Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 1
LÆRÐI EITT OG ANNAÐ AF SYNINUMELDRI ÞORSKAR ÉTAYNGRI óðanna með glósum Hayeks á uppboði. 4 Unnið í samvinnu við Loðna er ein mikilvægasta fæða þorsks- ins að sögn framkvæmdastjóra Lands- sambands smábátaeigenda. 6 VIÐSKIPTA 4 Erlendis á fólk iðulega þrjú til fimm úr, en Íslendingar nota sama úrið við öll tækifæri. Landinn er þó að þroskast sem úra- og skartgripakaupandi. Auðlegð þj Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Semja við risa á lyfjamarkaði Íslenska fyrirtækið Controlant er við það að ljúka samningi við ísra- elska lyfjafyr- irtækið Teva um að nýta lausn þeirra fyrir alla virðiskeðju þess. Controlant smíð- ar hitaskynjara sem senda upp- lýsingar í raun- tíma um stað- setningu og hitastig þeirra vara sem verið er að flytja og getur þannig komið í veg fyrir sóun á vörum sem eru við- kvæmar gagnvart miklum hita- breytingum. Teva er eitt stærsta lyfjafyrirtæki í heimi en heildartekjur þess árið 2018 námu 18,9 milljörðum Banda- ríkjadala. Verður Teva þar með ann- ar af stóru lyfjaframleiðendunum til þess að hafa rauntímayfirsýn yfir alla virðiskeðju sína en Controlant samdi síðastliðið haust við írska lyfjafyrirtækið Allergan sem hefur í dag þessa rauntímayfirsýn. Þá er fyrirtækið einnig með samning við AstraZeneca og í burðarliðnum eru samningar við allra stærstu lyfjarisa í heimi sem sumir hverjir eru að hefja prófanir á vöru Controlant á næstu mánuðum. Að sögn Gísla Herjólfssonar, framkvæmdastjóra og eins stofnenda Controlant, nemur virði hvers og eins samnings við of- antalin fyrirtæki milljónum Banda- ríkjadala á ári. „Fólk er farið að sjá að það að taka upp svona lausn og minnka só- un úr 10% niður í 3% hugsanlega á stuttum tíma, getur skilað arðsemi sem talin er í tugum jafnvel hundr- uðum milljóna Bandaríkjadala á ári,“ segir Gísli. „Það eru hátt í 10% afföll í lyfja- geiranum í heiminum. Það eru al- þjóðlegar reglugerðir sem segja til um að þú megir ekki flytja lyf á milli landa nema þú getir sýnt fram á að hitastigið hafi verið innan ákveðinna marka,“ segir Gísli. Hingað til hafa lyfjafyrirtæki not- ast við sírita sem safna upplýsingum á meðan varan er flutt. Þegar hún er komin á endastöð þarf svo að finna síritann, tengja hann við tölvu og færa út skýrslu, með tilheyrandi sendingum á milli landa. Vara Cont- rolant einfaldar því það ferli gríð- arlega og sendir upplýsingarnar beint í tölvuskýið en dæmi eru um að lyfjafyrirtæki notist við mörg hundr- uð þúsund hitasírita á ári. Að sögn Gísla áætlar hann að tekjur Controlant tvöfaldist frá fyrra ári og verði yfir 500 milljónir 2019. Af heildartekjum fyrirtækisins koma 70% þeirra frá lyfjamark- aðnum en 30% frá matvælamark- aðnum. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Íslenska fyrirtækið Control- ant er við það að ljúka samningi sem metinn er á milljónir Bandaríkjadala við lyfjafyrirtækið Teva. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Að sögn Gísla Herjólfssonar, framkvæmdastjóra Controlant, er gert ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins muni tvöfaldast í ár og verði yfir 500 milljónir króna. Gísli Herjófsson Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 14.9.‘18 14.9.‘18 13.3.‘19 13.3.‘19 1.624,31 1.820,31 140 135 130 125 120 127,65 134,5 Berglind Rán Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Orku náttúrunnar, seg- ir að hún hefði hefði óskað þess að yf- irvöld, fyrirtæki og almenningur væru komin nær í samtalinu um nýtingu orkuauðlindanna. Komast þarf að samkomulagi þar um að hennar sögn. „Ég bind vonir við orkustefnuna sem stjórnvöld eru með í vinnslu og á að vera tilbúin á næsta ári. Sú stefna gæti orðið góður grunnur fyrir um- ræðuna, ef við skilgreinum hvert við viljum fara, og hvernig við viljum nýta auðlindina.“ Þar á Berglind við hvort vilji sé til þess að nýta íslenska orku í álver, raf- bíla, nýsköpun í orkugeira eða annað. En hvað með sæstreng, hvaða skoð- anir hefur Berglind á honum og sölu raforku til útlanda? „Mér finnst sjálf- sagt að skoða það. Hann er búinn að vera lengi í umræðunni, en það þarf að skoða tæknihliðina og viðskiptahliðina.“ Mættu vera nær í samtalinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Berglind Rán bindur vonir við orku- stefnu stjórnvalda sem er í vinnslu. Nýr framkvæmdastjóri ON segir loftslagsvandann það mikinn að grípa verði til að- gerða strax. 8 Eigi samruni Deutsche Bank og Commerzbank að skila ár- angri þarf að segja upp tugum þúsunda starfs- manna. Deutsche þarf að vera vægðarlaus 10 Slysið í Eþíópíu gæti dregið dilk á eftir sér, og sýnir hve lít- ið má út af bera í annars góð- um rekstri flugvéla- framleiðandans. Erfiðir dagar hjá Boeing 11 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.