Morgunblaðið - 22.03.2019, Qupperneq 27
Geir Rögnvaldsson
Ásthildur Jóhanna Guðmundsdóttir
húsfreyja
Pétur Thorsteinsson
kaupmaður á Bíldudal
Guðrún Pétursdóttir Egilson
matselja í New York, á Ítalíu og Spáni
Gunnar Egilsson
verslunarerindreki í New
York, á Ítalíu og Spáni
Helga Egilson
hannyrðakona og
fyrirmynd að Dimmalimm
Elísabet Þórarinsdóttir
húsfreyja
Markús Sigurjónsson
skipstjóri hjá
bandaríska hernum
Jóhanna Sigurjónsdóttir
ljósmyndari í Rvík
Hörður Sigurjónsson
flugstjóri hjá
Flugfélagi Íslands
Þorsteinn Sveinbjörnsson Egilson
kaupmaður í Hafnarfirði
Benedikt Gröndal
náttúrufr., kennari og skáld
Pétur J. Thorsteinsson
sendiherra
Katrín Thorsteinsson
húsfreyja í Viðey
Guðmundur Thorsteinsson
„Muggur“ listamaður
Gunnar Egilson
klarinettuleikari
Katrín Dalhoff fiðluleikari
í Sinfóníuhljómsveit
Íslands og hljómsveitum
erlendis
Bjarni Bjarnason
gamanvísnasöngvari
Jensína Bjarnadóttir
húsfreyja
Björn Ólafur Björnsson
bóndi í Álftártungu á
Mýrum í Borgarfirði
Sigríður Björnsdóttir
húsfreyja í Rvík
Sigurjón Markússon
stjórnarráðsfulltrúi í Rvík
Björg Jónsdóttir
húsfreyja
Markús F. Bjarnason
skólastjóri Stýrimannaskólans
Úr frændgarði Geirs Rögnvaldssonar
Rögnvaldur Sigurjónsson
píanóleikari
fyrst og fremst falið í forvörnum.
Áhugamál Geirs eru meðal annars
tónlist, lestur bóka og skák. „Ég
hlusta bara á klassík, komst aldrei út
úr henni, og þó. Ég hlustaði líka á
Bítlana og Rolling Stones en komst
aldrei lengra en það. Ég les bækur af
öllum toga og hef gaman af því að
tefla þótt ég sé ekkert góður, en ég á
marga vini og kunningja úr skák-
heiminum.“
Fjölskylda
Eiginkona Geirs er Guðlaug Ólafs-
dóttir, f. 22.2. 1954, aðstoðar-
skólastjóri Breiðagerðisskóla. Þau
búa í Reykjavík. Foreldrar hennar
eru hjónin Sigríður Helgadóttir, f.
18.11. 1925, fyrrv. starfsmaður
Landsbókasafnsins, og Ólafur
Helgason, f. 2.12. 1924, d. 24.5. 1987,
bankastjóri. Sigríður býr í Reykja-
vík. Systkini Guðlaugar eru þau Kar-
ítas sjúkraþjálfi, Helgi stórmeistari í
skák og Anna kennari.
Börn Geirs: 1) Klara Geirsdóttir
Egilson, f. 11.3. 1971, blaðamaður,
bús. í Reykjavík. Móðir: Rósa Ing-
ólfsdóttir. Börn: Ingólfur Máni Her-
mannsson og Guðmundur Galdur
Snorrason 2) Ragnheiður Katla
Geirsdóttir, f. 26.9. 1972, hönnuður,
bús. í Reykjavík. Móðir: Hjördís Ket-
ilsdóttir. Börn Geirs og Guðlaugar
eru 3) Sigríður Geirsdóttir, f. 22.9.
1982, verkefnastjóri hjá LHÍ. Maki
hennar er Magnús Ragnarsson, org-
anisti og kórstjóri. Þau búa í Reykja-
vík. Börn: Geir Hannes Jónsson og
Herdís Anna Jónsdóttir. Synir
Magnúsar af fyrra hjónabandi eru
Ísak, Jakop og Freyr; 4) Rögnvaldur
Árni Geirsson, f. 27.12. 1986, lög-
fræðingur. Maki hans er Steinunn
Hauksdóttir nemi. Þau búa í Reykja-
vík; 5) Helga Geirdóttir, 7.1.1990,
mannfræðingur og flugfreyja. Maki
hennar er Kristinn Steinar Kristins-
son verkfræðingur. Þau búa í
Reykjavík.
