Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 „Það hafa nú ekki komið fram nein- ar tillögur um að ráðast á tekju- stofna sveitarfélaga. Þessu var bara fleygt fram í umræðunni í kringum síðustu helgi,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, spurð um hugmyndir sem fram hafa komið um að sveitarfélög gætu liðkað fyrir gerð kjarasamninga með lækkun útsvars. Aldís segir það sérstakt ef ætl- unin sé að ráðast á tekjustofna sveitarfélaga, sérstaklega þegar haft sé í huga að ríkið er með allt aðra og margfalt fleiri tekjustofna en sveitarfélögin, sem eru með mjög einhæfa tekjustofna. „Það eina sem við höfum er útsvarið, gjöld af fast- eignum, Jöfnunarsjóðinn og þjón- ustugjöld sem fólk er að borga. Ég hef hins vegar ekki tölu á öllum tekjustofnum rík- isins,“ segir hún. „Með þessum einhæfu og litlu tekjustofnum sem sveitar- félögin hafa, þá þurfum við að standa straum af mjög mikilvægri nærþjónustu og líka að mæta sí- fellt auknum kröfum bæði íbúa og þeim sem felast í lögum sem sam- þykkt eru á Alþingi,“ bætir hún við. Hvergi feitan gölt að flá Aldís segir sveitarfélögin hafa tekið virkan þátt í vinnu að lausnum í húsnæðismálum. Ef vilji sé til þess að sveitarfélögin lækki álögur, þá þurfi líka að setjast niður og ákveða hvaða þjónustu eigi að skera niður á móti. Sveitarfélögin sinni mjög mikilvægri nærþjónustu og hvergi sé feitan gölt að flá á vettvangi þeirra. Aldís segir einnig að ef sveitar- félögin eigi að koma að borðinu með lækkun útsvars þyrfti að ræða það mál í stærra samhengi. ,,Þá þarf að koma til einhver önnur tekjuöflun hjá sveitarfélögunum. Við erum al- veg tilbúin í þær viðræður og höfum bent á ýmislegt, t.d. að sveitar- félögin fái hluta af auðlindagjaldinu, þau fái hluta af tekjum sem gætu mögulega myndast vegna fiskeldis í sjó, þau fái frekari tekjur af raf- orkumannvirkjum, gistináttagjaldið o.fl. Við erum alveg tilbúin í þetta en það yrði þá að vera hluti af um- ræðu um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.“ Ekki ráðist á tekjustofna  Tilbúin í viðræður um aðra tekjuöflun og tekjuskiptingu Aldís Hafsteinsdóttir Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Það sem við erum að gera núna er fyrst og fremst að reyna að róa þá sem hafa samband við okkur og reyna að halda sjó í von um að samn- ingsaðilar sjái til sólar og nái að af- stýra miklum skaða. Hver dagur sem líður frá þeirri stöðu sem upp er komin núna, þar sem verkföll eru fram undan, er mjög dýr,“ segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá, um hugsanleg verkföll. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur ítrekað sagt að aðgerðir félagsins, verði þær samþykktar, muni beinast að fyrirtækjum í ferða- þjónustu. Verði verkfallsaðgerðir Eflingar samþykktar í atkvæða- greiðslu munu þær hefjast 8. mars með hótelstarfsfólki sem sinnir þrif- um og hreingerningu. VR mun kynna fyrirhugaðar aðgerðir á föstu- daginn. „Sorglegt allra vegna að þessi staða er komin upp “ „Mér finnst fyrst og fremst bara ótrúlega sorglegt að við skulum standa frammi fyrir svona máli núna. Það má aldrei gleymast þegar verið er að tala um ferðaþjónustuna að gestir landsins eru upp til hópa fólk með fjölskyldurnar sínar í