli, jafnt hér innanlands
sem á erlendri grundu, segir Ei-
ríkur.
„Við erum því afskaplega ánægð
með að hafa fengið þetta verkefni,
því það sýnir að við erum komin á
þennan stað og að við ráðum vel
við verk af þessari stærðargráðu
frá upphafi til enda. Í þessu felst
klár gæðastimpill fyrir okkur.“
Unnið í heimagarði Norðmanna
Hönnun millidekksins er nú lokið
og fyrir norðan er starfsfólk
Slippsins byrjað að panta íhluti
héðan og þaðan til að geta hafið
smíðina.
„Við stefnum að því að setja
búnaðinn um borð í skipið úti í
Noregi í september. Þetta er
norskt fyrirtæki og það fylgir því
hagræðing að klára uppsetningu
millidekksins í þeirra heimagarði.“
Starfsemi Slippsins er tvískipt,
þar sem annars vegar fer fram
framleiðsla og hönnun vinnslubún-
aðar. „Og hins vegar erum við að
sjálfsögðu slippur. Við sjáum um
allra handa þjónustu og viðhald á
öllum tegundum af skipum. Svo
höfum við í auknum mæli, og þá
má í raun tala um þriðju hlið fyr-
irtækisins, sinnt þjónustu við
virkjanir og stóriðju.“
Leita líka á önnur mið
Endurnýjun íslenska fiskiskipa-
flotans undanfarin ár hefur ekki
farið framhjá neinum, en henni
hafa fylgt ýmiss konar verkefni
fyrir íslensk tæknifyrirtæki.
Spurður hvort hann sjái fram á
fleiri verkefni innanlands á næstu
árum segir Eiríkur að eðli fyr-
irtækisins vegna sé málið tvíbent.
„Þessi endurnýjun flotans hefur
vissulega gert það að verkum að
við fáum ákveðin smíðaverkefni í
upphafi, þar sem annar armur fyr-
irtækisins er mjög iðinn við að
vinna með aðilum að nýsmíðinni.
En endurnýjunin kemur svo að
einhverju leyti niður á þjónustu-
hlutanum okkar, þar sem flotann
skipa sífellt nýrri og færri skip,
sem þýðir að ef til vill verður
minna að gera í viðhaldi en áður.
Samhliða þessari þróun þá er við-
haldshluti fyrirtækisins að færast
að vissu leyti í viðhaldsverkefni
inni í landi þar sem við bjóðum
upp á fjölbreytta þjónustu.“
Mannskapurinn fjársjóður
Eiríkur segist finna fyrir því við-
horfi innan geirans að það skipti
útgerðirnar miklu máli að geta
komið á einn stað, fengið viðhald á
skip og eftir atvikum ný tæki á
millidekk eða jafnvel algjöra yf-
irhalningu á millidekki.
„Í þessu felst okkar sérstaða,“
segir hann og bætir við að sú
þekking sem verði til í viðhaldinu
nýtist ekki síst þegar komið sé að
smíðaverkefnum.
„Það sem við státum einna helst
af er sá mannskapur sem við höf-
um á að skipa. Margir hafa unnið
hér virkilega lengi og hér hefur
byggst upp gríðarmikil þekking
sem er að mínu mati ómetanleg.
Þegar ný skip eru að koma og
nýjar vélar þá sækjum við enda
mikið í að fræðast um alla þeirra
eiginleika. Við lítum á þekkinguna
sem ákveðinn fjársjóð sem við
nýtum í allri okkar vinnu, og með
hana að vopni getum við sinnt við-
skiptavinum okkar hratt og örugg-
lega.“
Stærsta verkefnið til þessa
Slippurinn Akureyri hefur gengið frá samningi við
norsku skipasmíðastöðina Vard um smíði á milli-
dekki fyrir nýjan togara útgerðarinnar Nergård
Havfiske. Samningurinn er virði tæplega 700 millj-
óna króna en um er að ræða stærsta einstaka verk-
efnið sem norðlenska fyrirtækið hefur tekið að sér.
Tölvuteikning/Vard
Tölvuteikning af hönnun nýja skipsins. Stefnt er að því að setja búnaðinn um borð í skipið í Noregi í september á þessu ári.
Slippurinn Akureyri var stofnaður árið 2005 en byggir þó á gömlum grunni,
þar sem núverandi eigendur tóku við Slippstöðinni hf., sem hafði verið starf-
rækt frá árinu 1952. Árið 2007 keypti Slippurinn fyrirtækið DNG og var rekst-
urinn sameinaður undir nafni Slippsins. Í dag starfa um 150 til 160 manns hjá
fyrirtækinu – allir á Akureyri.
„Síðari ár höfum við í auknum mæli sent mannskapinn í verkefni um allt
land. Ekki er loku fyrir það skotið að við munum koma okkur upp starfs-
stöðvum annars staðar,“ segir Eiríkur.
„Við höfum fundið fyrir áhuga á slíku, svo maður bregði nú fyrir sig orðfæri
stjórnmálamanna,“ bætir hann við og hlær.
Útiloka ekki fleiri starfsstöðvar
Hjá Slippnum starfa
um 150 til 160 manns,
allir á Akureyri.
Eiríkur S.
Jóhannsson