Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 8

Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 8
Eftir að búið var að leysa úr ýmsum málum er tengdust brottvikningu fyrrverandi fram- kvæmdastjórans og þegar framangreindum út- tektum var lokið, var ákveðinni óvissu um fram- tíðina eytt. Fyrir þremur vikum var síðan tekin ákvörðun um hver myndi leiða fyrirtækið inn í framtíðina, þegar Berglind var ráðin úr hópi umsækjenda. „Núna horfum við fram á við. Næsta verkefni mitt er að byggja upp stjórn- endateymi til að vinna með mér, en okkur vant- ar núna þrjá forstöðumenn. Það er rosalega spennandi, og það verður gaman að fylla í þess- ar stöður.“ Berglind segir að það sé tvennt í sínum huga sem geri það þess virði að eyða tíma sínum í raf- orkumálin, sem séu lykilmál og hafi aldrei verið jafn mikilvæg. „Í fyrsta lagi er rafmagnið svo mikill grunnur að lífsgæðum í landinu. Þá fram- leiðum við helminginn af heita vatninu sem not- að er á höfuðborgarsvæðinu, og það eru mikil lífsgæði fólgin í því einnig. Þetta samfélagslega mikilvægi starfseminnar er grunnurinn í mín- um huga. Hitt atriðið er svo tengingin við lofts- lagsmálin, sem gerir þetta allt saman enn meira spennandi.“ Vissi ekkert um rafmagn Berglind segir að þegar hún hafi byrjað að vinna hjá Landsvirkjun á sínum tíma, þá hafi hún ekkert vitað um rafmagn eða orkugeirann. „Ég ákvað samt að sækja um. Mig langaði að breyta til, og mér var seld hugmyndin um að orkugeirinn væri mjög spennandi. Hann hefur heldur betur staðist mínar væntingar.“ Ísland er komið lengst allra þjóða í heiminum í orkuskiptunum svokölluðu, eins og Berglind bendir á, færslunni frá notkun jarðefnaelds- neytis yfir í notkun rafmagns eða annarra um- hverfisvænna orkugjafa. „Aðrar þjóðir eru enn að skipta út kolum, olíu og kjarnorku, en við eigum eftir að skipta út losun frá samgöngum og haftengdri starfsemi. Loftslagsvandinn er orðinn það mikill að við verðum að grípa til að- gerða strax. Það er gaman að vera hluti af lausninni hjá ON, með alla þessa grænu orku. Fyrir utan það að skoða orkuskiptin, þá er áherslan hjá ON á að nýta auðlindina betur, að fullnýta og fjölnýta, eins og við köllum það.“ Berglind segir að jarðvarminn sé megin- orkugjafinn hjá ON, og þegar jarðvarmi sé nýttur, þá losni aðrir straumar. „Nú leggjum við áherslu á að nota m.a. skiljuvatn og koltví- sýring sem hvort tveggja losnar við nýtingu jarðvarmans. Í þessu tilliti höfum við sett á fót Jarðhitagarð ON við Hellisheiðarvirkjun. Þar á að vera vettvangur fyrir umhverfisvæna fram- leiðslu og við bjóðum frumkvöðlum og fjár- festum að vera þar með starfsemi. Í raun snýst þetta um fullnýtingu auðlindastraumanna, og áframhaldandi verðmætasköpun fyrir ON og samfélagið allt. Í gegnum þetta erum við líka að leggja mikla áherslu á nýsköpun, því hún skiptir máli til framtíðar.“ Sem dæmi um starfsemi í jarðhitagarðinum nefnir Berglind fyrirtækið Algaennovation sem framleiðir smáþörunga bæði til dýraeldis og manneldis. „Þau hafa verið með prófanir í eitt og hálft ár og gengur vel. Smáþörungar nota minna vatn og minna land en nýtt er til hefð- bundinnar matvælaframleiðslu. Það er mikil gerjun í smáþörungaheiminum. Þetta eru nær- ingarríkir þörungar sem eru notaðir í fæðu- bótarefni, en verða í framtíðinni notaðir meira í matvælaframleiðslu.“ Aðspurð segir Berglind að ON leggi sjálft ekki fé í fyrirtækin í jarðhitagarðinum. „Hugs- unin er að byggja samfélag sem fullnýtir þá strauma sem koma úr virkjuninni.“ Ryksuga andrúmsloftið Önnur starfsemi í jarðhitagarðinum eru Jarð- hitasýning ON og GeoSilica sem framleiðir fæðubótarefni, og fjallað var um nýlega í mið- opnuviðtali í ViðskiptaMogganum. Á tilrauna- stigi eru svo fyrirtæki eins og Climeworks sem þróar tækni til að einangra koltvísýring úr and- rúmslofti. Berglind segir að Climeworks noti Berglind Rán Ólafsdóttir hóf óvænt störf sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, ON, þeg- ar hún var ráðin tímabundið í starfið síðastliðið haust. Ráðningin kom í kjölfar þess að Bjarna Má Júlíussyni fyrrverandi framkvæmdastjóra var sagt upp störfum, en starfslok hans tengd- ust „tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi“ eins og fram kom í fréttatilkynningu frá ON á sínum tíma. Áður hafði Berglind sinnt starfi forstöðumanns fyrirtækjamarkaða. Hvernig var að hefja störf mitt í þeirri miklu umræðu sem spannst um fyrirtækið í þjóðfélag- inu á þessum tíma? „Það er ekki hægt að draga fjöður yfir þá staðreynd að þetta var mjög erfiður tími sem tók á alla sem vinna hérna. Þetta voru erfið mál og umfjöllunin mikil. Þarna voru persónuleg mál kollega okkar til umræðu, sem ekki var hægt að ræða í fjölmiðlum. Þegar maður horfir til baka þá reyndi þetta á margar tilfinningar. Það sem stóð upp úr hjá mér þegar frá leið, og inn á árið í ár, var hve starfsfólkið stóð þétt saman og náði að einbeita sér að verkefnunum, því það er svo stolt af því að vinna hjá ON.