Morgunblaðið - 27.02.2019, Qupperneq 36
Steinsmiðjan Rein | Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík
Sími 566 7878 | rein.is
Kvarts steinn er unnin steinafurð. Við framleiðslu kvarts
steinsins er nýtt það besta úr kvartsi með því að mylja
steininn niður, blanda í hann litar- og bindiefnum áður
en steinninn er aftur pressaður saman.
Útkoman er mjög slitsterkt efni með þéttara yfirborð
en hefðbundinn náttúrusteinn.
silestone.com
Kvarts steinn frá Silestone
er fáanlegur í fjölbreyttum
áferðum og litum.
Bakteríuvörn Blettaþolið
Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts
steinn
í eldhúsið
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með
varanlegri bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum
forsendummeð Silestone.
Hallveig Rúnarsdóttir söngkona og
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
koma fram á hádegistónleikum í
Salnum í Kópavogi í dag, miðviku-
dag, og hefjast þeir kl. 12.15. Á
efnisskránni eru fjögur sönglög eft-
ir Johannes Brahms auk laga eftir
íslensku tónskáldin Jórunni Viðar,
Jón Leifs, Karl O. Runólfsson og
Hildigunni Rúnarsdóttur.
Hallveig og Hrönn
í Salnum í hádeginu
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 58. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Gylfi Þór Sigurðsson skráði sig
rækilega í sögubækurnar í gær-
kvöld þegar hann skoraði tvö mörk
fyrir Everton í 3:0-sigri gegn Aroni
Einari Gunnarssyni og félögum í
Cardiff. Þar með hefur Gylfi skorað
flest mörk Íslendinga í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu og sleg-
ið met sem var í eigu Eiðs Smára
Guðjohnsen. »2
Gylfi sló markamet
Eiðs Smára
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Sebastian [Alexandersson] er
vafalaust einn sá elsti ef ekki elsti
sem leikið hefur í efstu deild karla í
handknattleik. Það er í sjálfu sér
athyglisvert. Ég átta mig hinsvegar
ekki á af hverju Sebastian gaf kost
á sér að leika með ÍR í því ásig-
komulagi sem hann
er. Gera verður þá
kröfu til leikmanna
í efstu deild
að þeir
beri lág-
marksvirð-
ingu fyrir sjálfum
sér,“ skrifar Ívar
Benediktsson í
uppgjörspistli eftir
16. umferð Olís-
deildar karla í
handbolta. »2
Sögulegt en hryggilegt
í Kaplakrikanum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á frjálsíþróttamótum að undanförnu
hafa tilþrif tvennra tvíbura úr FH
vakið athygli. Þetta eru systkinin
Kormákur Ari og Melkorka Rán
Hafliðabörn, fædd 1997, og Hinrik
Snær og Þórdís Eva Steinsbörn,
fædd 2000. Öll hafa þau æft frjálsar
íþróttir lengi en fundið sína fjöl í 200
og 400 metra hlaupum. „Við höfum
auðvitað lengi vitað hvert af öðru
enda öll æft frjálsar íþróttir síðan við
vorum lítil. Það eru svo um tvö ár síð-
an við byrjuðum að æfa saman, enda
þá öll komin upp úr unglingaflokk-
um,“ sagði Þórdís Eva við blaða-
mann, sem hitti hópinn á æfingu í
Kaplakrika fyrr í vikunni.
Æfa stíft og gengur vel
Æfingarnar hjá frjálsíþróttafólki
FH að undanförnu hafa verið stífar.
Um síðustu helgi var Íslandsmeist-
aramótið í frjálsum innanhúss og
bikarkeppnin verður í Kaplakrika
um næstu helgi. Er það síðasta mótið
innanhúss á þessum vetri og þá er
ekki seinna vænna að setja kraft í æf-
ingar fyrir sumarvertíðina og fyrstu
mótin sem eru í lok maí. „Okkur gekk
ljómandi vel á Íslandsmeistara-
mótinu um síðustu helgi þar sem við
Hinrik Snær kepptum í 400 metra
boðhlaupi og unnum,“ segir Kormák-
ur Ari, en með þeim félögum voru í
liði Bjarni Páll Bjarnason og Valur
Elli Valsson.
„Nei, ég get ekki sagt að það sé
einhver metingur milli okkar Kor-
máks Ara. Þvert á móti; við veitum
hvor öðrum kraft og stuðning,“ segir
Hinrik Snær.
Hluti af skipulagi dagsins
Tvíburarnir tvennir segja að þau
hafi hvert í sínu lagi fundið fljótt á
æfingaferli sínum að spretthlaup og
skemmri vegalengdir hentuðu þeim
vel. „Ég byrjaði 15 ára í 400 metra
hlaupi. Mér finnst gaman að taka
sprettinn,“ segir Melkorka Rán og
bætir við að þau Kormákur bróðir
hennar séu samrýnd og fylgist að.
Móðir þeirra er Adda María Jó-
hannsdóttir og stjúpfaðir Úlfar Daní-
elsson og dætur hans eru Silja og
Sara, þekktar frjálsíþróttakonur fyrr
á tíð. Hafi þær vakið áhuga þeirra á
sportinu. Þau Þórdís Eva og Hinrik
Snær benda á hinn bóginn á að for-
eldrar þeirra, þau Steinn Jóhanns-
son, nú rektor MH, og Súsanna
Helgadóttir, séu bæði frjálsíþrótta-
fólk sem hafi verið í landsliðinu. Þau
systkinin hafi fengið áhugann frá
þeim.
„Nei, þótt það sé nóg að gera í
framhaldsskólanámi eru íþróttirnar
einfaldlega hluti af skipulagi dags-
ins,“ segir Hinrik. Í svipaðan streng
tekur Melkorka Rán „Mér þætti sá
dagur sérstakur ef engar væru æf-
ingarnar eða íþróttirnar. Þetta er
mjög skemmtilegt og áhugi á frjáls-
um íþróttum er að aukast.“
Metnaður og markmið
Öll leggja þau mikinn metnað í æf-
ingar sínar og ætla sér að ná langt í
framtíðinni. Þannig segist Þórdís
ætla á EM unglinga í frjálsum íþrótt-
um sem verður í Svíþjóð í sumar. Í
400 metra hlaupi er lágmarkið 55,90
sekúndur. Því er Þórdís búin að ná og
því er í hendi farmiði á mótið og
þangað stefnir Hinrik Snær líka. Þau
Melkorka Rán, sem er nýbúin að ná
sér eftir meiðsli, og Kormákur Ari
ætla sér ekki síður langt og 22 ára að
verða setja þau markið á stórmót
fullorðinna.
Morgunblaðið/Hari
Tvíburarnir Kormákur Ari og Melkorka Rún Hafliðabörn til vinstri og Hinrik Snær og Þórdís Eva Steinsbörn.
Spretthlaupin henta vel
Tvennir tvíburar í fremstu röð í frjálsum íþróttum hjá FH