Morgunblaðið - 22.03.2019, Side 18

Morgunblaðið - 22.03.2019, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 HÖLDUM UMHVERFINU HREINU e i n n b í l l í e i n u LÖÐUR EHF FISKISLÓÐ 29 101 REYKJAVÍK 568 0000 WWW.LODUR.IS NÚ Á 15 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI AKUREYRI KEFLAVÍK MOSÓ Heilbrigðisráðherra virðist álíta að heil- brigðiskerfið undir hennar stjórn sé eitt hið besta í heimi og þó víðar væri leitað og sé að verða enn betra með hennar tilskipunum. Ekki eru allir sam- mála. Eins og kemur fram á vefsíðu RÚV 27.2., veltir fyrrverandi landlæknir og prófessor því fyrir sér hvort stjórnmálamenn þurfi að „vera gamlir til að skilja hve alvarlegt ástandið er heilbrigðis- kerfinu“. Honum „renn- ur til rifja hvernig við komum fram við aldrað fólk“. Margt hef ég séð og heyrt en hrökk við þeg- ar ég frétti að öldruðum ættingja í þorpi úti á landi sem reyndi að ná til heimilislæknis síns vegna veikinda var sagt að hann mætti hringja eftir tvo daga, ekki fyrr. Hvar gæti verið lengri biðtími eftir einföldu símtali? Aldraður ástvinur með langt geng- inn alzheimer-sjúkdóm og mjaðmar- liðsbrot beggja vegna þurfti að bíða á mismunandi geymslustöðum í rúma sjö mánuði eftir varanlegri vistun á hjúkrunarheimili. Hvað þyrftu mörg fleiri bein að brotna til viðbótar í slík- um tilfellum til að stytta biðtíma? Hvar eru gæðin? Eftir Birgi Guðjónsson Birgir Guðjónsson » Sjúklingi, í þorpi út á landi, sem vildi ná til heimilislæknis vegna veikinda, bauðst að hringja eftir tvo daga. Höfundur er læknir. MACP, FRCP, AGAF, FASGE. bghav@simnet.is „Eitthvað er rotið innan Danaveldis,“ fangar örlög Hamlets í veröld svika og vél- ráða. Ég var ráðgjafi einkavæðingarnefndar þegar Skuggabaldur vélaði félaga mína til liðs við sig fyrir rúm- lega hálfum öðrum áratug en ég hafnaði að fylgja peningaslóð- inni. Dansinn við Mammon var trylltur og endaði í Hruninu. Þjóðin var vitni að svik- um og vélráðum. Sá er sleppt hafði dýrinu lausu lék lykilhlutverk við að bjarga því sem bjargað varð á barmi hyldýpis Svörtulofta þegar svikulir freistuðu að hlekkja þjóð- ina í óbærilegan skuldaklafa er- lendrar áþjánar. Þjóðin er ekki söm eftir þær hremmingar. Enn erum við á tímamótum. Nú er vestræn siðmenning í húfi og hatrömm átök eiga sér stað beggja vegna Atlantsála. Hið undarlega er að fólk veit ekki því vestrænir fjöl- miðlar hafa breyst í Prövdur sem keyra trúboð glóbalista um al- heimsstjórn alræðis og helsis. Ég lærði fag mitt á Dagblaði Jónasar og hsím og Morgunblaði Matthíasar og Styrm- is. Ég hóf störf á Morgunblaðinu fyrir réttum 40 árum þegar blaðið flutti sannleik- ann um sovéskt al- ræði. Þjóðin launaði Mogganum með for- dæmalausri útbreiðslu í vestrænu ríki. Ég var í fremstu víglínu frétta á Sjón- varpinu og Stöð 2 fyrir þrjátíu ár- um þegar Ísland lék á reiðiskjálfi, heimsveldi hrundi, múrar féllu og þjóðin sagði skilið við gamla Ís- land. Enn er veröld á tímamótum. Rothschildar og styrjaldir Fyrir 200 árum fjármögnuðu Rothschildar Napóleonsstríð Breta. Þeir hafa ásamt skósveinum fjármagnað styrjaldir allar götur síðan. Árið 1913 námu þeir land í Ameríku og véluðu grunlaust þjóð- þingið til þess að stofna seðla- banka, Federal Reserve. Nafn- lausir bankabarónar prenta dollar og ráða seðlabönkum veraldar. Þeir ræna og rupla í svakalegustu svikamyllu sögunnar. Loftbólu- hagkerfi þjóna hinni ofurríku bankaelítu og þjónum á kostnað