Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 11

Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 11FRÉTTIR Af síðum Stóru iðnfyrirtækin reyna öll að sannfæra Wall Street um sama hlutinn: heimurinn vex og dafnar og mun ekki geta verið án þeirra lausna sem þau hafa að bjóða. Oft reynist raunveruleikinn ekki í samræmi við þessa draumsýn. Félög á borð við General Electric koma upp í hugann í því sambandi. Þar til nýlega hafði Boeing samt tekist að vera fremst meðal jafningja hvað þetta varðar. Hlutabréfaverð félagsins næstum fjórfald- aðist á undanförnum þremur árum og stafar m.a. af vexti flugsamgangna í fátækari heimshlutum. Nú er tvísýnt um þessa miklu velgengni, í kjölfar þess að tvær Boeing farþegaþotur af nýjustu gerð, 737 Max, hröpuðu. Sú seinni brotlenti í Eþíópíu á laugardag. Svo margir létu lífið í þessu hörmulega slysi að 7% lækkun markaðsverðs Boeing, sem strokaði út jafnvirði 16 milljarða dala, (þegar þetta birtist hefur enn sigið á ógæfuhliðina hjá félaginu hvað þetta varðar) er aukatriði í samanburði. Stjórnvöld í Kína og víða annars staðar tóku þá eðlilegu ákvörðun að kyrrsetja allar þotur þessarar gerð- ar. Starfsemi Boeing hefur gengið mjög vel upp á síðkastið, en óvissan í kringum 737 undirstrikar hversu lítið má út af bregða til að rekstrar- forsendurnar gjöbreytist. Fyrirtækið hefur spáð því að smíða þurfi 40.000 nýjar þotur á næstu 20 árum til að mæta eftirspurn á heimsvísu. Farþegum fjölgar nú um 6-7% á ári sem er hér um bil tvöfalt hærri tala en mældur hagvöxtur á heimsvísu. Af þessum nýju þotum – sem verða að stærstum hluta mjó- þotur (e. single-aisle aircraft) og munu fljúga á milli áfangastaða innan sömu heimsálfu – segir Boeing að 7.000 verði seldar til Kína. Félagið hef- ur meira að segja tekið í gagnið 737 „standsetningar“-miðstöð þar í landi, og er það til marks um hve mikilvægt hlutverk sá markaður leikur. Áskorunin í rekstri Boeing er fólgin í því að breyta miklum þróunar- kostnaði og flókinni aðfangakeðju í stöðuga og varanlega framleiðslu á nýjum flugvélum. Fyrirtækið hefur lent í vanda vegna þess hversu mikið smíði 787 dreamliner gengur á lausafé félagsins, en hefur tekist að gera mikla bót þar á á undanförnum árum. Boeing spáir því að handbært fé fari yfir 17 milljarða dala árið 2019, sem er um það bil tvöfalt hærri tala en árið 2014. Þar sem tiltölulega lítil þörf hefur verið fyrir fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum hef- ur félaginu tekist að beina mestu af þessu handbæra fé í arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa. Boeing segir að 737 sé uppseld út árið 2023 og að nærri þriðjungur af tekjum og rekstrarhagnaði félagsins komi frá sölu ýmissa útfærslna þot- unnar. Hönnun þessara nýju þotna er mjög flókin, bæði hvað eðlisfræð- ina snertir, og líka hvað varðar tölvubúnaðinn um borð. Sumir markaðs- greinendur telja að með minniháttar breytingum á þjálfun flugmanna, og á hugbúnaði flugvélanna, ætti að takast að ráða bót á öryggisvanda 737 þotunnar. Það er samt sennilegt að það sefi fjárfesta lítið að það skuli orðið raunin að iðnfyrirtæki eru núna orðin að tæknifyrirtækjum, með öllu því ógagnsæi sem því fylgir. Munurinn er sá að líf eru í húfi, en ekki bara dyntir kaupandans. LEX Boeing: tími áfalla Spotify hefur farið þess formlega á leit við yfirvöld í Brussel að þau grípi til aðgerða gegn App Store, tónlistar- og hugbúnaðarverslun Apple. Segir Spotify að bandaríski snjallsímarisinn sé að „skekkja markaðinn á kostnað keppinauta sinna“. Tónlistarveitan Spotify lagði inn kvörtun vegna meintra samkeppn- isbrota síðastliðið mánudagskvöld, og vænir Apple um að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér markaðs- ráðandi stöðu App Store til að hampa sinni eigin tónlistarstreymis- þjónustu; Apple Music. Kvörtunin er til marks um að aukin harka sé hlaupin í langvar- andi deilur Spotify og Apple. Daniel Ek, forstjóri Spotify, tjáði sig um málið í bloggfærslu: „Á und- anförnum árum hefur Apple af ásetningi innleitt nýjar reglur sem hafa þau áhrif að draga úr úrvali og aftra nýsköpun, allt á kostnað hags- muna neytenda – og með vísvitandi hætti leikið bæði hlutverk leik- manns og dómara til að gera öðrum hugbúnaðarframleiðendum erfiðara fyrir.“ Svo árum skiptir hefur Spotify sagt stjórnvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum að þeim þyki við- skiptahættir App Store óásætt- anlegir. Er kvörtunin nú eins konar stríðsyfirlýsing gegn stærsta keppi- nauti Spotify, og vill þannig til að aðeins nokkrar vikur eru í að Apple hleypi af stokkunum sinni stærstu nýju netþjónustu í áraraðir en fyrir- tækið hefur boðað til viðburðar 25. mars næstkomandi þar sem hulunni verður svipt af nýrri streymis- þjónustu fyrir kvikmyndir og þætti. Horacio Gutierrez, yfirlögfræð- ingur Spotify, neitar því að kvört- unin til ESB tengist nýjustu sókn Apple inn á afþreyingarmarkaðinn. „Tímasetning þessara tveggja mála er algjör tilviljun.“ Spotify enn stærst á heimsvísu Gutierrez segir að þó svo að jafn- vægi hafi verið á sambandi Spotify og Apple í fyrstu þá breyttist það árið 2009 þegar Apple hóf að keppa við Spotify með beinum hætti með tónlistarstreymisveitunni, Apple Music. „Í framhaldinu voru [forriti Spotify fyrir iOS stýrikerfið] settar sífellt þrengri skorður“. Vaxandi þrýstingur er á Spotify að fjölga áskrifendum sem hraðast: Nýlega tók Apple fram úr Spotify sem vinsælasti seljandi tónlistar- streymis í áskrift í Bandaríkjunum – heimsins stærsta markaði fyrir tónlist. En Spotify er áfram með mikið forskot á alþjóðamarkaði, og var með 87 milljónir borgandi áskrifenda á heimsvísu í árslok 2018. Spotify segist hafa afhent fram- kvæmdastjórn ESB „greiningu á efnahagslegum áhrifum“ við- skiptahátta Apple en vill ekki greina frá því opinberlega hve mikl- um skaða félagið telur sig hafa orð- ið fyrir. „Þótt okkur hafi gengið vel að láta fyrirtækið vaxa, þá hefði okkur getað gengið enn betur,“ segir Gu- tierrez. Í kvörtun Spotify segir að frá 2011 hafi Apple krafist þess að allir þeir sem smíða forrit fyrir iPhone taki aðeins við greiðslum í gegnum greiðslukerfi tæknirisans. Apple hefur líka kynnt til sögunnar 30 senta þóknun, sem Spotify og allir aðrir seljendur stafrænnar þjón- ustu, þurfa að borga í hvert skipti sem þeir nýta greiðsluþjónustu Apple, á meðan forritum eins og Uber og Deliveroo er ekki gert að greiða sams konar gjald. Spotify kvartar líka yfir að settar hafi verið æ strangari reglur um hvernig framleiðendum forrita leyf- ist að eiga í samskiptum við fólk sem gerst hefur áskrifendur í gegn- um iPhone-forritið. Daniel Ek segir Spotify einnig hafa haft af áhyggjur af að banda- ríski risinn hafi „verið að útiloka Spotify og aðra keppinauta frá því að tengjast lausnum og vörum Apple, s.s. Siri, HomePod og Apple Watch“. Gutierrez bætir við: „Allt hefur þetta haft þau áhrif að sem keppi- naut og þátttakanda í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi er okkur ekki lengur stætt á öðru en að grípa til aðgerða.“ Tónlistarveitan Deezer sagði um málið: „Við styðjum að Spotify vilji koma því til leiðar að allir sitji við sama borð [...] Í augnablikinu er það ekki raunin og tónlistarunn- endur sem nota iOS- og Apple- vörur líða fyrir það með hærri þóknunum og færri raunhæfum val- kostum.“ Talsmaður framkæmdastjórnar ESB sagði að kvörtunin hefði verið móttekin og yrði „tekin til skoðunar [...] í samræmi við verklagsreglur“. Apple svaraði ekki fyrir- spurnum vegna málsins. Spotify sakar Apple um samkeppnisbrot Eftir Rochelle Toplensky í Brussel og Önnu Nicolaou í New York Apple er gert að sök að hafa þrengt jafnt og þétt að fyrirtækjum sem bjóða upp á tónlistarstreymi. Daniel Ek, stofnandi Spotify, hefur nú lagt til orrustu við bandaríska tækni- risann Apple sem hann segir brjóta á fyrirtæki sínu með alvarlegum hætti. Baldvin Ómar Magnússon Lögg. Fasteignasali Sími: 585 0101 – Gsm: 898 1177 baldvin@huseign.is Suðurlandsbraut 20, 2 hæð, Reykjavík | Sími: 585 0100 | www.huseign.is Við getum boðið margar gerðir stálgrindarhúsa með fullmáluðum einangruðum samlokueining- um, gluggum, glerveggjum og fleira en þetta er líklegasti ódýrasti byggingarmátinn í dag. Nú getum við boðið stálgrindarhús frá ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu á mjög hagstæðu verði sem uppfylla öll evrópsk skilyrði. Við vinnum með kaupanda/arkitekti eða yfir- verktaka frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig verður ódýrasti byggingarmátinn staðreynd. Hugmyndir af stálgrindarhúsum: Íþróttahús, verslunarmiðstöðvar, knattspyrnuhús, skrifstofubyggingar, verksmiðjuhús, gripahús, íþróttastúkur, brýr og ýmislegt fleira. Nánari upplýsingar veitir Helgi Snorrason í síma 615 2426. Stálgrindarhús

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.