Morgunblaðið - 27.02.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 bréfi frá Seðlabankanum vegna þessara sinnaskipta bankans. Í tilkynningunni sagði bankinn sömuleiðis að ríkissaksóknari hefði með tilvitnuðu bréfi tekið af allan vafa um að refsiheimild bankans hefði ekki verið til staðar á sínum tíma. Í fyrrnefndu bréfi ríkissaksókn- ara frá 19. febrúar síðastliðnum er hins vegar ítrekað að þessi af- staða embættisins hafi legið fyrir frá árinu 2014, annars vegar í af- stöðubréfum embættisins frá 20. maí það ár og hins vegar máli frá 31. ágúst sama ár. Segir í fremur stuttaralegu svarinu að „Ríkis- saksóknari telur ekki þörf á að rekja það frekar“, og vísar þar til þeirrar afstöðu sem Seðlabankinn taldi nauðsynlegt að kalla fram með bréfaskriftunum nú í febrúar. Misræmi í frásögn Morgunblaðið/Ómar Eftirlit Seðlabankinn hafði ekki þær refsiheimildir sem haldið var fram.  Seðlabanki segir ríkissaksóknara hafa tekið af öll tvímæli í liðinni viku um refsiheimildir  Saksóknari segir 2014 Umsvif eftirlits » Í málaskrá gjaldeyriseftirlits Seðlabankans voru um áramót skráð 537 mál. » Af þeim hafði rannsókn ver- ið hætt eða mál felld niður í 315 tilvikum. » 113 mál voru kærð. » Á árunum 2012-2018 lagði eftirlitið á sektir eða innheimti sáttagreiðslur að fjárhæð 204,3 milljónir króna. » Af þeirri fjárhæð hefur bankinn þurft að endurgreiða 114,2 milljónir. » Nú bætast 40 milljónir við þær endurgreiðslur. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í bréfi sem Sigríður J. Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari sendi Seðlabanka Íslands þann 19. febr- úar síðastliðinn ítrekar embættið þá skoðun sína að reglur Seðla- banka Íslands um gjaldeyrishöft, sem í gildi voru fram að gildis- töku laga nr. 127 frá 2011 hafi ekki talist gild refsiheimild. Með bréfinu var embættið að bregðast við tveimur spurningum frá Seðlabanka Íslands sem lagðar voru fram í kjölfar þess að Um- boðsmaður Alþingis skilaði áliti í máli er varðaði kvörtun Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, vegna framgöngu gjaldeyriseftirlits bankans. Morgunblaðið hefur bréf embætt- isins til Seðlabankans undir hönd- um. Ríkissaksóknari hafði lýst afstöðu sinni um mitt ár 2014 „Hvað fyrri spurninguna varðar skal tekið fram að í sjö afstöðu- bréfum ríkissaksóknara frá 20. maí 2014 kom skýrt fram það mat ríkissaksóknara að reglur Seðla- banka Íslands gátu ekki talist gild refsiheimild fyrr en eftir gildis- töku laga nr. 127/2011.“ Í tilkynn- ingu sem Seðlabankinn sendi frá sér í fyrradag og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær, var tilkynnt að bankinn hefði óskað eftir því við ríkissjóð að allar sektir og sáttagreiðslur sem einstaklingar og lögaðilar höfðu reitt af hendi vegna ákvarðana bankans, og byggðust á fyrrnefndri reglusetn- ingu, yrðu endurgreiddar. Þar var um að ræða 18 mál og 40 milljónir króna. Munu þeir aðilar sem greitt höfðu sektirnar og sátta- greiðslurnar í ríkissjóð eiga von á 27. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.15 119.71 119.43 Sterlingspund 155.74 156.5 156.12 Kanadadalur 90.73 91.27 91.0 Dönsk króna 18.133 18.239 18.186 Norsk króna 13.894 13.976 13.935 Sænsk króna 12.796 12.87 12.833 Svissn. franki 119.26 119.92 119.59 Japanskt jen 1.0754 1.0816 1.0785 SDR 165.98 166.96 166.47 Evra 135.32 136.08 135.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.641 Hrávöruverð Gull 1329.15 ($/únsa) Ál 1890.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.97 ($/fatið) Brent Hagnaður fjarskiptafélagsins Sím- ans á árinu 2018 nam 282 milljónum króna samanborið við 3.076 milljónir króna árið 2017. Í tilkynningu frá Símanum segir að lækkun á hagnaði skýrist af gjaldfærslu á viðskiptavild hjá Mílu upp á 2.990 milljónir króna. Einnig segir að ef ekki hefði komið til gjaldfærslu á viðskiptavild hefði hagnaður aukist um tæpar 200 millj- ónir króna milli ára. EBITDA félagsins nam 8.752 milljónum og jókst um 145 milljónir milli ára. EBITDA-hlutfallið reynd- ist 30,7%. Eignir Símans námu í lok ársins rúmlega 58,8 milljörðum króna en það er þriggja prósenta lækkun frá árinu á undan þegar eignir námu 60,6 milljörðum. Eigið fé Símans nemur 35,2 milljörðum króna en nam í lok árs 2017 36,3 milljörðum. Eigin- fjárhlutfall félagsins var 59,8% í lok árs 2018. Orri Hauksson, forstjóri Símans segir í tilkynningunni að rekstur samstæðunnar hafi verið sterkur ár- ið 2018. Heildartekjur hafi aukist lítillega og numið rúmum 28,5 millj- örðum, en ólíkt árunum á undan hafi verið myndarlegur vöxtur í smásölu- tekjum. Helsta ástæða þess að sögn Orra er fjölgun viðskiptavina. Þá segir í tilkynningunni að sjón- varpsþjónusta Símans hafi verið í mikilli sókn árið 2018 og að við- skiptavinir með Sjónvarp Símans Premium séu nú yfir 40 þúsund. Þá hafi viðskiptavinum í farsíma fjölgað og í fyrsta skipti frá því samkeppni hófst í farsíma á Íslandi árið 1998 hafi fleiri viðskiptavinir flutt síma- númer sín til Símans frá öðrum þjón- ustuveitendum en öfugt. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Hari Vöxtur Viðskiptavinir Sjónvarps Símans eru komnir yfir 40 þúsund. Síminn hagnaðist um 282 milljónir  Milljarða viðskiptavild gjaldfærð Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Stjórn félagsins ákvað á fundi sínum í gær að leggja fram á að- alfundi þann 26. mars nk. tillögu um endurkaup á eigin hlutum sem nemi allt að 550 m.kr. að markaðsvirði, eða 35% af hagn- aði, en það er í samræmi við arð- greiðslustefnu félagsins. tobj@mbl.is Olíufélagið Skeljungur hagnaðist um tæplega 1.573 milljónir króna á síðasta ári, sem er 37,6% meiri hagnaður en árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu félags- ins til Kauphallar Íslands. Vörusala félagsins á síðasta ári nam 47,6 milljörðum og dróst saman um tæpa 8 milljarða króna. Sala jókst í öllum teg- undum eldsneytis, nema flugvéla- eldsneytis. Þannig jókst sala skipaeldsneytis sem fór úr 10,2 milljörðum í 14,7 milljarða og bensín og dísel fór úr 18,7 millj- örðum í 21,7 milljarða. Flugvéla- eldsneytið lækkaði hins vegar úr 20,8 milljörðum í 4,3 milljarða. Á sama tíma og salan dróst saman jókst framlegðin umtalsvert. Fór úr 7,2 milljörðum 2017 í 7,8 millj- arða í fyrra. Eignir félagsins námu tæplega 24,8 milljörðum í lok ársins en við lok 2017 námu eignirnar um 21 milljarði króna. Eigið fé félagsins nemur rúmum níu milljörðum króna, samanborið við 7,9 millj- arða árið á undan. Eiginfjárhlut- fall er 36,4% í árslok 2018. Þá kemur fram í tilkynningunni að EBITDA-framlegð ársins 2018 hafi verið 41,8% en hún var 36,4% árið á undan. Skeljungur hagnað- ist um 1,6 milljarða  37,6% meiri hagnaður en 2017 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Olía Skeljungur hagnaðist vel í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.