Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 21

Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 21
fyrr á árum þar sem Bakkus réð för, hve illa hann hefði farið með líf sitt og fjölskyldu sinnar til fjölda ára, ekkert var dregið undan. Steini sagði að á þeim tíma hefði verið óhugsandi að sjá fyrir það líf sem beið hans í sveitasælunni á Gunnlaugs- stöðum umvafinn ást og um- hyggju Hjördísar og hundanna. Ég fór þá að undra mig á því að hann væri öðruvísi en aðrir alkóhólistar sem þyrftu gjarn- an stuðning AA-samtakanna og trúnaðarmanns til að halda sér frá flöskunni en það gerði Steini síðustu 25 árin. Þá horfði Steini á mig með sínu glettna brosi og sagðist fara daglega á AA-fund og eiga besta trún- aðarmann sem hugsast gæti en hans AA-fundir væru haldnir á Gunnlaugsstöðum með ein- lægum og heiðalegum samtöl- um við Skugga sem aldrei tæki af honum orðið og sýndi full- koma hollustu og stuðning. Mér hefur alltaf þótt undurvænt um þessa stund okkar sem ein- kenndist af gagnkvæmu trausti og vináttu. Við áttum okkur líka sam- eiginlegt áhugamál sem var kleinubakstur. Steini bókstaf- lega elskaði kleinurnar mínar og reyndi ég því að sjá til þess að ætíð væru til kleinur í fryst- inum á Gunnlaugsstöðum. Hann sparaði þær og gaf ein- ungis útvöldum gestum að smakka sem við grínuðumst gjarnan með. Eins og þeir vita sem áttu vináttu Steina var hann ein- staklega hlýr maður og vinur vina sinna. Æðruleysi og jákvæðni voru sterkir eiginleikar í fari hans þessi síðustu ár eftir að heils- unni fór að hraka. Honum leið best heima á Gunnlaugsstöðum en hvatti Hjördísi til þess að fara á mannamót og ferðast bæði hérlendis sem og erlendis. Samspil þeirra tveggja var fal- legt, þau gengu í takt og vógu hvort annað upp eins og gjarn- an gerist í góðum hjóna- böndum. Það hefur verið aðdáunar- vert að sjá hvernig Hjördís hef- ur staðið eins og klettur við hlið Steina í veikindum hans, ósérhlífin eins og henni einni er lagið. Söknuður ferfætlinganna á Gunnlaugsstöðum er vafalaust mikill svo ekki sé talað um missi Hjördísar vinkonu minn- ar. Votta ég Hjördísi og að- standendum öllum mína inni- legustu samúð og megi vinur minn hvíla í friði. Guðrún Frímannsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 ✝ Sigrún Jóns-dóttir fæddist á Dalvík 1. júlí 1927. Hún lést 13. mars 2019 á Akur- eyri. Sigrún var dótt- ir hjónanna Jóns Sigurðssonar og Kristínar Arn- grímsdóttur. Hún var elst sjö syst- kina, þau eru Ás- dís, f. 1929, Gunnþóra, f. 1931, Sveinn, f. 1939, Arngrímur, f. 1943, Ingigerður Lilja, f. 1943, og yngstur er Gunnar, f. 1945. Árið 1949 giftist hún Eiríki Jónssyni frá Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá, f. 1924, d. 1998. Þau eignuðust þrjú börn. 1. Oddný Rósa Eiríksdóttir, f. 1949, gift Finn Roar Berg, f. 1956. Börn hennar og Grétars Sævars Sverrissonar af fyrra hjónabandi eru Eiríkur Rúnar er kvæntur Lísebet Hauksdóttur og eiga þau þrjú börn. Jóhann Gunnar Malm- quist í sambúð með Gemmu Montoliu Valor. Oddur Viðar Malmquist í sambúð með Lauf- eyju Huldu Jónsdóttur og eiga þau eina dóttur. Sigrún ólst upp á Dalvík, fór ung í kvennaskólann á Blöndu- ósi. Þaðan lá leiðin inn á Akur- eyri þar sem hún vann ýmis störf, meðal annars í þvotta- húsi KEA, á saumastofu Heklu, saumastofunni Gefjun en lengst af hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Sigrún hafði mikinn áhuga á handavinnu og las mikið. Sigrún var með- limur í Styrktarfélagi vangef- inna og fatlaðra og sá meðal annars um þorrablót á Sól- borg. Hún var um árabil í Kvenfélagi Akureyrarkirkju og sá um að klæða fermingar- börn í kyrtla fyrir fermingu. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 22. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sverrisson, giftur Lise Ostlund og á þrjú börn. Margrét Grétarsdóttir og á hún þrjú börn. 2. Jón Eiríksson, f. 1952, kvæntur Jónínu Hólmfríði Hafliðadóttur, f. 1954, og eiga þau þrjú börn, Eiríkur Jónsson kvæntur Brynhildi Ástu Óskarsdóttur Bjartmarz og eiga þau tvö börn. Sigrún Jónsdóttir gift Ólafi Hauki Johnson. Hafliði Þórir Jóns- son, unnusta Marisu Hing- prakhon. 3. Gunnar Viðar Ei- ríksson, f. 1953, kvæntur Karen Malmquist, f. 1961, og eiga þau þrjá syni, Rúnar Gunnarsson af fyrra hjóna- bandi með Brynju Skarphéð- insdóttur en fyrir átti hún Arnar Bergþórsson. Um leið og við fjölskyldan kveðjum ástkæra tengdamóður mína Sigrúnu, langar mig til þess að minnast hennar og Ei- ríks tengdaföður míns með inni- legu þakklæti. Ég hitti þessi sómahjón í fyrsta skipti fyrir um 47 árum þegar Jón sonur þeirra fór með mig norður til Akureyr- ar til þess að kynna mig fyrir foreldrum sínum. Móttökurnar voru höfðinglegar og mikið haft við eins og ævinlega þegar gesti bar þar að garði. Ég man eftir því hvað tengdafaðir minn var glettinn og hafði gaman af því að grínast á góðlátlegan hátt við þessa feimnu stúlku. Sigrún vildi fá að vita hverra manna þessi unga dama var, sem henni fannst ekki taka nógu vel til matar síns. Tengdamóðir mín var stór- huga og myndarleg kona í alla staði og tók alltaf á móti gestum af rausnarskap. Hún var ákaf- lega dugleg að baka og fyllti frystikistuna reglulega af bakk- elsi svo að nóg væri til þegar gesti bæri að garði. Voru þá bornar á borð margar gerðir af „brauði“ til þess að gera vel við gestina. Tengdaforeldrar mínir voru bæði duglegir og vinnusamir. Sigrún var að mínu mati ein duglegasta manneskja sem ég þekki. Hún vann mikið alla tíð utan heimilis en hugsaði jafn- framt vel um fjölskylduna. Ei- ríkur tengdafaðir minn var lærð- ur húsasmiður, en ákvað síðan að fara suður og afla sér kenn- araréttinda einn vetur. Hann var eftir það smíðakennari í Oddeyrarskóla á Akureyri. Sig- rún vílaði ekki fyrir sér að vera ráðskona á Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði einn vetur til þess að sjá fyrir fjölskyldunni veturinn sem Eiríkur tengdafað- ir minn var í kennaraskólanum. Síðar vann Sigrún í fiski og ekki var óalgengt að farið væri til vinnu klukkan 6 að morgni og unnið var lengi frameftir. Með mikilli vinnu og harðfylgi byggðu tengdaforeldrar mínir sér fallegt einbýlishús. Þrátt fyrir mikla vinnu gaf Sigrún sér tíma til þess að láta gott af sér leiða. Hún tók virkan þátt í fjár- öflun vegna uppbyggingar Sól- borgar, heimilis fyrir fatlaða svo að hægt væri að búa sem best að því fólki sem þar bjó. Sigrún og Eiríkur voru áhugasöm um að kynnast og umgangast barnabörnin sín. Eftir að Eiríkur varð smíða- kennari átti hann frí yfir sum- armánuðina. Tók Sigrún sér þá einnig leyfi frá vinnu. Buðu þau þá börnunum okkar, þeim Ei- ríki, Sigrúnu og Hafliða Þóri að vera hjá sér í heilan mánuð. Var þá mikið dekrað við