Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 2

Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019FRÉTTIR ERT ÞÚ AÐ RÁÐA? Vantar þig háskólamenntað starfsfólk? Kynntu þér sumarátak Vinnumálastofnunar og BHM á vinnumalastofnun.is Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) SYN -6,97% 30,7 GRND +4,95% 30,75 S&P 500 NASDAQ -1,65% 7.709,78 -1,13% 2.822,65 -2,10% 7.200,64 FTSE 100 NIKKEI 225 27.9.‘18 27.9.‘1826.3.‘19 1.800 90 2.030,15 1.884,25 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 68,07 -0,84% 21.428,39 81,72 50 2.400 26.3.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) Örn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri verkfræðifyrirtækisins Mann- vits, segir í samtali við Viðskipta- Moggann að áhugi einkafjárfesta á því að fjárfesta í virkjunum hér á landi, bæði vindorkuverum og smærri vatnsaflsvirkjunum, hafi far- ið vaxandi síðustu tólf mánuðina. „Það eru margir litlir virkj- unarkostir víða um land sem þykja áhugaverðir, og það hafa margir áhugasamir aðilar leitað til okkar undanfarið sem vilja fjárfesta,“ segir Örn. Spurður að því hvað ráði þessum aukna áhuga segir Örn að mögulega sé það aukinn þrýstingur alþjóðlega á að draga úr notkun á jarðefnaelds- neyti. „Þá líta menn til grænni leiða, og hér á Íslandi eru mjög mörg tæki- færi til umhverfisvænnar fram- leiðslu. Víða í Evrópu hafa menn fullnýtt getu sína til að framleiða raforku með vatnsafli, en í Austur- Evrópu eru þó enn talsverð tækifæri í nýtingu jarðvarma til orkufram- leiðslu.“ Aðspurður segir Örn að verkefni er snúa að orkuframleiðslu séu allt að þriðjungur af ársveltu Mannvits, en það sveiflist aðeins á milli tíma- bila. „Við erum að vinna núna að nokkrum vindorkuverkefnum á mis- munandi stigum. Við höfum unnið með Landsvirkjun að undirbúningi vindorkugarðsins við Búrfell, og þá erum við að vinna með EM Orku í Garpsdal í Reykhólahreppi m.a.“ Hagkvæmni að aukast Örn segir að hagkvæmni í virkjun vindorku sé að aukast, sem skipti miklu máli fyrir framhaldið hér á landi. „Þetta er að gerast með þróun í tækninni á bak við vindmyllurnar. Svo hafa tilraunavindmyllur Landsvirkj- unar við Búrfell sýnt mjög góðan ár- angur. Þær eru með nýtingarhlutfall uppá 50%, sem gefur til kynna að það séu miklir möguleikar á að nýta þessa orku til framtíðar. Vindmyllur eru að verða samkeppnishæfur kostur í orkuframleiðslu hér á landi.“ Hann bendir á að vindmyllurnar séu tiltölulega einfaldar í uppsetn- ingu. „Þegar hugað er að uppsetningu vindmyllugarðs þarf yfirleitt vind- mælingar í tvö ár til að tryggja að vindmagnið sé rétt. Það er sami tími og að jafnaði fer í alla leyfisferla. Þetta er því hægt að klára samtímis. Þegar allt þetta er klárt er uppsetning tiltölulega fljótleg.“ Afturkræf aðgerð Vindmyllur hafa það fram yfir suma virkjunarkosti að þær eru aft- urkræf aðgerð. „Þær er hægt að taka niður án þess að það hafi afgerandi áhrif á umhverfið. Það skiptir máli.“ Mannvit starfrækir sérstakan fag- hóp innan fyrirtækisins sem sér um að meta umhverfisáhrif framkvæmda. Meðal þess sem metið er í svona verk- efnum er sjónmengun og áhrif á dýra- líf. „Verkefni eru metin með tilliti til landslags og ásýndar meðal annars. Sem dæmi þá tók Landsvirkjun þá ákvörðun að færa vindmyllulundinn við Búrfell, m.a. til að draga úr ásýnd- aráhrifum. Svo þarf að huga að fugla- lífi, fornleifum og gróðri, til dæmis.“ Örn bætir við að vindmyllur geti verið öflugur kostur við orkufram- leiðslu. „Ef ein vindmylla framleiðir 3MW af orku geta fimmtán vindmyll- ur saman í garði framleitt orku á við góða vatnsaflsvirkjun.