Morgunblaðið - 27.02.2019, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Allt frá því aðhryðjuverka-maður
sprengdi sig í loft
upp og myrti 40 ind-
verska hermenn í
indverska hluta
Kasmír um miðjan
mánuð hefur ríkt
spenna milli Ind-
lands og Pakistans. Indverjar
sögðu þegar að þeir myndu svara
fyrir sig og Narendra Modi, for-
sætisráðherra landsins, kvaðst
þegar hafa fyrirskipað hernum að
undirbúa svarið.
Það kom í gær þegar indverski
herinn gerði loftárás í Pakistan.
Reyndar fer tvennum sögum af því
hvað gerðist. Indverjar segjast
hafa varpað sprengjum á æfinga-
búðir samtakanna Jaish-e-
Mohammad, sem lýstu yfir ábyrgð
á tilræðinu fyrr í mánuðinum. Pak-
istanar segjast hafa hrakið flug-
vélar Indverja á flótta og þær hafi
látið sprengjurnar falla á undan-
haldinu.
Nú segjast Pakistanar munu
svara fyrir sig, þeir muni velja
tíma og stað.
Kasmír hefur lengi verið bitbein
milli Indlands og Pakistans og nær
deilan aftur til 1947. Indlands-
skaga var skipt eftir trúarbrögðum
í Indland og Pakistan. Kasmír gat
valið hvoru landinu það myndi til-
heyra. Staðan var hins vegar sú að
hinn konunglegi leiðtogi Kasmír
var hindúi, en íbúarnir flestir
múslimar. Hann kaus hlutleysi í
upphafi, en þegar Pakistan sendi
lið til að leggja Kasmír undir sig
bað hann Indverja um hjálp. Það
var upphafið að fyrsta stríðinu um
Kasmír og ekki það síðasta.
Kasmír varð form-
lega hluti af Indlandi
1957. Þar hefur
löngum verið ólga, en
mismikil þó. Eftir að
Modi varð forsætis-
ráðherra hefur eftir-
litið verið hert og
hefur óánægja músl-
ima farið vaxandi.
Mun stuðningur við Jaish-e-
Mohammad fara vaxandi heima
fyrir og til marks um það er að til-
ræðismaðurinn var heimamaður,
en laumaðist ekki yfir landamærin
frá Pakistan.
Samtökin Jaish-e-Mohammad
eru hins vegar með bækistöðvar í
Pakistan. Leiðtogi þeirra er
Mazood Azhar. Fyrir aldamót var
hann í fangelsi á Indlandi en var
látinn laus í skiptum fyrir gísla í
flugráni. Skömmu síðar fékk hann
að ávarpa 10 þúsund manns í Pak-
istan. Tengsl Azhars við hryðju-
verk eru mikil og eins er ljóst að
hann hefur fengið að leika meira
eða minna lausum hala óáreittur í
Pakistan rétt eins og Osama bin
Laden á sínum tíma og mætti
nefna fleiri hryðjuverkamenn til
sögunnar. Pakistönsk stjórnvöld
vísa á bug öllum staðhæfingum um
að vera á bak við hryðjuverk, en
hljómurinn er holur.
Bæði ríkin búa yfir kjarnorku-
vopnum og það boðar ekki gott
haldi deilan áfram að magnast. Í
ljósi sögunnar er ekki sjálfgefið að
Pakistanar láti af stuðningi við
hryðjuverkamenn, en það er lykil-
atriði og í þeim efnum geta Banda-
ríkjamenn og sérstaklega Kín-
verjar, sem hafa gert sér dælt við
Pakistana í valdabaráttunni við
Indverja, lagt sitt af mörkum.
Indverjar svöruðu
ódæði í Kasmír með
loftárás á Pakistan
og nú segjast Pak-
istanar ætla að
svara fyrir sig}
Kjarnorkuveldi kljást
Ö
flugt menntakerfi er forsenda
framfara og það kerfi er borið
uppi af kennurum. Grunnurinn
að öllum störfum í samfélaginu
er lagður af kennurum og því
er starf þeirra sérstaklega mikilvægt vegna
þessa. Í stjórnarsáttmálanum er boðuð
stórsókn í menntamálum og mikilvægur lið-
ur í henni er að bæta starfsumhverfi kenn-
ara og stuðla að nýliðun. Kennarafrum-
varpið, ný lög um menntun, hæfni og
ráðningu kennara og skólastjórnenda, er
leið að því markmiði en frumvarpsdrög
þess eru nú aðgengileg í Samráðsgátt
stjórnvalda.