börnin og m.a. farið með nesti í Kjarna- skóg á góðum sumardögum. Eiríkur tengdafaðir minn rétti okkur hjónunum hjálpar- hönd heilt sumar á meðan verið var að reisa húsið okkar. Þannig studdu þau okkur mikið og kunnum við þeim innilegar þakkir fyrir. Alltaf var notalegt að heim- sækja Sigrúnu og Eirík. Eiríkur fékk Parkinsons-sjúkdóm sem er grimmur sjúkdómur. Glímdu tengdaforeldrar mínir við hann í mörg ár. Þau tókust á við þetta erfiða verkefni af æðruleysi. Eftir þetta erfiða tímabil fór Sigrún með okkur í nokkrar sólarlandaferðir sem við nutum öll. Mig langar til þess að þakka tengdaforeldrum mínum elsku og góðsemi. Minningin um yndislegar stundir með ykkur mun lifa í hjarta okkar. Jónína H. Hafliðadóttir. Við systkinin eigum ófáar minningar frá tímanum sem við eyddum hjá ömmu Sigrúnu og afa Eiríki á Akureyri. Á hverju ári tóku þau á móti okkur fjöl- skyldunni um páskana og þegar komið var af skíðum úr fjallinu beið hún tilbúin með stórsteik á borðinu, já og eftirrétt, hann skyldi sko ekki vanta! Hún amma var mikil matgæð- ingur sem vissi ekkert skemmti- legra en að fá fólk í mat eða kaffi. Hún var alltaf iðin við að baka kökur og brauð og alltaf átti hún nóg til í bakaraofninum. Það mátti treysta því að frysti- kistan var líka full. Ef þetta átti að vera gott var sagt „það skal vera veisla og brauð með“. Eins varð henni á orði að hún vildi nú sennilega ekki sjá það fjall af kökum sem komið hefur úr hrærivélinni. Yfir sumartímann vorum við systkinin oft fyrir norðan í nokkrar vikur jafnvel mánuði í senn. Amma lagði sig alltaf fram við að allir hefðu nóg fyrir stafni. Hvort sem það var að fara í Kjarnaskóg með nesti, sundferðir, spila rommí, eða fara í Vín og kaupa ís. Einnig lumaði hún stundum á frímiðum í bíó í ruslaskúffunni sinni sem voru vel nýttir – það voru allir dagar fullir af ævintýrum! Það er enginn sem las eins mikið og amma og það var reglulegur liður að fara á Amts- bókasafnið að ná í bækur til að lesa á kvöldin. Á meðan hún skipti út bókum fengum við stundum að velja okkur eina eða tvær videóspólur líka til að leigja. Oftar en ekki varð fyrir valinu einhver góð Bond mynd sem við afi skemmt- um okkur vel yfir. Það var samt ekkert betra en að sofna í fang- inu hjá henni þar sem hún sagði sínar sögur, söng lög, og strauk bakið. Það var alltaf svo gott að vera hjá henni ömmu! Hún var sterk og harðdugleg kona, sennilega sú duglegasta sem við höfum kynnst. Hún var ávallt fyrst á fætur á morgnanna og kvartaði aldrei undan einu né neinu. Ekki þarf að nefna gæsku hennar, kærleik, og réttsýni, en henni þótti afar mikilvægt að öll barnabörnin fengju jafnt, ekki mátti skeika krónu. Hún lagði líka mikla vinnu í að halda sambandi við sitt fólk og ekki þurfti að minna hana á einn einasta afmælisdag hjá ætt- fólki sínu því alla mundi hún. Henni þótti alltaf gaman að spjalla og okkur fannst jafn- framt gaman að spjalla við hana. Hún var alltaf áhugasöm um hvað við hefðum fyrir stafni sem og barnabarnabörnin og sýndi öllum mikinn áhuga. Sérstaklega síðustu ár töluðum við nánast vikulega saman, oft löngum stundum, og þykir okkur gríðar- lega vænt um þann tíma. Elsku amma okkar, við munum sakna þín, hlýju þinnar og kærleika. Eiríkur Jónsson, Sigrún Jónsdóttir, Hafliði Þórir Jónsson. Kær vinkona mín er fallin frá. Eitt sterkasta einkenni vin- áttu