Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 7

Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 7 Varahlutir í allar Cummins vélar Fljót og áreiðanleg þjónusta Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Miklar framfarir hafa orðið í sjúk- dómavörnum í fiskeldi og má sem dæmi nefna að í Noregi hefur þró- unin náð því stigi að ekki þarf leng- ur að beita lyfjum til að halda laxa- lús í skefjum. Fiskeldisfyrirtæki þurfa samt að gæta sín að sofna ekki á verðinum og gefa engan afslátt af ýtrustu kröfum. Þetta segir Gunnar Steinn Gunn- arsson, framleiðslustjóri matfisks hjá Löxum fiskeldi. Á Strandbún- aðar-ráðstefnunni 21. til 22. mars mun hann halda erindi um sjúk- dómavarnir og forvarnir í íslensku laxeldi en Gunnar Steinn er að ljúka doktorsnámi á sviði fisksjúkdóma við Háskólann í Björgvin. Ýmsir sjúkdómar geta gert fisk- eldisfyrirtækjum lífið leitt en laxa- lúsin hefur verið stærsta vanda- málið í norsku laxeldi. Gunnar Steinn segir aðstæður á Íslandi góð- ar að því leyti að hér er sjórinn ögn kaldari en í norsku fjörðunum og fyrir vikið þrífst lúsin ekki eins vel. „Rannsóknir á þróun lirfu laxa- lúsarinnar hafa leitt í ljós að um leið og hitastigið fer undir 4°C hægir verulega á vexti lúsarinnar, henni gengur illa að festa sig við laxinn og drepst. Umhverfis Ísland er sjórinn á bilinu 8-9°C þegar hann er heit- astur en fer allt niður í 2,5°C á vet- urna,“ útskýrir Gunnar og bætir við að þar með sé ekki hægt að stóla á að lúsin muni aldrei láta á sér kræla hjá íslenskum laxeldisstöðvum. „Laxalúsin berst í eldislaxinn með villtum laxi og þó greinin hérlendis hafi sloppið vel til þessa er ekki hægt að útiloka að lúsin verði á ein- hverjum tímapunkti til vandræða. Eru fiskeldisstöðvar á Austurlandi að því leyti betur staddar að þar er minna af villtum laxi.“ Júnkarar narta í lúsina Í Noregi hafa fyrirtæki beitt miklu hugviti til að vinna bug á lús- inni og segir Gunnar Steinn að nýj- asta lausnin sé að hafa júnkara (e. wrasse, no. leppefisk) og hrognkelsi í kvíunum með laxinum en þessar tegundir eru lúsaætur og hreinsa laxinn á náttúrulegan hátt. „Eru þá eins konar gardínur settar í kvína þar sem þessar tegundir finna sér skjól. Laxinn syndir svo þar í gegn og lætur bíta af sér lúsina, og þykir greinilega gott að losna við hana,“ útskýrir Gunnar Steinn og bætir við að laxinn og lúsaæturnar séu bestu vinir ofan í kvínni. „Laxinn er vel fóðraður og nennir varla að eltast við önnur kvikindi ef hann getur vænst þess að fóðrið detti hreinlega á hausinn á honum. Hins vegar verður að gæta þess að fóðra lús- aæturnar hæfilega þannig að þær hafi enn áhuga á að narta í lúsina.“ Einnig er reynt að halda laxa- lúsinni í skefjum með því að umlykja kvíarnar með dúk sem nær allt að 10 metra ofan í sjóinn, en lúsin heldur sig í efstu metrunum og kemst því síður að fiskinum. „Einnig eru til loftunartæki sem sækja djúpsjó, sem er laus við alla lús, og beina upp í kvína til að skapa hringrás sem bægir burtu lúsunum sem eru á sveimi í efstu lögum sjávar.“ Loks er hægt að nota sérútbúna brunnbáta til að hreinsa lús af lax- inum, ef þess er þörf, og nota til þess ferskvatn eða hitað vatn. „Lax- inn þolir ferskvatnið og hitann, en lúsin ekki: hún missir takið og hægt að safna lúsunum og eggjum þeirra saman áður en laxinum er skilað aft- ur ofan í kvína.