Morgunblaðið - 22.03.2019, Side 31
Litir Myndirnar á sýningunni hefur Jóna
Guðrún unnið á sl. átta árum.
Opnun nefnist sýning sem Jóna Guð-
rún Ólafsdóttir hefur opnað í Gall-
eríi Braut, sem er nýr sýningar-
vettvangur fyrir myndlist á höfuð-
borgarsvæðinu. Galleríið er á
Suðurlandsbraut 16. Um er að ræða
aðra einkasýningu Jónu sem hefur
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
„Jóna stundaði nám í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1976-78.
Undanfarin ár hefur hún einnig sótt
námskeið í olíumálun hjá Myndlista-
skólanum í Reykjavík og Myndlista-
skóla Kópavogs m.a. undir leiðsögn
Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar,
Einars Garibaldi, Söru Vilbergs-
dóttur og Stephen Lárus Stephen,“
segir í tilkynningu. Sýningin stend-
ur til 31. mars og er opið virka daga
kl. 16-18 og um helgar kl. 14-17.
Gallerí Braut opn-
að með Opnun
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019
Fátt er eins viðbjóðslegt ogbrot gegn börnum. Of-beldi í hvaða mynd semer á reyndar ekki að líð-
ast en þegar afneitun og meðvirkni
taka völdin getur verið úr vöndu að
ráða. Spennusagan Dóttir Mýrar-
kóngsins eftir Karen Dionne er
raunsætt dæmi um það.
Mannshvörf vekja gjarnan at-
hygli og þungu fargi er létt þegar
fólk finnst heilt á húfi. Svo heldur
lífið áfram, fljótt fennir í sporin og
ný mál ná athyglinni. Sagan hefur
verið sögð, en oftar en ekki er
meira ósagt. Helena Pelletier er
dóttir Mýrarkóngsins og segir sögu
sína eins og hún var. Og dregur
ekkert undan.
Jakob Holbrook, faðir hennar, er
glæpamaður og svífst einskis. Hann
var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
barnsrán, nauðgun og morð.
Þegar hann strýkur úr fangelsi
rifjast upp fyrir Helenu fyrstu 12
ár hennar, í einangrun í nið-
urníddum bóndabæ á mýrarsvæði í
norðvesturhluta efri Michigan-
skagans í Bandaríkjunum, skammt
frá landamærum Kanada. Þar hélt
hann mæðgunum án sambands við
umheiminn, án rafmagns. Án alls
sem lífið hefur í
raun upp á að
bjóða. Helena
kom föður sín-
um, sem rændi
móður hennar á
unglingsaldri og
gerði að sinni, í
fangelsi og
fyrsta hugsunin,
þegar hún
heyrði að hann væri laus, var að
verja eiginmanninn og dætur
þeirra tvær.
Saga Helenu er í einu orði
óhugnanleg. Mannvonska föður
hennar er með ólíkindum, argasta
villidýr í mannsmynd. En hún áttar
sig ekki á því fyrr en maðurinn
gengur laus á ný. Fimmtán árum
síðar. Enginn þekkir hann betur en
hún og því er hennar að taka næsta
skref.
Enginn getur gert sér í hugar-
lund upp á hverju mannræningjar
taka. Helena sér ekkert athugvert
við hegðun föður síns á uppvaxt-
arárunum, heldur að ofbeldið sé
eðlilegt. Móðir hennar er ekki
betri. Meðvirkni þeirra er algjör.
Sagan er átakanleg. Ekki er ann-
að hægt en að fyllast réttlátri reiði
við lesturinn og sjálfsagt er það til-
gangur höfundar. Frásögnin er
raunveruleg en svo sannarlega ekki
fyrir viðkvæma.
Reiði „Sagan er átakanleg. Ekki er
annað hægt en að fyllast réttlátri
reiði við lesturinn og sjálfsagt er
það tilgangur höfundar,“ segir í
rýni um bók Karenar Dionne.
Afneitun, meðvirkni
og kalt blóð
Spennusaga
Dóttir Mýrarkóngsins bbbmn
Eftir Karen Dionne.
Ragna Sigurðardóttir þýddi.
JPV-útgáfa, 2019. Kilja, 318 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Dagur kirkjutónlistarinnar verður
haldinn hátíðlegur í Hjallakirkju á
morgun milli kl. 10 og 15. Að sögn
skipuleggjenda er dagskráin hugs-
uð fyrir starfs-
fólk kirkjunnar
og allt áhugafólk
um kirkjutónlist.
Dagskráin
hefst með ávarpi
Agnesar M. Sig-
urðardóttur,
biskups Íslands.