Með kennarafrumvarpinu er ráðgert að
lögfesta ákvæði um hæfni sem kennarar
þurfa að búa yfir til samræmis við þá
ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Áhersla á hæfni er
orðin sífellt viðameiri hluti stefnumörkunar í mennta-
málum og hafa kennarar og kennaramenntunarstofn-
anir meðal annars kallað eftir slíkri áherslu. Þannig
gerir frumvarpið ráð fyrir skilyrðum um sérhæfða
hæfni til kennslu fyrir hvert skólastig í stað núgild-
andi laga þar sem inntak og umfang menntunar
kennara og skólastjórnenda er skilyrði fyrir veitingu
starfsleyfis. Að auki er tillaga um að framvegis verði
gefið út eitt leyfisbréf til kennslu hér á
landi í stað þriggja.
Með þessum breytingum eru stigin
mikilvæg skref í þá átt að tryggja betur
réttindi og starfsöryggi kennara óháð
skólastigum. Með þeim mun sveigjanleiki
aukast og þekking flæða í meira mæli á
milli skólastiga en áður. Við teljum að
frumvarpið muni stuðla að aukinni við-
urkenningu á störfum kennara og auka
faglegt sjálfstæði þeirra sem og styrkja
stöðu kennara í íslensku samfélagi og inn-
an skólakerfisins. Frumvarpið er einn liður
af mörgum í heildstæðri nálgun stjórn-
valda til að efla menntun á Íslandi. Á
morgun, fimmtudag, verða kynntar sér-
tækar aðgerðir sem snúa að því að efla
kennaranám og fjölga kennaranemum.
Mig langar að þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt
sitt af mörkum í þeirri umfangsmiklu vinnu sem býr
að baki þessum frumvarpsdrögum en undirbúningur
hefur staðið yfir frá því sl. haust. Frumvarpið var
unnið í samráði við helstu félagasamtök íslenskra
kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og
kennaramenntunarstofnanir.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Áhersla á hæfni í menntakerfinu
Höfundar er mennta- og menningarmálaráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
búist er við fleiri tölvupóstum því
slík svik komi yfirleitt yfir í hrinum.
Senda trúverðug fyrirmæli
Þessi tegund svika hefur aukist
mikið eftir að gjaldeyrishöftin voru
afnumin. Þrjótarnir nota einkum
tvær aðferðir til að undirbúa svikin,
að því er fram kom í viðtali við Há-
kon Lennart Aakerlund, netöryggis-
sérfæðing hjá Landsbankanum, í
Morgunblaðinu í nóvember en um
það leyti var Ísland í sigtinu hjá
tölvuglæpamönnum. Þeir leita á vef-
síðum fyrirtækja og félaga eftir upp-
lýsingum um forstjóra og fjár-
málastjóra, og hver annast
greiðslur, nöfnum og netföngum.
Einnig geta þeir komið fyrir óværu í
tölvum stjórnenda. Ekki þarf tækni-
kunnáttu eða að fjárfesta í dýrum
búnaði til að ná árangri, aðeins að
vera góður í því að semja svikapósta
og senda sem víðast.
Upplýsingarnar eru notaðar til
að senda gjaldkerum eða fjármála-
stjórum trúverðug fyrirmæli í nafni
háttsetts stjórnanda um greiðslur
inn á erlenda reikninga. Þetta eru
gjarnan afar óformleg tölvubréf og
þá sett með að þau séu send úr síma,
til þess að afsaka smávægilegar
villur. Oft eru netföngin höfð lík net-
fangi viðkomandi stjórnanda. Beðið
er um að þetta sé gert fljótt og
þrýstingnum haldið áfram með
ítrekunum.
Ný hrina fyrirmæla-
falsana er hafin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Netglæpir Ekki þarf dýran búnað eða sérstaka þekkingu til að stunda fyrir-
mælafalsanir, aðeins að vera duglegur að senda trúverðuga tölvupósta.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ný hrina stjórnendasvikaeða fyrirmælafalsanavirðist vera hafin. Lög-reglan á Suðurnesjum
hefur sent út viðvörun og biður fólk
um að vera á varðbergi. Sömuleiðis
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) en
tilraun var gerð til að svíkja út fjár-
muni hjá aðildarfélagi þess.
Svikin ganga út á það að glæpa-
mennirnir senda fyrirmæli í nafni
yfirmanns fyrirtækis eða félags til
starfsmanns um að millifæra til-
tekna fjárhæð inn á erlendan reikn-
ing. Ef viðkomandi lætur gabbast er
erfitt að endurheimta féð, og það er
alls ekki hægt ef einhver tími er lið-
inn frá því greiðslan var innt af
hendi.
Tókst að svíkja félög
Hrina slíkra stjórnendasvika
eða fyrirmælafalsana gekk yfir land-
ið síðastliðið haust og beindist bæði
að fyrirtækjum og frjálsum félaga-
samtökum, þar á meðal íþrótta- og
ungmennafélögum og foreldra-
félögum grunnskóla. Tókst svika-
hröppunum í einstaka tilvikum að
svíkja út háar fjárhæðir á mæli-
kvarða þessara félaga.
