Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is H áskólinn í Reykjavík og Samtök fyrirtækja í sjáv- arútvegi efndu á dög- unum til Hnakkaþons; ár- legrar keppni þar sem nemendur fá að leita lausna við áskorunum íslensks sjávarútvegs og koma auga á ný tækifæri. Að þessu sinni voru skráð til leiks sjö lið með samtals 30 nemendum og fengu þau þrjá sólarhringa til að finna svarið við því hvernig Iceland Seafood International (ISI) – sam- starfsfyrirtæki keppninnar í ár – gæti mætt óskum framtíðarneyt- enda sjávarafurða. Þurftu kepp- endur að setja saman áætlun um hvernig selja mætti afmörkuðum markhópi í Bandaríkjunum íslensk- an fisk, og finna lausnir sem snerta bæði á neytendahegðun, áætl- anagerð og markaðssetningu. Sigurliðið þróaði þá tillögu að ISI seldi íslenskan fisk beint til ungra Bandaríkjamanna undir nýju vöru- merki, Coot, þar sem lögð væri áhersla á sjálfbærni, hreinleika og ís- lenskan uppruna. Notaði Coot- hópurinn m.a. gervigreind við mark- aðsrannsóknir og leggur til að tækni- væða markaðssetningu fisksins. „Holy haddock“ Serge Nengali Kumakamba var í sigurliðinu í ár, en svo skemmtilega vil til að hann var líka hluti af vinn- ingsteymi Hnakkaþons fyrir ári. Serge stundar meistaranám í lög- fræði en hann fæddist í Lýðs- stjórnarlýðveldinu Kongó, hefur bú- ið í Evrópu undanfarin átján ár og vinnur nú að meistaragráðu í stjórn- un og lögfræði hjá HR. Samtals voru fimm í teyminu, þar af tveir nemendur í tölvunarfærði og tveir sem leggja stund á nám í verk- fræði og stjórnun, og því átti hóp- urinn hægt um vik með að gera til- raunir með gervigreind. Tæknin beindi þeim á þá braut að mikilvægt væri að skapa vörumerki sem gæti gefið íslenska fiskinum mjög greini- lega sérstöðu. Serge segir hægt að fara margar leiðir að þessu marki s.s með því að gefa vörunni grípandi nafn á borð við „Holy Haddock“ og hampa næringargildi fisksins á um- búðunum. „Það má vitaskuld merkja vöruna með strikamerki sem hægt er að skanna til að fá að sjá allt ferðalag fisksins frá veiðum í verslun, en tæknin býður upp á að styrkja sam- bandið við viðskiptavininn enn frek- ar. Þannig gætu kóðarnir á Coot- umbúðunum t.d. tengt notandann við gervigreind sem leiðir hann í gegn- um hvernig má matreiða fiskinn,“ segir Serge. Möguleikar netsins Bætir Serge því við að allt bendi til að matarinnkaup fólks séu að færast í æ meira mæli yfir á netið, og skapar það ný tækifæri til að nota tæknina til að ná betri árangri í markaðs- starfi. Netið bjóði t.d. upp á þann möguleika að klæðskerasníða vöru, umbúðir og markaðsefni að ólíkum hópum og fella vöruna að neyslu- mynstri hvers og eins. „Það er ekki nóg að einfaldlega selja sjávaraf- urðir á netinu, með sama hætti og við seljum þær í hefðbundnum mat- vöruverslunum og ef á t.d. að ná til ungra neytenda þarf að reyna að stíla inn á lífsstíl þeirra og áhuga á gæðum og heilnæmi vörunnar. Er hægt að nota gervigreind bæði til að vakta betur og greina hvað ræður vali kaupenda og hvernig best er að ná athygli þeirra.“ Auk Serge var sigurliðið skipað þeim Antoni Birni Sigmarssyni há- tækniverkfræðinema, Rán Arnórs- dóttur, nema í rekstrarverkfræði, og tölvunarfræðinemunum Sólrúnu Ástu Björnsdóttur og Gabríelu Jónu Ólafsdóttur. Kveðst Serge mjög spenntur fyrir framhaldinu enda til- lögur hópsins raunhæfar þó að þær séu framsæknar. Ógalið væri að hóp- urinn tæki hugmyndina á næsta skref og ynni að því bæta gervi- greind við markaðsvinnu íslenskra útflutningsfyrirtækja. Hugmyndir sem hafa sannað sig Bendir Serge á að þær hugmyndir sem spretta upp úr Hnakkaþoninu reynist heldur betur þess virði að prófa. „Skýrt dæmi um þetta er að Trident Seafood, sem er risafyr- irtæki í bandarískum sjávarútvegi, gaf nýlega út skýrslu þar sem félagið hreykti sér af árangri markaðsstarfs sem er nauðalíkt sigurhugmynd Hnakkaþonsins í fyrra. Með nærri alveg sömu lausnum og sigurlið síð- asta árs lagði til tókst Trident að bæði auka markaðshlutdeild sína og fá betra verð fyrir fiskinn.“ Áskorunin í fyrra fólst m.a. í því að frosinn fiskur getur stundum fengið á sig brúnan tón sem veldur því að hráefnið er ekki eins lystugt að sjá. „Eftir samtöl við fólk í greininni komumst við m.a. að því að hag- kvæmast myndi vera að fela brúna litinn s.s. með því að reykja eða mar- ínera fiskinn, ellegar setja hann í rasp. Þróuðum við að auki markaðs- og söluáætlun sem bæði fólst í því að nýta þær söluleiðir sem þegar voru fyrir hendi og að sækja inn á nýja markaði, og um leið byggja á nýju vörumerki sem fékk nafnið Say Ice- land.“ Dómnefndinni þóttu tillögur keppnishópanna greinilega áhugaverðar. Helgi Anton Eiríkson framkvæmdastjóri ISI. Sigurliðið Hnakkaþons í ár Anton Björn Sigmarsson, Sólrún Ásta Björnsdóttir, Serge Nengali Kumakamba, Lísa Rán Arnórsdóttir og Gabríela Jóna Ólafsdóttir Sigurlið Hnakkaþonsins beislaði nýjustu tækni til að finna bestu leiðir til að koma íslenskum fiski á framfæri við unga bandaríska neytendur. Nota gervigreind til að selja fiskinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.