Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Með innblæstri frá birtunni í Provence, skapaði L’OCCITANE hið nýja Immortelle Reset sem býr yfir kröftugri blöndu náttúrulegra innihaldsefna. Gullin hylki sem búa yfir kröftum Immortelle ilmkjarnaolíunnar, fljóta í einstöku serumi úr kryddmæru sem hjálpar húð þinni að endurnýja sig eftir erilsaman dag. Sýnilegan mun má sjá á húðinni sem virðist ÚTHVÍLD og FERSK. loccitane.com ÚTHVÍLD OG ENDURNÆRÐ VAKNAÐU MEÐ FERSKA OG GEISLANDI HÚÐ #HelloGoldMorning Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Í umræðunni um fiskeldi á Íslandi er mikið talað um nei- kvæð áhrif sem hljót- ast af því að eldisfiskur sleppur og gengur upp í laxveiðiár. Þessi um- ræða endurspeglast í áhættumati Hafrann- sóknarstofnunar1). Sumir kjósa að taka mun dýpra í árinni og fullyrða að ef eldisfiskur sleppi séu endalok íslenska laxins handan við hornið. Þrátt fyrir að ekki liggi nein- ar beinar niðurstöður til grundvallar slíkri túlkun ber þó auðvitað að fara varlega. Á þetta bendir hinn þekkti vísindamaður Kevin Glover í sam- skiptum við Hafró í janúar síðast- liðnum og sem fram kemur í svari deildarstjóra Hafró við fyrirspurn lektors við háskólann á Hólum. Sami höfundur heldur áfram og bendir réttilega á að verndun líffræðilegs fjölbreytileika sé mikilvæg og að hann beri að varðveita2). Þetta er lykilatriði. Verndun líffræðilegs fjöl- breytileika byggist á að ekki verði neinar erfðabreytingar af manna völdum. Í umræðunni um slysasleppingar er talað um að eldislax gangi í lax- veiðiár, æxlist við lax sem fyrir er í ánni og niðurstaðan verði laxar – blendingar eldislaxa og villtra laxa – sem séu ekki aðlagaðir viðkomandi á. Athyglisvert er að þrátt fyrir að fiskarnir séu ekki aðlagaðir ánni er gert ráð fyrir því að þeir hrygni, seiðin komist vel af og svo haldi þetta áfram þangað til afkomendur þessara laxa, verði í meirihluta; hafi tekið yfir ána og ekkert blasi við nema hrun náttúrulega laxastofns- ins. Á sama tíma er stunduð umfangs- mikil fiskirækt í íslenskum lax- veiðiám. Villtur lax er valinn nær eingöngu út frá stærð, honum safn- að, hrogn kreist út, frjóvguð og seið- in alin í eldisstöðvum. Seiðunum er svo sleppt sem gönguseiðum í ána til að auka fiskigengd. Markmið veiðirétthafa með slepp- ingum á ræktuðum seiðum er að rækta upp ár, það er að fjölga ein- staklingunum sem ganga í árnar og gera þannig árnar arðbærari fyrir þá sem þær eiga eða leigja. Ræktun á laxám og verndun þeirra er ekki það sama. Ræktun fylgja hættur, ekki einungis breyt- ingar á erfðamengi villta laxins, heldur einnig bein neikvæð áhrif á lífssögu laxins og möguleikum hans á að koma upp afkvæmum. Á þetta hefur verið bent í fjölmörgum vís- indagreinum og ber að taka alvar- lega3). Ef að markmiðum veiðirétthafa er náð og fleiri laxar ganga upp í á til hrygningar eykst þéttnin. Það hefur í för með sér aukna samkeppni um hrygningarsvæði og jafnframt hættu á að svæði, sem búið er að hrygna í, sé raskað. Þetta leiðir af sér að hrognafjöld- inn eftir klak er mun meiri en ef ein- ungis væri sjálfbær stofn í ánni. Eitthvað af hrognunum væri líkleg- ast á óviðunandi klaksvæðum og klektist ekki, en samt mætti búast við mun meira klaki en væri við sjálfbærar aðstæður. Nýklakin seiði þurfa að éta og mikil þéttni þýðir mikil samkeppni um fæðu sem getur auðveldlega leitt til fæðuskorts með hlutfallslega meiri afföllum en væru við eðlilegar aðstæður. Núverandi aðferðir við fiskirækt í íslenskum laxveiðiám eru því mark- visst að draga úr náttúrulegri fjöl- breytni í ánum – minnka