Morgunblaðið - 27.03.2019, Side 11
Morgunblaðið/Golli
mun ódýrara að vera með vinnslu-
búnað í landi sem má einfaldlega
tengja við rafmagnsdreifikerfið. Eins
er skattlagning veiðanna hlutfalls-
lega meira íþyngjandi, fyrir greinina
í heild sinni, fyrir rekstur vinnslu-
skipa en ef um væri að ræða lóðrétt
samþættan rekstur ísfisktogara og
landvinnslu.“
Með 357 kr meira aflögu
Þegar dæmið er reiknað til enda
kemur í ljós töluverður munur og
segir Húni að á árunum 2011 til 2017
hafi framlegðarhlutfall rekstrar (e.
EBITDA margin) iðulega mælst
hærra hjá útgerðum með ísfisktog-
ara og landvinnslu en hjá félögum
sem gera út vinnsluskip.
Miðað við tölur frá 2017 var launa-
kostnaður vinnsluskipa um 42% af
söluverði afla, á meðan hlutfallið var
26% samanlagt ef notuð voru ísfisk-
skip við veiðarnar og vinnslan látin
fara fram í landi. Var söluverð þorsk-
afurða áætlað 613 kr / kg í tilviki
vinnsluskipanna og því um 357 kr
eftir þegar búið var að draga launa-
kostnað frá. Þorskur af ísfiskskipum,
unninn í landi, seldist hins vegar úr
vinnslu fyrir 967 kr / kg að meðaltali
og þá tæplega 715 kr eftir þegar
launakostnaður hafði verið dreginn
frá.
„Þarna munar um 357 kr tekjum á
hvert selt kíló ef einungis er horft á
launakostnað. Sé horft til heild-
arrekstrarkostnaðar minnkar þessi
munur í krónum en verður samt
fljótlega að mjög háum upphæðum
þegar fyrirtæki eru að selja þorsk í
tonnavís,“ segir Húni og bendir á að
fjárfesting í nýjum ísfisktogurum,
húsakosti og vinnslutækjum kosti
sitt, og éti upp eitthvað af þessum af-
gangi. „Hins vegar gæti það líka ver-
ið ein skýringin á þessari þróun að
þær tækniframfarir sem orðið hafa í
fiskvinnslunum hafa orðið til þess að
afköst á hverja vinnustund í landi
eru sjöfalt meiri en fyrir rösklega
tveimur áratugum, og gæti reikn-
ingsdæmið litið allt öðruvísi út ef
ekki væri fyrir vaxandi sjálfvirkni.“
Tölurnar gefa til kynna að þróunin
muni halda áfram í sömu átt og segir
Húni að því fylgi ýmis tækifæri.
„Eftir því sem meira af vinnslunni
færist yfir í land, því meira verður til
af hliðarafurðum. Ísfiskskipin koma
yfirleitt með fiskinn slægðan að
landi, á meðan vinnsluskipin halda
aðeins eftir flakinu. Það viðbótar-
hráefni sem verður til í landi má nýta
til að búa til nýjar vörur og þannig
skapa enn meiri verðmæti úr aflan-
um.“
Húni Jóhannesson segir meiri vinnslu
í landi auka magn hliðarafurða.
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 11
Varahlutir í allar
Cummins vélar
Fljót og áreiðanleg þjónusta
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
AF 200 MÍLUM Á MBL.IS
Fjögur skip lönduðu kolmunna í verksmiðjur Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað og á Seyðisfirði um og fyrir síðastliðna helgi.
Bjarni Ólafsson AK landaði rúmlega 1.600 tonnum á Seyðis-
firði og Beitir NK rúmlega 2.000 tonnum. Hákon EA kom til Nes-
kaupstaðar og landaði rúmlega 900 tonnum í verksmiðjuna
ásamt um 230 tonnum af frystum afla. Þvínæst var landað rúm-
lega 1.900 tonnum úr Berki NK. Áformað er að skipin haldi til
veiða á ný eftir tíu daga eða svo þegar gera má ráð fyrir að kol-
munninn hafi gengið inn í færeyska lögsögu.
Kolmunna landað
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Bjarni Ólafsson AK á siglingu.
Fiskvinnslan Norðanfiskur ehf.,
dótturfélag HB Granda, hyggst
leggja aukna áherslu á framleiðslu
fyrir innanlandsmarkað en draga úr
framleiðslu fyrir erlenda kaupendur.
Vegna þessara breytinga verður
tveimur starfsstöðvum félagsins á
Akranesi lokað. Hluti starfseminnar
þar verður færður inn í aðalsstarfs-
stöð félagsins að Vesturgötu 5.
Í tilkynningu segir að sjö missi
störf sín vegna breytinganna en 35
manns munu áfram starfa hjá félag-
inu.
Norðanfiskur hefur sérhæft sig í
virðisaukandi vinnslu sjávarafurða
fyrir veitingastaði og stóreldhús auk
framleiðslu fisks í neytenda-
pakkningum fyrir verslanir.
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Mynd úr safni sýnir starfsfólk Norðanfisks verka risavaxinn túnfisk.
Breytingar hjá
Norðanfiski