Morgunblaðið - 27.02.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Sagan segir að bandarískurstjórnmálamaður, sem síðar varð forseti, hafi eitt sinn lagt til að komið yrði af stað vafasömum orðrómi um andstæðing sinn, sem var svínabóndi. „Já, en það er ekki satt,“ á aðstoðarmaður hans að hafa sagt. „Auðvitað ekki, en látum helvítið neita því,“ var svarið.    Þessi saga kemur upp í hugannþegar fylgst er með kjarabar- áttu Eflingar. Fyrst var hóteleig- andi sakaður um að hafa vísað út- sendurum Eflingar frá þegar þeir mættu óboðaðir til þess að gefa starfs- mönnum hótelsins kost á að kjósa um verkfallsboðun. Lítið var gefið fyrir það þegar stjórnandinn sagði að hann hefði einfaldlega sagt að ekki stæði vel á en þeim væri velkomið að koma tveimur tímum síðar.    Í gær var því síðan slegið upp aðá öðru hóteli hér í bær héngi „skammarlisti“ uppi á vegg þar sem veikindadagar starfsmanna væru skráðir og sýnilegir öðrum starfsmönnum. Þessar upplýsingar hefði Efling haft undir höndum frá því í upphafi mánaðar. Sagði formaður Eflingar þetta sýna að atvinnurekendur litu á starfsmenn sem „einnota drasl“. Frá hótelinu bárust hins vegar þau svör að engir slíkir listar héngju uppi á vegg. Auk þess hefði Efling ekki leitað til hótelsins til að spyrjast fyrir um málið og hefði þó haft upplýsingarnar frá því í upphafi mánaðar.    Er ástæðan sú að beita á sömuaðferð og bandaríski stjórn- málamaðurinn forðum og láta andstæðingana neita? Látum helvítið neita STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Líklegt er að um eða upp úr helgi fari skip í samvinnu Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa til vöktunar á loðnu og til að kanna hvort vestanganga geti hugsanlega verið á ferðinni inn. Byrjað verði í Víkurál og síðan leit- að norður og austur eftir veðri og fréttum af miðunum. Veðurspá er vond fyrir Vestfjarðamið. Þetta var meðal þess sem rætt var í samráðs- hópi fyrrnefndra aðila í gær. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Haf- rannsóknastofnunar, kom á fundinum fram sam- eiginleg sýn um að halda vöktun áfram. Þá er einnig líklegt að skip verði sent til að kanna loðnugönguna sem er á leiðinni með suður- ströndinni og hvort hún sé ekki á svipuðu róli og í mælingum fyrir austan land nýlega. Hvorki skip né fjármagn hafði í gær verið tryggt í þessi verkefni, en rannsóknaskipin eru að hefja þátt- töku í togararalli. Fregnir bárust í gær frá togara um loðnutorfu á Sléttugrunni út af Melrakkasléttu. Þorsteinn sagði að fljótt á litið virtist þetta ekki vera ný ganga, sem ekki hefði verið mæld í loðnuleið- öngrum vetrarins. aij@mbl.is Vilja kanna mögulega vestangöngu  Sameiginleg sýn um að halda loðnuvöktun áfram Morgunblaðið/Hanna Óvissa Enginn kvóti hefur verið gefinn út og því ekki enn verið bleytt í loðnunót í vetur. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, varaformaður Bændasamtaka Ís- lands, tekur við formennsku í sam- tökunum á föstudaginn, en Sindri Sigurgeirsson, núverandi formaður, hefur óskað eftir að fá að stíga til hliðar. Í fréttatilkynningu frá samtökun- um segir að Sindri taki í apríl við nýju starfi sem svæðisstjóri Arion- banka á Vesturlandi með aðsetur í Borgarnesi, og því hafi hann ákveðið að láta af öllum trúnaðarstörfum fyr- ir samtök bænda. „Þau sex ár sem ég hef verið formaður Bændasamtak- anna hafa verið annasöm og krefj- andi en umfram allt skemmtilegur tími. Oft hefur blásið hressilega á móti í umræðu um landbúnaðarmál en alltaf er jafn ánægjulegt að sjá hvað velvild almennings er mikil gagnvart íslenskum bændum,“ segir Sindri í tilkynningunni, auk þess sem hann þakkar samstarfsfólki sínu fyrir frábært samstarf. Guðrún er bóndi í Svartárkoti í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu. Hún er menntaður kennari en rekur sauðfjárbú í Svartárkoti með systur sinni og fjölskyld- um þeirra. „Þetta leggst vel í mig, það eru mörg og mikil- væg verkefni framundan sem íslenskir bændur þurfa að takast á við,“ segir Guð- rún. „Mikilvæg- ast er að bændur þétti raðirnar fyrir þær áskoranir sem fram undan eru.“ Guðrún verður fyrsta konan til þess að gegna formennsku í heildar- samtökum bænda á Íslandi allt frá því að hin fyrstu þeirra, Suðuramts- ins húss- og bústjórnarfélag, voru stofnuð árið 1837. Guðrún bendir á að konur hafi oft gegnt formennsku í búgreinasamböndum og í búnaðar- samböndum. Hins vegar hafi verið orðið tímabært að kona tæki við for- mennsku í heildarsamtökum bænda. „Við höfum verið að vinna að því að auka þátttöku kvenna í fé- lagsstörfum bænda og ef þær konur sem eru í starfinu eiga að fá fleiri konur inn verðum við bara að taka slaginn alla leið,“ segir Guðrún að lokum. Guðrún tekur við bændasamtökunum  Sindri Sigurgeirsson stígur til hliðar Guðrún Sigríður Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.