Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 10
Áhugaverðar staðreyndir koma í ljós þegar rýnt er í samsetningu íslenska skipaflotans og hve mikill munur get- ur verið á kostnaði og sölutekjum út- gerða eftir því hvort bolfiskur er verkaður í landi og seldur ferskur, eða unninn á sjó og seldur frosinn. Húni Jóhannesson, sérfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf Arctica Fin- ance, er höfundar nýrrar greiningar sem sýnir svart á hvítu að íslenskur sjávarútvegur hefur færst frá notkun stórra vinnsluskipa, sem eru að veið- um í margar vikur í senn og fram- leiða frosnar fiskafurðir, yfir í ísfisk- togara sem fara í mun styttri túra og koma með fiskinn í land kældan og slægðan. Voru ísfisktogararnir 25 árið 2010 en hafði fjölgað í 29 árið 2017. Á sama tíma fækkaði vinnsluskipum úr 28 niður í 16, og vinnsla á aflanum færst sem því nemur af sjó upp á land. Húni segir þróunina hægfara, enda fylgi því mikill kostnaður að breyta rekstrarmódeli útgerðar, kaupa nýtt skip og koma upp fisk- vinnslu í landi. Reikna megi með að taki nokkur ár fyrir útgerð, frá því ákvörðun er tekin, að skipta út út- gerð vinnsluskips yfir í ísfisktogara og landvinnslu en ávinningurinn sé greinilegur: „Munar mest um að með því að breyta veiðum og vinnslu með þess- um hætti lækkar launakostnaður hlutfallslega samhliða því að hærra verð fæst fyrir fersku vöruna en fyrir þá frystu,“ útskýrir Húni og bendir á fleira sem gerir rekstur vinnsluskipa kostnaðarsamari en ella: „Bæði hefur olíuverð áhrif enda þurfa skipin að framleiða rafmagn úti á sjó til að halda vinnsluvélunum gangandi og Vinnsluskip að víkja fyrir ísfisktogurum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hærra verð fyrir ferskan fisk og hlutfallslega lægri launakostnaður í landi er meðal þess sem skapar hvata til að breyta við- skiptamódeli félaga sem gera út vinnsluskip Líflegur dagur í fiskvinnslunni. Aukin afköst á hverja vinnustund í landi, þökk sé tækni- væðingu, hafa áhrif á reikningsdæmið. 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Vinnsluskip og ísfi sktogarar borin saman 35% 30% 25% 20% 15% 10% Vinnsluskip Ísfi sktogarar 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Framlegðarhlutfall rekstrar (EBITDA margin) fyrir bolfi sk Tekjur og launakostnaður vegna þorskafurða Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Tekjur (sölu- verð, kr/kg) Launakostn- aður (kr/kg) Mismunur (kr/kg) Vinnsluskip 42% 613,0 255,8 357,2 Ísfi sktogarar 38% 199,4 75,3 124,1 Landvinnsla 18% 967,0 177,0 790,0 Ísfi sktogarar + landvinnsla 26% 967,0 252,3 714,7 35% 30% 25% 20% 15% 10% Vinnsluskip Ísfi sktogarar 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Breytingar á samsetningu fl otans Heimild: Verðalagsstofa skiptaverðs og Hagstofan. Mynd: Colourbox. Afurðaverð á markaði 26. mars 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 297,54 Þorskur, slægður 382,71 Ýsa, óslægð 312,82 Ýsa, slægð 278,86 Ufsi, óslægður 108,97 Ufsi, slægður 163,31 Gullkarfi 211,29 Langa, óslægð 186,00 Langa, slægð 233,79 Keila, óslægð 20,74 Keila, slægð 100,24 Steinbítur, óslægður 145,35 Steinbítur, slægður 200,29 Skötuselur, slægður 604,12 Skarkoli, óslægður 199,00 Skarkoli, slægður 383,21 Þykkvalúra, slægð 839,19 Langlúra, slægð 264,00 Bleikja, flök 1.492,00 Grásleppa, óslægð 246,40 Hlýri, slægður 283,65 Hrogn/ýsa 182,00 Hrogn/þorskur 252,11 Lúða, slægð 331,82 Lýsa, slægð 102,22 Rauðmagi, óslægður 223,65 Skata, óslægð 67,00 Skata, slægð 77,08 Stóra brosma, slægð 79,00 Undirmálsýsa, óslægð 120,89 Undirmálsýsa, slægð 145,93 Undirmálsþorskur, óslægður 209,03 Undirmálsþorskur, slægður 216,90 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.