Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmynda- og faghátíðin Stockfish hefst á morgun, fimmtudag, og er nú haldin í fimmta sinn. Hún stend- ur til 10. mars og verður sýndur fjöldi leikinna kvikmynda og heimildarmynda og að vanda verð- ur stuttmyndakeppnin Sprettfiskur einnig haldin. Ekki má svo gleyma fjölda fyrirlestra og kvikmynda- tengdra viðburða sem boðið verður upp á og má kynna sér á vef hátíð- arinnar, stockfishfestival.is. Eins og fyrri hátíðir fer þessi fram í Bíó Paradís og þar verða sýndar sérvaldar og alþjóðlegar verðlaunamyndir. Stockfish er á vefsíðu sinni skil- greind sem kvikmynda- og ráð- stefnuhátíð fagfólks í kvikmynda- bransanum og er hún haldin í samvinnu við Bíó Paradís og öll fag- félög í kvikmyndagreinum á Ís- landi. Með Stockfish var Kvik- myndahátíð Reykjavíkur endur- vakin undir nýju nafni, en sú hátíð var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978, eins og þar stendur. Stjórn hátíðarinnar er skipuð fulltrúum frá fagfélögum kvikmyndaiðnaðar- ins og markmið hátíðarinnar er að þjóna samfélaginu sem hátíðin sprettur úr, efla og auðga kvik- myndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvik- myndaiðnaði lyftistöng bæði er- lendis og innanlands. Tengsl mynduð Marzibil Sæmundardóttir, fram- kvæmdastjóri Stockfish, er spurð að því hvort hátíðinni, sem kennd er við skreið, hafi vaxið fiskur um hrygg. „Já, hún er alveg búin að skapa sér sinn sess og það er ákveðinn karakter yfir henni. Aðildarfélögin í kvikmyndagrein- inni standa að henni og andrúms- loftið er dálítið krúttlegt,“ segir Marzibil, létt í bragði. „Það er hnit- miðuð dagskrá þegar kemur að bíó- myndum, vandaðar og verðlauna- ðar myndir og svo bransaviðburðir sem er frítt inn á, masterklassar og pallborðsumræður og alls konar,“ segir Marzibil og leggur áherslu á að íslenskt kvikmyndagerðarfólk geti hitt erlent fagfólk og myndað tengsl, t.d. fyrir framtíðarverkefni. „Það er markvisst verið að búa til tengsl og kynna íslenska kvik- myndagerð á þessari hátíð,“ bendir hún á, „sem er rosalega gott fyrir íslenska kvikmyndagerð.“ Fyndin eða viðbjóðsleg? Hátíðin leggur áherslu á að tefla fram metnaðarfullri dagskrá fyrir hátíðargesti og eru sýndar 20 sér- valdar og alþjóðlegar verðlauna- kvikmyndir að þessu sinni og fimm heimildarmyndir í fullri lengd. Stjórn hátíðarinnar sér um val á myndum en Marzibil er ein þeirra sem sitja í henni. „Við vitum alveg hvert markmiðið er, þetta eru verð- launamyndir og við reynum að hafa þær líka fjölbreyttar,“ segir hún. Leiknu kvikmyndirnar eru flest- ar frá árinu 2018 og þeirra á meðal er hin umdeilda mynd Lars von Trier hins danska, The House That Jack Built, sem segir af skarp- greindum raðmorðingja sem Matt Dillon leikur en af öðrum aðalleik- urum má nefna Bruno heitinn Ganz. Myndin hefur lagst heldur misjafnlega í bæði áhorfendur og gagnrýnendur (meðaleinkunnin 42 af 100 á Metacritic er e.t.v. til vitnis um það) en því er von Trier svo sannarlega vanur. Hún verður sýnd aðeins einu sinni á Stockfish, föstu- daginn 1. mars. „Það er auðvitað stór hópur af fólki sem vill sjá þessa mynd og hún er ofboðslega um- deild, sumir sjá hana sem sótsvarta kómedíu en aðrir sem rosalega vonda og ógeðslega raðmorðingja- mynd,“ segir Marzibil um myndina. Delago með tónleika og sérsýningu Kvikmyndir hátíðarinnar koma víða að, m.a. frá Norðurlöndum, Suður-Kóreu og Kólumbíu en flest- ar eru þó frá Evrópulöndum og þar af ein teiknimynd, sú sem hlaut Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin í fyrra, Another Day of Life, sem segir frá borgarastríðinu í Angóla árið 1975. Þá eru tvær aðrar sýndar sem voru meðal tilnefndra á