Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019FRÉTTIR Tímamót eru framundan hjá Frank Mic- helsen og sonum hans því í sumar flytja þeir rótgróna verslun Michelsen úrsmiða á Laugavegi yfir í nýtt og betra húsnæði á Hafnartorgi. Fyrirtækið verður 110 ára á þessu ári og er fjórða kynslóðin að taka við rekstrinum og þjónustunni. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Gengi krónunnar og óstöðugleiki í efna- hagsmálum þjóðarinnar hafa verið til vandræða undanfarna áratugi og komandi kjarasamningar munu eflaust verða okk- ur sem og öllum í rekstri fyrirtækja erf- iðir og hafa slæm áhrif á efnahagslífið. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég fór á Dale Carnegie námskeið fyrir um 20 árum og varð leiðbeinandi þar seinna. Bækurnar sem DC skrifaði og ég las þá hafa skilið mikið eftir og haft áhrif á mig, enn þann dag í dag. Hver myndi leika þig í kvikmynd um líf þitt og afrek? Marlon Brando ef hann væri á lífi. Einn af þeim bestu allra tíma og svo hefur vaxtarlagið á okkur haldist í hendur með hækkandi aldri. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég hef farið reglulega til Sviss í þjálfun og á endurmenntunarnámskeið. Einnig er Róbert sonur minn nýfluttur heim frá Sviss þar sem hann starfaði sem úr- smíðakennari og vann hjá einu flottasta úrafyrirtæki þar í handi, og hann hefur kennt mér eitt og annað enda föðurbetr- ungur í úrsmíðinni. Hugsarðu vel um líkamann? Það gefst lítill tími til eins og er. Helst að farið sé í gönguferðir heima við eða hjólað þegar vorar með eiginkonunni. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Íslendingar eru að þroskast sem úra- og skartgripaneytendur, sem er kostur. Flestir eiga þó aðeins eitt úr sem notað er við öll tækifæri, en erlendis á fólk iðulega 3-5 úr til að nota við mismunandi tæki- færi. Erlendir birgjar eru mjög hissa þeg- ar við reynum að útskýra markaðinn fyrir þeim. Staðsetning landsins hækkar flutn- ingskostnað, óstöðugur gjaldmiðill og óhagstætt vaxta- og fjármálaumhverfi valda síður samkeppnishæfum verðum. Hvað gerirðu til að fá orku og inn- blástur í starfi? Það eru helst barnabörnin sem halda mér ungum og vil ég gera vel við þau svo þau hafi blómlega framtíð. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Ég myndi breyta innflutnings- og skattalöggjöf á þann máta að lækka alla skatta og gjöld, og taka upp stöðugan gjaldmiðil. SVIPMYND Frank Michelsen úrsmiður og verslunareigandi Morgunblaðið/Hari Fengi Frank að ráða myndi hann lækka alla skatta og gjöld og taka upp stöðugri gjaldmiðil. NÁM: WOSTEP- Centre Suisse de Formation et de Perfectionnement Horloger: Úrsmíðameistari, 1978 STÖRF: Úrsmíðanemi 1972-1978, úrsmíðameistari 1978-1991, og frá 1991 eigandi Michelsen úrsmiða. ÁHUGAMÁL: Er illa haldinn af úravírus sem hefur orðið til þess að ég safna gömlum vasaúrum og armbandsúrum. Hef sérstaklega gaman af gömlum úrum sem hafa íslenska sögu á bak við sig. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Ingu S. Magnús- dóttur, á þrjá syni: Frank M., Róbert F. og Magnús D., sem allir starfa eða koma að Michelsen úrsmið- um að öllu eða einhverju leyti. Og svo eru sex afa- og ömmustrákar komnir og sá sjöundi á leiðinni. Allir saman sprækir Mikkar. HIN HLIÐIN ÖKUTÆKIÐ Bílasýningin í Genf stendur núna yfir, og að vanda hafa framleið- endur reitt fram veglegt hlaðborð draumabíla. Vinir ViðskiptaMogg- ans hjá Lamborghini létu ekki sitt eftir liggja, og kynntu opna útgáfu af ofur-sportbílnum Aventador SVJ. Eins og á gamla Aventador Roadster er þakið úr koltrefjaplöt- um sem hægt er að fjarlægja og stinga ofan í farangurshólfið fram- an á bílnum. Aventador SVJ er eins band- brjálaður ofursportbíll og hugsast getur, með 770 hestafla vél, tekur 2,9 sekúndur fara úr kyrrstöðu í 100 km/klst og nær allt að 350 km hraða. Eins og með aðrar bifreiðar Lamborghini er Aventador SVJ samt ekki síður skemmtilegur þeg- ar ekið er löturhægt um þröngar götur ítalskra borga þar sem veg- farendur rekur í rogastans og hrópa uppyfir sig af einskærri hrifningu: „che bella macchina!“ ai@mbl.is Opinn toppurinn fer honum vel. Þakið tekið af skrímslinu Innrétting SVJ er ekkert slor. Í SAFNIÐ Fáum hagfræðingum hefur tekist að hafa jafn mikil áhrif til góðs og Friedrich August von Hayek. Ekki þarf að kynna verk hans lesendum ViðskiptaMoggans, sem hafa ugglaust lesið höfuðrit á borð við Leiðina til ánauðar og Frelssiskrána spjaldanna á milli. Birti Morgunblaðið meira að segja kafla úr Leið- inni til ánauðar sumarið 1945, og vakti svo mikla athygli að íslenskir hægri- og vinstri- menn þrættu um hugmyndir Hayeks lengi á eftir í pistlum í Morgunblaðinu annars vegar og Alþýðublaðinu og Þjóðvilj- anum hins vegar. Blessunarlega varð hugmyndafræði Hayeks ofan á víða á vesturlöndum, og varðaði þar leiðina að frelsi og vel- megun. Aðdáendur Hayeks ættu að líta inn á vefsíðu Sotheby‘s en þar fer núna fram uppboð á merkilegum munum úr eigu fræðimannsins. Má þar nefna frelsisorðu sem George Bush eldri veitti Hayek árið 1991, gullstöng með merki Mont Pelerin- samtakanna, og meira að segja Nób- els-verðlaunapeninginn sem Hayek hlaut árið 1974. Fyrir hagfræðinörda hlýtur samt að standa upp úr eintak af Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith með glósum og undirstrikunum Hayeks. Er hæsta boð 8.500 pund þegar þetta er skrifað og sex dagar þar til uppboði lýkur. ai@mbl.is Dýrgripir Hayeks Stefnir í að bókin seljist á margar þúsundir punda. Íslendingar eru að þroskast sem úra- og skartgripakaupendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.