“ Aukinn áhugi einkafjár- festa á vindorkuverum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Einkafjárfestar hafa sýnt aukinn áhuga á uppbygg- ingu á vindmyllum og smá- virkjunum hér á landi á síð- ustu mánuðum að sögn framkvæmdastjóra Mann- vits. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsvirkjun hefur reist tvær tilraunavindmyllur við Búrfell, sem sýnt hafa mjög góðan árangur. Lundurinn var færður vegna ásýndaráhrifa. EFNAHAGSHORFUR Í dag stendur greiningardeild Ar- ion banka fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni „Hagkerfið kyrrsett. Efnahagshorfur 2019-2021. Heim- ildir ViðskiptaMoggans herma að nokkuð erfiðlega hafi gengið að und- irbúa fundinn vegna þeirrar miklu óvissu sem uppi er í hagkerfinu og að niðurstaðan hafi orðið sú að stíga afar varlega niður í öllum spádóm- um. Arion banki er ekki eini bankinn sem orðið hefur að gera breytingar á kynningarefni sínu að undanförnu. Þannig hugðist Íslandsbanki kynna skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar nú í lok mánaðarins. Þeim fundi hef- ur verið frestað og verið er að fara yfir og reikna upp allar forsendur sem liggja áttu til grundvallar efni fundarins og þeirri skýrslu sem þar átti að kynna. Morgunblaðið/Eggert Greinendur stíga varlega til jarðar í skýrsluskrifum í ljósi óvissuástands. Skýrslu- skrifin í uppnámi EFNAHAGSMÁL Sextán aðilar sækjast eftir að verða bankastjórar Seðlabanka Íslands, fjórtán karlar og tvær konur, en listi umsækjenda var birtur í gær á vef forsætisráðuneytisins. Um embættið sóttu: Arnór Sig- hvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra, Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, Ásgeir Brynjar Torfason, lektor við Háskóla Íslands, Benedikt Jóhann- esson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, Gunnar Haralds- son, hagfræðingur, Gylfi Arnbjörns- son, hagfræðingur, Gylfi Magnús- son, dósent, Hannes Jóhannsson, hagfræðingur, Jón Daníelsson, pró- fessor, Jón G. Jónsson, forstjóri bankasýslu ríkisins, Katrín Ólafs- dóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, Salvör Sigríður Jóns- dóttir, nemi, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri, Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðs- viðskipta og fjárstýringar í Seðla- banka Íslands, Vilhjálmur Bjarna- son, lektor og Þorsteinn Þorgeirsson, sérstakur ráðgjafi á skrifstofu seðlabankastjóra. Þrír varaseðlabankastjórar Í drögum að frumvörpum sem for- sætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið birtu á sam- ráðsgátt stjórnvalda, og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í mánuðinum, er lagt til að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið verði sameinuð í eina stofnun. Þá er lagt til að for- sætisráðherra skipi seðlabanka- stjóra til fimm ára í senn, að há- marki þó tvisvar sinnum og þrjá varaseðlabankastjóra einnig til fimm ára í senn og að hámarki tvisvar sinnum. „Einn leiðir málefni er varða peningastefnu, einn leiðir mál- efni er varða fjármálastöðugleika og einn leiðir málefni er varða fjármála- eftirlit. Varaseðlabankastjórar fjár- málastöðugleika og fjármálaeftirlits eru skipaðir eftir tilnefningu fjár- mála- og efnahagsráðherra,“ segir í skýringum með frumvörpunum. 16 umsækjendur um starf seðlabankastjóra Morgunblaðið/Ómar Seðlabankastjóri verði skipaður til fimm ára í senn, að hámarki tvisvar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.