Morgunblaðið - 22.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019
Það veldur í senn undrun og sær-indum að sjá hvernig lögfræði-
elíta landsins og fleiri slíkar hafa
tapað áttum. En það gerist víðar
eins og Jón Magnússon fv. alþingis-
maður nefnir:
Eins og víða ann-arsstaðar þá
þrýstir viðskipta-
elíta Sviss á um, að
gengið verði að úr-
slitakostum Evr-
ópusambandsins,“
skrifar Jón og segir að í marga í
henni virðist langtímahagsmunir
Sviss og fullveldi skipta minna máli.
Síðan bætir hann við: „Á samatíma óttast margir innan
verkalýðshreyfingarinnar að rétt-
indi og launakjör láglaunafólks
verði skert þegar vinnulöggjöfinni
verði breytt til samræmis við regl-
ur Evrópusambandsins og straum-
ur aðkomuverkafólks þrýsti lág-
markslaunum niður.
Á sama tíma og Sviss ætlar sérekki að samþykkja afarkosti
frá Brussel og Bretar vonandi ekki
heldur, ætlar Alþingi Íslands að
gangast undir ok Evrópusambands-
ins í raforkumálum, með því að
samþykkja orkupakka, sem í raun
kemur okkur ekkert við. Lítil eru
geð guma hefði einhverntíma verið
sagt.
Evrópusambandið er í vaxandimæli farið að hegða sér eins
og herraþjóð, sem lætur sig engu
skipta hvar þeir skilja eftir sig
sviðna jörð og óvini þar sem áður
voru vinir.
Engu máli virðist skipta þóBrusselvaldið nái sínu fram
með illu og afarkostum á for-
sendum genginna arfakónga sem
höfðu það sem einkunnarorð: „Vér
einir vitum.““
Jón Magnússon
Ístöðulaust lið
STAKSTEINAR
Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður
haldinn föstudaginn 5. apríl nk. kl. 12:00
að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs.
2. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kjör stjórnar.
6. Kjör endurskoðanda.
7. Önnur mál.
Dagskrá, tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla
endurskoðanda vegna ársreiknings, munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík til
sýnis fyrir hluthafa fram að fundinum. Hluthafar sem hyggjast
skoða gögnin gefi sig fram við framkvæmdastjóra félagsins,
Sigurð Lárus Hólm.
Reykjavík, 20. mars 2019
Stjórn Valsmanna hf.
AÐALFUNDUR VALSMANNA hf.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Uppsjávarskipin voru mörg á heimleið í gær eft-
ir kolmunnaveiðar á alþjóðlegu hafsvæði vestur
af Írlandi, en um þriggja sólarhringa sigling er
til landsins. Afli hefur verið ágætur síðustu vik-
ur, en veður og sjólag oft verið erfitt.
Nú virðist kolmunninn hins vegar að mestu
genginn inn í írska lögsögu. „Hann er nánast
eins og dagatal. 20. mars hverfur allur kolmunni
inn í írsku landhelgina og heldur síðan í norð-
austur. Við náum honum svo aftur í færeyskri
lögsögu eftir fyrstu viku af apríl,“ sagði Ingi-
mundur Ingimundarson, útgerðarstjóri upp-
sjávarskipa hjá HB Granda. Þegar kemur fram í
júlí fara uppsjávarskipin væntanlega til makríl-
veiða.
Samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu var í gær
búið að landa 73 þúsund tonnum af vertíðinni og
er því eftir að veiða um 180 þúsund tonn af afla-
heimildum. Talsvert er af kolmunna í skipunum
sem voru á landleið í gær og sum þeirra með
fullfermi. Tölur um afla eru því nokkru hærri.
aij@mbl.is
Kolmunninn nánast eins og dagatal
Skipin á heimleið eftir veiðar í alþjóðlegri lögsögu vestur af Írlandi
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Bræla Guðrún Þorkelsdóttir SU á kolmunnaveið-
um fyrir ári, veður og sjólag getur verið erfitt.
„Þessi hópur mun fræðast um
hvernig best sé að endurheimta
röskuð vistkerfi, græða upp illa farið
land og hvernig best sé að nýta land
á sjálfbæran hátt. Þessir nemendur
koma allir frá þróunarlöndum og er
námið hluti af alþjóðlegri þróun-
arsamvinnu Íslands,“ segir hún.
Vel menntaður hópur
Nemendurnir hafa allir háskóla-
próf og starfa sem sérfræðingar hjá
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Alls er nú 21 nemandi skráður í
Landgræðsluskóla Háskóla Samein-
uðu þjóðanna sem hófst fyrir
skömmu, en um er að ræða árlegt
sex mánaða námskeið. Aldrei fyrr
hafa jafn margir nemendur verið
skráðir á námskeiðið.
„Við erum að hefja núna árlegt
sex mánaða nám í landgræðslu og
sjálfbærri landnýtingu og erum við
núna í ár með okkar stærsta hóp til
þessa,“ segir Hafdís Anna Ægis-
dóttir, forstöðumaður Landgræðslu-
skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna,
í samtali við Morgunblaðið og bætir
við að hópurinn sé frá alls tíu ríkjum
í Afríku og Mið-Asíu.
Er um að ræða nemendur frá
Gana, Níger, Eþíópíu, Malaví, Úg-
anda, Lesótó, Mongólíu, Kirgistan,
Tadsikistan og Úsbekistan.
Aðspurð segir Hafdís Anna að öll
þessi ríki hafi sent nemendur hingað
til lands áður, en þetta sé þó í annað
skipti sem nemandi frá Tadsikistan
sækir Ísland heim í þessum tilgangi.
stofnunum sem vinna að land-
græðslu, jarðvegsvernd eða stjórn-
un eða eftirliti landnýtingar.
Megnið af tímanum er hópurinn í
húsnæði Landbúnaðarháskóla Ís-
lands á Keldnaholti en auk þess um
tvo mánuði hjá Landgræðslunni í
Gunnarsholti. Þessar tvær stofnanir
standa að skólanum. Hann er kost-
aður af utanríkisráðuneytinu sem
hluti af þróunarsamvinnu Íslend-
inga.
Metfjöldi nemenda skráður
í Landgræðsluskóla SÞ
Hópurinn er frá
10 ríkjum og er við
nám í sex mánuði
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Landgræðsluskóli Hópurinn sem nú stundar nám er frá 10 ríkjum.