Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 28

Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 E itt þeirra skipa sem hvað oftast voru nefnd í síld- araflafréttum sumarsins 1953 var vélskipið Edda frá Hafnarfirði. Þá um vorið hafði kunnur sjósóknari og aflakló, Guðjón Illugason, tekið við skip- stjórn á bátnum. Guðjón hafði verið skipstjóri á Hafnarfjarðarbátum frá árinu 1944 og höfðu bátar sem hann var með orðið aflahæstir Hafn- arfjarðarbáta átta ár í röð. Þetta sumar var Edda þriðja aflahæsta síldveiðiskipið og að veiðum fyrir norðan og austan loknum var ákveðið að gera bátinn út til veiða með nót, en tölu- verð síldveiði var þá út af Snæfells- nesi. Lögðu nokkrir bátanna upp í höfnum á Snæfellsnesi, en Edda landaði afla sínum í Hafn- arfirði. Var báturinn búinn að koma þangað tvívegis með fullfermi og var að fara í þriðja túrinn. Tíð hafði verið allsæmileg um haustið, en þegar kom fram í nóv- ember brá yfir í rosa, þannig að gæftir urðu stopular. Aðfaranótt 15. nóvember skall á hið versta suðvest- an stórviðri og hélst það nær óslitið í þrjá sólarhringa. Hámarki náði veð- urhæðin þó aðfaranótt 17. nóv- ember, en þá var víða fárviðri við landið sunnan- og vestanvert. Skipin sem verið höfðu að síld- veiðum við Snæfellsnes héldu öll í landvar þegar óveðrið var að skella á. Meðal þeirra var Edda sem verið hafði að veiðum inni á Grundarfirði, en þar sem túrinn var nýbyrjaður hafði ekki fengist mikill afli og var skipið því nánast tómt. Þegar óveðr- ið skall á létu skipverjar á Eddu það verða sitt fyrsta verk að reyna að bjarga síldarnótinni úr nótabátunum tveimur og reyndist það harðsótt verk. Var nótinni komið fyrir á báta- pallinum. Annar nótabátur skipsins sökk fljótlega og varð að skera hann frá. Hinn báturinn hélst á floti en hálffylltist fljótlega af sjó. Var hann þá losaður frá skipinu og ákveðið að hafa hann í togi. Edda var síðan færð eins nálægt landi og mögulegt þótti og var akkeri skipsins fest í múrningu um 300 metra frá landi. Var skipinu snúið upp í vindinn sem var orðinn svo ofsafenginn að keyra þurfti vélina á fullu til þess að halda í horfinu og minnka álagið á akkeris- festina. Klukkan hálffimm um nóttina skall allt í einu ægilegur storm- sveipur á Eddu og þar sem skipið var tómt og því hátt á sjónum tók það mikið á sig og skipti engum tog- um að það lagðist í einu vetfangi á hliðina. Þegar þetta gerðist var Guð- jón skipstjóri á stjórnpalli, Guð- mundur Á. Guðmundsson 1. stýri- maður var á leið upp í brúna, Guðjón Ármann Vigfússon háseti var stadd- ur á dekki skipsins og þar var einnig Sigurjón Guðmundsson 1. vélstjóri sem vann við að lagfæra spilið stjórnborðsmegin. Sigurður Guð- mundsson 2. vélstjóri var í vél- arrúminu, Ingvar Ívarsson mat- sveinn og Guðbrandur Pálsson háseti voru í káetu, en aðrir skip- verjar voru flestir í kojum sínum í lúkarnum, þar sem þeir höfðu geng- ið til náða. Komust á kjöl og síðan í nótabátinn Þegar vindhviðan feykti Eddu á hlið- ina lögðust möstur í sjó og lítil von var að skipið rétti sig, enda fór sjór þegar að streyma niður í það. Var at- burðarásin mjög hröð um borð næstu mínúturnar og skipverjar reyndu að bjarga sér sem best þeir gátu. Mennirnir í lúkarnum þustu þegar upp og reyndist það harðsótt. Varð Bjarni Hermundarson háseti síðastur upp og varð hann að kasta sér beint í sjóinn því þá var skipinu að hvolfa. Tókst honum að synda að nótabátnum og komast upp í hann. Einn hásetanna í lúkarnum var Óskar Vigfússon sem síðar varð kunnur fyrir störf sín að fé- lagsmálum sjómanna. Í viðtali við Ásgeir Jakobsson í Sjómannadags- blaðinu 1992 lýsti hann því er skip- inu hvolfdi: „Ég svaf í bakborðskoju uppi aft- ast í lúkarnum. Um nóttina vakna ég við þvílíkt högg á síðu skipsins að engu er líkara en keyrt hafi verið á það af stóru skipi á fullri ferð, og skipið kastast á hliðina og ég fram úr kojunni og yfir lúkarinn. Hallinn á skipinu var svo mikill að ég kom standandi niður á kojustokkinn hjá félaga mínum í neðri koju stjórn- borðsmegin og af svo miklum krafti að ég braut kojustokkinn. Það varð náttúrlega öllum fyrst fyrir að forða sér upp úr lúkarnum umsvifalaust, augnablikið gat skipt sköpum. Ég var næstsíðastur upp og þá var skip- ið að velta yfir. Fáum mannanna vannst tími til að ná sér í björg- unarbelti, enda allt í einni hrúgu í lúkarnum. Allir fórum við fáklæddir upp