Morgunblaðið - 27.02.2019, Page 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019
Illa er komið þegar
utanríkisstefna ríkis-
stjórnarinnar er í
höndum ESB og þjóð-
inni aðeins boðið upp
á eina niðursneidda
með öllu frá Brussel
eða beina leið til vítis.
Íslandi má fórna fyrir
EES-samninginn,
landbúnaður og orku-
auðlindir landsmanna
er selt í hendur erlendra aðila og
stjórnarskrárvörðu löggjafar- og
dómsvaldi lýðveldisins fargað.
Komast á hjá áliti lögfróðra manna
og afsala lýðræði og lýðveldi í
sneiðum í nafni heilagrar „frjálsr-
ar“ verslunar.
Utanríkisráðherra vill „lyfta um-
ræðu um EES-samninginn upp á
hærra plan en tíðkast hefur síðustu
misserin“. (Guðlaugur Þór Þórðar-
son, ávarp á málstofu 6. febrúar).
Það er skiljanlegt miðað við þá af-
stöðu ráðherrans, að eini valkostur-
inn við EES-samninginn er að Ís-
land gangi „í ESB með öllu því sem
aðild fylgir“. Engum „dettur í hug
að Ísland gæti upp á eigin spýtur
náð samningi við ESB um sam-
bærileg eða betri kjör en þau sem
við njótum samkvæmt EES-
samningnum“. Með þessari full-
komnu uppgjöf gagnvart ESB
dæmir utanríkisráðherrann sjálfan
sig og ríkisstjórnina úr leik. Utan-
ríkisstefna ríkisstjórnarinnar
breytir íslenskum embætt-
ismönnum í eftirlitsmenn með fljót-
virkri innleiðingu á lögum ESB í ís-
lenska stjórnsýslu. Hlutverk
ríkisstjórnarinnar verður þvert á
niðurstöðu lýðræðislegra kosninga
að tryggja hagsmuni og völd Evr-
ópusambandsins á Íslandi. EES-
samningurinn er í höndum ríkis-
stjórnarinnar eins og djásn Smja-
galls – „Allt fyrir ekkert“-
hringurinn.
Utanríkisráðherrann
telur EES-samn-
ingnum til framdráttar
að „um þriðjungur Ís-
lendinga er fæddur eft-
ir gildistöku samnings-
ins og líklegt er að stór
hluti landsmanna muni
vart eftir lífinu fyrir til-
komu EES“. Varla
voru það rök þeirra
sem fæddust eftir
valdatöku nazismans,
að þeir ættu að fylgja
Hitler að málum eða rök Reykvík-
inga fæddra eftir valdatöku gnarr-
ismans að þeir ættu að kjósa Dag
B. Eggertsson því þeir muni vart
annað. EES-samningurinn er í dag
orðinn eins og borgarstjórnar-
meirihluti Reykvíkinga: Minna en
ekkert fyrir allt.
Utanríkisráðherrann lætur eins
og ekkert hafi gerst sl. 25 ár og að
dýrðarljómi ESB skíni skærar en
áður. Guðlaugur Þór Þórðarson
virðist ekki hafa frétt neitt af þús-
und og einni kreppu ESB, sem er
svo spillt að enginn fæst til að
undirrita bókhaldið. Svindl óreiðu-
manna hefur dregið löndin í suðri í
örbirgð og fært Þýzkalandi ómæld-
an evrugróða. Seðlabanki ESB hef-
ur fulla hlöðu af verðlausum ríkis-
skuldabréfum sem sögð eru eiga að
vera bakhjarl peningaausturs í
pyngjur fjárglæframanna. Afleið-
ingarnar blasa við; atvinnu- og
eignaleysi fólks og hagvöxtur við
frostmark. Í ofanálag þvingar ESB
aðildarríkin til að flytja inn fólk frá
Afríku og Miðjarðarhafslöndum að
meðtöldum íslömskum vígamönn-
um sem leitt hefur til öldu hryðju-
verka, manndrápa og skelfingar
fyrir íbúana. Refsa á ríkjum sem
spyrna við fótum, pólitískar hand-
tökur réttlættar, lýðræðið fótum
troðið og kjósendum stökkt á flótta.
Nei verður valdboðið já og þeim
hótað fallexi sem viðra „rangar“
hugmyndir. Bretar hæddir með
boði um matarpakka – því hung-
ursneyð ríki fyrir utan dyr ESB og
útisvæðið skilgreint sem víti.