“ 51% stjórnenda kvenkyns Berglind segir að jafnréttismál hafi lengi ver- ið í forgrunni hjá Orku náttúrunnar. „Þegar ég var ráðin inn sem forstöðumaður fyrirtækja- markaða þá var hlutfall kvenstjórnenda hjá fyrirtækinu komið upp í 51%. Lengi á undan var búið að vinna mjög markvisst í jafnréttismál- unum, og sú vinna heldur áfram. ON og móð- urfélagið, Orkuveita Reykjavíkur, eru komin lengst allra fyrirtækja í orkugeiranum á Íslandi í þessum málum, og við höfum jafnvel gengið lengra en lög kveða á um að þurfi að gera.“ Berglind nefnir sem dæmi hugbúnað sem unninn var í samstarfi við ON. „Þetta er hug- búnaður sem greinir í rauntíma áhrif launa- ákvarðana á launajafnrétti kynjanna í öllu fyrir- tækinu. Hann er þróaður í nánu samstarfi PayAnalytics og mannauðs- og jafnréttisdeild- ina okkar. Þetta er mjög spennandi kerfi.“ Blaðamaður heggur eftir nafninu á deildinni, mannauðs- og jafnréttisdeild. Hvernig kom þetta heiti á deildina til? „Í haust, þegar umræðan um fyrirtækið var sem mest í fjölmiðlum, var ákveðið að fara í alls- herjar úttekt á allri fyrirtækjamenningunni hjá OR og dótturfyrirtækjunum Veitum og ON, sem var mjög góð ákvörðun. Út úr þeirri úttekt komu fullt af ábendingum, og ein af þeim var að láta heiti mannauðsdeildarinnar endurspegla betur áherslurnar í jafnréttismálunum. Því var ákveðið að breyta heitinu í Mannauðs- og jafn- réttisdeild. Heitið endurspeglar það hve alvar- lega við tökum þessi mál.“ Hefur fleiri ábendingum úr þessari úttekt verið hrint í framkvæmd? „Já, við fengum ábendingar um ýmsa ferla sem mætti bæta, og samanlagt nýttist þetta allt til að gera góðan vinnustað enn betri. Auk þess voru gerðar tvær vinnustaðagreiningar, önnur af Háskóla Íslands, þar sem í ljós kom að vinnu- staðamenningin var góð, og svo var það okkar árlega innanhúss-vinnustaðagreining, sem leiddi í ljós að starfsfólkið hefur aldrei verið ánægðara í starfi, og konur eru sérstaklega ánægðar. Fyrirtækið er þó síður en svo full- komið og alltaf hægt að gera betur.“ stórar „ryksugur“ til að dæla andrúmslofti inn í þar til gerð tæki sem svo einangra koltvísýring- inn, og dæla honum niður í bergið með svokall- aðri „gas í grjót“ tækni, ( e. Carbfix ) sem bind- ur koltvísýringinn við berg til eilífðarnóns. Gas í grjót tæknin er að sögn Berglindar einnig notuð af ON til að binda koltvísýring sem losnar frá starfseminni, til að hann fari ekki út í andrúmsloftið. „Við stefnum á kolefnissporlausa vinnslu, sem er mjög metnaðarfullt og krefjandi markmið.“ Ég bið Berglindi að gefa mér dæmi um út- blástur virkjunarinnar í samhengi við aðrar teg- undir orkuvera. „Kolaorkuver losar átta hund- ruð grömm af koltvísýringi á hverja unna kílóvattstund en jarðvarmaverin okkar losa sjö grömm. Þetta er mjög umhverfisvæn orka, en við viljum taka þetta alla leið. Gas í grjót er mjög ódýr leið til að fanga koltvísýringinn. Það eru miklir möguleikar í þessari aðferð, ekki bara fyrir jarðvarmavirkjanir, heldur líka aðra starfsemi sem losar koltvísýring. Við þurfum að minnka losun til að börnin okkar og barnabörn geti búið hér. Það er verkefnið, og ég er mjög stolt af þessu.“ Berglind segir að nýjar kynslóðir vilji ekki vöru sem er óumhverfisvæn. „Fólk hefur áttað sig á að loftslagsvandinn er raunverulegur, og það þarf að gera breytingar. Það skiptir meira og meira máli fyrir fólk að skipta við fyrirtæki sem setur umhverfismálin í fyrsta sætið.“ En telur Berglind að ON hafi náð að marka Það er gaman að vera Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Orka náttúrunnar er fyrirmynd í jafn- réttismálum í orkugeiranum á heimsvísu, að sögn Berglindar Rán- ar Ólafsdóttur nýráðins fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún segir að umhverfismálin standi hjarta hennar næst, og segir spennandi tíma framundan hjá Orku náttúrunnar. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.