“ Vandaðar sóttvarnir Eins og fyrr var nefnt geta alls kyns sjúkdómar herjað á fiskeldi og segir Gunnar Steinn að veirusýk- ingar séu einna verstar enda ekki hægt að nota bóluefni eða lyf til að verja fiskinn gegn þeim. Rétt vinnu- brögð við fiskeldið séu því lykilatriði svo að lágmarka megi hættuna á sýkingu. Skiptir þar miklu að hafa ekki minna en 3-5 km á milli fram- leiðslusvæða, og hafa kynslóðaskipt eldi þar sem hvert eldissvæði er tæmt í heilu lagi þegar slátrað er og lífríkinu gefinn hæfilegur tími til að hreinsast og ná jafnvægi á ný. Er m.a. athugað hvort úrgangur hafi safnast upp undir kvíunum og gripið til aðgerða ef hafstraumar flytja ekki úrganginn burt eftir slátrun. „Vakta þarf heilsufar fisksins reglu- lega og viðhafa rétt vinnubrögð s.s. við förgun á dauðum fiski og hreins- un blóðvatns.“ Gunnar Steinn segir líka þurfa að tryggja að smit berist ekki á milli eldissvæða með starfsfólki eða tækj- um. Báta og búnað sem fluttur er inn til landsins þurfi að sótthreinsa hátt og lágt og láta votta þrifin, og eins hreinsa búnað sem fluttur er á milli fjarða og landshluta. Laxar fiskeldi rekur tvær seiða- eldisstöðvar í Ölfusi, sjólandeldis- stöð í Þorlákshöfn og matfiskaeldi í Reyðarfirði. Fyrirtækið er ungt, stofnað árið 2010, og stefnt á að framleiðslan nái 4-5.000 tonnum á þessu ári. Bendir Gunnar á að hafð- ur sé skýr aðskilnaður á milli starfs- stöðva hjá Löxum: „Starfsfólkið við hverja eldisstöð kemur inn um sér dyr, hefur sinn eigin búningsklefa, og vinnuföt fyrir sína tilteknu stöð, og sótthreinsar bæði klæðnað og hendur áður en það fer til starfa. Ef gesti ber að garði þá gætum við þess líka að engin hætta sé á að þeir beri mögulega smit með sér, og þeir klæðast hlífðarfatnaði sem við eig- um sjálf og getum vitað með vissu að hafi verið sótthreinsaður.“ Allt gert til að fyrirbyggja sýkingu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í íslensku laxeldi er ströng- um heilbrigðiskröfum fylgt til að lágmarka líkurnar á sjúkdómum. Í Noregi eru fiskar settir í kvíarnar sem éta lúsina af laxinum. Gunnar Steinn Gunnarsson er sérfræðingur í fisksjúkdómum. Kvíar Laxa fiskeldis á blíðviðrisdegi. Huga þarf vandlega að sótthreinsun tækja og fatnaðar og hvíla eldissvæðin. Afurðaverð á markaði 13. mars 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 300,90 Þorskur, slægður 344,59 Ýsa, óslægð 231,80 Ýsa, slægð 248,65 Ufsi, óslægður 93,20 Ufsi, slægður 136,43 Gullkarfi 217,52 Langa, óslægð 179,88 Langa, slægð 200,07 Keila, óslægð 44,47 Keila, slægð 99,51 Steinbítur, óslægður 157,92 Steinbítur, slægður 221,69 Skötuselur, slægður 568,74 Skarkoli, slægður 337,42 Þykkvalúra, slægð 799,37 Langlúra, óslægð 226,00 Sandkoli, óslægður 126,00 Bleikja, flök 1.500,00 Grásleppa, óslægð 106,15 Hlýri, slægður 246,56 Hrogn/langa 110,00 Hrogn/þorskur 245,65 Lúða, slægð 416,61 Lýsa, slægð 110,83 Rauðmagi, óslægður 224,48 Skata, slægð 62,94 Undirmálsýsa, óslægð 135,19 Undirmálsýsa, slægð 150,10 Undirmálsþorskur, óslægður 213,77 Undirmálsþorskur, slægður 198,30 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.