alþýðufólks. Dollar er nú fimm cent af verðmæti frá því fyrir 100 árum. Á nýrri öld hafa stríðin ver- ið háð í Afganistan, Írak, Lýbíu og Sýrlandi. Djúpríkið er ofuröflugt. Spill- ingaröflin höfðu öll spil á hendi þar til nóvember 2016 þegar Don- ald Trump var kjörinn forseti. Forsetinn mun ætla að binda enda á peningaprentun bankabaróna og tengja dollar við gull og silfur. Djúpríkið á alla helstu fjölmiðla veraldar með CNN, NYT og Wapo í stafni og beitir þeim óspart. Þeir gefa ekki eftir snuð sitt átakalaust en læðast og spilla líkt og Skugga- baldur. Djúpríkið stjórnar google, youtube, twitter, facebook og ama- zon sem og Hollywood. Baráttan er miskunnarlaus, niðurstaða óviss. Seðlabankinn vestanhafs er Stalíngrad þessa stríðs. Þann 28. október 2017 kom fram á netrás aðili sem kallar sig Q og er innan veggja njósnaþjónustu hersins NSA, National Security Agency. Svo er líka Q+. Upplýs- ingum er miðlað til nafnlausra Anona og þeir hvattir til að rann- saka og dreifa til fjöldans. Q skrif- ar í pósti 2901: „Við eigum í stríði.“ Mike Flynn hershöfðingi segir: „Við höfum hersveitir net- hermanna [digital soldiers]. Þetta er uppreisn alþýðufólks, pólitísk styrjöld háð á samfélagsmiðlum. Við höfum sveitir borgaralegra blaðamanna sem hófu að miðla upplýsingum þegar blaðamenn brugðust sjálfum sér.“ Facebook og CIA Nýlega birti Q færslur um Face- book sem hann segir að sé sköpuð og stjórnað leynilega af CIA. Mark Zuckerberg var valinn til þess að gefa Facebook ásýnd „snillings frá Harvard“ sem hefði almannahag að leiðarljósi. Sama dag og Facebook var stofnuð 4. febrúar 2004 hætti varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna við sína „facebook“ sem nefnd var Lifelog. Þetta er auðvitað risafrétt en fals- miðlar þegja. Q lýsir veröld lyga og launráða Djúpríkis og skósveina þar sem milljónum er fórnað á altari styrj- alda og svívirðilegra glæpa. „Þriggja stafa stofnanir“ CIA, FBI og DOJ (dómsmálaráðuneytið) voru gerspilltur armur Djúpríkis- ins, fullyrðir Q. Upplýst er um áform FBI að steypa Donald J. Trump af valdastóli; munið hljóð- nemana til að setja forsetann af embætti sem fáráð. Margir hafa misst jobbið og eru á leið bak við lás og slá. Donald Trump ógnar veldi Djúpríkis bankabaróna og pólitísks arms þeirra. Þetta er hatrammt stríð og ekki útséð um niðurstöðu. Trump er afmennskaður og gerður að fáráði. Dæmi um það er rúvísk frétt Moggans um Ivönku dóttur forsetans. Þar er vitnað í CNN og sagt að Trump sé með brothætta sjálfsmynd, dylji vanþekkingu með háværum yfirlýsingum, forðist bókalestur og lesefni meira en eina síðu! Falsmiðlar verða dæmdir af verkum sínum þegar augu fólks opnast. Sannleikurinn varir um ei- lífð, en lygin býr í myrkrinu þar sem ekkert er. Frétt Mogga um Ivönku og forsetann er dæmigerð rúvísk ekki-frétt sem elur á for- dómum, heift og hatri. Hatarar eru afsprengi áratuga rúvískrar lygi um Ísrael og afleiðing dag- skrárvalds sósíalista í íslensku samfélagi. Þjóðin er á harðahlaup- um í átt að hyldýpi Svörtulofta en ég spái frelsi og réttlæti sigri og við stríðslok verði farið með slag- brand og hengilás að fréttastofu RÚV þegar þjóðin segir: Aldrei framar rúvískar ríkisfréttir. Eitthvað er rotið innan Danaveldis Eftir Hall Hallsson » Sannleikurinn varir um eilífð, en lygin býr í myrkrinu þar sem ekkert er. Hallur Hallsson Höfundur er fréttamaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.