Miðað við ofangreinda þróun þarf
engan að undra að fyrrverandi
stuðningsmenn EES-samningsins
snúi við blaðinu og taki stöðu gegn
stórríkinu sbr.: „Ég hef því misst
það traust til ESB, sem ég bar – að
óreyndu – til sambandsins, þegar
við gegnum til samninga við ESB
um EES.“ (Tómas I. Olrich Mbl. 14.
feb. 2019). Eða: „Engin kvöð er skv.
EES-samningnum að innleiða
orkupakka ESB. Við höfum ekkert
með orkumarkað ESB að gera,
basta.“ (Jón Baldvin Hannibalsson,
Útvarp Saga 18. febrúar 2019). Enn
fremur: „Áhugaleysi ESB á samn-
ingnum hefur til að mynda birst í
því að í nýrri löggjöf ESB hefur
brunnið við að EES-ríkin hreinlega
gleymist … svo virðist sem emb-
ættismenn sambandsins hafi misst
áhugann á samstarfinu …“
(Skýrsla Hagfræðistofnunar, jan.
2018)
Er allt gert til að lýðræðislega
kjörnir embættismenn semji frá
sér hagsmuni þjóðarinnar, sem síð-
ar verður notað gegn Íslandi í
málaferlum fyrir erlendum dóm-
stólum. Það sæmir engum að auka
báknið á kostnað skattgreiðenda til
að innleiða lög ESB né að fela þá
staðreynd að ESB brýtur gefin lof-
orð. Leita þarf annarra leiða við
samningsbrotum mótaðilans.
Reynslan af Icesave sýnir að jafn-
vel voldugur aðili sem ESB þarf að
mæta í dómstól og standa fyrir
sínu.
Stjórnarskrá lýðveldisins er nú
sem fyrr vörnin gegn ásælni er-
lendra afla yfir þjóðinni. Leysa þarf
Stjórnarráðið úr álögum og afnema
stjórnaríhlutun ESB. Hvort heldur
er um að ræða hráan sýklainnflutn-
ing eða sölu aflátsbréfa um að Ís-
land framleiði rafmagn með kjarn-
orku og kolum, hvað þá orkupakka
sem leiðir þjóðina sem ambátt til
sölu á uppboðsmörkuðum erlendis,
þá verður að stöðva valdatöku evr-
ópska stórríkisins yfir litlu eyþjóð-
inni okkar í N-Atlantshafi.
Íslandi færi betur að fylgja vin-
um okkar Bandaríkjamönnum og
Bretum að málum og láta mikil-
mennin í Brussel lönd og leið.
„Allt fyrir ekkert“-
samningurinn
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason
»Hlutverk ríkis-
stjórnarinnar verð-
ur þvert á niðurstöðu
lýðræðislegra kosninga
að tryggja hagsmuni og
völd Evrópusambands-
ins á Íslandi.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrir-
tækjabandalags Evrópu og er
smáfyrirtækjarekandi í Svíþjóð.
2. febrúar birtist í
Morgunblaðinu grein-
in „Eyðieyjarbrand-
ari; eða hvar eru
kennileitin?“ eftir El-
ísabetu Jökulsdóttur.
Hún fjallar þar um
breytingar sem hafa
orðið á Reykjavík á
síðustu árum vegna
þess hve mjög hefur
verið byggt hvar sem
auðan blett er að finna. Mig langar
til að taka undir margt sem fram
kemur í þessari grein.
Elísabet vitnar í leigubílstjóra
sem sagði við hana „ég sé ekki
lengur Akrafjall og Skarðsheið-
ina“. Þessi orð eru ekki út í bláinn.
Falleg fjallasýn var lengi stolt
Reykvíkinga, eins og fram kemur í
viðkvæðinu „Akrafjall og Skarðs-
heiðin eins og fjólubláir draumar“ í
kvæðinu „Vorkvöld í Reykjavík“
eftir Sigurð Þórarinsson. En nú er
orðið erfitt að sjá þessi fjöll úr
miðbæ Reykjavíkur. Sérlega dap-
urleg er breytingin sem orðin er á
útsýninu ofan af Arnarhóli. Þaðan
var lengi afar fagurt útsýni, bæði
yfir miðbæ Reykjavíkur, höfnina
og ekki síst til fjallanna þriggja,
því Esjan, Skarðsheiðin og Akra-
fjall blöstu þar við. Svo var útsýn-
inu til Esjunnar spillt með því að
byggja Seðlabankahúsið. Þá var
Harpa byggð, sem er vissulega fal-
legt hús og gagnlegt, en hefur einn
galla vegna staðsetningarinnar:
Skarðsheiðin hvarf á bak við hana.
Þetta hefði nú kannski ekki gert
svo mikið til ef við hefðum fengið
að halda Akrafjalli eftir. En nú er
Akrafjall horfið líka á bak við stór
og drungaleg háhýsi og um leið út-
sýnið yfir höfnina – þ.e.a.s. að
mestu leyti, því reyndar er eftir
svolítil glufa þar sem enn má sjá
hluta af höfninni og sjónum. Ég vil
biðja valdsmenn borgarinnar bæði
nú og í framtíðinni að lofa okkur
að halda þessari glufu eftir, þessu
örlitla broti sem eftir er af útsýn-
inu fagra af Arnarhóli.
Háhýsin nýju skyggja líka á
Hörpu og er það ekki vel til fundið
að þrengja með stórum byggingum
að húsi sem fengið hefur alþjóðleg
arkitektaverðlaun. Þetta er ekki
eina dæmið um slíkt, enda segir
Elísabet í grein sinni að „öll okkar
helstu hús“ séu að „hverfa vegna
þéttingar byggðar“. Hún nefnir
þar nokkur hús, meðal annars Út-
varpshúsið, sem er að miklu leyti
horfið á bak við nýbyggingar. Mig
langar hins vegar til að nefna hús
sem ekki er minnst á í
grein Elísabetar, en er
eitt sorglegasta dæmi
seinni ára um það hve
lítið tillit er tekið til
umhverfis merkra
húsa. Þetta er Nor-
ræna húsið, sem reis í
Vatnsmýrinni árið
1968, höfundarverk
hins fræga finnska
arkitekts Alvars Aalto.
Lengi vel var húsið
eins og gimsteinn í fal-
legri umgerð, svo vel naut það sín
þarna í náttúru Vatnsmýrarinnar.
En svo fundu menn upp á þeirri
smekkleysu að reisa Hús Nátt-
úrufræðistofnunar svo að segja of-
an í Norræna húsinu, stórt hús og
órólegt í útliti svo að það truflar
mjög umhverfi Norræna hússins.
Ekki létu menn þessa eyðileggingu
nægja heldur hefur hvert stór-
hýsið eftir annað risið á bak við
Norræna húsið svo nú er orðinn
ógerningur að taka mynd af því
einu í náttúrunni, eins og áður.
(Frá sumum sjónarhornum hverf-
ur Norræna húsið hreinlega inn í
Hús Náttúrufræðistofnunar, eins
og sjá má á mynd sem ég læt
fylgja greininni.) Endalaust virð-
ast menn sjá þarna nýja bygging-
armöguleika svo ég óttast að það
endi með því að líka verði byggt
fyrir framan Norræna húsið og
það hætti alveg að sjást.
Og eitt af helstu kennileitum
miðbæjarins, Stjórnarráðshúsið, á
ekki heldur að fá að hafa rými í
kringum sig, heldur á nú að troða
húsi á bak við það. Það skal þó
segjast eins og er að í tillögunni
sem fékk 1. verðlaun í samkeppni
um það hús er reynt að taka tillit
til Stjórnarráðshússins og er sú til-
laga hátíð hjá sumum sem í keppn-
ina bárust og eru vægast sagt
hörmulegar. En hvers vegna þarf
endilega að byggja þarna? Og eru
menn alveg hættir að skilja að ef
merk hús eiga að njóta sín gengur
ekki að þrengja að þeim á alla
kanta með öðrum byggingum?
Ofþétting byggðar
Eftir Unu Margréti
Jónsdóttur
Una Margrét Jónsdóttir
»Ekki létu menn
þessa eyðileggingu
nægja heldur hefur
hvert stórhýsið eftir
annað risið á bak við
Norræna húsið.
Höfundur er dagskrárgerðar-
maður.
umeh@simnet.is
Dagana 14.-21. mars
2019 verða heimsleikar
Special Olympics
haldnir í Abu Dhabi og
Dubai og þangað
stefna 38 íslenskir
keppendur. Þau munu
taka þátt í tíu greinum,
badminton, botsía,
frjálsum íþróttum,
áhaldafimleikum, golfi,
keilu, knattspyrnu,
sundi og í fyrsta skipti
á Ísland fulltrúa í nútímafimleikum
og lyftingum kvenna. Keppendur
eru af Reykjavíkursvæðinu, Reykja-
nesi, frá Selfossi, Akureyri og Bol-
ungarvík. Tveir félagar frá Bolung-
arvík keppa í „unified“ badminton
þar sem fatlaður og ófatlaður keppa
saman í liði en „unified“ opnar á ný
tækifæri og er mjög spennandi
kostur.
