Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019
Veður víða um heim 26.2., kl. 18.00
Reykjavík 4 súld
Hólar í Dýrafirði 2 skýjað
Akureyri 5 rigning
Egilsstaðir 7 skýjað
Vatnsskarðshólar 7 rigning
Nuuk 2 heiðskírt
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 9 léttskýjað
Stokkhólmur 6 heiðskírt
Helsinki 2 léttskýjað
Lúxemborg 17 heiðskírt
Brussel 18 alskýjað
Dublin 13 heiðskírt
Glasgow 13 heiðskírt
London 17 heiðskírt
París 17 heiðskírt
Amsterdam 16 heiðskírt
Hamborg 12 heiðskírt
Berlín 11 rigning
Vín 12 heiðskírt
Moskva 1 snjóél
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 19 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 12 heiðskírt
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -23 skýjað
Montreal -13 léttskýjað
New York 0 heiðskírt
Chicago -6 snjókoma
Orlando 22 léttskýjað
27. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:43 18:39
ÍSAFJÖRÐUR 8:54 18:38
SIGLUFJÖRÐUR 8:37 18:21
DJÚPIVOGUR 8:14 18:07
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Suðaustan 3-10 m/s, en austan 10-15
við S-ströndina. Dálítil rigning um landið sunnanvert
en þurrt norðan heiða. Hiti 1 til 6 stig, en kringum
frostmark fyrir norðan.
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og stöku skúrir eða slydduél S- og V-lands, en annars hægara og bjart
með köflum. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.
Formlegri leit að Páli Mar Guðjóns-
syni, sem talinn er hafa ekið bifreið
sinni út í Ölfusá seint í fyrrakvöld,
var hætt á sjöunda tímanum í gær-
kvöldi. Farið var tvisvar yfir leitar-
svæðið og vel á annað hundrað
björgunarsveitarmenn tóku þátt í
leitinni, auk lögreglu- og slökkvi-
liðsmanna og þyrlu Landhelgis-
gæslunnar. Leitinni verður fram-
haldið í dag.
„Við höfum ekki fundið neitt sem
hefur leitt okkur áfram í þessu, ein-
hver plastbrot, en við vitum að bíll-
inn er þarna ofan í,“ sagði Oddur
Árnason, yfirlögregluþjónn á Sel-
fossi, í gærkvöldi.
Páll Mar, sem er ókvæntur og
barnlaus, ók bíl sínum í ána fyrir of-
an Selfosskirkju um tíuleytið í
fyrrakvöld. Sjónarvottar voru á
staðnum og var lögregla þegar
kölluð út, auk allra björgunarsveita
í Árnessýslu og þyrlu Landhelgis-
gæslunnar. Í gær bættist svo björg-
unarsveitarfólk af suðvesturhorn-
inu í hóp leitarmanna.
Páls Mars Guðjónssonar, sem talinn er hafa ekið bifreið sinni út í Ölfusá í fyrrakvöld, verður áfram leitað í dag
Á annað
hundrað
leituðu
Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Fella þarf niður fundi í umhverfis-
og heilbrigðisráði, skipulags- og
samgönguráði og borgarráði vegna
vetrarfría í grunnskólum Reykja-
víkurborgar. Voru skólafrí þessi sl.
mánudag og þriðjudag en halda átti
fundina í dag, miðvikudag, og á
morgun, fimmtudag. Mun þetta
vera fylgifiskur þess að gera
Reykjavíkurborg að „fjölskyldu-
vænum vinnustað“ því ekki mun
hafa gefist tími til að undirbúa
áðurnefnda fundi.
„Við erum að gera borgarstjórn
og Reykjavíkurborg að fjölskyldu-
vænum vinnustað. Það er vetrarfrí í
skólum borgarinnar þessa vikuna,“
segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
borgarfulltrúi Pírata og formaður
skipulags- og samgönguráðs, í sam-
tali við Morgunblaðið, og vísar til
vetrarfrís grunnskólakrakka á
mánudag og þriðjudag.
Sigurborg Ósk segir frídagana
tvo vera þá daga sem alla jafna eru
nýttir til að undirbúa þá fundi sem
fella þarf niður. Segir hún það
myndu vera „mjög erfitt“ að halda
óbreyttu plani og funda þrátt fyrir
skólafríið.
„Þá yrði enginn tími fyrir undir-
búningsfundi og það myndi ekki
teljast góð vinnubrögð,“ segir hún.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, odd-
viti Viðreisnar og formaður borgar-
ráðs, tekur í svipaðan streng.
„Öll fundahöld í pólitíkinni eru
undirbúin af starfsmönnum. Fund-
ur borgarráðs á fimmtudegi er
undirbúinn á mánudegi og á hádegi
eru lokaskil á gögnum,“ segir hún.
Aðspurð segir Þórdís Lóa ekki
hægt að undirbúa fund borgarráðs
á miðvikudegi. „Það hefði brotið all-
ar vinnureglur um aðgang að gögn-
um og tímafyrirvara,“ segir hún.
Fundafall vekur athygli
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið-
flokksins, segist vera hissa á því að
fresta þurfi öllum þessum fundum.
„Ég tel það ekki vera flókið verk að
raða saman dagskrá og boða til
fundar,“ segir hún og heldur áfram:
„Ég hefði gjarnan viljað hafa fund í
borgarráði [á morgun] vegna allra
þessara mála sem nú eru í gangi.
En þetta er auðvitað eitthvað sem
meirihlutinn í borginni ákveður og
við sem erum í minnihlutanum
fáum engu ráðið um það. Fundafall
hjá borginni í heila viku – ég set
vissulega spurningarmerki við
það.“
Í tilkynningu sem Reykjavíkur-
borg sendi frá sér fyrir helgi vegna
vetrarfrís grunnskólanna voru fjöl-
skyldur meðal annars hvattar til að
vera saman í vetrarfríinu.
Bryngeir Arnar Bryngeirsson,
forstöðumaður frístundaheimilis í
Reykjavík, segir starfsfólk frí-
stundaheimila þó ekki hafa fengið
frí. Þurftu starfsmenn þess í stað
að mæta til vinnu á sama tíma og
börnin voru heima.
„Þessi tími var nýttur í skipu-
lagsvinnu, tiltekt og fræðslu- og
dagskrárvinnu,“ segir Bryngeir og
bætir við að starfsmenn frístunda-
heimila hafi margir hverjir verið
ósáttir við vinnuskylduna. „Þetta
vekur spurningar – af hverju er
þetta svona misskipt hjá borg-
inni?“
Fundir frestast langt inn í vikuna
Morgunblaðið/Eggert
Á pásu Reykjavíkurborg vill vera fjölskylduvæn og því gafst m.a. ekki tími til að undirbúa fundi borgarinnar.
Frí í grunnskólum Reykjavíkur í upphafi viku frestar fundum borgarinnar í dag og á morgun Gera
borgina og borgarráð að „fjölskylduvænum vinnustað“ Starfsmenn frístundaheimila fengu þó ekki frí