Morgunblaðið - 01.03.2019, Qupperneq 4
Þ
að gerir gæfumuninn að hafa gott útvarp í vöru-
bílnum eða á gröfunni og verður vinnudagurinn
ólíkt skemmtilegri ef uppáhaldslögin fá að njóta
sín. Þetta veit Jónína Guðrún Jónsdóttir vel og
segir hún t.d. algengt að þeir sem aki um á stórum
flutningabílum velji að bæta við bassaboxi. „Þessi ökutæki
koma mörg hver nokkuð vel búin frá framleiðanda en þegar
menn verja miklum tíma við stýrið kemur oft í ljós að hljóm-
tækin mættu vera betri.“
Jónína er framkvæmdastjóri Nesradíós og segir hún suma
velja að kaupa alveg nýjar græjur, með öllu tilheyrandi, á
meðan aðrir láti duga að koma fyrir góðu bassaboxi. „Bassa-
boxið veitir meiri fyllingu í hljóminn, sem er það sem allir
vilja heyra. Ef bassinn er ekki nógu öflugur er hætt við að
hljóðið verði hálfpartinn flatt.“
Sjálf kveðst Jónina hrifnust af því að hlusta á eitthvað ró-
legt, eins og Debussy, en segir að hjá þeim viðskiptavinum
Nesradíós sem vilji góðar græjur í vörubílinn sé áhuginn yfir-
leitt meiri á því sem hún kallar „víravirkisrokk“. „Þegar menn
vilja hlusta á þungarokk dugar auðvitað ekki að hafa veik-
byggðan bassahátalara.“
Muni að stilla hljóðnemann
Jónína segir að það létti lund ökumanna og stjórnenda
vinnutækja, og stytti þeim stundirnar, að geta hlustað á uppá-
haldstónlist sína og útvarpsþætti í góðum hljómgæðum. Að
hafa góðar græjur geti þó líka verið öryggisatriði enda blá-
tannartenging við farsíma iðulega hluti af búnaðinum.
„Geisladiskurinn heyrir hér um bil sögunni til og flestir
streyma tónlistarsafninu beint úr símanum. Um leið er hægt
að svara símtölum handfrjálst, halda athyglinni við aksturinn
og forðast sektirnar.“
Bendir Jónína á að velja verði hentuga staðsetningu fyrir
hljóðnema handfrjálsa símbúnaðarins og mælir Nesradíó með
að í atvinnubílum með baksýnisspegil sé hljóðneminn hafður
þar á bak við. „Fólk er þá ekki að beina höfðinu til hliðanna
þegar það er að tala í símann, en það á raunar ekki að þurfa
að snúa höfðinu að hljóðnemanum svo að hann nemi röddina
vel.“
Ef hljóðið í símtölum er ekki eins og það á að vera segir
Jónína að ástæðan sé oftar en ekki að gleymst hafi að stilla
búnaðinn rétt. „Þegar búið er að para símann við blátannar-
merkið er um að gera að hringja í mömmu, því hún hlustar
alltaf sama hvað, og gera tilraunir með styrk símans og styrk
útvarpsins. Ef þetta gleymist getur útkoman orðið leiðinda
afturverkun og tjáskiptin í gegnum þráðlausa kerfið verða
aldrei góð.“
Tengja heyrnartólin
Að sögn Jónínu er óþarfi að hljóðeinangra atvinnubíla svo
að heyra megi betur í hljómtækjunum. Frágangurinn hjá
betri framleiðendum er þannig í dag að athafnasvæði öku-
mannsins á vörubíl er tiltölulega vel einangrað frá umhverfis-
hljóðunum. Á stórum vinnuvélum eins og jarðýtum og gröfum
er hljóðeinangrunin þó ekki eins góð, og lætin meiri, svo það
gæti þurft að tengja þar til gerð heyrnartól við hljómtækin.
„Ekki aðeins fylgir vinnunni og vélinni meiri hávaði, heldur er
vandfundinn sá gröfukarl sem ekki er með annan eða báða
gluggana opna – ef ekki dyrrnar líka – og við smíðum því
millistykki til að tengja útvarpið við heyrnartólin.“
Jónína bætir því við að starfsmenn Nesradíós leggi sig al-
veg sérstaklega fram við að þjónusta atvinnubílstjóra og
stjórnendur vinnuvéla, enda einhverjir bestu viðskiptavinir
fyrirtækisins. „Ef t.d. nýr bíll bíður afgreiðslu niðri í Kletti,
uppi í Öskju, hjá Brimborg eða Man, þá kemur okkar maður
einfaldlega á staðinn og kemur öllum búnaðinum fyrir svo
ekki þurfi að fara með þessi stóru ökutæki alla leið til okkar.
Og ef eitthvað er í ólagi, eins og t.d. biluð talstöð, þá einfald-
lega renna menn við og við reddum því strax – þetta er við-
skiptavinahópur sem fær alltaf að vera fyrstur í röðinni.“
Léttir lund og styttir stundir
Kröftugt bassabox getur gert heilmikið fyrir hljóminn í uppáhaldstónlistinni og blátannartengingin þykir orðin ómissandi.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Jónína segist sjálf
vera hrifnust af ró-
legum Debussy
en viðskiptavinir
Nesradíós hafi
margir gaman af
„víravirkis-rokki“
sem kalli á öflugt
bassabox.
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
Flest erum við með snjallsímann límdan við nefið frá
morgni til kvölds, enda mikið undratæki. Jónína segir
snjallsímana þó ekki geta komið í staðinn fyrir talstöð. „Í
kringum framkvæmdir þurfa allir að geta talað saman
hindrunarlaust og væri of flókið og seinlegt að ætla að ætla
að hringja í hvert skipti sem gefa þarf fyrirmæli eða óska
aðstoðar. Í staðinn fara samskiptin einfaldlega fram yfir
VHF-rás, og er aukinheldur mun ódýrara en að hringja ótal
símtöl yfir GSM-kerfið.“
Þeir sem ekki þekkja talstöðvatækni nógu vel gætu hald-
ið að þar geti samtöl verið óskýr og jafnvel hætta á að
margir séu á línunni í einu svo að erfitt verði að heyra orða-
skil. Jónína segir að þau talstöðvasamskipti sem fólk þekk-
ir úr myndum á borð við Smokey and the Bandit séu á svo-
kölluðu CB-kerfi sem sé öllum opið og með stutta drægni.
„Það sem stóru verktakafyrirtækin gera er að sækja um
sína eigin rás hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Svo þegar leyf-
ið er veitt er sett inn á viðkomandi bylgjulengd mótvægis-
rás sem tryggir að enginn kemst í samskiptin nema hann
hafi aðgang. Þrátt fyrir þetta auka flækjustig er talstöðva-
kerfið samt margfalt ódýrara en að nota farsímana, auk
þess að á ýmsum stöðum á landinu er ekki endilega hægt
að stóla á gott símasamband.“
Gömlu góðu talstöðvarnar lifa góðu lífi
Burt heitinn
Reynolds kunni
að nýta eigin-
leika talstöðva.