Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019FRÉTTIR Undanfarin ár hefur starfsemi Deloitte á Íslandi eflst og vaxið og er meiri breidd komin í þjónustu- framboðið. Undir stjórn Sigurðar Páls Haukssonar hefur m.a. verið unnið að því að byggja upp nýtt ráðgjafarsvið sem veitir stefnu- markandi stjórnendaráðgjöf. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Markmið okkar er að vera ávallt leiðandi í faglegri þjónustu og er það viðvarandi áskorun, sérstaklega á markaði þar sem ríkir hörð samkeppni. Um þessar mundir eru svo blikur á lofti í efnahagsmálum sem munu snerta okkur eins og öll önnur fyrirtæki. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Ég sótti UT-messuna í Hörpu núna í febrúar þar sem ég hlust- aði meðal annars á kollega minn, Sheree Atcheson, halda erindi um mikilvægi fjölbreytni og þess að tryggja þátttöku ólíkra sam- félagshópa í tækni. Við höfum lagt mikla áherslu á að styðja við og taka virkan þátt í þeirri um- ræðu meðal annars með því að styðja við Jafnvægisvog FKA sem kynnt var til leiks í fyrra. Hugsarðu vel um líkamann? Kroppur og andi eru eitt svo ég rækta kropp og anda með eins mörgum ferðum í Vesturbæj- arlaugina og rúm er fyrir. Borða góðan mat og held í hefðir. Vermi kirkjubekk reglulega og á sumrin geng ég til fjalla með fólkið mitt. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Rekstrarumhverfið hefur verið í góðu jafnvægi undanfarin ár en Íslendingar eru enn of gjarnir á að innleiða séríslenskar reglur á ýmsum sviðum, sem skapar flækj- ur, óþarfa kostnað og dregur úr samkeppnishæfni atvinnulífsins. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Rækta tengsl við fólk, kollega, viðskiptavini og fleiri innanlands sem utan. Passa að gefa einkalíf- inu rými og læra eitthvað nýtt. Ganga, hugsa og þegja. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Ég myndi klára innleiðingu Evrópureglna á sviði endurskoð- unar eininga tengdra almanna- hagsmunum. Það hefur tekið of langan tíma að ljúka því máli með tilheyrandi óvissu fyrir íslensk fyrirtæki. SVIPMYND Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte Erum allt of gjörn á að innleiða séríslenskar reglur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigurður Páll segist gæta þess að rækta kropp og anda með tíðum ferðum í bæði sund og kirkju. NÁM: Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1988; viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1992 og löggilding til endurskoðunar 1998. STÖRF: Ég útskrifaðist úr viðskiptafræðinni frá HÍ 1992 og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 1998. Fyrsta rúma árið eftir útskrift starfaði ég hjá endurskoðunar- og bókhaldsstofunni Uppgjöri en hóf síðan störf hjá Deloitte árið 1994 og hef verið forstjóri síðustu fimm árin. ÁHUGAMÁL: Helstu áhugmálin eru samvera með fjölskyldunni, gönguferðir um fjöll og firnindi og svo er Skagafjörðurinn þar sem ég á rætur og bjó í níu ár ofarlega í huga flesta daga. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er kvæntur Guðbjörgu Jóhannesdóttur, sóknarpresti í Langholtskirkju, og við eigum fimm börn, að mestu uppkomin, þrjár stelpur og tvo stráka. Svo hafa bæst við fjölskyld- una einn tengdasonur og tvær tengdadætur, mikil tímamót eru svo í vændum því von er á fyrsta barnabarninu innan tíðar og við erum öll mjög spennt yfir nýju hlutverki og ábyrgð. HIN HLIÐIN FARARTÆKIÐ Það ku þykja agalega smart hjá ungu framafólki að þjóta á milli staða á hjólabretti – helst í jakkaföt- um eða dragt og með skjalatöskuna í annarri hendi. Í stórborgum úti í heimi er jú hjólabrettið afskaplega hentugt til að komast hratt og vel á milli staða, og það tekur ekki eins mikið pláss á skrifstofunni og reið- hjól eða hlaupabretti. En það gengur ekki að spana um bæinn á bretti sem gert er fyrir ung- linga, þegar fólk er komið með him- inhá laun, farið að borga fasteigna- lán, safna postulínsbollum og gera allskonar fullorðins. Franska tískuhúsið Chanel er með lausnina: agalega fínt hjóla- bretti sem sómir sér vel undir vand- lega pússuðum lakkskóm, eða þess vegna uppi á vegg inni á horn- skrifstofunni. Brettið er skreytt með merki Cha- nel bæði að ofan og neðan, en neðri hliðin er máluð til að herma eftir tíg- ullaga útsaumnum sem prýðir flíkur og handtöskur Chanel. Brettið kostar 7.700 dali hjá Cha- nel.com. ai@mbl.is Chanel-brettið kostar 7.700 dali. Hlaupa- bretti fyrir sterkefnaða Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið Íshúsið ehf ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur viftur.is -andaðuléttar hljóðlátu baðvifturnar Stundum þarf maður bara smá frið Samkeppniseftirlitið hefur sam- þykkt samruna Kviku banka hf. og Gamma Capital Management hf. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins kemur fram að ekki séu fyrir hendi vísbendingar um að samruninn muni leiða til myndunar eða styrkingar markaðsráðandni stöðu samruna- aðila á neinum markaði og að ekki verði séð að samkeppni á mörkuðum raskist að öðru leyti með umtals- verðum hætti. Með kaupunum verð- ur Gamma að dótturfélagi Kviku. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna fyrir útistandandi hlutafé fé- lagsins. peturhreins@mbl.is Kaup á Gamma samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.