Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
S
amtökin funduðu í jan-
úarmánuði með fulltrúum
Fiskmarkaðs Suðurnesja,
Fiskmarkaðs Íslands,
Fiskmarkaðs Vestfjarða,
Fiskmarkaðs Norðurlands og
Reiknistofu Fiskmarkaða, þar sem
málefni fiskmarkaða landsins voru
rædd og um leið mikilvægi þeirra
fyrir aukna verðmætasköpun í sjáv-
arútvegi.
Segir Arnar fundarmenn hafa ver-
ið sammála um að skora þyrfti á
stjórnvöld, þar sem með breyttu fyr-
irkomulagi megi tryggja að hæsta
mögulega verð fáist fyrir þennan
hluta auðlindarinnar, að sjálfstæðar
fiskvinnslur hafi greiðan aðgang að
hráefni og þjóðarhagur sé þar með
hámarkaður. Um sé að ræða allan
þann afla sem ekki kemur til vinnslu
hjá samþættum útgerðarfyr-
irtækjum.
Orsakasamhengið einfalt
„Við byggjum þessa áskorun meðal
annars á niðurstöðum nokkurra
helstu hag- og viðskiptafræðinga
landsins, sem komist hafa að því að
stóru útgerðarfyrirtækin sem sam-
þætta vinnslu og veiðar séu okkur
Íslendingum gríðarlega mikilvæg.
Þess vegna tölum við ekki lengur um
að við viljum fá allan fisk á fisk-
markað, þar sem það er í dag al-
mennt talið óraunhæft. Hins vegar
finnst okkur undarlegt, þegar sala á
afla fer fram á milli ótengdra aðila,
að menn vilji ekki selja aflann sinn á
hæsta mögulega verði,“ segir Arnar.
„Þegar öllu er á botninn hvolft
hlýtur markmiðið alltaf að vera að
hámarka þjóðarhag og við teljum
það alveg ljóst að verði farið eftir
þessari áskorun muni sjávarútveg-
urinn færast nær því markmiði,“
bætir hann við og útskýrir:
„Það er þekkt staðreynd að hæsta
fiskverðið fæst með sölu afurða á
fiskmörkuðum. Það er engin ástæða
til að ætla neitt annað en að hærra
fiskverð endurspegli hærra virði
auðlindarinnar. Og eftir því sem af-
urðaverðið er hærra, þeim mun
hærra hlýtur virði auðlindarinnar að
vera. Þetta er einfalt orsaka-
samhengi sem allir ættu að geta gert
sér grein fyrir.“
Byggist á vinnslunni líka
Hann bendir á að samkvæmt gögn-
um Verðlagsstofu skiptaverðs sé af-
urðaverð í sölu á milli tengdra aðila,
eða innan samþættra útgerðarfyr-
irtækja, í nær öllum tilvikum tugum
prósenta lægra en á fiskmörkuðum á
sama tíma.
„Við teljum að arðsemin í sjávar-
útvegi byggist ekki eingöngu á veið-
unum, heldur hljóti hún að byggjast
á vinnslunni líka. Það er ríkjandi
krafa frá hagfræðingum að framlag
sjávarútvegs til þjóðarhags aukist,
og sú getur ekki orðið raunin ef við
förum í auknum mæli að flytja hrá-
efnið óunnið úr landi. Þá mun engin
virðisaukning eiga sér stað hér á
landi. Framleiðni í sjávarútvegi get-
ur þess vegna aðeins orðið með auk-
inni vinnslu hérlendis.
Þess vegna finnst okkur afar und-
arlegt að ekkert sé gert til að sporna
við beinum útflutningi á óunnum
fiski. Það er ekkert sem tryggir það
að fiskurinn komi fyrst til sölu inn-
anlands, áður en hann rennur beint
úr landi.“
Hann segist þó hafa ákveðinn
skilning á því ef fiskvinnsla á Íslandi
getur ekki keppt við fiskvinnslu er-
lendis. „Þá er erfitt að mæta því og
ef menn vilja hindra útflutning á
óunnu hráefni þá þarf það að gerast
á pólitíska sviðinu. Fyrst og fremst
erum við að biðja um það að borin sé
virðing fyrir þessum markaði hér
innanlands með hráefni.“
Engin bein tiltrú til staðar
Arnar segir fáa þora að tala um þró-
un sem átt hafi sér stað á Íslandi
undanfarin ár, það er að veiddur afli
sé í auknum mæli fluttur óunninn úr
landi í gámum.
