Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Með gildistöku nýrra laga um raf-
rettur og rafrettuvökva verður ekki
bannað að blanda rafrettuvökva með
nikótíni til eigin nota, eins og skilja
mátti af fyrirsögn fréttar í Morgun-
blaðinu í gær. Eins og kom fram í
fréttinni má hins vegar ekki blanda
slíkan vökva til markaðssetningar og
sölu nema varan hafi áður verið til-
kynnt til Neytendastofu og skráð í
sameiginlega aðgangsgátt EES-
ríkjanna. Það á bæði við um einstak-
linga og fyrirtæki sem blanda raf-
rettuvökva með nikótíni til sölu.
Getur flokkast sem eiturefni
Umhverfisstofnun (UST) hefur
eftirlit með því að reglugerð um
flokkun og merkingu hættulegra
efna og efnablandna sé framfylgt.
Nikótín yfir ákveðnum styrk flokk-
ast sem eiturefni og er merkt sem
slíkt, það er með hauskúpumerki.
Björn Gunnlaugsson, teymisstjóri á
sviði efna, eftirlits og veiðistjórnunar
hjá UST, sagði að neysluskammtar
mættu að hámarki vera 20 mg/ml
sem er um 2% styrkur. Rafrettu-
vökvi sem inniheldur nikótín af þeim
styrk flokkast ekki sem eiturefni.
Björn sagði að finna mætti nikótín-
vökva í erlendum netverslunum með
allt að 98% styrk og það væri klár-
lega eiturefni og merkt sem slíkt. Ef
slíkur vökvi er notaður í atvinnu-
skyni, t.d. til framleiðslu á neyslu-
skömmtum af rafrettuvökva, þarf
eiturefnaleyfi frá Vinnueftirlitinu
fyrir þann sem starfar við það og síð-
an að skrá vöruna hjá Neytenda-
stofu.
Björn sagði að miðað við núgild-
andi lög og reglugerðir væri ekkert
sem bannaði einstaklingi að blanda
sér rafrettuvökva með nikótíni til
eigin nota. En um leið og slíkur vökvi
væri markaðssettur þyrfti að skrá
hverja einustu gerð blöndu, bæði
hvað varðar bragð og nikótínstyrk,
hjá Neytendastofu.
Björn benti á að nikótín væri fíkni-
efni og eiturefni væri það yfir
ákveðnum styrkleikamörkum. Ef til
vill þyrfti að skoða betur reglur um
innflutning og notkun einstaklinga á
efninu í ljósi þess hve eitrað það
væri.
Bragðefni og búnaður
Netverslunin cloudhouse.is er á
meðal þeirra sem selja vörur og bún-
að til að blanda eigin rafrettuvökva.
Á heimasíðunni kemur fram að fyrir-
tækið hafi ekki leyfi, samkvæmt nú-
gildandi lögum, til að selja nikótín.
Hins vegar er bent þar á að einstak-
lingar megi á 100 daga fresti flytja
inn allt að 100 ml af nikótínvökva að
styrk allt að 36 mg/ml svo fremi sem
varan sé pöntuð frá EES-landi. Auk
þess er bent á hóp á Facebook þar
sem nikótín mun vera selt á milli
manna.
Morgunblaðið/Hari
Í skýjunum Notkun á rafrettum er orðin mjög útbreidd. Margir nota tækin í
stað þess að reykja tóbak. Ný lög um rafrettur og áfyllingar breyta ýmsu.
Leyft að blanda
til eigin nota
Lög um rafrettur
» Lög um rafrettur og áfyll-
ingar fyrir rafrettur taka gildi
föstudaginn 1. mars.
» Tilkynna þarf rafrettur og
áfyllingar til Neytendastofu
áður en þær eru markaðs-
settar hér.
Skrá þarf rafrettuvöur sem á að selja
Starfsmenn Bjössa ehf. hafa unnið baki brotnu í hlý-
indunum undanfarið við jarðvegsskipti á Víkingsvell-
inum í Víkinni í Fossvogi. Samkvæmt samkomulagi
Víkings og Reykjavíkurborgar verður gervigras lagt
á keppnisvöll félagsins með tilheyrandi lýsingu, hita-
lögnum, vökvunarbúnaði og girðingum.
Ekki eru nema tveir mánuðir þar til Íslandsmótið í
knattspyrnu hefst og leika Víkingar fyrstu heimaleiki
sína í Pepsi-deild karla á velli Þróttar í Laugardal
gegn FH, Stjörnunni og KR. Þann 14. júní er hins veg-
ar komið að heimaleik í Víkinni þegar Fossvogsliðin
Víkingur og HK eiga að mætast á gervigrasinu. Lið
HK-Víkings í efstu deild kvenna byrjar Íslandsmótið
hins vegar í Kórnum. aij@mbl.is
Boltinn á að rúlla á
gervigrasi í Víkinni
TAKTU ÍSINNMEÐ TRUKKI
Fallegar tækifærisgjafir
U
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050