Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 7
Benedikt Hálfdanarson man þegar
hann starfaði við það sem ungur mað-
ur, um miðjan 9. áratuginn, að fóðra
fiska í kvíum í Hvammsvík, þar sem
hann notaði skóflu til að kasta fóðri út
í kvíarnar. „Þessar kvíar hafa varla
verið meira en 40 eða 50 metrar í um-
mál og framleiðslan mældist í nokkr-
um tugum tonna yfir árið. Í dag er al-
gengt að kvíar séu allt að 200 metrar í
þvermál, 40-50 metra djúpar og fram-
leiðslan upp úr einni laxeldiskví í
Noregi í kringum 1.000 tonn af fiski,“
segir hann.
Benedikt er framkvæmdastjóri
Vaka fiskeldiskerfa ehf. og heldur er-
indi á Strandbúnaðarráðstefnunni
sem haldin verður á Grand Hótel
Reykjavík dagana 21. til 22. mars.
Þar ætlar hann að fjalla um þær
miklu breytingar sem orðið hafa á
sjókvíaeldisbúnaði.
Fjarstýrð fóðrun
Framfarirnar sem orðið hafa í
tækninni sem greinin notar sjást t.d.
á því að fiskurinn er ekki lengur fóðr-
aður með handafli. „Í stað þess að
vera með menn á bátum sem dreifa
fóðri fer fóðrunin fram með fóð-
urkerfum sem er fjarstýrt úr landi.
Fóðrið er geymt á stórum fleka sem
er útbúinn blásurum sem feykja fóðr-
inu út um rör og yfir í hverja kví. Hjá
Arnarlaxi er t.d. fóðrunin í höndum
starfsmanna á Bíldudal sem sitja við
tölvur og stjórna því þaðan, fjarri kví-
unum, hvenær blásararnir fara af
stað,“ útskýrir Benedikt. „Ekki nóg
með það heldur eru myndavélar sem
fylgjast með því hvort fiskurinn er
örugglega að éta fóðrið, og hægt að
sjá í stjórnstöðinni ef fóðuragnir eru
teknar að falla í gegnum fiskvöðuna
og stoppa þá fóðrunina. Mælar ofan í
kvíunum vakta stærð fiskanna og
staðsetningu þeirra í kvínni svo að
megi sjá betur hvernig fiskurinn vex
og haga fóðruninni þannig að hún
skili sem mestum árangri. Útkoman
er sú að í dag tekst laxeldisstöðvum
að búa til eitt kíló af eldisfiski fyrir
hvert kíló af fóðri, sem er einstakur
árangur. Til samanburðar þarf a.m.k.
2,5 til 3 kg af fóðri fyrir hvert kíló af
próteini í kjúklingarækt.“
Bæta súrefnisaðstæður í kvíum
Vaki er rösklega 30 ára gamalt
fyrirtæki og hefur verið í fararbroddi
í þróun og smíði teljara og flokkara
fyrir fiskeldisstöðvar. Teljarar frá
Vaka geta talið milljónir seiða á
klukkustund, en skynjarar sem fyrir-
tækið framleiðir nota innrauðan ljós-
búnað til að gera skuggamynd af fiski
í kvíum og reikna þannig út stærð
fisksins og þyngd. Bandaríska stór-
fyrirtækið Pentair keypti Vaka árið
2016 með það fyrir augum að ná betri
fótfestu á fiskeldismarkaði: „Pentair
er 12.000 manna fyrirtæki og þekkt-
ast fyrir lausnir á sviði vatns-
meðhöndlunar og hreinsunar fyrir
iðnað og matvælaframleiðslu. Í gegn-
um Vaka skapaðist tækifæri til að
koma vatnsbúnaði Pentair betur á
framfæri við fiskeldisgeirann og er-
um við t.d. núna að bæta við vörulínu
okkar tækni frá Pentair sem dælir
lofti í sjókvíar til að bæta súrefn-
isaðstæður,“ segir Benedikt. „Raunin
er að kvíar eru orðnar mjög djúpar,
og höfð þétt net á efstu 5-6 metrunum
til að varna því að lúsalirfur komist að
laxinum. Vandinn við það er að minni
hreyfing er á sjónum í efstu lögum
kvíarinnar, en með því að dæla lofti
ofan í botn hennar draga loftbólurnar
upp með sér súrefnisríkari sjó og
bæta þannig vaxtarskilyrðin.“
Fullkomnir brunnbátar
Þeir sem til þekkja lýsa því þannig
að fiskeldi í dag og fyrir þrjátíu árum
sé eins og svart og hvítt. Benedikt
tekur undir þetta og segir allt í kring-
um fiskeldið hafa tekið miklum fram-
förum. „Breytingarnar blasa kannski
ekki við þegar fólk sér sjálfar kvíarn-
ar úti á firði, en allt frá festingum og
netum hefur verið þróað og bætt, og
allur búnaður bæði létt líf starfs-
manna og aukið skilvirkni.“
Breytingarnar má, að mati Bene-
dikts, ef til vill sjá hvað skýrast í
brunnbátunum sem bæði flytja seiði
úr landi og yfir í kvíar, og sækja síðan
fullvaxinn fiskinn og færa til slát-
urstöðvarinnar. „Á árum áður notuðu
fiskeldisstöðvarnar gamla fiskibáta
sem hafði verið breytt lítillega fyrir
þetta hlutverk. Þeir brunnbátar voru
óttalegir dallar í samanburði við
stærstu brunnbátana í dag sem eru
sumir á stærð við frystitogara og
rúma í kringum 500 tonn af laxi.
Munurinn liggur ekki bara í stærð-
inni heldur alls kyns hátæknibúnaði
um borð, s.s. sjálfvirkum kerfum sem
stýra hitastigi og súrefnismagni í
sjónum sem laxinn syndir í, og
hreinsibúnaði sem tryggir að ef smit
eða sjúkdómar leynast í fiskinum þá
berist þeir ekki yfir í aðrar kvíar eða
út í lífríkið. Eru sum þessara skipa
meira að segja búin umhverfisvænum
vélum sem ganga fyrir fljótandi jarð-
gasi og raforku til að minnka um-
hverfisáhrifin enn frekar.“
Greinin hefur tekið stakkaskiptum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þær miklu framfarir sem
orðið hafa í fiskeldi á
undanförnum áratugum
spanna allt frá stærri og
sterkbyggðari kvíum yfir í
umhverfisvænni og af-
kastameiri brunnbáta.
Benedikt Hálfdanarson þurfti á sínum tíma að nota skóflu til að dreifa fóðrinu til fisksins í kvíunum. Í dag
er fóðruninni fjarstýrt, myndavélar fylgjast með fiskinum og fullkomin tæki mæla hversu hratt hann vex.
Vaki þróar hátæknilausnir fyrir fiskeldi, s.s. seiðateljara og stærðarskanna.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 7
Afurðaverð á markaði
6. mars 2019, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 287,67
Þorskur, slægður 350,29
Ýsa, óslægð 240,95
Ýsa, slægð 256,41
Ufsi, óslægður 96,42
Ufsi, slægður 136,05
Djúpkarfi 93,00
Gullkarfi 228,68
Langa, óslægð 186,23
Langa, slægð 218,16
Keila, óslægð 57,46
Keila, slægð 120,16
Steinbítur, óslægður 160,95
Steinbítur, slægður 239,12
Skötuselur, slægður 549,30
Skarkoli, óslægður 76,00
Skarkoli, slægður 329,20
Þykkvalúra, slægð 740,50
Langlúra, óslægð 212,93
Sandkoli, óslægður 90,00
Bleikja, flök 1.501,00
Grásleppa, óslægð 133,45
Hlýri, óslægður 189,00
Hlýri, slægður 228,38
Hrogn/ýsa 240,60
Hrogn/þorskur 376,64
Lúða, slægð 701,10
Lýsa, óslægð 41,61
Lýsa, slægð 114,72
Rauðmagi, óslægður 219,60
Sandhverfa, slægð 1.150,00
Skata, óslægð 109,24
Skata, slægð 89,10
Stórkjafta, slægð 363,00
Undirmálsýsa, óslægð 114,67
Undirmálsýsa, slægð 138,89
Undirmálsþorskur, óslægður 198,59
Undirmálsþorskur, slægður 211,83
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum