Morgunblaðið - 27.02.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 27.02.2019, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti komu til Hanoi í Víetnam í gær vegna tveggja daga fundar þeirra í borginni. Gert er ráð fyrir að leiðtogarnir ræði saman í kvöldverðar- boði í dag og að formlegar samningaviðræður þeirra fari fram á morgun. Trump kom til Hanoi með þotu forsetaembættisins en Kim ferðaðist með lest frá Norður-Kóreu um Kína, um 4.000 kílmetra leið. Hámarkshraði lestarinnar mun vera um 60 km/klst og ferðin tók hátt í þrjá sólar- hringa. Tekið var á móti einræðisherranum með heiðursverði hermanna á lestarstöð bæjarins Dong Dang, við landamærin að Kína. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi Norður-Kóreu fer til Víetnams frá því að afi einræðisherrans, Kim Il- sung, fór þangað í heimsókn árið 1964. AFP Kim Jong-un og Trump í Hanoi Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að neðri deild breska þingsins fengi tækifæri til að greiða atkvæði um hvort fresta ætti útgöngu landsins úr Evrópu- sambandinu ef deildin hafnar brexit- samningi bresku stjórnarinnar við ESB. May sagði að lokaatkvæðagreiðsla þingdeildarinnar um brexitsamning- inn ætti að fara fram 12. mars og ef hann yrði felldur færi fram atkvæða- greiðsla daginn eftir um hvort þing- deildin styddi útgöngu úr ESB án samnings. Ef deildin hafnaði brexit án samnings færi fram atkvæða- greiðsla 14. mars um hvort fresta ætti útgöngunni í „skamman og tak- markaðan“ tíma. May tók fram að hún væri enn þeirrar skoðunar að bresk stjórnvöld ættu að stefna að því að útgangan tæki gildi 29. mars. „Frestun fram yfir lok júnímánaðar fæli í sér að Bretar tækju þátt í kosn- ingum til Evrópuþingsins,“ sagði hún. „Hvaða skilaboð myndi það senda til þeirra rúmlega 17 milljóna manna sem greiddu atkvæði með út- göngu fyrir tæpum þremur árum?“ May tilkynnti ákvörðun sína eftir að sex ráðherrar og aðstoðarráð- herrar í stjórn hennar hótuðu að segja af sér ef forsætisráðherrann hafnaði ekki útgöngu án samnings 29. mars. The Mail segir að allt að fimmtán ráðherrar og aðstoðarráð- herrar séu tilbúnir að segja af sér ef brexit tekur gildi án samnings. Corbyn gaf eftir Daginn áður hafði Jeremy Corb- yn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að flokkurinn myndi styðja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um brexit ef þingdeildin hafnaði tillögu hans um að Bretland yrði áfram í tollabanda- lagi ESB eftir útgönguna. Litið var á ákvörðun Corbyns sem kúvendingu vegna þess að hann hafði verið treg- ur til að fallast á annað þjóðar- atkvæði um málið og sagt að virða bæri niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar í júní 2016 þegar út- gangan var samþykkt með 51,9% at- kvæða. Corbyn hefur alltaf verið mjög gagnrýninn á Evrópusam- bandið en andstæðingar brexit í Verkamannaflokknum höfðu lagt fast að honum að samþykkja annað þjóðaratkvæði. Níu þingmenn höfðu sagt sig úr flokknum, m.a. vegna stefnu Corbyns í brexitmálinu, og talið er að hann hafi séð sig knúinn til að samþykkja annað þjóðaratkvæði til að koma í veg fyrir að fleiri þing- menn segi sig úr flokknum. Ákvörðun Corbyns gæti orðið til þess að stuðningurinn við brexit- samninginn ykist meðal þingmanna Íhaldsflokksins sem eru hlynntir út- göngu úr ESB og andvígir því að málið verði borðið aftur undir þjóðaratkvæði. Segir þingið geta frestað útgöngunni  May ljær nú máls á