genafjöl- breytni í laxastofnum og breyta vistkerfum. Þetta er því dæmi um landbúnað sem kallast fiskirækt en ekki verndun náttúrulegs stofns. Þetta er verulegt áhyggjuefni, ekki síst í ljósi mikillar aukningar í sleppingum seiða í ár á Íslandi 4,5). Hér er því í raun og veru verið að vinna gegn náttúrulegu vali. Eina leiðin til að íslenskar laxveiðiár geti talist náttúrulegar er að í þeim sé ekki stunduð fiskirækt. Þá eru ónefndar alvarlegar afleið- ingar sem fiskirækt getur haft á lífs- skilyrði annarra íslenskra laxfiska, urriða og bleikju. Má þar nefna byggingu laxastiga og því að hleypa laxi inn á svæði þar sem einungis þessar tegundir höfðu verið áður. Framleiðslan á laxi eykst mikið, en líffræðileg fjölbreytni hrynur. Af náttúruverndarástæðum væri mikilvægt að friða eina eða fleiri ís- lenskar laxveiðiár fyrir inngripum af öllu tagi, nema hóflegri veiði. Hér væri því í raun verið að tryggja, ekki ósvipað og gert hefur verið þegar land hefur verið tekið undir þjóð- garð, að íslenska laxveiðiáin með ís- lenska laxinum fái að dafna og þroskast án inngrips okkar mann- anna. Að varðveisla líffræðilegs fjöl- breytileika í stofni íslenska laxins verði varin – hinn raunverulegi ís- lenski genabanki. Það á að vera skilyrði að fiskirækt fylgi reglum er varða umhverfismat svo tryggja megi að hverjar þær breytingar sem eiga sér stað séu aft- urkræfar – ekki ólíkt því og krafist er þegar um framkvæmdir er að ræða – hvort sem það er vegagerð eða fiskeldi á landi eða í sjó. Ekki er síst mikilvægt að upplýsingar um fiskirækt, ræktun og sleppingu seiða, séu opnar öllum almenningi. Laxinn er jú eign þjóðarinnar eins og fiskurinn í sjónum. Þetta er mikilvægt atriði í ljósi þess að landbúnaður verður seint flokkaður sem náttúruvernd. Heimildir: 1) https://www.hafogvatn.is 2) https://www.hafogvatn.is/is/ moya/news/ svor-vid-athugasemdum- er-luta-ad- ahaettumati 3) www.pnas.orgcgidoi10.1073pnas. 1037274100 4) http://www.bb.is/2019/02/storfelldar- seidasleppninga-i-laxveidar/ 5) Morgunblaðið 20. febrúar, bls. 18. Fiskirækt – náttúruvernd eða landbúnaður? Eftir Þorleif Ágústsson og Þorleif Eiríksson »Eina leiðin til að ís- lenskar laxveiðiár geti talist náttúrulegar er að í þeim sé ekki stunduð fiskirækt. Dr. Þorleifur Ágústsson Þorleifur Ágústsson er doktor í fiska- lífeðlisfræði og Þorleifur Eiríksson er doktor í dýrafræði. Dr. Þorleifur Eiríksson Íslenska þjóðin er ekki stór á mæli- kvarða heimsins, nánast eins og krækiber á tunnubotni, í þeim samanburði, en samt þurfum við að leysa úr ýmsum málum líkt og aðrar fullvalda þjóðir. Til þess þurfum við fólk til að móta stefnu og taka ákvarðanir. Við kjósum fulltrúa okk- ar til Alþingis og þar eru myndaðar ríkisstjórnir sem við ætlumst til að komi sér saman um stefnu og fram- fylgi henni. Við heimtum ekki að þar séu einhverjir „churchillar“ á ferð, sem leiði þjóðina gegnum eld og brennistein og vinni helst heims- styrjöld á hverjum degi, en við vilj- um sjá stjórnmálamenn sem hafa stefnu og hugsjónir og vilja til að koma þeim í verk. Stjórnmálamenn eiga að vera leið- andi, líka stjórnarandstaðan, ekki láta leiðast út í lýðskrum og popúl- isma. Það veit ekki á gott þegar skoðanakannanir verða skoðana- myndandi og allra verst ef pólitík- usarnir taka svo mikið mark á þeim, að þeir renni á harðahlaupum undan orðum sínum og stefnumálum við minnsta goluþyt úr þeirri átt. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Leiðtogar óskast Leiðtogar „Við viljum stjórnmálamenn sem hafa stefnu og hugsjónir.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.