fríum. Það vill ekki láta trufla fríin sín. Þess vegna eru þessir viðskiptavinir gríðarlega viðkvæmir fyrir allri truflun,“ segir Friðrik. Spurður hvort loka þurfi fyrir starfsemi hótelsins komi til verkfalla segist hann ekki vilja leiða hugann að því strax. „Við upplifðum verkföll fyrir nokkrum árum og í augnablik- inu langar mig ekki til þess að leiða hugann að því til hvaða ráða við þyrftum að grípa ef og þegar til þess kæmi. Þetta er bara afskaplega sorglegt allra vegna að þessi staða er komin upp. Það bara verður að leysa hana.“ Óvissan ein og sér slæm Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri vöruþróunar, sölu- og mark- aðssviðs Bláa lónsins, segir óvissuna sem nú ríkir afar slæma. „Eins og þetta lítur við okkur þá er staðan enn óljós. Það á eftir að koma í ljós í raun og veru hvort og þá til hvaða aðgerða verður gripið. Auðvitað er þetta mikil óvissa og auðvitað hefur hún alltaf vond áhrif. Þetta er staðan eins og hún horfir við okkur í dag en við fylgjumst vel með,“ segir Helga. „Á sama tíma er ábyrgð samningsaðila mjög mikil. Það er mikilvægt að tryggja samkeppnis- hæfni og stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækjanna annars vegar og kaupmátt launþega hins vegar.“ Hún segir að fyrirtækið fylgist vel með stöðunni og muni bregðast við með viðeigandi hætti á hverjum tíma en starfsmenn Bláa lónsins eru í mörgum mismunandi stéttar- félögum. Hver dagur í þessari stöðu mjög dýr  Hugsanleg verkföll og óvissa hafa slæm áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Árni Sæberg Lónið Framkvæmdastjóri Bláa lóns- ins segist fylgjast vel með stöðunni. Verkföll » VR beinir verkfallsaðgerðum sínum að fyrirtækjum í ferða- þjónustu. » Verkfallsaðgerðir VR verða kynntar á föstudaginn. » Verkfallsaðgerðir Eflingar hefjast 8. mars, verði þær samþykktar. » „Afskaplega sorglegt allra vegna að þessi staða er komin upp og það bara verður að leysa hana,“ segir hótelhaldari Hótels Rangár. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sjaldan ef nokkurn tímann hafa fleiri launþegar en nú heyrt undir kjaradeilur á vinnumarkaðinum sem eru komnar á það stig að vera ýmist í sáttameðferð hjá Ríkissáttasemjara eða í undirbúningi verkfallsaðgerða. Yfirstandandi deilum 16 aðildar- félaga Starfsgreinasambandsins, Landsambands íslenskra verslunar- manna og samflots iðnaðarmanna við SA hefur öllum verið vísað til Ríkissáttasemjara og eru sáttafund- ir boðaðir bæði í deilum SGS og SA og LÍV og SA fyrir hádegi í dag. Á bak við þessi félög í SGS og fé- lög iðnaðar- og verslunarmanna eru samtals rúmlega 53 þúsund launþeg- ar, sem eru virkir á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum í seinustu viku, VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) og Verkalýðsfélag Grinda- víkur (VLFG), eru með tæplega 64 þúsund félagsmenn innan sinna raða, sem eru virkir á vinnumarkaði skv. seinustu ársskýrslu ASÍ. Alls eru því í kringum 117 þúsund launþegar í þeim verkalýðsfélögum ASÍ sem eru með kjaradeilur í sátta- meðferð eða hafa slitið viðræðum og hafið undirbúning atkvæðagreiðslna um verkfallsaðgerðir. Þær fjórar fylkingar landssam- banda og félaga í ASÍ sem myndast hafa í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í