Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is F yrir skemmstu fékk Jens Garðar Helgason tilboð sem hann gat ekki hafnað. Eftir mörg ár sem stjórn- andi sölufélagsins Fiski- miða ehf., dótturfélags Eskju, er hann á leið í framkvæmdastjórastól- inn hjá Löxum fiskeldi. Laxar reka seiðaeldisstöð í Ölfusi, eru með skrifstofu í Reykjavík, kvíar í Reyð- arfirði og leyfi fyrir 6.000 tonna eldi. Jens, sem er jafnframt formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi (SFS), segist hafa fylgst með uppbyggingu fyrirtækisins og þótt mikið til koma að sjá hvernig fiskeldi hefur reynst vítamínsprauta fyrir byggðir á Austurlandi. „Ég hef búið á Eskifirði alla ævi, að undan- skildum sjö árum í Reykjavík, og séð hvernig þessi spennandi iðnaður hefur verið enn ein driffjöðrin í upp- byggingu atvinnulífsins. Fjöldi starfa hefur orðið til, bæði við fisk- eldið sjálft en einnig í alls kyns þjónustu í kringum greinina. Mér þótti það ánægjulegt þegar tæki- færi bauðst til að starfa innan þess- arar greinar og vinna með beinum hætti að þessari þróun,“ segir hann. „Atvinnugreinin er spennandi, í ör- um vexti og mjög áhugaverðir fram- tíðarmöguleikar.“ Mikil verðmætasköpun Íslenskt fiskeldi hefur vaxið mikið á skömmum tíma og fyrirtækin í greininni virðast búin að ná góðum tökum á framleiðslunni. Bendir Jens á að þar sem fiskeldið er kom- ið lengst sé verðmæti eldisafurða í sumum tilvikum orðið meira en út- flutningsverðmæti þorskafurða enda seljist hvert kíló af laxi á tvö- falt til þrefalt hærra verði en þorsk- kílóið. „Greinin er núna í uppbyggingarfasa og er m.a. að laða fólk með dýrmæta menntun aftur heim í hérað, þökk sé spennandi at- vinnutækifærum. Hefur komið á daginn að fiskeldi er mikilvægur hluti af sjálfbærri byggðastefnu bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum og þar sem fiskeldi er farið af stað ríkir bjartsýni í samfélögunum.“ Jens minnir þó á að fiskeldi sé ekki leikur einn og mikil vinna fram undan. Skemmst sé að minnast eldri tilrauna með sjókvíaeldi sem heppnuðust sumar miður vel og tók t.d. faðir hans þátt í einni slíkri. „Að ala fisk í náttúrunni verður alltaf áskorun, en um leið er mikilvægt að skilja að fiskeldið í dag fer fram með allt öðrum hætti en áður, og eftir fjármálahrun fengum við inn í íslenskt fiskeldi bæði reynslu og þekkingu frá Noregi sem varð til þess að tókst að byggja upp fagleg- an iðnað sem stendur jafnfætis því sem best gerist erlendis..“ Á íslenskt fiskeldi mikið inni, að mati Jens, enda atvinnugrein sem framleiðir prótínríka og holla vöru með lítið kolefnisspor og ekki von á öðru en að eftirspurnin á heims- markaði vaxi jafnt og þétt. „Íslensk fiskeldisfyrirtæki hafa líka góða sögu að segja þegar þau sækja inn á erlenda markaði og allar forsendur fyrir því að fá gott verð fyrir afurðir okkar.“ Bæti umræðuna Eins og Morgunblaðið fjallaði um í janúar fengu aðildarfyrirtæki Landssambands fiskeldisstöðva ný- lega aðild að SFS og segir Jens það ánægjuefni, enda greinileg samlegð- aráhrif í því fólgin að fiskeldi og fiskveiðar snúi bökum saman. Segir hann að meðal þeirra verkefna sem greinin þurfi að takast á við sé að stuðla að eðlilegri og upplýstri um- ræðu en eitthvað hefur borið á mis- skilningi og upphrópunum um eðli og áhrif fiskeldis: „Gott samtal þarf að fara fram á milli allra hagaðila og fiskeldisfyr- irtæki þurfa að gyrða sig í brók þegar kemur að því að uppfræða al- menning betur með staðreyndum um hvers lags iðnað er verið að byggja hér upp,“ segir Jens. „Við erum að skapa fjölda starfa og byggja upp þekkingariðnað en auk þess hefur fiskeldi framtíðarburði til að stórauka útflutningsverðmæti þjóðarinnar. Þá þjónar það sameiginlegum hagsmunum okkar allra ef öflugt fiskeldi styrkir sjáv- arbyggðir landsins og getur orðið framtíðarlausn á vanda margra byggðarlaga sem stjórnvöld á hverj- um tíma hafa lengi reynt að leysa. Að ógleymdri þeirri staðreynd að fiskeldi getur orðið að enn einni efnahagslegri stoðinni undir efna- hagslega farsæld þjóðarinnar.“ Ný störf, ný þekking og ný verðmæti Jens Garðar hlakkar til að fá að vinna með bein- um hætti að uppbygg- ingu fiskeldis, enda grein sem hefur verið kröftug vítamínsprauta inn í atvinnulífið víðs vegar um landið. Morgunblaðið/Hari „Að ala fisk í náttúrunni verður alltaf áskorun, en um leið er mikilvægt að skilja að fiskeldið í dag fer fram með allt öðrum hætti en áður,“segir Jens Garðar Helgason. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Myndin sýnir höfnina á Eskifirði. Þar, sem víða annars staðar, hefur fiskeldið reynst mikilvæg lyftistöng fyrir atvinnulíf, og laðað fleira fólk til bæjarins. Í umræðunni upp á síðkastið hafa heyrst hugmyndir um að setja ætti einhvers konar auðlindagjald á fisk- eldi, svipað og gert hefur verið við út- gerðirnar. Jens segir alls ekki tíma- bært að leggja sérstök gjöld á greinina á þessu stigi. „Fiskeldið er ennþá bara að slíta barnsskónum. Við verðum að fá ráðrúm til að byggja okkur betur upp, fjölga störfum og ráðast í mjög kostnaðarsamar fjárfestingar til að geta orðið samkeppnis- og sam- anburðarhæf við leiðandi fiskeld- isþjóðir. Er hætt við að ef lagðir yrðu á sértækir skattar á þessu stigi gæti það hægt á uppbyggingunni. Ég segi að við ættum fyrst að fá að byggja upp og síðan er hægt að ræða auðlinda- gjöld.“ Fái betra svigrúm til upp- byggingar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mynd úr safni sýnir laxinn sóttan í kvíarnar. Fiskeldi hér á landi hefur eflst mjög að und- anförnu, og lofar góðu um framhaldið, en uppbyggingin er rétt að byrja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.