Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 20

Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 ROYAL KARAMELLUBÚÐINGUR ... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS A�taf góður! Reykjavíkurborg ætti að innleiða bif- reiðastæðaklukkur í þar til gerð merkt stæði í miðbæ Reykjavíkur og ná- grenni hans. Bifreiða- stæðaklukkur, eða framrúðuskífa eins og þetta er oft kallað, gætu komið að gagni ekki einungis í mið- bænum heldur líka nálægt Háskólanum og víðar. Fram- rúðuskífan er notuð mjög víða á megin- landinu, einmitt í borgum á stærð við Reykjavík. Fram- rúðuskífa hentar sér- lega vel, ekki ein- ungis fyrir borgir af þessari stærðargráðu heldur einnig á svip- aðri breiddargráðu og Reykjavík. Misjafnt yrði eftir stæðum hversu lengi mætti leggja, allt frá einni upp í tvær klukku- stundir eftir því hversu nálægt miðbænum stæðið er. Leyfilegur tími er tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en heimilt er, klukka rangt stillt eða engin klukka sjáanleg í framrúðu er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá. Framrúðuskífa sem hér um ræðir kæmi í stað gjaldmæla. Eins og flestir vita er þetta fyrirkomu- lag á Akureyri og hefur reynst vel. Um það ríkir almenn ánægja. Hægt er að hafa þann tíma sem fólk leggur frítt breytilegan eftir staðsetningu. Reynslan á Akureyri hefur jafnframt verið sú að tekjur bílastæðasjóðs bæjarins hafa auk- ist samfara þessu fyrirkomulagi. Sé farið fram yfir tímann hefst gjaldtaka. Með þessu fyrirkomu- lagi nýtast stæðin betur og leiða má sterkar líkur að því að verslun í miðbænum muni taka fjörkipp, verði þessu kerfi komið á. Því mið- ur eru fjölmargar verslanir að leggja upp laupana á Laugavegi og Skólavörðustíg. Verslunar- og þjónustufyrirtæki sem eiga sér áratugalanga sögu eru mikilvægur þáttur í menningu borgarinnar. Margir kaupmenn á Laugavegi eru veru- lega uggandi yfir sam- drætti sem orðið hefur í verslun á þessu svæði. Hinn almenni borgari er farinn að leita frekar annað, svo sem í Kringluna og Smáralind vegna bæði slæms aðgengis að miðborginni og einnig hárra bílastæðagjalda. Verið er að loka mörgum verslunum við Laugaveg og flytja þær annað. Ef fram heldur sem horfir munu einungis minja- gripaverslanir standa við Laugaveginn og Skólavörðustíg. Aðrir möguleikar Það er löngu tíma- bært að skoða til hlít- ar möguleika á að taka upp bifreiða- stæðaklukkur mið- svæðis í Reykjavík í stað gjaldmæla. Skor- að er á borgaryfirvöld að koma á samstarfs- hópi borgarinnar og hagsmunaaðila í miðborginni sem myndu kynna sér betur kosti þessa kerfis með það fyrir augum að innleiða það. Með þessu fyrir- komulagi eykst sparnaður umtals- vert við gjaldmælakostnað og við- hald á þeim. Með tilkomu nýrra gjaldmæla hefur bifreiðaeigendum eða leigjendum bifreiða reynst auðvelt að taka stæði í gíslingu dögum saman án þess að hægt verði að beita sektarákvæðum. Það hefur borið við að á bifreiða- stæðum fyrir framan hótel við Laugaveginn hafi bifreið staðið í sama stæðinu dögum saman, lík- lega meðan leigjandi/eigandi bifreiðarinnar hefur brugðið sér í nokkurra daga ferð út fyrir borg- ina. Þetta þarf að hindra að geti gerst og besta leiðin til þess er að taka upp bifreiðastæðaklukku. Hagkvæmni hennar er ótvíræð. Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram í Skipulags- og samgönguráði tillögu um að tekn- ar verði upp bifreiðastæðaklukkur í miðborg Reykjavíkur. Innleiðum bifreiða- stæðaklukkur í mið- borg Reykjavíkur Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Kolbrún Baldursdóttir » Verið er að loka mörg- um verslunum við Laugaveg og flytja þær ann- að. Ef fram heldur sem horfir munu ein- ungis minja- gripaverslanir standa við Laugaveginn. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Varla er hægt að fletta blaði eða opna sjónvarp eða útvarp í dag án þess að þurfa að hlusta á fréttir af veggjaldamálum og mikið talað um slit á vegum og mikilli um- ferð ferðamanna yfir- leitt kennt um. Af hverju er ekki minnst á stærsta skað- valdinn á vegunum okkar? Jú, líklega vegna þess að það hangir of mikið á spýtunni og þar liggja miklir hags- munir í útflutningi okkar á fisk- afurðum. Við reynum og þurfum að koma af- urðum okkar sem fyrst á markaði okkar erlendis en er ekki einhvers- staðar skakkt gefið? Þessum þunga- flutningi er hleypt inn á vegina að því er virðist ótakmarkað og það vita allir sem eitthvað vilja vita um þau mál að stór hluti af vegakerfi okkar er alls ekki hannaður eða byggður fyrir þessa þungu bíla sem aka dag- lega um vegina og slíta þeim ótæpilega. Svo er látið líta svo út að þetta sé af völdum umferðar frá ferðamanninum og umferð einkabíla um landið kennt um. Það mætti kannski benda áhugamönnum um þessi mál á að kynna sér vel hvað þessir þungu bílar slíta vegunum óhemju mikið meira en vanalegir fjölskyldu- bílar landsmanna. Það er ekkert út í hött að þjóðir víðsvegar um heiminn nota frekar vatnaleiðir, járnbrautir og yfirleitt aðrar aðferðir en að beina þunga- flutningum sínum á vegi sem oft á tíð- um eru aðeins byggðir fyrir létta um- ferð almennings. Það er kannski aðferð til að sætta almenning við auknar álögur í veg- gjöldum? Væri ekki ráð að skoða að- eins hvernig þetta var gert hér áður fyrr, þ.e. hvort ekki mætti nota sjó- leiðina. Úti í hinum stóra heimi er vatnið notað til að flytja þungavöru milli staða, þ.e. skip og prammar fara þvers og kruss um alla Evrópu sem og um allan heiminn þar sem ár og vötn eru notuð til flutninga á flestri þungavöru sem flutt er hingað og þangað um heiminn en við Íslend- ingar sem höfum sjó allt í kringum landið okkar við þurfum ekkert að vera að spá í slíkt, við bara setjum þungaflutningana á vegina okkar og finnum svo leið til að reyna að sætta almenning við óskapnaðinn og borga slit veganna. Af hverju ekki að koma á laggirnar strandflutningakerfi eitt- hvað í líkingu við það sem tíðkaðist hér áður fyrr. Það þarf sjálfsagt gott og mikið skipulag en við eigum mikið af vel menntuðu fólki til að taka til hendinni. Kannski er þörf á algjörri byltingu í flutningamálum okkar, alla vega dug- ir ekki að búa til vegi sem gert er ráð fyrir að þoli umferð léttra bíla en skella svo þungaflutningum á þá eins og það sé bara sjálfsagður hlutur og svo þegar allt er orðið gatslitið þá á bara að finna leið til að láta almenning í landinu borga brúsann! Væri ekki meiri reisn yfir því að fá vel valinn hóp sérfræðinga til að fara vandlega yfir málin og leita leiða til að koma okkar góðu afurðum fljótt og skil- merkilega til markaða sinna á þann máta að ekki þurfi að plata almenning í landinu til að borga