Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019VIÐTAL Ert þú í sambandi? V E R K F R Æ Ð I S T O F A R áð gj öf ve gn a hr að hl eð sl us tö ðv a fy rir fy rir tæ ki og sv ei ta rfé lö g Loftviftur kæla á sumrin dreifa varma Frá 60-700cm í þvermál Í byrjun þessa árs voru gerðar mikl- ar breytingar á starfsemi Prent- smiðjunnar Odda: rekstrinum var skipt í tvær aðskildar einingar: um- búðahluta og prenthluta, og var prentreksturinn seldur til Prent- mets í síðustu viku. Kristján Geir Gunnarsson, sem áður var forstjóri Odda, er núna for- stjóri umbúðastarfseminnar sem fengið hefur nafn sem lesendur ættu að þekkja vel: Kassagerðin. „Ef við spólum til baka þá sótti Oddi inn á umbúðamarkað upp úr aldamótum og keypti bæði Umbúða- miðstöðina, Plastprent og Kassa- gerðina. Var allur þessi rekstur sett- ur undir hatt Odda og vörumerki Kassagerðarinnar sett á hillu á með- an,“ útskýrir Kristján og bendir á að ætlunin á þeim tíma hafi verið að ná fram samlegðaráhrifum á milli prentunar og umbúðaframleiðslu. „En svo breyttust markaðsaðstæður þannig að við gátum ekki lengur verið samkeppnishæf sem umbúða- framleiðandi, og fórum í staðinn að flytja inn umbúðir erlendis frá. Var samlegðin á milli prentaða varnings- ins og umbúðanna þá orðin sáralítil og réttast að búa til tvær aðskildar einingar. Þá var mat stjórnenda að eðlismunur sé á því að vera með framleiðslufélag annarsvegar og hinsvegar sölu- og markaðsfélag í innflutningi.“ Merki með jákvæða ímynd Kristján segir hafa farið vel á því að dusta rykið af vörumerki Kassa- gerðarinnar, enda félag sem á sér langa og merkilega sögu. „Þegar lesið er um sögu fyrirtækisins stendur upp úr hve stórhuga og metnaðarfullir stofnendur þess voru strax árið 1932 þegar þeir settu reksturinn á laggirnar. Allir þekkja líka merki Kassagerðarinnar.“ Eini ókosturinn við að nota Kassagerðarnafnið var, að sögn Kristjáns, að það kæmist mögulega ekki nógu vel til skila að fyrirtækið selur í dag margt fleira en kassa úr bylgjupappa. Pappakassarnir eru enn á sínum stað en búið er að bæta við úrvali af umbúðum og öskjum, og plasti til ýmissa nota. „Vöruval félagsins er fjölbreytt og tengist öll- um umbúðaþörfum sem við- skiptavinir Kassagerðarinnar hafa bæði í núverandi mynd og ekki síst sem hluti af stöðugri vöruþróun sem í gangi er í hverju sinni,“ bætir Kristján við. Þróunin er hröð á umbúðamark- aði og segir Kristján að kaupendur kalli eftir umbúðum sem eru bæði sterkbyggðar og á góðu verði, en jafnframt umhverfisvænar: að þær geti brotnað niður á náttúrulegan hátt og séu framleiddar með sem minnstu umhverfisfótspori. „Þegar við hættum eigin framleiðslu má segja að við höfum orðið að þekking- arfyrirtæki, og okkar helstu verð- mæti sú mikla sérþekking sem starfsfólkið býr yfir á sviði umbúða- lausna fyrir allar þarfir. Það er þetta öfluga teymi metnaðarfullra ein- staklinga sem býr til fyrirtækið, en ekki vélarnar sem við stóluðum áður á.“ Næstu skrefin hjá Kassagerðinni verða að finna nýtt húsnæði, en fyrst um sinn munu Kassagerðin og Oddi deila áfram húsnæði á Höfða- bakka. Þá munu starfsmenn þurfa að vera á tánum í stöðugri leit að gæðaumbúðum: „Þróunin um þessar mundir er í átt frá plastinu, og vilja framleiðendur ólmir finna staðgeng- isvöru sem getur verið hluti af um- hverfisvænni hringrás. Við höfum undanfarið verið að kynna umbúða- nýjung sem leysir frauðplast af hólmi og er óhætt að segja að við- tökur hafi verið góðar. Einnig höf- um við verið í frábæru samstarfi við Friðheima um vistvænar umbúðir fyrir þeirra framleiðslu. Þessir þættir efla okkur enn frekar í að finna nýjar lausnir sem koma við- skiptavinum og umhverfinu til góða.“ Kassagerðin snýr aftur Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Markaðurinn kallar eftir umhverfisvænum umbúð- um og færist frá plasti. Morgunblaðið/KÖE Agnar Kristjánsson var forstjóri Kassagerðarinnar um langt skeið. Á þessari mynd úr safni Morgunblaðsins situr hann við forláta skrifborð sem vitnar um metnaðarfullan rekstur. Í dag flytur fyrirtækið inn úrval umbúða erlendis frá. Morgunblaðið/RAX Kristján Gunnarsson segir það hafa verið vel til fundið að dusta rykið af nafni Kassagerðarinnar eftir aðskilnað prent- og umbúðastarfsemi Odda. Kassagerðin er í hópi elstu starf- andi fyrirtækja á landinu og varð upphaflega til í kringum smíði tré- kassa. Með tilkomu hraðfrysti- húsa jókst starfsemin mikið og framleiðsla pappaumbúða hófst árið 1942. Í umfjöllun um Kassagerðina í Morgunblaðinu í árslok 1982 segir m.a. að litlu hafi munað að kassa- gerðarvélin sem fyrirtækið notaði allt fram á áttunda áratuginn fær- ist með Goðafossi árið 1944 en þegar kom að ferðinni örlagaríku komst vélin ekki niður um lest- aropin og var því send með Detti- fossi í staðinn. Löng saga og merkileg Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.