Morgunblaðið - 27.02.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er engin ástæða til þess að láta
hugfallast þótt eitthvað blási á móti. Notaðu
innsæið til að meta framhaldið í snúnu
máli.
20. apríl - 20. maí
Naut Farðu þér hægt í skuldbindingum í
dag og reyndar ættir þú að fresta öllu sem
ekki þarf nauðsynlega að afgreiða á stund-
inni. Líttu til baka og sjáðu hverju þú hefur
áorkað.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þegar kemur að krossgötum er
sjálfsagt að staldra við og velja framhaldið
af kostgæfni. Ástarsamband sem þú ert í
verður betra með hverjum deginum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Góðir straumar gærdagsins fljóta
áfram inn í daginn í dag. Hversdagslífið sem
hentaði þér svo vel passar nú engan veginn.
Breyttu til.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Annríki þitt kallar á tíma fyrir slökun.
Heilsan er það mikilvægasta. Þú ættir að fá
tíma til að sinna áhugamálunum þegar líður
á sumarið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er að mörgu að hyggja bæði
innan heimilis og utan. Einhver ókunnugur
gæti lagt fyrir þig verkefni sem virðist ein-
falt í fyrstu en er það ekki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Haltu áfram að skipuleggja þig betur.
Vertu óhrædd/ur við að sækja kraft inn á
við. Einhver í fjölskyldunni fer fram á
skrítna hluti, reyndu að halda ró þinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ættir ekki að reyna að gera
hlutina upp á eigin spýtur í dag. Aðalmálið
er að fylgja flæðinu eins og það kemur fyrir
hverju sinni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mundu að umgangast hug-
myndir annarra af sömu virðingu og þú vilt
að þeir sýni þínum verkum. Gerðu góðverk,
það er svo gott fyrir sálina.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Rómantískustu stundirnar verða
til án fyrirvara. Gamall vinur birtist upp úr
þurru með sögu sem veldur þér heila-
brotum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú stendur eins og klettur í öllu
því róti sem í kringum þig er. Treystu þínum
tilfinningum. Félagslífið er fjörugt og þú ert
alls staðar velkomin/n.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það skiptir öllu máli að vera sam-
kvæmur sjálfum sér og reyna ekki að
blekkja sig hvað varðar takmörk í lífinu.
Reyndu að forðast átök og reitt fólk.
Íslensk veðrátta stendur undir nafniþessa dagana. Eina stundina rign-
ir þannig að vatnið flæðir niður rúð-
ur líkt og maður sé staddur inni í bíl
á bílaþvottastöð, þá næstu brýst sól-
in fram úr skýjum, sem hverfa eins
og dögg fyrir henni. Ekki er langt
síðan var frost og ófærð og vegum
lokað, nú eru snjór og ís á hröðu
undanhaldi og það þarf nánast að
leita uppi klakabunkana í höfuðborg-
inni.
x x x
Víkverji veltir fyrir sér hvort beyg-ingar nafnorða séu á undanhaldi
í íslensku. Hann hefur áður vakið
máls á því að iðulega séu nöfn versl-
ana og fyrirtækja látin óbeygð í aug-
lýsingum. Eitt dæmi eru auglýsingar
frá Útilífi þar sem sagt er að eitthvað
fáist „í Útilíf“. Ítrekað rekst Víkverji
á að því sé sleppt að beygja nöfn
íþróttafélaga. Stendur þá að lið hafi
leikið gegn Breiðablik eða Snæfell,
ekki Breiðabliki eða Snæfelli. Vík-
verja er þessi beyging svo töm að
hann á satt að segja í erfiðleikum
með að hafa villuna eftir og setja orð-
in óbeygð á blað.
x x x
Hér verður Víkverji reyndar aðgæta sín. Sennilega má hann
ekki tala um villu í þessu sambandi.
