Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Kúnstin við að safna er allt-af sú sama, að afmarkasig með einhverjumhætti. Annars tapast yf-
irsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef
fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki
hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Ei-
ríkur Jón Líndal, formaður Mynt-
safnarafélags Íslands, en það fagnar
50 ára afmæli nú um helgina með
stórsýningu. Félagið er vettvangur
þeirra sem safna og vilja fræðast um
íslenska og erlenda gjaldmiðla,
minnispeninga og aðra sambærilega
sögulega hluti.
„Í Myntsafnarafélaginu eru
rúmlega 200 manns og langflestir fé-
lagsmenn eru karlkyns. En konum
fer fjölgandi. Þetta gengur út á að fá
nýja hluti í safnið sitt og safnarar
býtta því mikið. Safnarar vinna stöð-
ugt að því að fá betri eintök í sín söfn
og þegar það tekst þá skipta þeir
gamla eintakinu út fyrir eitthvað
annað sem þá vantar. Sumir söfn-
unargripir ganga kaupum og sölum
fyrir háar upphæðir, sjaldgæfustu
og elstu seðlarnir kosta til dæmis
mikið. Dýrasti íslenski seðillinn sem
sýndur verður um helgina er metinn
á um 3-4 milljónir króna. Þetta er 50
krónu seðill frá 1886, sá eini sem vit-
að er um í einkaeign í heiminum,“
segir Eiríkur og tekur fram að sjálf-
ur hafi hann aldrei selt neitt úr sínu
safni, en hann safnar ekki gjald-
miðlum, heldur flugmunum.
Snýst um að varðveita sögu
„Mitt stóra áhugamál snýst um
að safna ýmsu sem tengist flugi, ein-
kennismerkjum sem fest voru á bún-
inga og húfur, hnöppum, bréfs-
efnum, tímatöflum, flugmiðum og
öðru sem félögin gáfu út á pappír.
Þessi söfnun hófst hjá mér fyrir tutt-
ugu árum þegar ég kynntist manni
sem hafði verið stjórnarformaður
hjá Iscargo á sínum tíma, gömlu
Vængir Flugmenn höfðu báða vængi í sínu merki, en flug-
freyjur aðeins einn væng. Arnarflugsmerki úr safni Eiríks.
Tímatöflur Heilmikil hönnunarsaga er í grafíkinni á tíma-
töflum flugfélaganna, myndrænt og litríkt tímanna tákn.
Dýrmæti Efra merkið er elsta merkið í safni Eiríks, frá 1945,
það sem Magnús Guðmundsson gaf honum persónulega.
Stundum leynast merki í töluboxi
Í flugmunasafni hans eru yfir þúsund einkennis-
merki. Vænst þykir honum um elstu íslensku merkin
og þau sem hefur verið snúnast að hafa uppi á.
Magnús Guðmundsson flugstjóri gaf honum persónu-
lega elsta merkið. Eiríkur Jón Líndal sálfræðingur
sækir sína hvíld í söfnun. Hann er formaður Mynt-
safnarafélagsins sem fagnar nú 50 ára afmæli.
Morgunblaðið/Hari
Eiríkur Hann hefur alla tíð haft gaman af að safna, safnaði frímerkjum og eldspýtustokkum þegar hann var strákur.
Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Mynt-
safnarafélags verður hátíðarsýning í
sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6,
Reykjavík, sem opnuð verður í dag,
föstudag 22. mars, kl. 14 og stendur
alla helgina. Þar verða til sýnis ótal
margir fágætir og ómetanlegir hlutir,
en sé reynt að slá lauslega á efnisleg
verðmæti munanna má áætla að það
nemi um 150-200 milljónum króna.
Á sýningunni verður m.a. að finna
einstakt úrval af íslenskum og fær-
eyskum seðlum og mynt, vörupen-
ingar, brauðpeningar, tunnumerki frá
síldarárunum, herstöðvargjaldmiðlar,
gömul íslensk hlutabréf og ótal
margt fleira af sama toga.
Á meðal þeirra hluta sem sýndir
verða má einnig nefna fálkaorður og
heiðursmerki, þar á meðal keðju
ásamt stórkrossstjörnu, en um er að
ræða æðsta stig fálkaorðunnar og
bera einungis þjóðhöfðingjar slíka
keðju. Flugmerki, tímatöflur og far-
seðlar íslenskra flugfélaga verða
einnig sýnd. Þá verða sýndir ein-
stakir munir sem tengjast íslenskum
nasistum á árunum fyrir stríð,
minnispeningar og gripir úr seinni
heimsstyrjöld, og orður og viður-
kenningar úr þýska hernum á stríðs-
árunum. Einnig má vekja sérstaka
athygli á orðum Vestur-Íslendinga
sem börðust í fyrri heimsstyrjöld. Þá
má nefna gripi frá skákeinvígi Bobby
Fischer og Boris Spassky í Laug-
ardalshöll árið 1972.
Íslenska konan á póstkortum, þar
á meðal eina póstkortið sem vitað er
um hérlendis sem sýnir nekt, fær
sinn stað á sýningunni.
Þá má nefna barmmerki leigu- og
hópferðabílstjóra, ungmennafélaga
og íþróttafélaga, gjaldmerki stjórn-
málaflokka, gullmynt og medalíur.
Munir sem tengjast konungskom-
unni 1907, Alþingishátíðinni 1930 og
Lýðveldishátíðinni 1944 verða einnig
á sýningunni. Þá er vert að vekja at-
hygli á gömlum íslenskum vöru-
umbúðum sem bera íslenskri hönnun
frá fyrstu tíð skemmtilegt vitni.
Safnamarkaður verður á sama
stað og sýningin á morgun, laugar-
dag, kl. 13-16, þar sem fólk getur
skipt, keypt og selt safnaramuni,
segir í upplýsingum frá Myntsafnara-
félagi Íslands um sýninguna. Nánar á
facebook: Myntsafnarafélag Íslands.
Hér til hægri getur að líta fyrr-
nefnt póstkort frá fjórða áratugnum,
þar sem sér helst til mikið í bert
hold, að því er þá þótti, en kortið
vakti gríðarlega hörð viðbrögð og
þótti afar ósæmilegt. Fyrirsætan
Rigmor Hanson fæddist 1913 í
Reykjavík og ólst þar upp, átti ís-
lenskan föður en danska móður. Rig-
mor var dansari og rak dansskóla til
margra ára.
Sýning Myntsafnarafélagsins stendur alla helgina
Sjaldgæfir seðlar, tunnumerki,
fálkaorður, póstkort og fleira