Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 9
sem er framundan mun kosta marga milljarða,
sem endar á neytandanum, auk þess sem til-
gangslaust rask, umhverfissóun og svifryk nýtist
engum landsmanni. Það er sóun sem hægt er að
koma í veg fyrir. Ég hef rætt þetta við stjórn-
málamenn úr öllum flokkum, sem sýna málinu
skilning, en í borgarkerfinu bendir hver á ann-
an.“
Hann segir að samgönguráðherra sé nú með
frumvarp í undirbúningi um innleiðingu á til-
skipun frá ESB, sem vonandi muni spara mörg
hundruð miljónir á ári. Orri segir að ef innleiðing
tilskipunarinnar tekst vel þá verði borgar-
fyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur, sem lagt
hefur ljósleiðara að 90 þúsund heimilum, að opna
sína innviði fyrir öðrum fyrirtækjum, rétt eins og
öll önnur opinber fyrirtæki á Íslandi hafi þegar
gert, sem og Míla, að sögn Orra.
„Samningur sem gerður var í fyrra kveður á
um ákveðið samstarf við framkvæmdir, til að
lækka kostnað. Það var framfaraskref. Í gömlum
hverfum sem verið er að ljósleiðaravæða samein-
ast Gagnaveitan og Míla þannig um dýrustu
framkvæmdina, gröftinn fyrir lögnunum.“
Orri segir að GR sé búin að leggja ljósleiðara
að stórum hluta heimila suðvesturhornsins. Míla
sé ekki komin eins langt, þótt vel gangi, að hans
sögn, og með mun hagstæðari hætti en í tilfelli
hins opinbera fyrirtækis GR, þar sem Míla á
mikla innviði fyrir. „Hins vegar eru sennilega
tugþúsundir heimila sem Míla myndi ekki leggja
að, ef borgarfyrirtækið Gagnaveitan tæki sig til
og seldi opinn aðgang að heimtaugum sínum,
eins og öll önnur fyrirtæki gera.“
Buðu sannfærandi í enska boltann
Mál málanna síðustu misserin í fjarskipta- og
sjónvarpsgeiranum eru kaup Símans á sýning-
arrétti á ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem
Sýn er með í dag. Útsendingar hefjast næsta
haust. Spurður um þá ákvörðun að bjóða í rétt-
inn, segir Orri að ferlið hafi tekið marga mánuði.
Menn hafi þurft að átta sig á hvað væri hámarks-
og lágmarksboð, og hvað þyrfti að reiða mikið fé
af hendi til að ná að tryggja sér sýningarréttinn.
Hann segir til útskýringar að útboðsfyrir-
komulagið hafi verið þannig að ef tilboðin sem
bárust frá Íslandi hefðu orðið of nálægt hvert
öðru, hefðu þau verið úrskurðuð ógild, og bjóða
þyrfti aftur. Þannig hafi verið innbyggður hvati í
kerfinu til að bjóða sannfærandi strax í byrjun.
„Þessu þurftum við að átta okkur á og við feng-
um m.a. erlenda sérfræðinga til að aðstoða okkur
í þessu ferli. Eins þurftum við að kanna íslenska
markaðinn til að skilja hvað fólk vildi og hvað það
væri tilbúið að borga fyrir þjónustuna. Við
bjuggum að reynslunni af því þegar við sýndum
Evrópumótið í fótbolta karla 2016. Við buðum ör-
lítið hærra í enska boltann en við töldum okkur
þurfa að bjóða, til að tryggja okkur réttinn í
fyrstu umferð, en vel fyrir neðan efri mörkin
sem við gátum farið í, en haft samt ábata af verk-
efninu. Nú er verkefni okkar að finna út hvernig
við markaðsfærum þetta í smáatriðum.“
Orri segir að heildarpakkinn verði kynntur
fyrir páska, bæði verð og annað. „Núna erum við
að skoða hversu mikið af hliðarefni við viljum fá,
eins og spjallþætti á undan og eftir leik. Það ligg-
ur fyrir að við verðum með íslenska þuli á leikj-
unum, en margir vilja líka geta horft á leikina
með enskum og jafnvel pólskum þulum. Við
munum bjóða fleiri leiki en Stöð 2 Sport gerir í
dag, og meiri umfjöllun fyrir og eftir leiki, sér-
staklega í kringum stórleiki. Einnig verða leikir
sendir út í 4K háskerpu í fyrsta sinn á Íslandi.“
En af hverju þurfti Síminn að kaupa þetta
efni?
„Okkar stefna í sjónvarpi hefur verið skýr í
ólínulega efni, það er að fylgja þörfum nútímans.
Fyrir utan EM 2016 höfum við ekki verið mikið í
íþróttaefni sjálf, heldur dreift annarra íþrótta-
efni um okkar kerfi. Sýn notaði enska boltann
mikið til að niðurgreiða internet-áskriftir og ná
til sín fjarskiptum frá okkur með því að bjóða
internet undir kostnaðarverði með í íþrótta-
pakka. Við vildum stöðva það.“
Önnur ástæða sem Orri nefnir fyrir því að
þeim þótti nauðsynlegt að bjóða í enska boltann
er að efnið í Sjónvarpi Símans Premium höfðar
samkvæmt könnunum meira til kvenna en karla.
Tölfræðin segi svo að enski boltinn höfði meira
til karla. „Við erum líka með frábært barnaefni
og erum að ná til yngri markhópa með efni eins
og ClubDub. Með enska boltanum fáum við jafn-
vægi í okkar vöruframboð, og getum boðið efni á
breiddina, sem hentar allri fjölskyldunni,“ segir
Orri Hauksson að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
”
Á hinum vettvanginum er
stundum mun síður hægt
að meta árangur af eigin
aðgerðum, svipað og að
spila fótboltaleik þar sem
maður fær ekki að sjá
stöðuna í leiknum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 9VIÐTAL
Símans að númeraflutningur til Símans var í
skiptum meiri en frá Símanum. Orri segir að
sé miklar vinsældir Þrennunnar, sem er fyrir-
að miklu leyti er að koma til okkar frá Nova.
“
utningum
varpsefni sem notið hefur vinsælda, og meira
Baldvin Z er þannig að framleiða þáttaröð af
ð, sem væntanleg er á næsta ári. Þættirnir
Reykjavík. „Svo erum við að vinna að þátta-
rdóttur, sem Baltasar Kormákur framleiðir.
mila sé með Netflix í virkni einhvern tíma
rukkum hinsvegar þrisvar sinnum meira en
með 140 milljónir áskrifenda, en við 40 þús-
mikið meira fyrir efnið er íslenska áherslan.
ndu efni, íslenskt efni, íslenskt viðmót, ís-
úsund klukkutíma af efni í Sjónvarpi Símans
huginn er þó mestur á íslenska efninu. Þá er
ma viðmóti. Þetta allt saman er lykillinn að
Netflix