Til marks um það er að nokkuð er
síðan farið var að líta orðið þágufalls-
sýki hornauga og skal þess í stað tal-
að um þágufallshneigð. Víkverji veit
ekki hvort til er sérstakt orð yfir
hneigðina til að hætta að beygja
nafnorð, telur þó að langt sé í að
beyging þeirra deyi alfarið út.
x x x
Víkverji man þá daga að heiti bíó-mynda voru ávallt þýdd á ís-
lensku. Vissulega gátu þýðingar vak-
ið spurningar og oft voru þær
keimlíkar. Víkverji man eftir nokkr-
um myndum sem fengu heitið Milli
steins og sleggju. Nú er sjaldan haft
fyrir því að þýða heiti mynda. Enska
heitið er einfaldlega látið standa,
nema um sé að ræða barnamyndir.
Það er helst að heiti mynda, sem
gerðar eru utan hins enskumælandi
heims, séu þýdd. Ekki þykir hætt-
andi á að láta heiti danskra mynda
standa, hvað þá rússneskra. Víkverji
saknar þýðinganna. vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor-
ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort.
(Sálm: 68.20)
Á refilstigum,“ skrifar SigurlínHermannsdóttir á Leirinn.
„Ég veit nú ekkert hvaðan þessi
kom“:
Ósköp lítt um útsaum veit
en einn er refill traustur
ef líta má þau herlegheit;
harðangur og klaustur.
Í nýrri vist – Ólafur Stefánsson
skrifar: „Þegar spádómarnir hafa
ræst og þeim brottviknu hefur ver-
ið komið í skjól hjá Miðflokknum,
lýsir Ólafur Ísleifs hrakhólagöngu
þeirra félaga og segir þá hafa
„hímt í höm“ einmana og kaldir.
Píratar eru víst ekki bestu vinir
klausturmanna og mætti kannski
lýsa ástandinu á þinginu svona:
Sunna Ævars sár og gröm,
sveiflast lætur toppinn,
er sér’ ún Ólaf híma’ í höm,
með hor í nefi loppinn.“
Síðan kemur limra eftir Ólaf:
Víst mundi hann fífilinn fegri,
fraukurnar tilkippilegri;
ár vas þá alda
hjá Einsa kalda,
og stúlkurnar stjörnum fegri.
Gunnar J. Straumland yrkir á
Boðnarmiði:
Æviferil ærlegan
aldrei skaltu trega.
Ekkert virðist of né van,
allt fer mátulega.
Eftir liggja ævispor
sem ei við breytum.
Framtíðin er frjósamt vor
með fyrirheitum.
Mikið skemmtum við Ari Jósefs-
son okkur yfir „Guðsmyndinni“
eftir Þorstein Erlingsson í mennta-
skóla:
Hægt fær enn þinn herra séð
hvernig öllu er varið
þó að guðsmynd þína með
þú hafir illa farið.
Kenna mun sitt mark á þér
mannafaðirinn eini:
stofn af vígtönn enn þar er
og ögn af rófubeini.
Alltaf þykir mér vænt um þessa
stöku Þorsteins:
Sjái ég unga silki-Hlín
sitja fölva og hljóða,
kannist hún við kvæðin mín
kyssi ég hana rjóða.
Og þessa:
Það er líkt og ylur í
ómi sumra braga;
mér hefur hlýnað mest á því
marga kalda daga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af vistaskiptum
„þú mátt ekki reykja hér inni.
ÞaÐ langar engan aÐ anda aÐ sér
reyknum frá þér.”
„ef þú átt einhvern aur skaltu næla
þér í stól.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hitta með
hjartanu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVERNIG GÁTU ALLAR
BLÁBERJAMÚFFUR HORFIÐ AF
YFIRBORÐI JARÐAR?
HVÍ SPYRÐU
MIG?
ROP
HVENÆR FÓRUM VIÐ SÍÐAST Á
STEFNUMÓT?
ÉG MAN ÞAÐ
EKKI!
OG HVAÐ SEGIR ÞAÐ
ÞÉR?
ÉG ÆTTI AÐ FARA TIL
LÆKNIS?