Íþróttasamband fatl-
aðra vinnur nú að því
að fjármagna þátttöku
en ÍF er umsjónaraðili
starfsemi Special
Olympics á Íslandi.
Special Olympics-
samtökin stofnaði Ken-
nedy-fjölskyldan árið
1968. Markmið SOI er
að standa að íþrótta-
viðburðum fyrir fólk
með þroskahömlun eða
frávik en einnig eru sí-
fellt fleiri greinar
byggðar á keppni fatl-
aðra og ófatlaðra (Unified). Sam-
tökin hafa einnig verið mjög öflug í
baráttu fyrir því er varðar aukin
lífsgæði, menntun og heilbrigðismál.
Árið 2019 er 30 ára afmælisár
Special Olympics á Íslandi en frá
upphafsárinu 1989 hafa 500 íslensk-
ir keppendur fengið tækifæri til
þátttöku í glæsilegum heimsleikum
Special Olympics. Heitið Special
Olympics er alþjóðaheiti og má aldr-
ei þýða sem ólympíuleikar fatlaðra.
Keppnisform er gjörólíkt og kepp-
endur eru tilnefndir af aðild-
arfélögum ÍF sem eiga að taka mið
af mætingu, framförum og góðri fé-
lagslegri hegðun. Árangur er því
ekki viðmið þegar valið er á leika
Special Olympics og því eiga allir
sömu möguleika á að vera tilnefndir
en lokaval tekur mið af kvóta Ís-
lands í hverri grein.
Heimsleikarnir verða stærsti
íþróttaviðburður heims 2019. Þar
verða 7.000 keppendur frá 192 þjóð-
um að taka þátt í 24 íþróttagreinum.
Flestir þekkja heim íþróttanna sem
pýramída þar sem þeir sterkustu
sigra. Pýramídanum er snúið á hvolf
á leikum Special Olympics, enginn
veit hver fær gullið. Raðað er í jafna
úrslitariðla eftir styrkleika og marg-
ir stíga í fyrsta skipti á verðlauna-
pall. Fyrstu þrír fá verðlaunapening
og aðrir fá verðlaunaborða. Það er
því ekki árangur eða verðlaun sem
hér á að vera fréttaefnið. Það sem
er fréttnæmt er að á þessum leikum
er byggt á því sem fjallað er um í
hátíðarræðum að skipti mestu máli í
tómstunda og íþróttastarfi barna og
unglinga. Að falla í hópinn, vera
hluti af hópi, upplifa gleði og aukið
sjálfstraust, fá að njóta sín á eigin
verðleikum og vera virkur þátttak-
andi. Þarna er skapað umhverfi sem
gerir öllum kleift að blómstra og
upplifa styrkleika sína, fremur en
veikleika. Því má segja að þetta sé
„Sigurför fyrir sjálfsmyndina“.
Íslenskur lögreglumaður verður í
alþjóðlegum hópi lögreglumanna
sem hlaupa kyndilhlaup fyrir leik-
ana og bera eldinn á opnunarhátíð-
ina.
Um 90 aðstandendur munu fylgj-
ast með leikunum en þeirra hlut-
verk er þó fyrst og fremst að njóta
ferðalagsins og vera í fríi. Margt
hefur komið á óvart og margir
keppendur hafa sýnt nýja hæfileika
og styrk, þegar takast þarf á við ný
verkefni án stuðnings aðstandenda.
Samstarf við aðstandendur hefur
verið einkar ánægjulegt og margar
sögur hafa orðið til, þar sem lýst er
þeim jákvæðu áhrifum sem þátttaka
á heimsleikum Special Olympics
hefur haft á sjálfsmynd keppenda.
Keppandi á heimsleikum Special
Olympics í LA 2015 setti hugsanir
sínar í orð;
„Hér tala allir við mann, hér er
maður bara eins og hver annar, –
þetta er lífið.“
38 íslenskir keppendur stefna á
heimsleika Special Olympics 2019
Eftir Önnu Karól-
ínu Vilhjálmsdóttur » Þarna er skapað um-
hverfi sem gerir öll-
um kleift að blómstra og
upplifa styrkleika sína,
fremur en veikleika.
Anna Karólína
Vilhjálmsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Special Olympics á Íslandi og
þróunarsviðs ÍF.
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is