Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019FRÉTTIR á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ICEAIR -9,90% 7,46 REITIR +4,11% 76 S&P 500 NASDAQ +3,51% 7.668,122 +2,73% 2.817,86 +0,82% 7.162,63 FTSE 100 NIKKEI 225 14.9.‘18 14.9.‘1813.3.‘19 1.800 90 2.043,15 1.896,42 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 67,23 +1,26% 21.290,24 78,09 50 2.400 13.3.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) Rúmur helmingur fyrirtækja hér á landi hyggst mæta launahækkunum með verðlagshækkunum, en um fjórðungur fyrirtækja hyggst mæta þeim með fækkun starfsmanna. Þetta kemur fram í nýrri ár- legri könnun sem framkvæmd er fyrir Samtök iðn- aðarins, en könn- unin byggir á svörum tæplega 300 félagsmanna samtakanna í framleiðsluiðnaði, byggingar- og mannvirkjaiðnaði og hugverkaiðnaði. „Annað þýðir verðbólga en hitt þýðir atvinnuleysi,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir að niðurstöður könn- unarinnar séu mjög skýrar. „Það er augljós viðsnúningur frá fyrra ári. Það eru skýr merki um kólnun hag- kerfisins í þessari könnun, og nið- urstöðurnar eru í takt við þau skila- boð sem við höfum fengið frá okkar félagsmönnum á síðustu mánuðum. Hér hefur ríkt mjög langt hagvaxt- arskeið í sögulegu samhengi, en nú er það komið á endastöð,“ segir Sig- urður. Færri telja aðstæður góðar Mun færri telja aðstæður í efna- hagslífinu góðar til atvinnureksturs í febrúar í ár en á sama tíma á ár- unum 2016 til 2018, samkvæmt könnuninni. Væntingar forsvars- manna iðnfyrirtækja til efnahags- aðstæðna á næstunni eru einnig á hraðri niðurleið. Þá leiðir könnunin í ljós að sjötíu prósent fyrirtækja telja sig ekki skorta starfsfólk, sem er talsverð aukning frá fyrra ári, þegar um helmingur var í sömu stöðu. „Þegar skoðað er hverjir vilja fækka starfs- fólki þá eru það heilt yfir í kringum 15%. En það áhugaverða er að stóru fyrirtækin sjá frekar fyrir sér fækk- un starfsfólks en hin. Um 40% stórra fyrirtækja segjast þannig geta séð fyrir sér að segja upp fólki á næstu 12 mánuðum, sem er mikil breyt- ing.“ Spurður um ástæður þessa við- snúnings segir Sigurður að óvissan á vinnumarkaði sé vissulega meiri en hún hafi verið um nokkurt skeið, og leiki stórt hlutverk, en einnig komi annað til, eins og staðan í ferðaþjón- ustu til að mynda. „Þannig að heilt yfir eru blikur á lofti.“ Sigurður segir að einkaneysla hafi dregist saman, atvinnufjárfesting sé minni en á síðustu árum og stór verkefni hins opinbera hafi tafist, sem sé einnig til marks um stöðuna. „Við sjáum til dæmis að útboði á við- byggingu Landspítalans við Hring- braut, sem átti að vera í mars, hefur verið frestað fram á haustið. Það eru ýmis merki sem við sjáum sem eru afleiðing þessarar óvissu í samfélag- inu.“ Spurður um stöðuna í öðrum geir- um en í ferðamannaiðnaði segir Sig- urður að það komi kannski á óvart hvernig staðan sé á byggingarmark- aði. „Þó að við sjáum krana hér úti um allan bæ, þá eru það verkefni sem voru skipulögð fyrir einhverjum árum síðan. Stórar arkitektastofur hafa verið að fækka starfsfólki, og það eru skýr dæmi um kólnunina, því arkitektar eru yfirleitt fyrstir í þessari virðiskeðju, og það segir manni að það eru færri verkefni í pípunum.“ Óvissu þarf að aflétta Spurður um hvað þurfi að gerast til að þróunin haldi ekki áfram niður á við á næsta ári segir Sigurður að staðan á vinnumarkaði skipti þar miklu máli. Miklu breyti að aflétta þar óvissu. „Það sama á við um stór félög í ferðaþjónustu, eins og flug- félögin. Þar ríkir ákveðin óvissa sem þarf að aflétta sömuleiðis. Ég held að þegar þetta tvennt er orðið ljóst, þá skipti það miklu máli. Óvissan er alltaf slæm, því þá heldur fólk að sér höndum, einkaneysla dregst saman og framkvæmdum er frestað.