okkar var að engu máli skipti hversu stopult sambandið gat orðið í amstri daganna. En „tíminn líður trúðu mér“ og varð að árum og áratugum. Haustið 1972 fengum við stöllurnar íbúð leigða á jarðhæð þeirra heiðurshjóna Sigrúnar og Eiríks í Suðurbyggð 16. Það var komið að síðasta vetri í MA. Við vinkonurnar höfðum kynnst á heimavistinni, báðar utan af landi og við settar inn á einn ganginn á karlavistum í upphafi skólagöngunnar ásamt öðrum stúlkum úr strjálbýlinu. Það var e.t.v. sterkasta merki þess að tímarnir voru að breyt- ast; fleiri stelpur fóru í mennta- skóla og kvennavistirnar barns síns tíma. En þarna undir blálokin í fjögurra vetra námi duttum við í lukkupottinn. Ekki man ég í smáatriðum hvernig þetta æxl- aðist. Eflaust hefur íbúðin verið auglýst og við sótt um. En svo mikið er víst að það var okkar stóra lán. Umhyggju þeirra hjóna var viðbrugðið og engu líkara en þau tækju okkur sem eigin börnum, slík var elskusemin. Kvöldkaffi á efri hæðinni varð að föstum punkti í lífi okkar og aldrei var vandamál að fá að þvo þvott ef mikið lá við eða fá að- gang að símanum ef við þurftum að heyra í foreldrum okkar. Kvöldin löng var svo spjallað í stofunni hjá þeim hjónum. Það er erfitt að lýsa eða gera sér grein fyrir hvað þetta skipti miklu máli. Þau voru ekki einu hjónin sem tóku okkur í fangið á þessum árum. Bestu vinir okkar vinkvennanna innan skólans voru úr hópi Akureyringa. For- eldrar þeirra gerðu nákvæmlega það sama. Við vorum alls staðar velkomnar, urðum eins og hluti fjölskyldna þeirra og vinir ævi- langt. Ég er ekki viss um að þessar yndislegu og hjartahlýju mann- eskjur hafi áttað sig á því hversu gott þetta gerði okkur. Þarna var íslensk gestrisni og umhyggja fyrir ungviðinu höfð í hávegum. Þegar ég nú horfi á mín barnabörn á svipuðum aldri skynja ég enn betur hversu ung við vorum þegar við hleyptum heimdraganum. Þá var ekki ónýtt að falla í faðm foreldra annarra, getað spjallað og leitað ráða þegar maður þurfti að greiða úr dag- legum áskorunum því símtal í næsta kaupstað kostaði mikið og því alls ekki sjálfsagt. En svo mikið er víst að þau hjón Sigrún og Eiríkur voru sem klettur í lífi mínu þennan síðasta vetur í MA. Ég fæ þeim seint fullþakkað. Að lokum til ykkar kæra fjöl- skylda: mínar dýpstu og einlæg- ustu samúðarkveðjur vegna frá- falls Sigrúnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Filippía Þóra Guðbrands- dóttir (MA 1973). Sigrún Jónsdóttir kollinum. Hann var sannur herramaður og opnaði ávallt bíl- dyrnar fyrir ömmu. Hann var sérlega handlaginn og stöðugt að dytta að bílunum sínum. Stundum tók hann við notuðum bílum sona sinna og þeir gengu í endurnýjun lífdaga hjá honum, urðu sem nýir á eftir. Ég spurði afa nýlega um minningar hans frá æskuár- unum. Með glampa í augum minntist hann á þá bræður smíða kassabíla. Fóru þeir í trésmiðjuna Dverg, sem var í sömu götu og heimili þeirra, og fengu smiðina til að saga fyrir sig spýtur og dekk í kassabílana. Þá minntist hann með ánægju og hlýju á skíðaferð í Hveradali með hópi ungmenna í langferðabíl en hann hafi mjög gaman af því að fara á skíði. Afi saknaði ömmu mikið eftir að hún dó og ég er viss um að hún hefur tekið vel á móti hon- um þegar hann kvaddi þennan heim. Ég þakka starfsfólkinu á Bylgjuhrauni þá alúð og hlýju sem það sýndi afa síðustu ævi- árin hans. Blessuð