Morgunblaðið - 16.03.2019, Side 1
Stöðvarstjóri (Bakki í Ölfusi)
Laxar Fiskeldi ehf. er fyrirtæki sem
stundar laxeldi á Íslandi. Fyrirtækið er að
meirihluta í eigu Måsøval Eiendom, sem
er norskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur
45 ára reynslu af laxeldi.
Fyrirtækið rekur tvær seiðaeldisstöðvar
að Bakka og Fiskalóni í Ölfusi auk
þess sem landstöð er starfrækt í
Þorlákshöfn. Auk þess eru Laxar Fiskeldi
með sjókvíaeldi í Reyðarfirði þar sem
fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða
allt að 9.000 tonn af laxi í sjókvíum
á þremur stöðum en fyrirhuguð
framleiðsla félagsins á Austfjörðum til
lengri tíma litið mun nema um 25.000
tonnum.
Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma
512 1225 og einnig Jóhannes Sigurðsson framleiðslustjóri seiðaeldis í síma 837-5750. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl
2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur:
! " !
Helstu viðfangsefni:
# $% $
& '
&
& !
'
" &"
& # $% $
$
($
$ ) *
$ & $ # +
) ! &
,
% !!
($ - .
%, /0 ,
$ &
&
& $ &
Intellecta - Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími: 511 1225.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið
má finna á www.laxar.is
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391
Á Hellu búa um 900 manns og stendur
Grunn skólinn á Hellu í hjarta þorpsins á
einu fegursta bæjarstæði landsins við hina
lygnu Ytri-Rangá. Í næsta nágrenni við
grunnskólann er leikskólinn Heklukot og
Tónlistarskóli Rangæinga, Íþrótta miðstöð
með frábærri sundlaug, sparkvelli og leik-
og útiíþróttasvæði. Á Hellu er margvísleg
þjónusta og kraftmikil uppbygging m.a.
hvað varðar fjölbreytt íbúða húsnæði. Þar
eru ótal möguleikar til að sinna áhuga-
málum og útiveru af öllu tagi. Á Hellu er
gott mannlíf og þar er tekið vel á móti fólki.
Skólastjóri Grunnskólans á Hellu
Byggðasamlagið Oddi bs óskar eftir að ráða skólastjóra við Grunnskólann á Hellu. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt skólasamfélag með
samstöðu og árangur að leiðarljósi. Mikilvægt er að skólastjóri sé tilbúinn að viðhalda þeim góða skólabrag sem einkennt hefur starf Grunnskólans á Hellu.
Á starfssvæði byggðasamlagsins búa um 1900 íbúar en það eru sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur sem standa að Odda bs. Grunnskólinn á Hellu er heildstæður grunnskóli með um 130
nemendur. Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grhella.is. Gildi Grunnskólans á Hellu eru: virðing – vinátta – víðsýni.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi eða fyrr eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu
sveitarfélaganna sem standa að byggðasamlaginu Odda bs, aðalnámskrá grunnskóla
og lög um grunnskóla.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagins.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og/eða farsæl
stjórnunarreynsla.
• Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
• Hæfni í samskiptum og metnaður til árangurs.
• Reynsla í fjármálastjórnun kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ).
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri byggðasamlagsins Odda bs.
Umsóknarfrestur er til 8. apríl nk. Umsóknum skal skila á netfangið agust@ry.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila,
stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í gegnum netfangið agust@ry.is eða í síma 4887000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur er áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju.