Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019FRÉTTIR
m.
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni
rafhlöðu sem skilar afli til þess að slípa,
er léttari en snúrurokkur í sinni stærð.
POWERSTATE™ mótor
REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
HARI
Breytingar voru gerðar á fjárfestingarheimildum ís-lenskra lífeyrissjóða árið 2017 þar sem sjóðunumvar gert að setja sér siðferðileg viðmið í fjárfest-
ingum sínum. Lífeyrissjóðir hafa margir hverjir leitað í
aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga til að uppfylla þessa
lagakröfu og sett sér stefnu í ábyrgum fjárfestingum. Að-
ferðarfræði ábyrgra fjárfestinga felur í sér að við fjárfest-
ingar er horft til þriggja grunnþátta samfélagsábyrgðar
fyrirtækja; umhverfis, samfélags og stjórnarhátta.
Lífeyrissjóðirnir eru hlutfalls-
lega stórir á innlendum skráðum
hlutabréfamarkaði og almennt
þegar kemur að ábyrgum fjárfest-
ingum líta sjóðirnir til þess að þau
félög sem þeir fjárfesta í fari að
þeim lögum og reglum sem um
starfsemi þeirra gilda. Í ein-
hverjum tilfellum er einnig litið til
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
samfélagsábyrgð fyrirtækja (e.
UN Global Compact), en
grundvallarmarkmið hans snúa að mannréttindum, vinnu-
markaði, umhverfi og baráttu gegn hvers kyns spillingu.
Auknar áherslur yfirvalda og eftirlitsaðila á samfélags-
ábyrgð, samhliða auknum kröfum almennings um gegn-
sæja starfshætti, hafa sett þrýsting á fyrirtæki að veita
hagaðilum sínum upplýsingar um starfsemi sína umfram
venjubundnar fjárhagsupplýsingar. Með breytingum á
lögum um ársreikninga fyrirtækja frá árinu 2016 er fyrir-
tækjum sem uppfylla ákveðin stærðarskilyrði og eru
tengd almannahag gert að standa skil á ófjárhagslegum
upplýsingum. Fram að því var það undir sérhverju fyrir-
tæki komið hvort og þá með hvaða hætti það sinnti sinni
ófjárhagslegu upplýsingagjöf.
Erlendis er fjöldi sjálfstæðra þjónustuveitenda sem
sérhæfa sig í að greina og veita fjárfestum upplýsingar um
ófjárhagslega þætti í starfsemi fyrirtækja en slík þjónusta
hefur enn ekki fest rætur á Íslandi. Gögn og upplýsingar
um samfélagsábyrgð innlendra fyrirtækja eru því af
skornum skammti. Eignastýring fagfjárfesta hjá Arion
banka leit á þennan skort á upplýsingum sem áskorun og
réðist í framkvæmd greiningar á ófjárhagslegum upplýs-
ingum fyrirtækja skráðra á aðallista Nasdaq Iceland árið
2017. Greiningin er liður í samþættingu aðferðarfræði
ábyrgra fjárfestinga við verklag eignastýringar fagfjár-
festa í samræmi við stefnur viðskiptavina.
Tilgangur greiningarinnar er að varpa ljósi á það
hvernig skráð félög standa sig í ófjárhagslegri upplýs-
ingagjöf og hvort hægt væri að bregða máli á frammistöðu
þeirra gagnvart sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sam-
félagsábyrgð fyrirtækja. Greiningunni er því hvorki ætlað
að vera siðavöndur á þau félög sem greiningin nær til né
að draga þau í dilka eftir því
hvort þau teljast góð eða slæm.
Við greininguna var stuðst við
ESG-leiðbeiningar Nasdaq um
ófjárhagslegar upplýsingar og út
frá þeim var útgefið efni félag-
anna skoðað, svo sem heimasíð-
ur, ársreikningar og aðrar upp-
lýsingar. Kannað var hvort
félögin birtu upplýsingar í sam-
ræmi við einstök atriði leiðbein-
inganna. Samantektin var send
félögunum og samhliða óskað eftir fundi í þeim tilgangi að
fara yfir niðurstöðurnar, gefa þeim kost á að koma sjón-
armiðum sínum á framfæri og ræða almennt um málefni
samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Helstu niðurstöður greiningarinnar gefa til kynna að ís-
lensk félög eru meðvituð um samfélagsábyrgð sína en eru
komin mislangt á veg með að greina frá henni. Sex félög
sem skráð voru á aðallista Nasdaq Iceland kjósa að styðj-
ast við opinbert viðmið þegar kemur að framsetningu á
ófjárhagslegum upplýsingum sínum. Önnur félög styðjast
ekki við slík viðmið en sex af þeim veittu þó upplýsingar í
samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sam-
félagsábyrgð fyrirtækja og loftslagssáttmála Festu og
Reykjavíkurborgar.
Á heildina litið voru viðbrögð fulltrúa félaga jákvæð og
átti eignastýring gott og uppbyggilegt samtal um sam-
félagsábyrgð fyrirtækjanna. Telja má víst að áhersla á
ófjárhagslegar upplýsingar og samfélagsábyrgð fyrir-
tækja muni þróast ört næstu misserin. Eignastýring fag-
fjárfesta hjá Arion banka mun halda áfram að fylgjast
með og taka þátt í þróun á aðferðarfræði ábyrgra fjárfest-
inga meðal íslenskra fagfjárfesta.
EIGNASTÝRING
Aníta Rut Hilmarsdóttir
Óli Freyr Kristjánsson
sérfræðingar í eignastýringu fagfjárfesta
Arion banka
Ófjárhagslegar upplýsingar og
aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga
”
Aðferðarfræði ábyrgra
fjárfestinga felur í sér að
við fjárfestingar er horft
til þriggja grunnþátta
samfélagsábyrgðar fyrir-
tækja; umhverfis, sam-
félags og stjórnarhátta.
FORRITIÐ
Það er við hæfi, á þessum tíma árs,
að skoða lausnir sem létta fólki að
ganga frá skattaskýrslunni. Bless-
unarlega eru flestir Íslendingar í
þeim sporum að þurfa bara að ýta á
einn takka á vef Ríkisskattstjóra, en
fyrir Bandaríkjamenn getur dansinn
við skattmann verið töluvert flókn-
ari.
Forritið Keeper ætti að vera
sannkölluð himnasending fyrir þá
sem eru skattskyldir vestanhafs og
nenna ekki að halda vandlega utan
um allar kvittanir.
Keeper notar gervigreind til að
skima banka- og kortareikninga not-
andans eftir útgjöldum sem eru frá-
dráttarbær og heldur þeim til haga.
Er lausnin sniðin að verktökum sem
falla undir tiltekinn skattgreið-
endaflokk í bandaríska kerfinu og
sendir Keeper meldingu ef t.d. sím-
reikningur, ferð með leigubíl, eða
áskrift að forritum geta hugsanlega
tengst rekstrinum.
Viðmótið er afskaplega not-
endavænt: ef einhver færsla vekur
athygli Keeper fær notandinn skila-
boð þar sem hann er spurður hvort
útgjöldin hafi verið tengd vinnunni.
Dugar þá að svara „já“ eða „nei“ og
Keeper sér um afganginn.
Áskrift að Keeper kostar 10 dali á
mánuði og segja höfundar forritsins
að hinn dæmigerði notandi spari sér
um 173 dali á mánuði með því að
halda betur utan um útgjöldin.
ai@mbl.is
Síminn sér um að
draga frá skatti