Bróðir Geirs er Þór Rögnvaldsson,
f. 7.12. 1944, kennari, bús. í Reykja-
vík.
Foreldrar Geirs voru hjónin Rögn-
valdur Sigurjónsson, f. 15.10. 1918, d.
28.2. 2004, píanóleikari og yfirkenn-
ari við framhaldsdeild Tónlistarskól-
ans í Reykjavík, og Helga Egilson, f.
13.11. 1918, d. 1.9. 2001, hannyrða-
kona. Þau bjuggu í Reykjavík.
Hjónin Guðlaug og Geir stödd á Los
Cristianos á Kanaríeyjum.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Ítalskt nautsleður
Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr
Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr.
Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr.
Roby sófar fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Páll Hersteinsson fæddist íReykjavík 22. mars 1951.Foreldrar hans voru hjónin
Margrét Ásgeirsdóttir húsmóðir, f.
1920, d. 2015, og Hersteinn Pálsson
ritstjóri, f. 1916, d. 2005.
Páll lauk B.Sc. (Honours) prófi frá
Lífeðlisfræðideild Háskólans í Dun-
dee í Skotlandi 1975 og doktorsprófi
frá Dýrafræðideild Oxford-háskóla
1984. Doktorsverkefni Páls fjallaði
um atferði og vistfræði íslenska mel-
rakkans.
Páll var veiðistjóri 1985-1995 en
þá var hann ráðinn prófessor við Há-
skóla Íslands og gegndi því starfi til
dauðadags. Hans sérfræðisvið var
vistfræði spendýra.
Páll var afkastamikill fræðimaður
og eftir hann liggur fjöldi fræði-
greina í íslenskum og erlendum
tímaritum. Hann var ritstjóri bók-
arinnar „Íslensk spendýr“ (2004),
sem var tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna, og hann rit-
stýrði bókinni „Villt íslensk spen-
dýr“ (1993) ásamt öðrum. Pétur M.
Jónasson og Páll voru ritstjórar bók-
arinnar „Þingvallavatn – undra-
heimur í mótun“ (2002), fyrir hana
fengu þeir íslensku bókmenntaverð-
launin (2003). Uppfærð útgáfa henn-
ar kom út á ensku 2011. Eftir Pál
liggur einnig bók um dvöl hans við
refarannsóknir í Ófeigsfirði, smá-
sagnasafn, gamanleikrit og mynda-
bók með ítarlegri frásögn af ferli
refarannsókna á Hornströndum.
Auk starfa sinna sem prófessor
sinnti Páll mörgum opinberum störf-
um í þágu hins opinbera, háskóla,
fagtímarita og fagfélaga, bæði hér-
lendis og erlendis. Hann var virtur
vísindamaður á alþjóðavísu og fékk
ýmsar viðurkenningar fyrir störf
sín. Hann var kjörinn félagi í Kon-
unglegu dönsku vísindaakademíunni
árið 2004.
Páll var kvæntur Ástríði Páls-
dóttur sameindalíffræðingi, f. 2. apr-
íl 1948 í Reykjavík. Synir þeirra eru
Hersteinn rafmagnsverkfræðingur,
f. 1978, og Páll Ragnar tölvunar-
verkfræðingur, f. 1980.
Páll lést 13. október 2011
Merkir Íslendingar
Páll Hersteinsson
95 ára
Rakel Kristín Malmquist
90 ára
Jakob H. Sigfússon
Ragnar Jón Jónsson
85 ára
Sigurborg Bragadóttir
80 ára
Agnes Óskarsdóttir
Ágústa K. Johnson
Erling Ísfeld Magnússon
Finnur Tryggvason
Gunnur Salbjörg Friðriksd.
Hilmar Svavarsson
75 ára
Anna Huld Lárusdóttir
Guðmundur Skarphéðinss.
