Morgunblaðið - 27.02.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 27.02.2019, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Það ætti ef til vill ekki að koma á óvart að einstak- lingur látist eftir nánast hundrað ára tilveru en samt trúði ég því varla þegar Guðrún, dóttir Eyjólfs og Svönu, sagði mér að móðir hennar, góður vinur okkar í áraraðir, hefði látist þann 4. janúar og verið jarðsung- in þann 30. janúar á 100 ára af- mæli hennar. Því miður fór and- látið framhjá okkur bræðrum og fjölskyldum okkar og þykir okk- ur öllum það mjög leitt að hafa ekki getað fylgt þessari heiðurs- Svanfríður Þorkelsdóttir ✝ SvanfríðurÞorkelsdóttir fæddist 30. janúar 1919. Hún lést 4. janúar 2019. Svanfríður var jarðsungin 30. jan- úar 2019. konu síðasta spöl- inn. Þannig hagaði til að foreldrar okkar bræðra byggðu par- hús í Akurgerði 34 ásamt þeim Svönu og Eyjólfi sem bjuggu í Akurgerði 36. Með fjölskyldun- um tókst góð og djúp vinátta sem varði alla tíð. Faðir okkar, Jónas Gunnarsson, og Eyjólfur höfðu unnið saman í Síld og fiski sem og móðir okkar, Sig- ríður Þórarinsdóttir. Eyjólfur var allt í öllu hjá Síld og fiski, hann var verslunarstjóri og síðar sölustjóri þegar fyrirtækið flutti í Hafnarfjörð. Eyjólfur lést árið 2013 en þá hafði ég ekki aðstöðu til að skrifa minningarorð um hann svo mig langar til að minn- ast hans hér líka. Hjónin Eyjólfur og Svana áttu stóran þátt í uppeldi okkar bræðranna fjögurra, þau áttu sjálf fimm börn svo það var oft kátt á hjalla í Akurgerðinu. Hluti þeirra var eldri en við bræður svo það voru einna helst þau yngstu, Guðrún og Guðmundur, sem við tengdumst mest. Guðrún var hress og ákveðin stelpa sem vildi spila handbolta með okkur strákunum og bíl- skúrshurð foreldra hennar var markið. Að spila við stelpu var ekki sjálfgefið og Þórhallur bróð- ir og nágranni okkar, Guðmund- ur Stefánsson, börðust um það hvort hún fengi að vera með eða ekki. Án þess að segja hvor hafði betur fékk Guðrún að vera með og stóð sig eins og vænta mátti með miklum ágætum. Guðmund- ur var einn besti vinur Bergþórs bróður og brallaði margt með honum. Í raun kynntist ég kannski Eyjólfi betur en Svönu, ekki síst þegar ég setti upp mína eigin verslun og hann reyndist mér ávallt mjög ráðagóður og leið- beindi á allan hátt. Við fórum saman til Kaupmannahafnar árið 1972, ásamt fjölda kaupmanna til að skoða verslanir og fleira. Eitt það besta sem Eyjólfur sagði mér í þessari ferð var að gin og tónik drykki maður bara í flugvélum og hef ég haldið þá hefð síðan. Svana var afskaplega mikil og dugleg húsmóðir og nutum við bræður oft góðs af því. Hún var árrisul og dugleg að drífa sig út í sólina og í sund. Hún og mamma voru góðar vinkonur og héldu vel utan um hópinn sinn. Mamma tengdi oftar en ekki atburði við fæðingar Svönu. Oft þurftu Svana og Eyjólfur að þola hávaða af völdum okkar bræðra, ekki síst þegar foreldrar okkar voru úti á landi, þá notuðum við tækifærið og leyfðum tónlistinni að njóta sín í botn ef svo mætti segja. Þetta var ekki illa meint og þau erfðu þetta aldrei við okkur. Að lokum vil ég fyrir hönd okk- ar bræðra og fjölskyldna okkar senda börnum Svönu og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um sæmdarhjónin Eyjólf Guð- mundsson og Svanfríði Þorkels- dóttur lifir. Gunnar Jónasson. ✝ Sigurður Þór-arinsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 14. septem- ber 1934. Hann lést í Reykjavík 22. janúar 2019. Foreldrar hans voru Þórarinn Gunnlaugsson vél- stjóri, f. 24. júní 1913, d. 3. mars 2002, og Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, f. 7. maí 1915, d. 14. maí 1987. Systkini