brúsann? Því í ósköpunum er ekki reynt að skoða það hvort hægt væri einhvern veginn að nýta sjóinn til flutninga á afurðum okkar. Hugsanlega mætti gera þetta með sérhönnuðum litlum skipum sem væru sérlega fljót í för- um og gætu skilað vörunni fljótt og örugglega sem næst þeirri flughöfn sem best hentaði á hverjum tíma. Vissulega gætu komið upp tilvik sem krefðust þess að varan væri flutt landleiðina, en það væri væntanlega aðeins í undantekningatilfellum þannig að ekki þurfi að koma til auk- inna veggjalda fyrir almenning í land- inu. Skora ég hér með á ráðherra þess- ara mála að taka veggjaldamálin til alvarlegrar endurskoðunar og virki- lega að kynna sér hve gríðarlega miklu meira slit verður á vegunum við þessa þungu umferð sem sett er á vegina okkar að því er virðist hugs- unarlaust. Og kannski hugsunarlaust af þeim sem helst ættu að vita hvað þetta fer svakalega með vegina okkar. Eftir Hjálmar Magnússon »Ekki dugar að búa til vegi sem gert er ráð fyrir að þoli umferð léttra bíla en skella svo þungaflutningum á þá og svo þegar allt er orð- ið gatslitið þá á bara að finna leið til að láta al- menning í landinu borga brúsann. Hjálmar Magnússon Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. borgarvirki@simnet.is Veggjöld og hverjir slíta vegunum? Frábær er sú forna hefð Ríkisútvarpsins að útvarpa lestri Passíusálma Hallgríms Péturssonar fimmtíu sinnum fram að páskum. Lesturinn hófst að þessu sinni miðvikudaginn 20. febrúar og Pétur Gunnarsson rithöf- undur les af mikilli næmni og list. Hefð er fyrir því að helstu andans menn þjóðarinnar lesi sálmana í útvarpið, nægir að nefna Jón Helgason, Halldór Laxness og Sverri Kristjánsson auk annarra frábærra túlkenda. Rödd flytjand- ans þarf auðvitað að hæfa efninu, en framsögn og hrynjandi í flutningi sálmanna skiptir ekki minna máli. Ég hef oft furðað mig á eltingaleik sumra lesenda við atkvæði og hrynj- andi eins og við þekkj- um nú, en voru greini- lega önnur þá. Ég hef notið þessara lestra í útvarpinu eins lengi og ég man og meira að segja lengur. Hið síðara er ekki síst vegna síendurtekins flutnings bestu manna á sálmunum. Sennilega er það í sparnaðarskyni, en gengur í þverhögg við tilgang Ríkisútvarpsins. Ég geri þá kröfu til út- varpsins að það fái á hverju ári hina færustu menn til að lesa Passíusálm- ana og varðveiti lesturinn. Lestur Péturs Gunnarssonar er í þessum anda. Hann lýkur hverjum lestri með ameni, en það er ekki al- gengt. Síðast man eg eftir kommún- istanum Sverri Kristjánssyni sem alltaf endaði á ameni, en eflaust hafa aðrir haft þann sið þótt eg hafi ekki tekið eftir því. Fáum Gerði Kristnýju, Kristínu Ómarsdóttur, Einar Kárason, Þór- arin Eldjárn, Davíð Oddsson, Ólaf Gunnarsson, og fleiri til að lesa Passíusálmana og hvetjum til túlk- unar nútímahöfunda á íslenskri klassík sem annars varðveitist ekki nema á bók. Ég hef þann fyrirvara á að kannski hafa sumir ofannefndra þegar lesið sálmana í Ríkisútvarp- inu. Eftir Hafliða Pétur Gíslason » Frábær er sú fornahefð Ríkisútvarpsins að útvarpa lestri Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar. Fáum unga andans menn til að lesa sálmana í útvarpið. Hafliði Pétur Gíslason Höfundur er prófessor. haflidi@hi.is Lestur Passíusálma í útvarpinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.