Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019FÓLK SPROTAR Íslandsstofa Tveir nýir forstöðumenn hafa verið ráðnir til Íslandsstofu, sam- kvæmt tilkynningu. Bergþóra Halldórs- dóttir stýrir nú nýju sviði viðskiptaþró- unar, sem þróa mun þjónustu Íslands- stofu við allar at- vinnugreinar og fyrirtæki. Karl Guðmundsson stýrir svo sviði útflutnings, sem hefur það hlutverk að auka eftirspurn eft- ir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum. Bergþóra kemur frá Samtökum atvinnulífsins en Karl kemur frá lyfjafyrirtækinu Florealis. Tveir nýir forstöðumenn ráðnir til Íslandsstofu Íslandssjóðir María Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin til Íslandssjóða þar sem hún stýrir viðskiptaþróun fyrir- tækisins. Hún mun einnig veita forstöðu fjármálastjórn 105 Miðborgar slhf., sem nú reisir íbúðir og skrifstofuhúsnæði á Kirkjusandsreit. Þá mun hún einnig gegna hlutverki fram- kvæmdastjóra fasteignafélagsins FAST-1 slhf., sem nýver- ið lauk söluferli á ríflega 22 milljarða króna fasteignasafni sínu. María lauk meistaraprófi frá Oxford-háskóla 2007 í stjórnunarfræðum og BA-gráðu í hagfræði frá Harvard-háskóla 2006. Hún sat í stjórn ISB Holding á árunum 2009-2016. Stýrir viðskiptaþróuninni VISTASKIPTI „Það er áhyggjuefni að sú framþróun sem ég hélt að væri að eiga sér stað hvað varðar aukið jafnrétti í atvinnulífinu á Íslandi, með fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja og í fram- kvæmdastjórnum, hefur aðeins stöðvast,“ sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar- innar, þegar ViðskiptaMogginn, settist niður á dögunum með honum og Stellu Ólafsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, í til- efni af alþjóðadegi kvenna á morgun, föstu- daginn 8. mars. Slegið verður í bjöllu í 60 kauphöllum um allan heim í tilefni dagsins, þar á meðal í þeirri íslensku. „Sá efnahagslegi missir sem heimur- inn verður af þar sem konur fá ekki sæti við borðið,“ verður þema viðburðarins á morgun, að því er segir í upplýsingum frá Kauphöllinni. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Kauphallarinnar, Samtaka atvinnulífsins og UN Women á Íslandi. Eins og fram kom á ráðstefnu Jafnvægis- vogar Félags kvenna í atvinnulífinu 31. októ- ber síðastliðinn er enn langt í land hvað fullt jafnrétti í atvinnulífinu varðar. Þar kom fram að dregið hefði úr stjórnarformennsku kvenna á milli áranna 2012 og 2016 í fyrirtækjum með 50-249 starfsmenn. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var þannig 23,9% í lok árs 2016, sem var afturför. Þá kom fram að eftir því sem fyrirtæki voru stærri fækkaði konum í framkvæmdastjórastöðum. 22,1% fram- kvæmdastjóra voru kvenkyns í lok árs 2016. Páll bendir á að ýmislegt sem ætti að hafa haft jákvæð áhrif á aukinn hlut kvenna í atvinnulífinu, meðal annars sú staðreynd að þær hafi lengi verið í meirihluta þeirra sem út- skrifast úr háskóla hér á landi, sé ekki að skila sér sem skyldi. „Meira að segja í viðskipta- námi, sem lengi var vígi karla, hafa konur ver- ið í meirihluta útskrifaðra nemenda í næstum 20 ár. Þetta ætti að benda til að stór hópur frambærilegra kvenna væri að gera tilkall til stjórnunarstarfa en við sjáum það ekki. Þetta er bæði ákveðin ráðgáta en veldur mér líka miklum vonbrigðum og er þvert á væntingar sem ég hafði fyrir svona 4-5 árum þegar lögin um kynjakvóta í stjórnum tóku gildi sem dæmi.“ 11% í 100 stærstu fyrirtækjunum Stella tekur undir orð Páls en segir þetta í raun ekki koma á óvart. Af 100 stærstu fyrir- tækjum á Íslandi haldi konur um stjórnar- taumana í aðeins 11% tilvika. „Það hefur sýnt sig að það er nóg til af frambærilegum konum. Þær sækja um stöðurnar en fá þær ekki. Hjá hinu opinbera hefur betur tekist til og jafnræði er komið á bæði í stjórnum og í fram- kvæmdastjórnum,“ segir Stella. Hún segir að mörgu þurfi líka að breyta í fyrirtækjamenningunni. „Ég þekki mörg dæmi um að konum sé til dæmis ekki boðið með í veiðiferðir þó að þær séu hluti af teymi.“ Páll segir að boltinn sé hjá stjórnum fyrir- tækjanna. „Ég hefði viljað að stjórnir fyrir- tækjanna í landinu settu þetta á oddinn. Að þar væri hugað mjög alvarlega að jafnvægi í kynjahlutföllum.“ En hvernig telja þau Páll og Stella að hægt sé að ná athygli stjórna fyrirtækja hér á landi, þannig að þær grípi til aðgerða? „Ég held að tölurnar tali hér sínu máli og eigi að vera næg hvatning í sjálfu sér. Það ligg- ur fyrir að í þeim löndum þar sem meira jafn- rétti ríkir er meiri hagvöxtur. Samfélög þar sem ekki er nægt jafnfrétti eru að missa af risafjárhæðum í sínum hagkerfum.“ Páll bendir á að auk þess sem um hreint réttlætismál sé að ræða snúist þetta einmitt um lífskjör og velmegun. „Markaðurinn á að leysa þetta, enda sé eftir einhverju að slægj- ast, og leiðrétta þetta af sjálfu sér. Þess vegna er þetta svona mikil ráðgáta að mínu mati af hverju þetta er að gerast. Það virðist vera ein- hver markaðsbrestur. Mín von er sú að eftir tíu ár verði ekki þörf á neinum lagaákvæðum til að rétta hlut kynjanna, að kerfið verði þá komið í jafnvægi. Þetta verði þá mál sem til- heyrir fortíðinni.“ Karlar lifa lengur Stella bætir við að auk þess snúist þetta um heilsu karlpeningsins. „Það hefur verið sýnt fram á að karlar lifa lengur í samfélögum þar sem meira jafnrétti ríkir. Þess vegna er minnstur munur á Íslandi á milli lífaldurs kvenna og karla, því hér er almennt jafnrétti mest.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framþróunin hefur stöðvast Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á alþjóðadegi kvenna á morgun verður bjöllu hringt í kauphöllum um víða veröld, þar á meðal hér á landi. Páll Harðarson og Stella Ólafsdóttir segja að boltinn sé hjá stjórnum fyrirtækja. Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.