Sig- urðar: Elísabet Gunnlaug, f. 27. nóvember 1936, d. 27. janúar 2017, Grétar Guð- laugur, f. 14. ágúst 1941, og Þórey, f. 4. ágúst 1945. Sigurður var þríkvæntur og átti sex börn. Útför hans fór fram 6. febr- úar 2019. Sigurður Þórarinsson eða Sissi, eins og hann var jafnan kallaður, lést eftir stuttan en snarpan bardaga við krabba- mein og fór útför hans fram í kyrrþey að hans ósk. Ég kynntist Sissa þegar ég bjó í Eyjum um 1960. Þó að aldursmunurinn væri tíu ár batt djassáhuginn okkur saman, en Sissi var einlægur djassunnandi og lék á trommur á flestum djammsessjónum þegar ég bjó í Eyjum. Hann las líka af rafmagninu og sat þá stundum við eldhúsborðið heima og við spjölluðum um djass meðan mamma skenkti kaffi. Það var ekki fyrr en ára- tugum seinna að vinátta tókst með okkur að nýju. Þá var hann giftur þriðju eiginkonu sinni, Borghildi Emilsdóttur, og bjuggu þau í Garðabæ. Þau höfðu bæði átt börn, en yndi þeirra þar var Perla, íslenskur hundur, og síðar Birta. Sissi var lengi verkstjóri í frystihús- um víða um land og hafði farið til útlanda á námskeið í faginu. Hann var útsjónarsamur og laginn, þótti einhver besti flak- ari og brýnari í Eyjunum og einstakt snyrtimenni. Tónlistarferill Sissa hófst þegar hann var unglingur. Har- aldur Guðmundsson trompet- leikari flutti frá Reykjavík til Eyja 1949, en hann var borinn og barnfæddur þar. Þá var helstur trommari í Eyjunum Sigurður Guðmundsson, Siggi á Háeyri. Hann var á síld fyrir norðan þegar sextettinn var stofnaður svo Sissi sat við trommurnar þar til Siggi sneri heim. Sissi var þó fullungur til að leika á dansleikjum og trommusettið hans samtíningur úr öllum áttum. Á vertíðum var spilað öll kvöld og djammsessjónir á sunnudögum. Reykvískir djass- leikarar réðu sig í ballspila- mennskuna, en helstu djass- leikarar Eyjanna voru Guðni Hermansen saxófónleikari og Guðjón Pálsson píanisti. Þegar Sissi hafði aldur til lék hann m.a. í hljómsveit Árna Elfars í Eyjum. Um 1958 var Rondó sextettinn stofnaður undir for- ystu Guðna Hermansen, mál- arameistara og seinna eins þekktasta listmálara Vest- mannaeyinga. Flestir í sextett- inum unnu hjá Guðna í máln- ingunni og þegar sextettinn fluttist úr Alþýðuhúsinu í Höll- ina 1960 leysti Sigurður Sigur- jón Jónasson, Nonni í Skuld, af við trommusettið. Hljómsveitin starfaði til 1964. Ýmsar upp- tökur eru til með Sissa frá þessum árum. Eftir að Sissi flutti frá Eyj- um gat hann lengi vel lítið trommað, enda á ferð og flugi um landið við verkstjórn. Hann eignaðist frábært trommusett, Sonor, og lánaði það oft ýmsum erlendum djasstrommuleikur- um er hér léku á tónleikum, s.s. Louis Hayes, Lewis Nash og Alex Riel. Sissi var ekki mikill tungumálamaður, frekar en flestir af hans kynslóð er ekki gengu menntaveginn, en gaman var að heyra hvað þeir Alex gátu spjallað saman um trommuleik. Sissi spilaði oft með Árna Ís- leifssyni, bæði á Djasshátíð Egilsstaða og einnig í Dixiel- andhljómsveit hans á árunum 2006-7. Sissi varð fyrir þeirri ógæfu að skipta þurfti um slagæð í fæti hans og háði það honum mikið við hljóðfæraleikinn svo hann þurfti að hætta öllu hljómsveitarspili, en hann trommaði heima og hlustaði mikið á djass, bæði af hljóm- og mynddiskum, sem hann átti átti dágott safn af. Að leiðarlokum þakka ég Sissa vináttuna og Jazzvakn- ingu trommulánið. Vernharður Linnet. Sigurður Þórarinsson Það er með sökn- uði og sorg sem við kveðjum elskulegan vin, Þorstein. Það er gæfa á lífsleiðinni að kynnast slíku góðmenni. Þor- steinn hafði svo jákvæða nærveru og var svo hjartahlýr og skemmti- legur. Kynni okkar hófust fyrir mörg- um árum og voru þá allt annars eðlis í gengnum sameiginlegan félagsskap. Fyrir nokkrum árum fluttu þau Þorsteinn og Jónína í næstu íbúð við okkur og hófst þámikill sam- gangur, kærleikur og góð vinátta. Þorsteinn átti við mikinn Þorsteinn Hjaltason ✝ Þorsteinn Bern-harð Hjaltason fæddist 17. júní 1939. Hann lést 8. febrúar 2019. Útför Þorsteins fór fram 22. febrúar 2019. heilsubrest að stríða síðustu ár en hann lét það ekki stoppa sig, alltaf jákvæður og byrjaði á: „Bless- aður, eru ekki allir hressir?