Hildur Eyjólfsdóttir
Jóhanna Hjörleifsdóttir
Katrín Guðmundsdóttir
Páll A. Jónsson
Sturla Þórðarson
70 ára
Geir Rögnvaldsson
Haraldur G. Magnússon
Jóna Guðmundsdóttir
Ólafur Gunnarsson
Ragna Lína Ragnarsdóttir
Sigurður P. Sigurðsson
Sigurður Sigurpálsson
60 ára
Anna M. Mazowiecka
Guðfinna Rósa Gunnarsd.
Halldóra Gunnarsdóttir
Jón Ægisson
Magnús Alfonsson
Margrét Þórarinsdóttir
Markús Ársælsson
Sigurður Björgvinsson
50 ára
Garðar Sigþórsson
Guðni Gunnarsson
Gunnar Þór Grétarsson
Halla Arnfríður Grétarsd.
Halldóra Blöndal
Halldór Örn Þorsteinsson
Hulda Jónína Jónsdóttir
Jóhanna Kristófersdóttir
Jón Örvar Kristinsson
Lóa Hrönn Harðardóttir
Steinunn Hulda Theodórsd.
Sveinn Sverrisson
Þorbjörg Gunnarsdóttir
40 ára
Agnieszka Kurzydlowska
Ásta Hrönn Hersteinsdóttir
Bjarki Björnsson
David William Patchell
Dominika Olga Skwarska
Estephany C. Congson
Henrique M. B. Churro
Ingvar Hermannsson
Jóhann Georg Möller
Kjartan Freyr Stefánsson
Linda Björk Guðmundsd.
Lis Ruth Klörudóttir
Phawinee Chansiri
Rafal Lukasz Grzas
Sandra Hrönn Sveinsdóttir
Svanhvít Elva Einarsdóttir
Þormar Melsted
30 ára
Ásta Björg
Nathanaelsdóttir
Bjarki Hjörleifsson
Elísabet Katla
Eyþórsdóttir
Elísa Rún Gunnarsdóttir
Heather Loweena Egan
Helga Lára Sigurðardóttir
Jón Ásgeir H. Þorvaldsson
Katarzyna Olichwier
Kristaps Jaksts
Steingrímur Sigurðsson
Sverrir Falur Björnsson
Tatiana Marie J. Marchon
30 ára Bjarki er úr Stykk-
ishólmi en býr í Reykjavík.
Hann er útskriftarnemi í
stjórnmálafræði við HÍ.
Maki: Jónína Riedel, f.
1993, nemi í félagsfræði
við HÍ.
Börn: Lóa Bóel, f. 2016,
og Hjörleifur Smári, f.
2018.
Foreldrar: Hjörleifur
Kristinn Hjörleifsson, f.
1957, og Magðalena Hin-
riksdóttir, f. 1960. Þau eru
bús. í Stykkishólmi.
Bjarki
Hjörleifsson
30 ára Elísa er Húsvík-
ingur en býr á Akureyri.
Hún er afgreiðslumaður
hjá N1.
Maki: Samúel Jón
Sveinsson, f. 1990, húsa-
smiður hjá Lækjarseli.
Börn: Júlía Fanney, f.
2010, og Guðjón Leó, f.
2012.
Foreldrar: Gunnar Gunn-
arsson, f. 1953, sjómaður,
og Sigríður Fanney Guð-
jónsdóttir, f. 1955, leik-
skóla- og sérkennari.
Elísa Rún
Gunnarsdóttir
30 ára Steingrímur er
Akureyringur og verka-
maður hjá rafvirkja-
fyrirtækinu Eltech.
Maki: Birgitta Björk Hall-
dórsdóttir, f. 1989, vinnur
í mötuneytinu á Sjúkra-
húsinu á Akureyri.
Börn: Alexandra, f. 2012,
og Viktoría, f. 2016.
Foreldrar: Sigurður Rún-
ar Ólafsson, f. 1965, vinn-
ur hjá Eimskipi, bús. á
Akureyri, og Sif Carlsen, f.
1966, bús. á Úlfsey.
Steingrímur
Sigurðsson
Til hamingju með daginn