„Ég held að margir átti sig þó á
þeirri staðreynd að við erum að helt-
ast úr lestinni, vegna þess að í evrum
og bandaríkjadölum talið erum við
einfaldlega langt á eftir hvað varðar
vinnslukostnað. Launakostnaður á
hvert unnið kílógramm er orðinn
töluvert hærri en í löndunum í kring-
um okkur og það blasir þess vegna
við að við munum missa ákveðinn
hluta af fiski úr landi,“ segir hann og
nefnir lönd á borð við Lettland,
Litháen og Pólland, sem boðið geti
ódýrari vinnslu afurðanna.
„Með auðveldari flutningsleiðum
gætum við séð fram á fiskinn fara í
enn meiri mæli úr landi til vinnslu.
Og það er afar undarlegt hvernig
það virðist ríkja ákveðið þegjandi
samkomulag um þessa þróun. Engin
bein tiltrú virðist vera til staðar á að
hægt sé að auka verðmæti auðlind-
arinnar með vinnslu hér innanlands.
Það lítur út fyrir að allt slíkt tal sé
sparað fyrir tyllidaga, þegar nóg
heyrist af því.“
„Erum að falla á prófinu“
Hann segist vilja ítreka þá framtíð-
arsýn að Íslendingar veiði ekki að-
eins fiskinn heldur vinni hann líka.
„Almenna reglan er sú að um helm-
ingur fisksins sé hausar og bein. Af
hverju ættum við að vera að flytja út
að hálfu leyti hráefni sem verður
engum að gagni sem við þeim tekur,
á okkar kostnað? Markmið okkar á
að vera að hámarka verðmæta-
sköpun hérna heima áður en varan
er flutt út.“
Hann kallar eftir því að sett verði
stefna um að auka virði íslenskra
sjávarafurða. „Við erum að falla á
prófinu í markaðssetningu vörunnar
okkar. Við erum að missa stöðu á er-
lendum mörkuðum vegna lítillar
markaðssetningar. Við erum að
missa það forskot sem við höfðum
áður vegna gæða afurðanna okkar.
Ég kalla eftir því að sett verði gegn-
heil markmið en ekki bara einhver
yfirborðskennd markmið þar sem
ekkert býr að baki.“
Segja megi að íslenskur sjávar-
útvegur sé orðinn fórnarlamb eigin
velmegunar.
Vilji til að gera enn þá betur
„Atvinnugreinin hefur verið fram-
úrskarandi en það sem mér finnst
vanta á þessum tímapunkti er vilji til
að gera enn þá betur. Margir virðast
halda að staðan sé nógu góð eins og
hún er í dag og spyrja hvort við þurf-
um nokkuð að gera betur.
Eins og hagfræðingar hafa bent á
þá er ekki nóg að viðhalda hagvexti
byggðum á sjávarútvegi, heldur þarf
hann að aukast á komandi misserum
og árum. Það verður ekki að veru-
leika nema við gerum meira úr
hverju kílógrammi auðlindarinnar,
eins og ég hef þegar bent á. En við
virðumst ekki vera að færast í þá
átt.“
Undarlegt að vilja ekki hæsta verðið
Íslenskur fiskur er í sífellt auknum mæli fluttur óunninn úr landi í gámum, án þess að unnin hafi verið úr honum nokkur verðmæti.
Þegjandi samkomulag virðist ríkja innan atvinnugreinarinnar um þessa þróun, segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleið-
enda og -útflytjenda, sem skorað hafa á stjórnvöld að tryggja að allur sá afli, sem seldur er á milli ótengdra aðila, verði boðinn til
sölu í uppboðskerfi fiskmarkaðanna.
Horft yfir Fiskmarkað Suðurnesja. Fulltrúar fiskmarkaða funduðu með SFÚ í janúar um málefni markaðanna og mikilvægi þeirra fyrir verðmætasköpun í sjávarútvegi.
Morgunblaðið/Hari
Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, kallar eftir stefnu um að auka virði íslenskra sjávarafurða.
Spurður hver tilfinning fulltrúa
fiskmarkaðanna á fundinum hafi
verið, segir Arnar að dökk ský séu
ávallt við sjóndeildarhringinn.
„Fiskmarkaðskerfið er álíka
gamalt og kvótakerfið og það
hafa oft verið, og eru enn, miklar
hrakspár um fiskmarkaðina.
Samt virðast þeir alltaf halda velli
sem hlýtur að benda til þess að
mikilvægi þeirra sé meira en
menn vilja vera láta. Búið er að
byggja upp feiknasterkt flutnings-
net og þegar allt er talið er þessi
birgir gríðarlega stór.“
Á síðasta ári hafi þannig verið
seldur fiskur fyrir rúma 24 millj-
arða króna í gegnum fiskmark-
aðskerfið. „Það er enginn smá
birgir sjávarafurða sem selur fyrir
24 milljarða. Samt ber þetta of-
ursjaldan á góma.“
Feikna-
sterkt flutn-
ingsnet