Í framhaldinu
verða flutt örer-
indi: sr. Jón
Helgi Þórarinsson, formaður
Sálmabókarnefndar, ræðir til
hvers verið sé að gefa út sálma-
bækur; Guðný Einarsdóttir, org-
anisti sem situr í Sálmabókar-
nefnd, ræðir hvaðan nýju lögin
koma í sálmabókinni;
Guðmundur Sigurðsson, organ-
isti og formaður Kirkjutónlistar-
ráðs, ræðir hverju nýjar starfs-
reglur um kirkjutónlist breyti og
Margrét Bóasdóttir, söngmála-
stjóri þjóðkirkjunnar, ræðir hvert
skuli stefna í kórastarfi kirkj-
unnar. Milli erinda verða kynntir
og sungnir nýir sálmar.
Klukkan 12 hefst kóræfing fyrir
alla viðstadda undir stjórn Há-
konar Leifssonar.
Klukkan 13.10 flytur Haukur
Ingi Jónasson, sálgreinir og lektor
við Háskólann í Reykjavík, fyrir-
lestur um sálfræði safnaðar-
söngsins og kl. 14 hefst síðan
hátíðarmessa þar sem biskup Ís-
lands predikar og sr. Sigurður
Jónsson, sr. Sunna Dóra Möller og
sr. Karen Lind Ólafsdóttir þjóna.
Kór þátttakenda, Kór nemenda
Tónskóla þjóðkirkjunnar, Barna-
kórar Hafnafjarðarkirkju, Grad-
uale liberi og futuri í Langholts-
kirkju og Sönghópurinn Cantores
Islandiae syngja í messunni.
Stjórnendur og organistar eru
Lára Bryndís Eggertsdóttir, Há-
kon Leifsson, Sólveig Sigríður
Einarsdóttir, Helga Loftsdóttir,
Sunna Karen Einarsdóttir, Guð-
mundur Sigurðsson og Óskar
Einarsson.
Í lok messu verður afhent
heiðursviðurkenning fyrir sérstakt
framlag til kirkjutónlistar á Ís-
landi, en hana hlýtur Una Margrét
Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona
hjá RUV, fyrir útvarpsþætti sína,
Blaðað í sálmabókinni.
Dagur kirkjutónlistar-
innar haldinn hátíðlegur
Una Margrét
Jónsdóttir
Stúlkur stilla sér upp í listaverkinu
„Plasthafið opnast“, þar sem það er
sýnt í verslunarmiðstöð í Ho Chi
Minh-borg í Víetnam. Verkið er eft-
ir kanadískan listamann, Benjamin
Von Wong að nafni, og er alfarið
gert úr drykkjarrörum úr plasti,
alls 168 þúsund rörum. Plaströrin
voru öll fundin á götum úti í Víet-
nam þar sem vegfarendur höfðu
hent þeim eftir notkun.
Listverk Von Wongs, sem vísar
til Biblíusögunnar um Rauða hafið
sem opnaðist fyrir Móses og hans
fólki, hefur verið skráð í Heims-
metabók Guinness sem það um-
fangsmesta sem gert er úr plast-
rörum en um leið er það hörð ádeila
á þá gríðarlegu mengun sem plast
veldur á jörðinni.
Í plasthafinu Kanadískur listamaður komst í Heimsmetabók Guinness fyrir
þetta listaverk úr 168.000 plaströrum sem fundust á götum í Víetnam.
Listaverk sem deilir á plastmengunina
AFP
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 24/3 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 31/3 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00
Sun 31/3 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00
Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 13:00
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 23/3 kl. 19:39 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Lau 23/3 kl. 15:00 Lau 30/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 15:00
Lau 23/3 kl. 17:00 Sun 31/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas.
Sun 24/3 kl. 15:00 Sun 31/3 kl. 17:00 Lau 13/4 kl. 17:00
Sun 24/3 kl. 17:00 Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 17:00
Fös 29/3 kl. 18:00 Aukas. Lau 6/4 kl. 15:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas.
Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas.
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 22/3 kl. 19:30 Lau 23/3 kl. 22:00 Fös 29/3 kl. 22:00
Fös 22/3 kl. 22:00 Fim 28/3 kl. 21:00 Lau 30/3 kl. 19:30
Lau 23/3 kl. 19:30 Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 30/3 kl. 22:00
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s
Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s
Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s
Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s
Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 23/3 kl. 20:00 44. s Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Lau 6/4 kl. 20:00 46. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fös 22/3 kl. 20:00 6. s Fim 28/3 kl. 20:00 7. s Fös 5/4 kl. 20:00 8. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!