Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 11

Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin • Peysur • Tunikur • Skyrtur • Kjólar • Bolir • Jakkar • Buxur • Pils NýttNýtt www.apotekarinn.is - lægra verð Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Formenn í félagasamtökum bænda leggjast alfarið gegn frumvarps- drögum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, sem felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt. Alls skrifuðu 42 formenn í félaga- samtökum bænda undir áskorun til ríkisstjórnar Ís- lands þar sem hún er hvött til þess að endur- skoða EES-samninginn og „semja um breytingar sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum ís- lensks landbúnaðar“. Frumvarpið er viðbrögð stjórn- valda við tveimur dómum Hæsta- réttar Íslands og EFTA-dómstóls- ins, sem hafa dæmt núverandi leyfisveitingarkerfi ólögmætt. Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur- Skaftafellssýslu, sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni, segir hana sýna að það sé mikill samhugur með- al bænda gegn frumvarpinu. „Þetta er eindregin skoðun þessa hóps, að nú þurfi bara að draga línu í sandinn. Ég lít þannig á að ef frumvarpinu er hafnað þá þurfi að taka upp EES- samninginn. Það er ekki verið að tala um að segja honum upp en það er talað um að semja,“ segir Einar. Áttu góðan fund með ráðherra Um 250 manns sóttu opinn fund Kristjáns Þórs, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í félagsheim- ilinu Þingborg í Hraungerðishreppi á mánudaginn. „Þetta var góður fundur og vel mætt á hann. Ég held að þessi undirskriftasöfnun með þessari áskorun endurspegli hljóðið í bændum, sem er mjög þungt núna,“ segir Einar. Hann segir ráðherra hafa farið yf- ir sitt mál og bent á að sér væri ekki stætt á að gera ekki neitt. „Það er al- veg rétt hjá honum. Enda held ég ekki að nokkur maður ætlist til þess að hann geri ekki neitt. Við viljum að hann fari erfiðu en réttu leiðina í þessu. Hann sagði að vísu á fund- inum að það væri ekki stefna ríkis- stjórnar að taka upp EES-samning- inn, en ég tel að ef þingið hafnar þessu frumvarpi sé ríkisstjórninni varla stætt á öðru. Það er mitt mat,“ segir Einar að lokum. mhj@mbl.is Vilja endurskoða EES-samninginn  Áskorun frá félagasamtökum bænda Einar Freyr Elínarson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Deilur húseiganda í Hveragerði og eiganda heimilisgróðurhúss sem stendur á baklóð hans hafa valdið því að Hveragerðisbær hefur ekki treyst sér til að láta rífa gróðurhúsið og hús- kofa sem stendur við það þrátt fyrir að húsin séu í niðurníðslu. Nú hafa eigendur húsa í næsta nágrenni ítrek- að kvörtun sína um að eitthvað verði gert í málinu en þeir segja að slysa- hætta og óþrifnaður stafi af gróður- húsinu og húskofanum. Nágrannarnir krefjast þess að Hveragerðisbær og Heilbrigðiseftir- lit Suðurlands fari eftir eigin lögum og reglugerðum um viðhald húsa og lóða í Hveragerði. Í bréfi þeirra kem- ur fram að þeir eru orðnir langþreytt- ir á ástandi þessara niðurníddu eigna, sem þeir segja að séu slysagildra fyrir börn og dýr. Þá stafi mikill óþrifnaður af þeim, drasl hafi fokið úr húsunum í mörg ár ásamt þak- og veggjaplötum og inn á lóðir og á hús þeirra. Villi- kettir hafi haft aðsetur í umræddum húsum. Þá eru ótalin áhrif eigna í þessu ástandi á útlit gatna, ímynd bæjarins og verðgildi nærliggjandi eigna. Bæjarráð Hveragerðis bókaði, þegar erindið var lagt fram, að það hefði skilning á því að langlundargeð nágranna væri á þrotum en ljóst væri að flókið eignarhald hefði staðið úr- bótum fyrir þrifum. Bæjarráð fól byggingar- og mannvirkjafulltrúa að ræða við Heilbrigðiseftirlit Suður- lands um mögulegar leiðir til úrbóta. Enn fyrir dómstólum Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að málið hafi áður komið til kasta bæjaryfirvalda. Þá hafi bærinn krafið eigendur um- ræddra eigna um úrbætur. Þeir hafi ekki orðið við þeim en bærinn hafi ekki treyst sér til að láta rífa húsin á sína ábyrgð þar sem deilur eigenda húsanna hafi verið fyrir dómstólum og bærinn átt á hættu að fá bótakröf- ur og lenda í málaferlum. Telur hún að málið sé enn fyrir dómstólum. Aldís segir að þegar einbýlishúsið fór á nauðungaruppboð fyrir mörgum árum hafi gróðurhúsið verið selt sér án þess að gengið hafi verið frá skiptayfirlýsingu eða stofnuð sérstök lóð fyrir það. Telur hún að þar hafi sýslumaður gert mistök sem séu grunnurinn að þessum vandamálum. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur ekki hafið aðgerðir vegna málsins í Hveragerði. Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að heil- brigðiseftirlitið hafi heimild til að láta taka til á lóðum á kostnað lóðarhafa. Fyrst þurfi að krefjast þess að lóðar- hafi geri það sjálfur og síðan ítreka það með lokafresti. Það taki sinn tíma. Undirbúa hreinsunarátak Sigrún segir að ekki hafi oft reynt á þessa heimild. Nú er heilbrigðiseftir- litið að undirbúa mikið hreinsunarátak um allt Suðurland. Fulltrúar sveitar- félaganna samþykktu það á síðasta að- alfundi eftirlitsins og segir Sigrún að verið sé að undirbúa ráðningu starfs- manns til að vinna að verkefninu. Full þörf sé á hreinsun. Hún leggur áherslu á að fyrst verði eigendum gef- inn kostur á að hreinsa sjálfir. Geta ekki fjarlægt niðurnídd hús Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómstrandi bær Hveragerði er snyrtilegur bær en þar eru þó ýmis vandamál, ekki síst vegna gróðurhúsa og annars atvinnuhúsnæðis.  Deilur eigenda einbýlishúss og gróðurhúss á sömu lóð í Hveragerði valda því að Hveragerðisbær treystir sér ekki til að hreinsa  Nágrannar kvarta undir hættum og óþrifnaði vegna niðurníddra húsa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.