sömu verðlauna- hátíð, belgíska kvikmyndin Girl og ítalska kvikmyndin Dogman. Marzibil er ekki búin að sjá allar myndirnar og segist hlakka mikið til að sjá þær sem flestar. „Það hefur nú ekki gengið upp hin síðustu ár,“ bætir hún við og hlær. Hún segir dagskrána einstaklega fjölbreytta í ár og þá bæði hvað varðar umfjöll- unarefni og tegundir kvikmynda, þ.e. drama, gaman, hrylling og þar fram eftir götunum. Í dagskránni má sjá að á nokkr- um sýningum verður setið fyrir svörum að þeim loknum og segir Marzibil að þar verði leikstjórar myndanna á ferð. Þeirra á meðal er hinn einstaki, austurríski hang- trommuleikari Manu Delago sem hefur m.a. leikið með Björk. Mun hann sýna stutta kvikmynd sína Parasol Peak en í henni leiðir hann sjö manna hóp tónlistarmanna um Alpana og tekur upp með þeim tón- list eftir sig frumsamda. Delago mun 6. mars taka á móti gestum með tónleikum og að þeim loknum sýna myndina og svara spurn- ingum. Sem fyrr segir má finna alla dag- skrána á stockfishfestival.is. Morgunblaðið/Hari Framkvæmdastjórinn „Það er hnitmiðuð dagskrá þegar kemur að bíómyndum, vandaðar og verðlaun- aðar myndir og svo bransaviðburðir,“ segir Marzibil Sæmundsdóttir um Stockfish-hátíðina. Fjölbreytni og fagmennska  Kvikmynda- og faghátíðin Stockfish haldin í fimmta sinn 28. febrúar til 10. mars  Umdeild rað- morðingjamynd Lars von Trier sýnd en aðeins einu sinni  Verðlaunamyndir og tengslamyndun Morðóður Matt Dillon leikur raðmorðingjann Jack í hinni umdeildu hrollvekju Lars von Trier, The House That Jack Built. Fáránleiki Úr taívönsku kvikmyndinni The Great Buddha sem segir af vinum sem starfa báðir við illa launuð störf í bronsstyttuverksmiðju í Suður- Taívan. Þeir uppgötva leyndarmál og í framhald- inu fer af stað fáránleg atburðarás. Þegar Mary Boone opnaði sitt fyrsta gallerí á Manhattan í New York seint á áttunda áratugnum voru fyrstu listamennirnir á samn- ingi hjá henni þeir Julian Schnabel og David Salle. Báðir voru orðnir stórstjörnur í myndlistarheiminum nokkrum árum síðar og slíkt var umfang gallerís Boone á níunda áratugnum, þar sem fjöldi þekktra listamanna var á mála – þar má nefna Jean-Michel Basquiat, Bar- böru Kruger, Eric Fischl, Ross Bleckner og Brice Marden – að hún fékk viðurnefnið „hin nýja drottn- ing listaheimsins“. Allra frægustu listamennirnir reru smám saman á önnur mið eða létust en Boone hélt þó stöðu sinni í fremstu röð gallerista í New York og síðustu ár hefur Mary Boone Gallery verið á tveimur stöðum, í Chelsea-hverfinu og á Fimmta breiðstræti í miðborginni. Í fyrra var Boone kærð fyrir al- varleg skattsvik og gefið að sök að hafa ekki stað skil á greiðslum upp á á fjórða hundrað milljóna króna. Við réttarhöldin gekkst Boone við brotunum, sem fólust meðal annars í því að skrá hagnað sem kostnað, en kenndi um óöryggi vegna mis- notkunar og illrar meðferðar í æsku. Lögfræðingar hennar báðu dómarann að dæma Boone ekki til langrar fangelsisvistar, því þá myndi hún loka galleríum sínum og margir missa vinnuna því sjálf væri hún ómissandi í rekstrinum. Það kom fyrir lítið því hún var dæmd til að sitja inni í allt að tvö og hálft ár. Í samtali við The New York Tim- es kveðst Boone loka báðum galler- íunum þegar síðustu sýningunum lýkur 27. apríl. Þeim verkum sem ekki hafa selst verður þá skilað til listamannanna og svo skellt í lás. Gallerídrottning pakkar saman  Mary Boone á leið í fangelsi og lokar galleríum Áhrifamikil Mary Boone hefur ver- ið áberandi í myndlistarheiminum. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 15. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. mars. SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.