UMFÍ gaf af því tilefni út leið-
beiningar til aðildarfélaga sinna sem
felast ekki síst í því að minna við-
komandi starfsmann á að hringja í
yfirmann sinn þegar hann fær fyrir-
mæli um að millifæra fjármuni á er-
lenda reikninga og spyrja hvort
hann hafi örugglega sent póstinn.
Lögreglan á Suðurnesjum biður fólk
um að grandskoða tölvupóstana því
þótt þeir séu alla jafna innihaldslitlir
megi oft sjá málfarsvillur í þeim.
Á undanförnum dögum hafa
nokkur þannig mál komið inn á borð
lögreglunnar á Suðurnesjum. Einn
af svikapóstunum, sem nú er í gangi,
gengur út á það að gefa starfsmanni
ungmennafélags fyrirmæli um að
millifæra rúmlega 28 þúsund evrur
sem svara til um 3,8 milljóna kr. inn
á reikning í spænskum banka. Kem-
ur þetta fram í frétt á vef UMFÍ.
Engu virtist skipta þótt viðtakand-
inn hefði svarað fyrstu beiðni í tölvu-
pósti, hann fékk ítrekun á íslensku,
skrifaða með íslenskum stöfum.
Samkvæmt upplýsingum frá
UMFÍ er þetta eina tilvikið sem vit-
að er um innan raða þess núna en
Hagnaður netþrjóta í heiminum
á síðasta ári er áætlaður jafn-
virði 190.000 milljarða króna. Í
ár þykir líklegt að hagnaður af
netglæpum verði í fyrsta sinn
meiri en hagnaður af fram-
leiðslu ólöglegra fíkniefna. Kom
þetta fram í viðtali Morgun-
blaðsins við Hermann Þ.
Snorrason, sérfræðing hjá
Landsbankanum, í síðasta mán-
uði. Áætlanirnar voru kynntar á
ársþingi öryggisfyrirtækisins
RSA.
Engar upplýsingar liggja fyrir
um umfang slíkra svika á Ís-
landi, hvorki hjá lögreglu né
fjármálafyrirtækjum, en fram
hefur komið að þau skipta
örugglega hundruðum milljóna.
Sú mikla fjölgun tilrauna til
netsvika sem orðið hefur sýnir
að glæpamennirnir telja eftir
miklu að slægjast hér.
Netglæpir
taka fram úr
fíkniefnum
MIKILL HAGNAÐUR
Í fréttum gær-dagsins birtist
algjörlega ein-
stæður áfellis-
dómur Bankaráðs
SÍ yfir yfirstjórn
bankans. Í fréttinni
segir:
„Seðlabanka Ís-
lands tókst ekki að
sýna fram á nauð-
syn þess að leggja stjórnvalds-
sekt á Samherja með vísan til
ákvarðana í sambærilegum mál-
um. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í greinargerð
bankaráðs Seðlabankans vegna
dóms Hæstaréttar í máli Sam-
herja gegn Seðlabankanum.
Þá telur bankaráð að ekki
verði hjá því komist að ráðast í
heildarendurskoðun á allri
stjórnsýslu Seðlabanka Íslands,
meðferð mála innan hans og því
með hvaða hætti bankinn hefur
á umliðnum árum farið með það
opinbera vald sem honum hefur
verið falið lögum samkvæmt,
einkum við gjaldeyriseftirlit.
Greinargerðin var gerð opin-
ber í dag en Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra óskaði
eftir henni í nóvember, fjórum
dögum eftir að Hæstiréttur
felldi niður fimmtán
milljóna króna sekt
sem Seðlabankinn
lagði á Samherja
vegna gjaldeyris-
lagabrota. For-
sætisráðherra ósk-
aði sérstaklega
eftir skýringum á
því hvers vegna
bankinn tók málið
upp á ný eftir að héraðs-
saksóknari endursendi bank-
anum erindið í annað sinn.
Í greinargerðinni segir að
þær skýringar sem Seðlabank-
inn hefur gefið á því hvaða
ástæður eða sjónarmið lágu að
baki þeirri ákvörðun bankans að
endurupptaka mál Samherja 30.
mars 2016 og leggja á hann
stjórnvaldssekt í framhaldinu
standist ekki.
Að mati höfunda greinar-
gerðarinnar hlýtur Alþingi, í
ljósi þeirra lýsinga sem koma
fram í áliti umboðsmanns Al-
þingis á samskiptum hans við
Seðlabankann, sem fjallað er
um í greinargerðinni, að taka
framgöngu yfirstjórnar bankans
í samskiptum sínum við um-
boðsmann til sérstakrar um-
fjöllunar og skoðunar.“
Fáránlegt er að aug-
lýsa stöðu banka-
stjóra SÍ þegar
endurmeta þarf
stjórnskipun hans
og sameina hann og
Fjármálaeftirlit.}
Þungur áfellisdómur