atkvæðagreiðslu um að fresta útgöngu Bretlands úr ESB AFP Brexit Tafarlausrar útgöngu Bret- lands úr ESB krafist í London. Reynir að vinna tíma » Stjórnmálaskýrandi BBC segir að loforð May um að þingið fái tækifæri til að hafna útgöngu úr ESB án samnings og fresta brexit sé mikil tilslök- un af hálfu forsætisráð- herrans, sem vilji vinna tíma. » Talið er að með loforðinu vilji May hindra að margir þing- menn og ráðherrar Íhalds- flokksins styðji tillögur um að útiloka útgöngu án samnings og fresta brexit í atkvæða- greiðslum sem fara fram í dag. Norski herinn hóf í gær björgun frei- gátunnar Helge Ingstad sem sökk í firði ná- lægt Björgvin eftir árekstur við olíuskip fyrir þremur mánuðum. Fjórir kranar og tveir prammar eru notaðir við björgunina sem talið er að taki nokkra daga, að sögn norska hersins. Setja á herskipið á annan prammanna, fjarlægja vopn þess og flytja það til hafn- ar þar sem kannað verður hvort hægt er að gera við það. Freigátan var á leiðinni til hafnar eftir æfingu á vegum Atl- antshafsbandalagsins þegar áreksturinn varð, líklega fyrir mistök stýrimanns. Átta sjóliðar slösuðust lítilsháttar. NOREGUR Freigátu bjargað af sjávarbotni Kranar eru notaðir við björgunina. Kviðdómur í Ástralíu hefur fundið kardinálann George Pell sekan um kynferðisbrot gegn tveimur kór- drengjum. Kardinálinn er fjármála- stjóri Páfagarðs og hæst setti embættismaður kaþólsku kirkj- unnar sem hefur verið sakfelldur fyrir barnaníð. Pell er nú 77 ára og var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi gegn piltunum í skrúðhúsi dómkirkju í Melbourne á síðasta áratug aldarinnar sem leið þegar þeir voru tólf og þrettán ára. Refsidómur verður kveðinn upp síð- ar og kardinálinn á allt að 25 ára fangelsisdóm yfir höfði sér ef áfrýj- un hans verður hafnað. Pell hefur alltaf neitað sök. Annar kórdrengjanna dó af völd- um of stórs skammts af fíkniefnum árið 2014 og fjölskylda hans rekur örlög hans til sálræna áfallsins sem hann varð fyrir vegna árásarinnar. Hitt fórnarlambið sagðist hafa fund- ið til „skammar, einmanaleika, þunglyndis og innri baráttu“ í mörg ár eftir árásina. Pell varð kard- ináli árið 2003 og Frans páfi skip- aði hann fjármálastjóra Páfagarðs 2014. Hann er íhaldssamur í sam- félagsmálum, hefur m.a. tekið harða afstöðu gegn hjónaböndum samkyn- hneigðra og látið í ljós efasemdir um að heiminum stafi hætta af loftslags- breytingum af mannavöldum. Ástr- alski blaðamaðurinn David Marr segir að Pell hafi einnig beitt sér mjög gegn getnaðarvörnum, hjóna- skilnuðum og fóstureyðingum. Hann hafi lagt mikla áherslu á skírlífi presta sem hann hafi lýst sem heil- agri skyldu, fórn í þágu Krists og sönnun fyrir ást þeirra á Guði. Sakaðir um þúsundir kynferðisbrota Rannsóknarnefnd á vegum ríkis- stjórnar Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að um 7% presta kaþ- ólsku kirkjunnar í landinu hefðu ver- ið sökuð um kynferðisbrot gegn börnum á árunum 1950 til 2010 en ásakanirnar voru ekki rannsakaðar. Yfirmenn kirkjunnar fengu ábend- ingar um 4.444 meint kynferðisbrot presta gegn börnum. Nefndin yfirheyrði Pell um barna- níð presta í biskupsdæminu Ballarat þar sem hann starfaði á áttunda og níunda áratugnum. Hann sagði þá að hann minntist þess ekki að hafa fengið upplýsingar um barnaníð presta á þessum tíma. bogi@mbl.is Skírlífispostulinn sak- felldur fyrir barnaníð George Pell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.