eins og hver og einn kom úr koj- unni. Ég var í einni þunnri skyrtu og þunnum taubuxum (gaberdínbux- um) utan yfir nærbuxunum og á sokkaleistunum. Mér tókst að klifra yfir síldaruppstillingarnar á dekkinu og upp á lunninguna í þeim svifum að skipinu hvolfdi. Ég gat skriðið upp byrðinginn og upp að kilinum. Á skipinu var mjög þykkur kjölur og ég náði að komast upp á hann. Þá fann ég um leið og ég rétti mig til að fara upp á kjölinn hvað veðrið var ofsalegt, það tætti utan af mér skyrtuna um leið og ég stóð upp, að- eins slitur eftir. Maður sá náttúrlega lítið frá sér í náttmyrkrinu og sæ- rokinu, en þó grillti ég í nokkra menn hjá mér bæði fyrir aftan og framan mig á kilinum, en ekki hvað marga, nema ég sá að fyrir framan mig voru þrír menn, og einn þeirra 17 ára piltur, sem hafði veikst af lungnabólgu daginn áður og var með 40 stiga hita. Ég veit ekki hvernig hann hefur komist á kjölinn. Hann náði ekki að lifa slysið af.“ Allir mennirnir munu hafa komist upp úr skipinu nema Sigurjón vél- stjóri, hans varð aldrei vart. Þegar þetta gerðist hafði kólnað mjög í veðri og hiti kominn niður fyrir frostmark, en flestir voru fáklæddir sem fyrr segir. Sáu ljósin í landi og rak rétt fram hjá skipum á legunni Sem fyrr segir var Edda ekki nema um 300 metra frá landi og eftir að skipverjar komust á kjölinn sáu þeir ljós í landi og á skipum sem voru þarna allmörg í næsta nágrenni. Reyndu þeir að hrópa og kalla og vekja þannig athygli á neyð sinni, en slíkur var veðurofsinn að enginn heyrði til þeirra. Mönnunum var ljóst að Edda gæti sokkið á hverri stundu og því fóru þeir að huga að því að komast um borð í nótabátinn. Stungu þeir sér í sjóinn einn af öðrum, en fjórir urðu eftir á kilinum og töldu sér þar betur borgið. Voru það hásetarnir Jósef Guðmundsson, Sigurjón Benedikts- son, Einar Ólafsson og Guðbjartur Guðmundsson. Óskar Vigfússon var einn þeirra sem fóru síðast af kilinum. Hann ætlaði að færa sig til en þegar hann stóð upp greip rokið hann og kastaði honum í sjóinn. Óskar var vel syndur en sogaðist samt niður. Þegar hon- um skaut upp aftur náði hann í frí- holt á bátnum og hékk utan á því. Félagar hans kipptu honum síðan um borð og lenti hann flatur í austr- inum á bátnum og skorðaðist undir þóftu. Munaði minnstu að hann drukknaði í austrinum. Alls komust 11 menn í nótabátinn. Til eins þeirra er reyndu að synda að bátnum, Guðbrands Pálssonar, sást ekki. Guðjón Illugason skipstjóri gaf fyrirmæli um að skorið skyldi á að- altógið sem festi bátinn við Eddu, þar sem hann óttaðist að báturinn myndi dragast niður með skipinu þegar það sykki. Önnur grennri lína Vindhviða hvolfir Eddu skammt frá landi Á árunum 1950-1975 unnu björgunarmenn við strendur Íslands mörg frækileg afrek – en engu að síður fórst fjöldi sjómanna á þessum árum. Í bókinni Þrautgóðir á raunastund 1950-1975 eftir Steinar J. Lúðvíksson er fjallað um 58 hrikaleg sjóslys frá þessu tímabili. Frásagnirnar eru margar hverjar í senn skelfilegar og stórbrotnar. Sjómenn og björgunarmenn þurftu að berjast við óblíð náttúruöflin eins og þau gerast illvígust með búnaði sem í dag þykir æði frumstæður. Hér á eftir fer frásögn af því þegar síldveiðiskipið Edda lenti í miklum hrakningum við Snæfellsnes. Vélskipið Edda frá Hafnarfrði. Skipinu hvolfdi á ytri höfninni í Grundarfrði í ægilegum stormsveip 17. nóvember 1953. Guðjón Illugason skipstjóri, Guð- mundur Á. Guðmundsson stýri- maður, Ingvar Ívarsson matsveinn og hásetarnir Guðjón Ármann Vigfússon, Guðmundur Ólafsson, Ágúst Stefánsson, Óskar Vigfús- son og Bjarni Hermundarson. Þeir sem björguðust Sigurjón Guðmundsson 1. vél- stjóri, Hafnarfirði, 34 ára; Sig- urður Guðmundsson 2. vélstjóri, Hafnarfirði, 28 ára; Jósef Guð- mundsson háseti, Hafnarfirði, 20 ára. – Hann var bróðir Sigurjóns vélstjóra, þeir voru ættaðir frá Norðfirði og nýlega fluttir til Hafnarfjarðar; Guðbrandur Páls- son háseti, Hafnarfirði, 42 ára; Guðbjartur Guðmundsson háseti, Hafnarfirði, 42 ára; Sigurjón Benediktsson háseti, Hafnarfirði, 17 ára; Albert Egilsson háseti, Hafnarfirði, 30 ára; Einar Ósk- arsson háseti, Skeljabergi, Sand- gerði, 19 ára; Stefán Guðnason háseti, Hofsstöðum, Garðahreppi, 18 ára. Þeir sem fórust með Eddu Steinar J. Lúðvíksson Fjallað var um slysið á forsíðu Morgunblaðsins miðvikudaginn 18. nóvember 1953. SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.