sé minning afa míns. Áslaug Ósk. ✝ Árný AnnaGuðmunds- dóttir fæddist 15. júní 1932 á Más- stöðum í Innri- Akraneshreppi. Hún lést 10. mars á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Gunnarsson, bóndi á Másstöðum, og Elka Guðrún Aradóttir, húsmóðir að Másstöðum. Árný Anna var alla tíð kennd við Másstaði (Adda frá Más- stöðum). Hún var næstelst 10 systkina og átti þrjú eldri syst- kyni sammæðra; Jóhannes, Hreggvið og Báru. Árný eignaðist alls átta börn. Guðmundur Eggert, fæddur 1951, faðir Björn Jó- hann Guðmundsson. Þor- grímur Rúnar, fæddur 1956, Hafsteinn Heiðar, fæddur 1957, Emil Már, fæddur 1959, látinn 2015, Her- mann Þór, fæddur 1960, Ólína Björk, fædd 1963, faðir þeirra Kristinn Hallbjörn Þor- grímsson. Guð- laugur Magni, fæddur 1967, Dav- íð Jóhann, fæddur 1968, faðir þeirra Davíð Guðráður Garðarsson. Árný giftist Kristni Þor- grímssyni 1958, þau skildu. Árný giftist Davíð Guðráði 1966, þau skildu. Árný giftist Guðmundi Jónssyni frá Mýrar- tungu 1984. Guðmundur lést 20. október 1991. Fyrri hluta ævi sinnar sinnti Árný húsmóðurstörfum og í framhaldi einnig almennum verkakvenna- og umönnunar- störfum. Afkomendur nálgast 60. Útför Árnýjar Önnu fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 22. mars 2019, klukkan 14. Árnýju kynntist ég fyrir rúmum þrjátíu árum er ég og yngsti sonur hennar rugluðum saman reytum. Ég man enn okkar fyrstu kynni en hún tók brosandi á móti sautján ára stúlkunni sem var frekar ótta- slegin að hitta tengdamóður sína í fyrsta sinn og vissi ekki þá að nýr lífsþráður var í spunasnældunni. Árný Anna kom mér fyrir sjónir sem ekta húsmóðir af gamla skólanum enda hafði hún verið ráðskona í sveit á mörgum bæjum og kunni vel til verka. Hvergi hef ég fengið jafn góða sviðasultu eins og hjá henni svo ekki sé minnst á lagtertuna hennar með bananakreminu! Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana tengdamóður mína. Hún bar þess merki á margan hátt. Hún var einstak- lega sjálfstæð en skaplyndi hennar þvældist stundum fyrir henni. Ég held að hjónaband hafi ekki átt við hana en þrátt fyrir það eignaðist hún átta börn með þremur mönnum og fór það svo að Árný Anna varði stórum hluta ævi sinnar sem einstæð móðir með stóra barnahópinn sinn. Árný Anna eignaðist sjö syni og eina dóttur. Fyrir fimmtíu til sextíu árum áttu einstæðar mæður ekki um margt að velja ef þær vildu halda börnunum hjá sér, þess vegna starfaði hún sem ráðs- kona í mörg ár. Í sveitinni var húsaskjól og matur. Ég hef allt- af borið virðingu fyrir Árnýju fyrir að hafa tekist að koma börnunum til manns og eru af- komendur hennar fjölmargir. Það getur verið erfitt að átta sig á hvort áföll sem henda mann í lífinu geti kallað yfir mann andleg veikindi eða hvort áföll hafi skollið á vegna and- legra veikinda. Þannig var um tengdamóður mína. Skaplyndi hennar reyndi á hennar ástvini og því miður lokuðust sumar dyr. Fáir hafa þó reynst henni eins vel og Davíð Jóhann, fyrrverandi eiginmaður minn. Þolinmæði hans og gæska var einstök og alla tíð óslitinn þráðurinn á milli þeirra tveggja. Árný kenndi mér margt í líf- inu en þó fyrst og fremst að mannsálin getur verið flókin. Ég kveð nú Árnýju Önnu Guðmundsdóttur frá Másstöð- um og þakka henni samfylgd- ina. Guðrún Hafsteinsdóttir. Árný Anna Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.