Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 36
NÆSTASTOPP?
WASHINGTON D.C. FRÁ
14.499kr.*
Tímabil: maí - júní 2019
NEW YORK FRÁ
15.499kr.*
Tímabil: apríl - júní 2019
MONTRÉAL FRÁ
15.499kr.*
Tímabil: apríl - maí 2019
TORONTO FRÁ
15.499kr.*
Tímabil: apríl - maí 2019
Tímabil: apríl - maí 2019
DETROIT FRÁ
15.999kr.*
BOSTON FRÁ
13.999kr.*
Tímabil: apríl - júní 2019
Hjá okkur færðu ódýrt flug til skemmtilegustu
borganna vestanhafs.Boston,NewYork,
Detroit ogWashington,D.C.bíða þín
í Bandaríkjunum,en ef Kanada er þér
fremur að skapi getur þú alltaf kíkt til
Toronto eða hinnarmögnuðuMontréal.
Hugsaðu stórt en borgaðuminnameð
WOWair
*Verðmiðast viðWOWbasic aðra leiðmeðsköttumef greitt ermeðNetgíró ogflugbókað framog til baka.
Blúsgítarleikarinn og -söngvarinn
Joe Louis Walker kemur fram á
Blúshátíð í Reykjavík sem hefst 13.
apríl og lýkur hinn 18. Walker mun
vera í hópi virtustu blústónlistar-
manna samtímans og hefur hlotið
Grammy-verðlaun og í fjórgang
Blues Music Award, eftirsóttustu
verðlaun blúsheimsins. Tónleikar
Blúshátíðar í Reykjavík fara fram á
hótelinu Hilton Reykjavík Nordica.
Joe Louis Walker á
Blúshátíð í Reykjavík
FÖSTUDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Þó að Erik Hamrén, þjálfari íslenska
landsliðsins í knattspyrnu, geti nú
teflt fram sterkara byrjunarliði en
hann hefur hingað til getað gert í
starfi er ástand leikmanna misgott
fyrir leik Íslands við Andorra í
undankeppni EM í kvöld. Óvíst er
hvort fyrirliðinn Aron Einar Gunn-
arsson verður í byrjunarliðinu þar
sem gervigrasvöllurinn er ekki upp
á það besta. »1
Hvernig stillir Hamrén
landsliðinu upp?
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Söngvaskáldið Ólöf Arnalds heldur
tónleika í menningarhúsinu Mengi
við Óðinsgötu 2 í kvöld kl. 21. Mun
hún koma upp úr djúpi vetrar með
alls konar sprota; ný stef og
textabúta sem hún hnýtir vand-
lega saman við lög sem hafa áður
fest sig í sessi,
eins og segir
um viðburð-
inn á Face-
book.
Óvæntir
gestir gætu
skotið upp
kollinum. Hús-
ið verður að
vanda opn-
að hálf-
tíma fyrir
tónleika.
Ólöf kemur upp úr
djúpi vetrar í Mengi
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Stundum getur raunveruleikinn
reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga.
Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur
Sigurgeirsson, grafískur hönnuður
og myndlistarmaður, og Magnús
Valur Pálsson, grafískur hönnuður
og kennari, nú í vikunni, en þá hafði
Þorfinnur samband við Magnús eftir
að hafa fengið skilaboð frá ókunn-
ugri konu á Facebook. Þorfinnur
hafði þær ótrúlegu fréttir að flytja
að skissubækur, og fleira, sem
Magnús hafði sent honum til Kanada
fyrir nær þrjátíu árum, en týndust í
pósti, væru komnar í leitirnar.
Um 1990 var Magnús Valur við
nám í Hollandi og Þorfinnur við nám
í Kanada. Þeir hafa verið perluvinir
frá æskuárunum og á þessum tíma
bættu þeir sér upp fjarlægðina á
milli sín með því að skiptast á skissu-
bókum með teikningum, dagbókum
og sendibréfum. Sumarið 1991 þeg-
ar Magnús var kominn heim til Ís-
lands en Þorfinnur enn í Kanada,
sendi Magnús honum þykkt umslag.
Í því voru þrjár skissubækur sem
Þorfinnur átti og geymdu ýmsar
persónulegar hugleiðingar og frá-
sagnir, m.a. af fyrstu uppvaxtar-
árum dóttur hans. Í umslaginu var
líka sendibréf og myndskreytt
draumadagbók sem Magnús hafði
skráð í Hollandi.
Stuttu seinna hringdi Þorfinnur
miður sín í Magnús. Hafði hann þá
fengið í hendur tægjur af umslaginu
en nær allt innihaldið vantaði. Þeir
hafa syrgt þessar horfnu bækur í 28
ár og oft rætt um þær. Funduðu
meira að segja með póst- og síma-
málastjóra á sínum tíma vegna
hvarfsins sem ekki fengust skýr-
ingar á.
En svo bárust nú á miðvikudaginn
óvænt skilaboð frá Ólínu Kristínu
Jónsdóttur, hjúkrunarfræðingi í
Grafarvogi. Hún hafði á unglings-
árum verið au pair í Gimli í Mani-
toba í Kanada um svipað leyti og
Þorfinnur var við nám í Montreal.
Ári eftir að hún flutti heim fékk hún
sendingu frá fjölskyldunni úti og þar
voru umræddar bækur sem hún
kannaðist ekkert við, en setti ofan í
kassa og gleymdi þeim. Þegar hún
rakst á bækurnar við flutninga fyrir
stuttu ákvað hún að reyna að koma
þeim í hendur rétts eiganda. Hún
rakst á nafn Þorfinns utan á einni
bókinni og hafði uppi á honum.
„Á dauða mínum átti ég von, en
ekki bjóst ég við að sjá þessar bækur
aftur,“ segir Þorfinnur. „Þetta er
kannski ómerkilegt í augum annarra
en fyrir okkur eru þetta gull og ger-
semar,“ segja þeir félagar og eru af-
ar þakklátir Ólínu fyrir að farga ekki
bókunum.
Morgunblaðið/Eggert
Tapað-fundið Vinirnir Þorfinnur Sigurgeirsson og Magnús Valur Pálsson með góssið sem þeir endurheimtu.
Komu í leitirnar nær
þrjátíu árum seinna
Glataðar skissubækur og dagbækur fundust óvænt