“ Sigurður segir að nú sé góður tímapunktur fyrir hið opinbera að fjárfesta til að dempa áhrifin af kóln- uninni. „Hið opinbera ætti að nýta tækifærin sem gefast nú á næstu ár- um til framkvæmda.“ Skýr merki um kólnun Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Verðbólga og atvinnuleysi eru í kortunum, miðað við niðurstöðu könnunar með- al félagsmanna Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hann- esson framkvæmdastjóri samtakanna segir að hag- vaxtarskeiðið sé komið á endastöð. Hlutfall þeirra sem meta efnahagsaðstæður mjög eða frekar góðar fyrir sitt fyrirtæki 60% 40% 20% 0% 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Mjög góðar Frekar góðar He im ild : S am tö k ið na ða rin s Sigurður Hannesson KJARAMÁL Í bréfi sem formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efna- hagsráðherra, í gær, kemur fram að breyting verði á launum bankastjóra Landsbankans og Íslandsbanka. Bankasýslunni barst bréf frá Frið- riki Sophussyni, formanni stjórnar Íslandsbanka í síðustu viku. Þar kemur fram að frá og með 1. apríl. n.k. verði laun Birnu 3.650.000 kr. á mánuði án hlunninda en samkvæmt bankasýslunni nema þau 200 þúsund krónum á mánuði. Bréf frá Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs Landsbankans, barst svo í gær þar sem fram kemur að banka- ráð Landsbankans hafi ákveðið að launahækkun Lilju Bjarkar frá 1. apríl 2018 hafi verið dregin til baka. Á móti komi hins vegar vísitölu- hækkun frá 1. júlí 2017 til 1. janúar 2019 sem nemi 7,81% og verði grunnlaun eftir hækkun 3.297 þús- und og bifreiðahlunnindi 206 þús- und. peturhreins@mbl.is Laun bankastjóra lækkuð Morgunblaðið/Eggert Heildarlaun Lilju Bjarkar Einars- dóttur munu nema 3,5 milljónum. Samkeppniseftirlitið telur að fyrir- tækin Advania Holding hf. og Wise lausnir ehf. hafi við framlagningu samrunaskrár í september í fyrra „beitt blekkingum eða veitt rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýs- ingar“ til stofnunarinnar. Þetta kem- ur fram í umsagnarbeiðni sem Sam- keppniseftirlitið hefur sent frá sér vegna fyrirhugaðs samruna fyr- irtækjanna fyrrnefndu. Samkvæmt því sem þar kemur fram mun grunur hafa vaknað um brot fyrirtækjanna í kjölfar þess að stofnunin bar saman gögn úr sam- runatilkynningunni og innan- húsgögnum frá Advania sem vörðuðu kaup fyrirtækisins á Wise og aðdrag- anda kaupanna og einnig gögnum frá Advania sem vörðuðu þá markaði sem samruninn kunni að hafa áhrif á. Bendir Samkeppniseftirlitið á að samkeppnislög banni slíka háttsemi. Var samrunaaðilum því sent erindi og þeim kynnt það frummat stofnunar- innar að upplýsingagjöf þeirra væri í miklu ósamræmi við samtímagögn málsins. Féllust samrunaaðilar ekki á þá skoðun eftirlitsins í bréfi sem þeir sendu 21. desember síðastliðinn en drógu þó samrunatilkynninguna til baka og lögðu fram nýja í byrjun þessa árs. Taldi Samkeppniseftirlitið slíka annmarka á henni að hún teldist ekki fullnægjandi. Brugðust þá Advania og Wise við og bættu úr þeim ágöllum sem stofnunin taldi á tilkynningunni. Er málið nú komið í farveg að nýju og af þeim sökum hefur stofnunin ákveð- ið að kalla að nýju eftir umsögnum um fyrirhugaðan samruna. Blekkingar og rangar upplýsingar Morgunblaðið/Ómar Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Samkeppniseftirlitið segir fyrirtækin Advania og Wise hafa beitt blekkingum eða veitt rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.