Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019
Staðalbúnaður í Comfort útgáfu er meðal annars: 16” álfelgur, leiðsögukerfi með Íslandskorti,
þokuljós, miðstöð með loftkælingu, brekkuhemlun (eingöngu í 4x4), hraðastillir með
hraðatakmörkun, fjarlægðarskynjarar að aftan, neyðarhemlunarhjálp, start/stopp búnaður,
skyggðar rúður að aftan, hiti í framsætum.
Aukalega í Prestige útgáfu: 17” álfelgur, Multiview 360° myndavélakerfi, sjálfvirk miðstöð með
loftkælingu, lykillaust aðgengi, leðuráklæði á sætum.
Nýr Dacia Duster
Gerðu virkilega
góð kaup!
Verð frá:
3.690.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
2
0
2
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 /www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
Seðlabanka Íslands tókst ekki að
sýna fram á nauðsyn þess að leggja
stjórnvaldssekt á Samherja með vís-
an til ákvarðana í sambærilegum
málum. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í greinargerð bankaráðs
Seðlabankans vegna dóms Hæsta-
réttar í máli Samherja gegn Seðla-
bankanum.
Þá telur bankaráð að ekki verði
hjá því komist að ráðast í heildar-
endurskoðun á allri stjórnsýslu
Seðlabanka Íslands, meðferð mála
innan hans og því með hvaða hætti
bankinn hefur á umliðnum árum far-
ið með það opinbera vald sem honum
hefur verið falið lögum samkvæmt,
einkum við gjaldeyriseftirlit.
Framganga yfirstjórnar skoðuð
Greinargerðin var gerð opinber í
gær en Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra óskaði eftir henni í
nóvember, fjórum dögum eftir að
Hæstiréttur felldi niður fimmtán
milljóna króna sekt sem Seðlabank-
inn lagði á Samherja vegna gjald-
eyrislagabrota. Forsætisráðherra
óskaði sérstaklega eftir skýringu á
því hvers vegna bankinn tók málið
upp á ný eftir að héraðssaksóknari
endursendi bankanum erindið í ann-
að sinn.
Í greinargerðinni segir að þær
skýringar sem Seðlabankinn hefur
gefið á því hvaða ástæður eða sjónar-
mið lágu að baki þeirri ákvörðun
bankans að endurupptaka mál Sam-
herja 30. mars 2016 og leggja stjórn-
valdssektir á fyrirtækið í framhald-
inu standist ekki.
Að mati höfunda greinargerðar-
innar hlýtur Alþingi, í ljósi þeirra lýs-
inga sem koma fram í áliti Umboðs-
manns Alþingis á samskiptum hans
við Seðlabankann, sem fjallað er um í
greinargerðinni, að taka framgöngu
yfirstjórnar bankans í samskiptum
sínum við Umboðsmann til sér-
stakrar umfjöllunar og skoðunar.
Stjórnsýsla SÍ
verði endurskoðuð
Skýringar bankans standast ekki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Seðlabanki Íslands Í greinargerðinni segir að skýringar bankans á ástæð-
um þess að endurupptaka mál Samherja og leggja á sektir standist ekki.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Maxim Baru, sviðsstjóri félagssviðs
Eflingar, sagði Ístak eiga það á hættu
að verkfallsaðgerðir félagsins myndu
beinast gegn fyrirtækinu í kjölfar
þess að það tilkynnti stéttarfélaginu
að það neyddist til að segja upp 31
fastráðnum starfsmanni og segja upp
samningi við 25 aðra starfsmenn sem
aðkomu hafa haft að verkefnum fé-
lagsins í gegnum starfsmannaleigu.
Þetta fullyrðir Karl Andreassen, for-
stjóri Ístaks, í samtali við Morgun-
blaðið.
Morgunblaðið leitaði viðbragða
Sólveigar Önnu Jónsdóttur, for-
manns Eflingar, við þessu í gær-
kvöldi. Sagði hún að fyrirtækinu hefði
ekki verið hótað verkfallsaðgerðum.
„Hins vegar er félagið ekki undir
neinni friðarskyldu núna. Við teljum
Ístak ekki hafa uppfyllt skyldur sínar
um samráð við starfsfólk sitt vegna
uppsagnanna. Fyrirtæki halda að þau
geti fundað með okkur til að fá þann
stimpil að þau hafi gert allt rétt, en
þannig er það bara ekki.“ Spurð út í
hvað hún ætti við með því að félagið
væri ekki undir friðarskyldu vildi hún
ekki skýra það nánar.
Stórum verkefnum að ljúka
Karl segir að uppsagnir fyrirtækis-
ins séu komnar til af því að stærri
verkefnum sé að ljúka og verkefna-
staðan framundan sé óljós.
„Umræðan síðustu misseri hefur
verið sú að nægt framboð sé á verk-
efnum á byggingarmarkaði, að verk-
takar hafi nóg að gera og geti illa tek-
ið að sér fleiri verkefni. Þetta er
auðvitað misjafnt og átti kannski að
mestu við um verktaka sem eru að
byggja og selja eigin íbúðir á mark-
aði, en það er einnig að dragast sam-
an á því sviði.“
Hann segir að útboðsmarkaðurinn
sem verktakar starfi einnig á sveiflist
mjög upp og niður.
„Í því sambandi má benda á að
mörg fyrirhuguð stærri verkefni skila
sér seint inn í útboð eða er einfaldlega
slegið á frest. Væntingar útboðs-
markaðarins eru því langt umfram
framboðið sjálft.“
Karl segir að hann vonist til að
hægt verði að draga uppsagnirnar til
baka en það ráðist af því hvenær þau
verkefni sem Ístak hafi verið lægst-
bjóðandi í, verði samþykkt og sett í
gang.
„Þar munar mest um Hús ís-
lenskra fræða, en einnig önnur verk
sem verkkaupar eiga erfitt með að
setja í gang og bera fyrir sig erfiðari
markaðsaðstæður en lagt var upp
með.“
Ístak var lægstbjóðandi í síðast-
nefnda framkvæmd. Tilboðið var þó
talsvert yfir kostnaðaráætlun. Þannig
gerði ríkissjóður ráð fyrir að fram-
kvæmdin myndi kostar ríflega 3,7
milljarða króna. Tilboð Ístaks hljóð-
aði hins vegar upp á ríflega 4,5 millj-
arða og næsthæsta tilboðið upp á
tæpa 4,6 milljarða.
„Það sem hefur stór áhrif á fram-
gang verkefna er rétt kostnaðarmat
verkkaupa í upphafi útboðs,“ segir
Karl. „En hér er mikill misbrestur á
og lægstu tilboðum oft hafnað af
verkkaupa vegna þessa. Þessi mis-
munur hefur verið útskýrður sem
„græðgi verktaka á yfirþöndum
markaði“ en það er ekki rétt og það er
auðvelt að skoða ársreikninga þeirra
verktaka sem starfa eingöngu á út-
boðsmarkaði og bera saman við þann
mismun kostnaðaráætlana og tilboða.
Rangt kostnaðarmat verkkaupa leiðir
yfirleitt til seinkunar framkvæmda
og þá yfirleitt með sama eða meiri
kostnaði en í fyrstu var talinn of hár.“
Hótuðu verkfallsað-
gerðum gagnvart Ístaki
Fækkar um 56 í starfsliði sínu sökum verkefnastöðu
Morgunblaðið/Ómar
Uppsagnir Allt stefnir í að margir
missi vinnu sína hjá Ístaki.