“ Þorsteinn var mikill listamað- ur, tók upp vatnslita- málun seinni ár og kom þá aðdáun hans á landinu í ljós, sem honum tókst svo vel að fanga. Mikill hestamaður og lífskúnster. Stærsta gæfa Þorsteins í lífinu var Jónína og fjölskyldan. Þorsteinn minn, við þökkum þér gleði, jákvæðan huga og hlát- ur yfir góðum sögum, sönnum og ósönnum. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Jónínu og fjölskyld- unnar. Megi guð blessa ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Ásta Denise, Sverrir Vilhelm Bernhöft. Eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, okkar ástkæra, BERGLIND HALLGRÍMSDÓTTIR, Sunnuvegi 25, lést á heimili sínu föstudaginn 15. febrúar. Útför Berglindar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 1. mars klukkan 13. Eðvarð Jón Bjarnason Elsa Edda Eðvarðsdóttir Ingibjörg Edda Ásgeirsdóttir Hallgrímur Jónasson Jónas Hlynur Hallgrímsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Hanna Borg Jónsdóttir Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR ÁSTA HJARTARDÓTTIR, Aðalstræti 97, Patreksfirði, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi laugardaginn 23. febrúar. Inga verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 2. mars kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina Unni á Patreksfirði. Hjörtur Sigurðsson Sigríður Ólafsdóttir Anna María Sigurðardóttir Björn Ágúst Jónsson Ríkharð H. Sigurðsson Thiang Sithong Sigurður Svanur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR ÖRN GESTSSON, verkfræðingur, Hjallavegi 27, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- og húsnæðissjóð Ljóssins. Hildur Björg Hannesdóttir Björg Alfa Björnsdóttir Jón Grétar Gissurarson Frosti Hallfríðarson Nicole Flanagen Saga Ásgeirsdóttir Juniper Ósk Frostadóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HEIÐAR BERGMANN MARTEINSSON, Vogatungu 103, Kópavogi, lést 24. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 11. Guðríður M. Guðmundsdóttir Marteinn Bergmann Heiðarsson Guðmundur Ólafur Heiðarsson, Þórunn Ósk Sölvadóttir Jóna Anna Heiðarsdóttir, Sigurjón L. Kjartansson Heiðar Bergmann Heiðarsson, Sigrún Einarsdóttir Herdís Matthildur Heiðarsdóttir, Viðar Víkingsson Sigríður Sólveig Heiðarsdóttir, Valdimar Halldórsson og afabörn Ástkær faðir okkar, RUNÓLFUR VALDIMARSSON rafvirkjameistari, lést á Landspítalanum 23. febrúar. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 4. mars klukkan 13. Valdimar Runólfsson Ingibjörg Runólfsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA SIGURVINSDÓTTIR, hjúkrunarheimlinu Seljahlíð, lést 22. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. mars klukkan 13. Kjartan Reynisson Ásta Sigfúsdóttir Sigrún Erla Reynisdóttir og barnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÍÐAR BJARGEYJAR HELGADÓTTUR frá Austurhlíð í Blöndudal. Helgi Sæmundsson Bjarney G. Þórarinsdóttir Ásdís Sæmundsdóttir Gunnar Karl Guðjónsson Sigríður Guðrún Friðriksd. Guðmundur Guðmundsson Brynjólfur Friðriksson Jóhanna Helga Halldórsdóttir Kristín Friðriksdóttir Ólína Þóra Friðriksdóttir Eiríkur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.