vetur eru misstórar. Tvö stærstu stéttarfélög landsins, VR með hátt í 35 þúsund virka félagsmenn og Efling með um 27 þúsund virka félaga, hafa þegar slitið viðræðum við SA eins og fram hefur komið. Félögin 16 sem fólu Starfsgreinasambandinu samnings- umboð sitt eru með innan sinna vé- banda rúmlega 32 þúsund virka fé- lagsmenn. Stærst þeirra er Eining Iðja með um sjö þúsund virka fé- lagsmenn og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur með nálægt 3.700. Iðnaðarmannafélögin standa sam- an í kjaraviðræðunum við SA. Virkir launþegar á vinnumarkaði í þessum félögum eru rúmlega 16 þúsund talsins. Þar á meðal eru aðildarfélög landssambandanna Samiðnar með hátt í sjö þúsund virka félagsmenn og Rafiðnaðarsambandsins með á fimmta þúsund félaga, og stéttar- félög með beina aðild að ASÍ á borð við VM, með um þrjú þúsund fé- lagsmenn, og Matvís með tæplega tvö þúsund félagsmenn. Landssamband íslenskra versl- unarmanna hefur samningsumboð fyrir félög og deildir sem ekki áttu samleið með VR í viðræðunum við SA og ákvað það fyrir helgi að vísa kjaradeilu sinni við SA til ríkissátta- semjara. Virkir félagsmenn í þess- um félögum eru á sjötta þúsund talsins. „Allt í góðu ferli“ Iðnaðarmannafélögin hafa á sein- ustu dögum fært Ríkissáttasemjara tilkynningar um vísun kjaradeiln- anna og var greint frá vísun samflots iðnaðarmanna og SA á vef Ríkis- sáttasemjara í gærkvöldi. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, kvaðst í gærdag gera ráð fyrir fyrsta sáttafundi á næstu dögum og í gærkvöldi var svo búið að tímasetja fundinn kl. níu í fyrramálið. Samn- inganefnd iðnaðarmanna hefur átt fjölda funda með atvinnurekendum á umliðnum vikum um hin ýmsu mál sem sagðir eru ganga ágætlega og sum mál komin töluvert langt á veg að sögn Kristjáns. Hann segir vísun deilunnar til sáttasemjara ekki breyta því að rætt verði eftir sem áð- ur um ýmis verkefni utan formlegra sáttafunda ,,en þetta mun auka skil- virknina og formfestuna í viðræðun- um,“ segir hann. „Þetta er allt í góðu ferli þó að við séum að stíga þetta skref.“ Fylkingar í kjaradeilum LÍV Landssamband íslenzkra verzlunarmanna 43.027 félagsmenn í 4 félögum og 7 deildum RSÍ Rafiðnaðarsam- band Íslands 4.512 félagsmenn í 8 félögum Samiðn Samband iðnfélaga 7.550 félagsmenn í 6 félögum og 5 deildum SGS Starfsgreina- samband Íslands 68.076 félagsmenn í 19 félögum SSÍ Sjómannasam- band Íslands 1.591 félagsmenn í 4 félögum og 13 deildum Félög með beina aðild 8.220 félagsmenn í 7 félögum 132.976 félagsmenn 119.995 eru virkir á vinnumarkaði Landssambönd: ASÍ Alþýðusamband Íslands VR Samiðn (6 félög) RSÍ (8 félög)16 aðildarfélög FHS, Grafía, Matvís, VM3 aðildarfélög (7 deildir) Efling VLFA VLFG Hafa slitið viðræðum/ undirbúa verkföll Á vinnumarkaði: 63.652 Hafa vísað til Ríkissáttasemjara Á vinnumarkaði: 32.120 Hafa vísað til Ríkissáttasemjara Á vinnumarkaði: 5.177 Samflot iðnaðarmanna hafa vísað til Ríkissáttasemjara Virkir á vinnumarkaði: 16.026 Slitið eða vísað fyrir 117 þúsund launþega  Fyrstu sáttafundir SGS og LÍV með SA boðaðir í dag Morgunblaðið/Hari Viðræður Samninganefnd SGS. Kjaradeilur Ferðafélag Íslands Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.